Morgunblaðið - 27.11.1987, Síða 49
Bifreiðaeftirlitið
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
49
Ekki fjallað um ein-
stakar tegundir
MORGUNBL AÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Bif-
reiðaeftirliti rikisins:
Vegna umræðna í fjölmiðlum um
kröfur þær sem gerðar eru til bif-
reiða og hvaða kröfur verða gerðar
til bifreiða í framtíðinni vill Bif-
reiðaeftirlit ríkisins taka eftirfar-
andi fram:
1NNLENT
Á vegum dómsmálaráðuneytisins
er nú unnið að gerð reglugerðar
um gerð og búnað ökutækja. Bif-
reiðaeftirlit ríkisins hefur tekið þátt
í þeirri vinnu. Reglugerð þessi íjall-
ar almennt um gerð og búnað
ökutækja, og er m.a. stuðst við
sambærilegar reglugerðir frá Nor-
egi, Svíþjóð og Danmörku. Ekki er
fjallað um einstakar tegundir bif-
reiða.
Öll umræða um öryggi einstakra
bíltegunda á grundvelli atriða í
væntanlegri reglugerð er því með
öllu ótímabær, enda reglugerðin
enn á vinnslustigi og hafa engar
ákvarðanir um einstaka efnisþætti
hennar verið endanlega teknar.
Bifreiðaeftirlit ríkisins harmar
misskilning þann sem upp hefur
komið vegna ummæla starfsmanns
þess um öryggi og búnað bifreiða.
Morgunblaðið/Ólafur Bernðdusson
Björgunarsveitarmenn á siglingu á björgunarbátnum Þórdísi.
Skagaströnd:
Leitaræfing hjá
björgunarsveitinni
Skagaströnd.
Björgunarsveit Slysavarna-
deildarinnar á Skagaströnd hélt
leitaræfingu 14. nóvember
síðastliðinn. Æfingin, sem var
fjöruleit, var haldin fyrst og
fremst til að meðlimir sveitarinn-
ar kynntust ströndinni fyrir utan
Skagaströnd svo þeir vissu á
hvetju þeir mega eiga von ef tíl
alvöruleitar kemur.
Leitarsvæðið var strandlengjan
frá Skagaströnd og út Skaga. Leit-
armenn, sem voru 12 talsins, skiptu
sér í tveggja manna leitarflokka,
og skiptu með sér strandlengjunni
í leitarsvæði. Áttu þeir að leita að
ímynduðu fé er átti að hafa hrakist
til sjávar eða fyrir björg undan
vondu veðri.
Auk leitar á landi tóku báðir
bátar sveitarinnar þátt I leitinni af
sjó og aðstoðuðu leitarmenn í landi
með að komast yfir ófær nes og
kletta.
Stjómendur leitarinnar og leitar-
menn voru ánægðir með æfinguna,
og töldu að hún hefði tekist vel og
verið lærdómsrík. Vandamál komu
upp í sambandi við fjarskipti þar
sem leitað var undir háum björgum
og komu bátar sveitarinnar þar að
góðu gagni sem miðstöðvar.
Félagar björgunarsveitarinnar
vinna nú að endurbótum á húsnæði
sveitarinnar og eru þar haldnir
vinnufundir á hveiju fímmtudags-
kvöldi. Formaður björgunarsveitar-
innar er Sigurjón Ástmarsson en
Magnús Sigurðsson er formaður
Slysavamadeildarinnar.
- ÓB.
Drengir með gullin sín á baðstofugólfinu. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.
Kvikmyndin „í dagsins önn“
gefin út á myndbandi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Stefán Jasonarson í Vorsabæ með eintak af myndinni _í dags-
ins önn“.
Selfossi.
Heimildarkvikmyndin „I
dagsins önn“, um forn vinnu-
brögð í sunnlenskum sveitum,
er nú fáanleg á þremur mynd-
bandsspólum. Myndin er gerð
af félagasamtökum á Suðurl-
andi og er útgáfa hennar á
myndbandi lokaverk þeirrar
nefndar sem skipuð var um
gerð myndarinnar.
