Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
15
Listasafn ASÍ og Lögberg:
_ ___________ *
Fjallað um Tryggva Olafs-
son 1 nýrri listaverkabók
46 litprentanir og listamaðurinn kynntur
LISTASAFN ASÍ og bókaforlag-
ið Lögberg hafa gefið út sjöundu
listaverkabókina i bókaflokknum
ísiensk myndlist og fjallar hún
um Tryggva Ólafsson. í bókinni
eru litprentanir af 46 málverkum
eftir Tryggva, auk teikninga,
klippimynda og ljósmynda úr lífi
hans og starfi. Höfundar texta
bókarinnar eru Thor Vilhjálms-
son, rithöfundur, og Halldór
Björn Runólfsson, listfræðingur.
úr lífí Tryggva og starfi, ásamt
teikningum og svartlistarmyndum
eftir hann.
Halldór Bjöm Runólfsson sagði
að í bókinni séu litprentaðar mynd-
ir frá árinu 1968 til 1986. Valdar
hefðu verið myndir sem hefðu
markað tímamót og væru dæmi-
gerðar fyrir eitthvert ákveðið
tímabil í ferli Tryggva. Tryggvi
Ólafsson sagðist vera ánægður með
hvemig til hefði tekist með prentun
og litgreiningu bókarinnar. Þá
kvaðst hann ánægður með hönnun
Torfa Jónssonar, og hann sagði að
sér finndust myndimar njóta sín
mjög vel.
í tengslum við útgáfu bókarinnar
stendur nú yfir sýning á um fimmtíu
málverkum eftir Tiyggva Ólafsson,
sem hefur dvalist í Kaupmannahöfn
hátt á þriðja áratug. Sýningunni
lýkur 6. desember.
Morgunblaðið/BAR
Tryggvi Ólafsson
Kostnaður við framkvæmdir á vegum borgarinnar:
500 miUjónum undir áætlun
Thor Vilhjálmsson sagði á blaða-
mannafundi í tilefni útgáfunnar að
hann fjalli um manninn að baki
listaverkanna, uppvaxtarár hans,
nám og viðhorf til lífsins, í sínum
texta. Hann sagðist setja eigin
mælistikur á manninn og lýsa því
hvemig myndir Tryggva verki á
sig. Halldór sagðist hins vegar reka
feril Tryggva sem listamanns og
skilgreina efnistök, áhrif frá öðmm
listamönnum og ýmsum miðlum
samtímans. Sinn texti lýsi hvemig
Tryggvi hefur þroskast sem lista-
maður og hvemig hann komi
boðskap sínum á framfæri á ýmsum
tímum.
Bókin er 96 blaðsíður að stærð
og í henni eru litprentanir af 46
málverkum frá ýmsum skeiðum á
ferli listamannsins. Flestar ljós-
myndimar em eftir Kristján Pétur
Guðnason, en nokkur málverk sem
staðsett era í Danmörku vora ljós-
mynduð af Per Bak Jensen.
Ennfremur era í bókinni ljósmyndir
ÁÆTLUN Reykjavíkurborgar
gerir ráð fyrir því, að kostnaður
við framkvæmdir á vegum borg-
arsjóðs og fyrirtækja borgar-
innar á þessu ári verði rúmlega
hálfum milljarði minni en gert
er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Á síðasta fundi borgarstjómar
var lögð fram greinargerð til kynn-
ingar, um framkvæmdir á vegum
borgarsjóðs og fyrirtækja borgar-
innar. Greinargerð þessi var síðan
nánar kynnt á borgarráðsfundi á
þriðjudag.
Kostnaður við byggingarfram-
kvæmdir á vegum borgarsjóðs
munu á þessu ári nema um 818.
457.000 kr., en á fjárhagsáætlun
var gert ráð fyrir að kostnaður við
byggingarframkvæmdir yrði 922.
880.000. Skýringin á þessum mun
er aðallega sú spenna, sem verið
hefur á vinnumarkaði, og leitt hef-
ur til þess að verra hefur verið að
fá fólk til starfa. Hefur að sögn
borgarhagfræðings, Eggerts Jóns-
sonar, frekar verið valin sú leið
að fresta mörgum framkvæmdum,
heldur en að fara offari yið mann-
aráðningar.
í framkvæmdir við gatna- og
holræsagerð og umferðarmál, sem
koma inn á rekstrarkostnað, hefur
kostnaður hins vegar farið tæplega
100 milljónir fram úr áætlun og
er það fyrst og fremst vegna auk-
ins viðhalds gatna vegna slits.
Kostnaður við framkvæmdir á
vegum Hitaveitu Reykjavíkur er
tæplega 200 milljónum krónum
minni en gert var ráð fyrir í fjár-
hagsáætlun. Þessi mismunur er
annars vegar skýrður með því að
í ársbyijun var gjaldskrá lækkuð
um 7% af verðgildi því, sem reikn-
að var með í fjárhagsáætlun. Þetta
bil fór síðan vaxandi fram í júní-
mánuð, en var þá leiðrétt. Síðara
hluta ársins hefur gjaldskrá nokk-
um veginn haldið raungildi. Þessi
munur er einnig skýrður með því
að hönnun og framkvæmdaundir-
búningi Nesjavallaveitu hefur
nokkuð seinkað.
Kostnaður við framkvæmdir á
vegum Vatnsveitu Reykjavíkur er
um 40 milljónum minni en sam-
kvæmt fjárhagsáætlun og öll
fyrirtæki borgarinar fara niður
fyrir áætlun, þó nokkuð minna sé.
Eitt þeirra fer þó lítillega fram úr,
en það er sumarvinna unglinga.
OCK’ROBIN
A lSLANDI
Cock Robin hafa notið
verulegra og vaxandi vinsælda
hér á landi.
Sjáið þá á hljómleikum
í Reiðhöllinni sunnudaginn 29.
nóvember kl. 14.30 ásamt
Grafík og Solid Silver.
/ Jík
Gagnrýnendureiga
ekki til iýsingarorðtil
að lýsa ánægju sinni
með Leyndarmál.
Erekki kominntímitil
.. SKAL U\A/r\
☆ STEINAR HF ☆
Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800
Cock Robin
/Afterhere
through Midland
að þúfinnirútum hvað
Leyndarmál snýst.
Solid Silver
Ný, æðisleg rokkplata
Solid Silver kemur í
búðir í dag.