Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 40
PPHP
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
f
>
« • . . m „ a #
T\/tnnz ri /m t i n í) . íjtx/inna _ atwinna
Ct IVUIflc t d i VII11 lct ~~~ dt vii ii id * divn íi id dtvnnid ** i * ii fi id
Suðureyri
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Suðureyri.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
94-6138 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í
síma 91-83033.
Vanur bílstjóri
Duglegur maður óskar eftir atvinnu á sendibíl
eða greiðabíl, annað kemur til greina.
Upplýsingar í síma 92-68638 eftir kl. 19.00.
Ritari
Verkfræðistofa óskar eftir að ráða ritara í
hálfsdagsstarf strax.
Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald
á ensku og/eða einu Norðurlandamáli.
Umsóknir er tilgreini menntun og starfs-
reynslu skal skilað á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „V - 2544“ fyrir 3. des.
Óskum eftir
mönnum til starfa í flutningamiðstöð okkar
nú þegar.
Upplýsingar í síma 689850.
EIMSKIP
FLUGMÁLASTJÓRN
Starfsmannastjóri
Staða starfsmannastjóra hjá Flugmálastjórn
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist samgöngu-
ráðuneytinu fyrir 10. desember 1987.
Hólmavík
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hólmavík.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 3263
og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma
91 -83033.
ftetgmiÞIfiMfe
Verksmiðjustörf
Hydrol hf. óskar að ráða starfsmann til al-
mennra verksmiðjustarfa.
Upplýsingar veitir verkstjóri í Hydrol hf. við
Köllunarklettsveg í síma 36450.
Hamraborg
Okkur í Hamraborg vantar starfsfólk til sam-
starfs með okkur. Þar er um að ræða
50-100% stöður inni á deildum og stuðning
við hreyfihömluð börn.
Hafið samband við forstöðumann í síma
36905 og á kvöldin í síma 78340.
Barnaheimilið Hlíð
óskar eftir fóstru og starfsstúlkum.
Um er að ræða störf á deild, í sal og í afleys-
ingar. Upplýsingar hjá forstöðumanni í síma
667375.
Vinna erlendis
Breskur togara- og fiskvinnslueigandi óskar
eftir að ráða starfsfólk. í starfinu felst ekki
eingöngu samvinna við íslensk fyrirtæki á
sviði ferskfisks og frosins fisks heldur einnig
viðgerðir á togaranum og almenn viðskipti.
Laun fara eftir aldri og fyrri reynslu. Fyrirtæk-
ið er reiðubúið til að samþykkja reynslulítið
starfsfólk aðeins ef það er áhugasamt.
Umsóknir sem innihalda menntun, aldur og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
4. desember nk. merktar: „Vinna erlendis -
8438“.
Garðabær
Blaðbera vaptar í Móaflöt og Tjarnarflöt.
Upplýsingar í síma 656146.
Gaman og alvara
Hér er unnið skemmtilegt starf í góðum hóp.
Viltu vera með? Okkur vantar fólk í hluta-
störf og í stuðning.
Hafðu samband - síminn er 686351.
Leikskólinn Lækjarborg v/Leirulæk.
Bifreiðastjórar
Bifreiðastjórar með meirapróf óskast. Aðeins
heilsuhraustir reglumenn koma til greina.
Auglýsing
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkis-
ins óskar eftir að ráða verkfræðing til starfa
í stöðu hönnunarstjóra.
Starfið felst m.a. í:
★ Ráðgjöf og aðstoð við fagráðuneyti.
★ Aðstoða við val og ráðningu hönnuða.
★ Upplýsingaöflun, geymsla upplýsinga og
upplýsingamiðlun.
★ Eftirlit með hönnuðum og fylgjast með
framvindu hönnunarvinnu.
★ Samningagerð.
Starfið krefst verkfræðimenntunar og mikils
frumkvæðis. Umsækjandi verður að geta
starfað sjálfstætt og eiga gott með sam-
skipti. Hann þarf að þekkja vel til hönnunar
á byggingum og hafa reynslu á því sviði.
Nánari upplýsingar og starfslýsing fæst hjá
forstöðumanni og fjármálastjóra fram-
kvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins,
Borgartúni 7, sími 91-26844.
veiönr nmms mm
Sjónvarpið miðlar fjölbreytilegum fróðleik til allra og er því
sannkallaður alþýðufræðari.
Kvikmyndin um Geysisslysið 1950, sem bannað hefur verið að
sýna um árabil, er án efa helsti viðburðurinn á skjánum nú í vetur.
Hér er á ferðinni einstæð heimildarmynd sem sýnd verður
29. desember.
Erlent efni er úr ýmsum heimshornum að vanda:
Galapagos, myndaflokkur um hinar einstæðu eyjar.
Eden í árdaga, flokkur David Attenborough um upphaf siðmenningar
við Miðjarðarhafið.
Samherjar, flokkur um íbúa Sovétríkjanna, þar sem skyggnst er inn í
daglegt líf hinna fjölmörgu þjóða landsins.
Láttu ekki fróðleikinn fram hjá þér fara - Sjónvarpið miðlar honum
til þín.