Það var árið 1956 á héraðs-
þingi Skarphéðins sem því var
fyrst hreyft að nauðsynlegt væri
að efna tii töku heimildarkvik-
myndar um fom vinnubrögð á
Suðurlandi, eins og þau vom í
sunnlenskum sveitum áður en
vélaöldin gekk í garð. Skipuð var
þriggja manna nefnd til að und-
irbúa málið og viiina að framgangi
þess. Hún leitaði til féiagasam-
taka á Suðurlandi um þátttöku
og fjárstuðning.
Vigfús Sigurgeirsson ljósmynd-
ari vann að töku myndarinnar og
annaðist klippingu. Auk hans
vann Gunnar Vigfússon við töku
myndarinnar. Myndatökur hófust
1960 og lauk 1973. Þórður Tóm-
asson í Skógum og doktor
Haraldur Matthíasson á Laugar-
vatni vom ráðunautar við tökur
myndarinnar, sáu um sviðssetn-
ingu, sömdu og fluttu texta. Efnt
var til samkeppni um nafn á
myndina og hlaut hún nafnið „í
dagsins önn“ að tillögu Emils Jó-
hannssonar í Kópavogi. Fullnað-
arfrágang myndarinnar annaðist
Kvik hf. Mynd á kápu teiknaði
Jón Kristinsson í Lambey og einn-
ig texta í upphafi hvers þáttar.
Myndin er öli í litum á 16 milli-
metra fílmu og er í mörgum
sjálfstæðum sýningarþáttum og
tekur öll um þijár klukkustundir
í sýningu. Fyrsta sýning myndar-
innar var 1960 á Selfossi og í
Rangárvallasýslu. Myndinni hefur
nú verið komið yfír á þijár mynd-
bandsspólur og er því orðin
aðgengileg fyrir almenning.
Á fyrstu spólunni er sýnd mó-
tekja, þúfnasléttun, túngarða-
hleðsla, kaupstaðaferðir,
vegagerð og plæging. Á spólu tvö
em vorverk, vorsmölun. uliar-
þvottur og heyskapur. Á þriðju
spólunni em þættimir mjólk í mat
og ull f fat, koparsmíði, vorverk,
meðferð á skán, fjallferðir,
haustsmölun og réttir.
Námsgagnastofnun hefur sýnt
þvf áhuga að eignast myndina til
fjölföldunar og ríkissjónvarpið til
sýninga en þar hafa tveir þriðju
hlutar hennar verið sýndir.
Myndin „í dagsins önn“ er fá-
anleg hjá Stefáni Jasonarsyni í
Vorsabæ f Gaulveijabæjarhréppi.
Sig. Jóns.
Björgunarsveitarmenn fyrir utan hús sveitarinnar.
Glit framleiðir lýsandi
snjjóbolta og jólatré
GLIT hefur hafið framleiðslu á
lýsandi snjóboltum og jólatrjám
auk annars jólavamings en fram-
leiðsluvörur fyrirtækisins eru
seldar viða um heim.
Glit framleiðir nú í fyrsta skipti
lýsandi snjóbolta og jólatré, en auk
þess framleiðir fyrirtækið áfram
snjókarla, bjöllur, sérhönnuð Ijósker,
olíukolur, handrennda aðventu-
kransa og hringlaga kransa.
Helstu útflutningslönd fyrirtækis-
ins em Svíþjóð, Þýskaland, Noregur,
Tékkóslóvakía, England og Banda-
ríkin. í september og október sendir
Glit sérhannaðar jólagjafir til út-
landa, en nokkur alþjóðleg fyrirtæki
hafa látið fyrirtækið hanna jólagjaf-
ir sínar,
Aðventukaffi
og bingó
FÉLAGIÐ Geðhjálp verður með
aðventukaffi og bingó sunnudag-
inn 29. nóvember.
Aðventukaffíð og bingóið hefst kl.
14.00 og er haldið í félagsmiðstoð-
inni Veltisundi 3b. /