Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 54

Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Auður Jónsdótt- ir - Minning Fœdd 15. nóvember 1897 Dáin 19. nóvember 1987 í dag, 27. nóvember, verður gerð útför móðursystur minnar Auðar Jónsdóttur sem varð bráðkvödd á Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 19. nóvember. Auður fæddist 15. nóvember 1897 að Jarðlangsstöðum, Borgar- hreppi, Mýrasýslu. Foreldrar hennar voru Jón Björnsson, bóndi, sonur Hólmfríðar Jónsdóttur og Bjöms Kristjánssonar, bónda, Seljalandi Hörðudalshreppi. Móðir Auðar var Ragnhildur Eriendsdótt- ir, dóttir Guðlaugar Jónsdóttur og Erlendar Guðmundssonar, bónda, Jarðlangsstöðum. Jón og Ragnhildur eignuðust tólf böm. Tvö dóu í bamæsku en hin náðu fullorðinsaldri, þrír synir og sjö dætur. Þijár af systrunum eru enn á lífí. Hólmfríður, húsfreyja, Stóra-Fjalli, Borgarhreppi. Björg, húsfreyja, og Ólína, handavinnukennari, báðar búsettar í Reykjavík. Skömmu eftir síðustu aldamót fluttust Jón og Ragnhildur búferl- um að Ölvaldsstöðum og þar ólst Auður upp með systkinum sínum. Böm á þessum tíma byijuðu snemma að hjálpa til og fengu þau glögga innsýn í daglegt líf og störf fullorðinna. Þau tóku þátt í fram- leiðslustörfum og báru ábyrgð. Bamafræðsla var ófiillkomin miðað við nútímakennslutækni en sú almenna gmnnfræðsla sem í boði var nýttist til bóklegs sjálfs- náms og í skóla lífsins þróaðist vinnusemin og viljinn til sjálfsbjarg- ar. Reynsla og þroski tvinnaðist saman og myndaði þann jarðveg sem kynslóð frænku minnar, alda- mótakynslóðin var sprottin úr. Þetta veganesti sem Auður fékk úr föðurhúsum reyndist haldgott. Hún var eftirsótt í vinnu og á þrítugsaldri hleypti hún heimdrag- anum og fór til Danmerkur og lauk hjúkrunamámi frá Vejle Amts- og Bysygehus í júní 1929. Framhalds- námi við fæðingardeild í Arósum og geðhjúkmn við Sindsygehospital Middelfart lauk hún 1930. Hún starfaði sem hjúkmnarkona við Kleppsspítala og á Vífilsstöðum. Hún var einnig um tíma yfirhjúkr- unarkona á Sjúkrahúsi ísafjarðar. Var alltaf fróðlegt að heyra frá- sagnir Auðar úr hinum stranga danska hjúkmnarskóla og svo starfi og kjörum hjúkmnarkvenna á fyrri hluta þessarar aldar og bera það saman við nútímann. Síðan 1940 vann hún við sauma lengst af í Belgjagerðinni þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sak- ir. Auður giftist ekki en eignaðist son árið 1924, Þorlák Þórarinsson. Ólst hann upp á Ölvaldsstöðum hjá foreldmm hennar, lærði trésmíði og starfar nú á Hrafnistu. Þorlákur er kvæntur Stellu Sveinsdóttur og eiga þau einn son. Auður bjó lengst af í Reykjavík í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum. Um 1960 festi hún kaup á íbúð í Hvassaleiti 18 ásamt Guðlaugu systur sinni, sem þá hafði flutt frá Akranesi. Eftir lát Guðlaugar 1972 fjutti Auður að Hátúni 10, húsi Öryrkjabandalagsins. Fyrir nokkr- um ámm fékk hún hjartaáfall. Skömmu seinna fluttist hún að Hrafnistu í Hafnarfírði og dvaldi þar til æviloka. Á Hrafnistu var Auður ánægð og þar leið henni vel. Auður var sjálfstæður persónu- leiki. Hún safnaði ekki veraldar auði en kappkostaði að vera sjálf- bjarga. Hún flíkaði ekki tilfínning- um sínum og gat orðið snöggyrt ef henni fannst á sig gengið. Gmnar mig að lífsreynsla hennar á yngri ámm hafi mótað skelina sem hún brá oft fyrir sig og átti til að draga sig inní. Eðlislæg hjálp- semi hennar sýndi sig ef hún vissi einhvem þurfa aðstoð og að hún gæti orðið að liði. Einhvem veginn var það sjálf- sagt að hún kæmi og stundaði foreldra sína á banabeði þeirra. Þau dóu bæði í heimahúsi sem á þeim tíma var algengt. Árið 1948, þegar lítil frænka hennar þurfti að fara til Danmerkur í hættulegan uppskurð, tók hún sér frf úr vinnu og fór með föður telp- unnar, honum til aðstoðar. Hún heimsótti oft og liðsinnti lasburða fólki sem vom orðnir ein- stæðingar í ellinni. Þetta gerði hún í kyrrþey og vildi sem minnst um það tala. Þannig var Auður. Auður var meðal há vexti, vel á sig komin, beinvaxin og létt í spori. Hún var lengst af hraust, enda meðvituð um gildi góðrar heilsu. Hún fór í gönguferðir, lærði sund á efri ámm og gerði líkamsæfingar meðan heilsan leyfði. Hún dvaldi oft á Heilsuhælinu í Hveragerði sér til hressingar og tilbreytingar og ætlaði hún að dvelja þar nú um jólin svo sem hún hafði oft gert áður. Að eðlisfari var frænka mín fé- lagslynd. Hún nýtti vel tækifærin sem henni bauðst í félagsstarfí aldr- aðra, bæði ferðalög og samkomur. Hún las alltaf mikið og hafði gott minni. Eftir að sjónin bilaði hlust- aði hún á útvarp og hljóðbækur sér til ánægju. Hún fylgdist vel með dægurmálum og myndaði sér ákveðnar skoðanir. Það var sama hvar Auður bjó eða hvort hún bjó þröngt, alltaf hafði hún auka rúm tilbúið, beinlínis til ■ Dóttir okkar, HILDUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, andaðist 25. nóvember. Rannveig Gunnarsdóttir, Sigurður Tómasson. t Eiginmaöur minn, faðir okkar og tengdafaðir, HELGI VIGFÚSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Breiðumörk 8, Hveragerði, veröur jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jónína Aldfs Þórðardóttir, Helga Kristfn Hjörvar, Gfsli Jón Helgason, Sigrún Heigadóttir, Vigfús Helgason, Magnús Helgason, Sesselja K. Helgadóttir, Jóhanna B. Helgadóttir, Steinunn Helgadóttir, Óskar H. Helgason, Friðmundur H. Helgason, Sigrföur R. Helgadóttir, Jón L. Helgason, Selma Haraldsdóttir, Þórunn Á. Haraldsdóttir og fjölskyldur. t Faðir okkar. MAGNUS SIGURÐSSON, Valhöll, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 11.00. Sigmar Magnússon, Kristfn Magnúsdóttir, Jónfna Magnúsdóttir, Bjarney Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Háholti 25, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 17. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallgrímur Guðmundsson, Gunnar L. Jónsson, Inga Lóa Hallgrfmsdóttir, Siguröur H. Hallgrfmsson, Guðmundur J. Hallgrímsson, Hallgrfmur Þór Hallgrfmsson, Jónas B. Hallgrfmsson, Pótur S. Hallgrfmsson, barnabörn og barnabarnabörn Guðrún Jakobsdóttir, Áslaug Rafnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðný Aðalgeirsdóttir, Minning: * Hafsteinn Olafsson eftirlitsmaður Fæddur 31. ágúst 1915 Dáinn 19. nóvember 1987 Eftir langvarandi veikindi hefur tengdafaðir minn, Hafsteinn Ólafs- son, kvatt þennan heim, og langar mig að minnast hans með nokkrum kveðjuorðum. Hafsteinn Ólafsson var fæddur í Reykjavík 31. ágúst 1915. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ámadóttir og Ólafur Grímsson fisksali í Reykjavík. Haf- steinn átti 5 systkini og er eitt þeirra enn á lífi, Gunnlaugur Ólafs- son, sem var um árabil skrifstofu- stjóri Mjólkursamsölunnar. Einnig ólst upp með honum systurdóttir hans, Sólveig Runólfsdóttir. Haf- steinn starfaði mestalla starfsævi sína, eða um það bil 35 ár, hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og lengst af sem eftirlitsmaður mjólk- urbúða. í erfiðu og erilsömu starfi þótti hann sérstaklega samvisku- samur starfsmaður sem fór vel með það sem honum var trúað fyrir. Þegar ég hugsa til baka um liðnu árin eru efst í huga þær ferðir sem við tengdasynimir fóram með Haf- steini til silungsveiða. Hafsteinn var skemmtilegur ferðafélagi og mjög laginn veiðimaður, hann var þungur á sér og var því ekki að leggja á sig langar göngur á meðan á veiði- skapnum stóð heldur fann sér Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. frekar góðan veiðistað og hélt sig þar og kom oftast út með meiri afla en við yngri mennimir sem voram meira á ferðinni. Hann hafði gaman af þessu og gerði oft góðlát- legt grín að okkur eins og honum var lagið, því hann hafði mjög skemmtilegan húmor. Ég býst við að honum hafí þótt verst við veik- indi sín að komast ekki lengur í veiðimennskuna sem hafði verið hans uppáhalds tómstundagaman. Einnig var Hafsteinn góður brids- spilari og hafði gaman af að taka í spil. Hafsteinn var þekktur harm- onikuleikari hér áður fyrr og hafði gaman af að taka í nikkuna fyrir gesti sem að garði bar. Hafsteinn bar þá gæfu að eignast einstaka eiginkonu, Steinunni Lilju Sigur- bjömsdóttur, ættaða úr Keflavík, dóttir hjónanna Sigurbjöms Eyj- ólfssonar útgerðarmanns og Margrétar Einarsdóttur. Hafsteinn og Steinunn eignuðust níu mann- vænleg böm sem öll era á lífi og bamabömin og bamabamabömin era orðin mörg. Hafsteinn reisti fjölskyldu sinni húsnæði í Eskihlið 33, og sýnir það vel dugnað hans að koma sér upp góðu íbúðarhús- næði með svo stóra fjölskyldu. Ég þakka Hafsteini fyrir samverana og bið Guð að bles^sa Steinunni í erfíðleikum hennar. Utför Hafsteins fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. nóvem- ber kl. 13.30. Blessuð sé minning hans. Sigþór Guðmundsson í dag fer fram, frá Fríkirkjunni í Reykjavík, útför afa okkar, Haf- steins Ólafssonar. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Þrátt fyrir 8 ára veikindi sýndi afi alltaf mikinn lífsvilja. Nú situr afí ekki lengur í stólnum sínum við gluggann þar sem hann gat fylgst með komu okkar í Eski- hlíðina. Við minnumst góðu stund- anna þegar við hittumst öll heima að geta hýst skyldmenni sem vora gestkomandi í borginni. Frænd- systkinum á unglingsaldri sem komu til dvalar í Reykjavík var slíkt athvarf dýrmætt. Hún taldi ekki eftir sér að taka skólapilt í fæði eða opna hús sitt fyrir mér tvítugri frænku sinni sem á tímabili dvaldi flest kvöld og frídaga hjá henni. Miðlaði hún mér af reynslu sinni og leiðbeindi mér við saumaskap, en hún var vel verki farin. Hefur mér síðar orðið æ ljósara hvers virði þetta var fyrir mig. Síðari árin fylgdumst við oft að í ferðum, oftast í Borgarfjörðinn ýmissa erinda. í þessum ferðum var Auður ævinlega veitandinn hvort heldur var um að ræða hressingu á áningarstað eða samvera í bílnum. Hún var skemmtilegur ferðafélagi og fróð um landslag, bæi og at- burði tengda leið okkar. Hún unni æskustöðvunum, það lét hún í ljós og hafði ánægju af að hitta skyldfólk sitt. Stundum var líka gengið að grafreit látinna ætt- ingja í kirkjugarðinum á Borg á Mýram. Þessar ferðir vora mér mikils virði og höfðum við ráðgert næstu ferð á nýju ári þegar veður leyfði. En nú er Auður lögð af stað í ferðina löngu og hefur upphaf þeirr- ar ferðar áreiðanlega verið henni mjög að skapi. Hún gerði sér glögga grein fyrir heilsufari sínu og kveið hún því einu að þurfa ef til vill að vera upp á aðra komin, það hefði orðið henni erfitt. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti að hafa kynnst og þegið vináttu þessarar frænku minnar. Það hefur gert mig auð- ugri. Blessuð sé minning hennar. Unnur hjá afa og ömmu og afi dró upp harmonikkuna og spilaði af sinni alkunnu snilld. En afi okkar var þekktur harmonikkuleikari á sínum yngri áram. Okkur er öllum ógleymanleg sú stund, einn sunnudaginn fyrir þremur árum, þegar öll fjölskyldan kom saman í Eskihlíðinni hjá afa og ömmu og átti þar góða stund. Við það tækifæri vora teknar mynd- ir af okkur öllum saman, og er þessi stund björt í minningunni. Okkur fínnst afi hafa verið ríkur maður að eiga okkur öll 22 bama-, böm og 3 bamabamaböm. Afí átti yndislega konu, Steinunni Lilju Sig- urbjömsdóttur, sem hugsaði afar vel um hann í veikindum hans. Allt- af fór amma hvem dag og dvaldist meiri part dagsins á Borgarspítal- anum þar sem afi lá síðustu tíu mánuðina. Elsku amma, við eigum þig eftir og biðjum guð að styrkja þig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum minum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfídaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi. (23. Davíðssálmur) Kveðja frá afabömum og langafabörnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.