Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
35
flinrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnársson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö.
Vaxtahækkun
og verðbólga
Síðustu daga hafa bankar
og sparisjóðir tilkynnt
umtalsverða hækkun inn-
láns- og útlánsvaxta. Jónas
H. Haralz, bankastjóri
Landsbanka íslands, segir í
samtali við Morgunblaðið í
gær, að ástæðan sé fyrst og
fremst vaxandi verðbólga.
Þessi vaxtahækkun á eftir
að valda verulegum útgjalda-
auka bæði hjá atvinnufyrir-
tækjum og einstaklingum.
Hún kemur á sama tíma og
hallar undan fæti hjá útflutn-
ingsatvinnuvegunum vegna
vaxandi kostnaðar innan-
lands o g óhagstæðrar
gengisþróunar erlendis.
Jafnframt er augljóst, að
mikill vandi er framundan í
kjaramálum og ekki eiga at-
vinnuvegimir auðveldara
með að greiða hærri laun,
þegar vaxtaútgjöld þeirra
aukast að mun.
Vaxtahækkunin er á hinn
bóginn ekkert annað en end-
urspeglun á þeirri neikvæðu
þróun, sem er að verða í
efnahagsmálum okkar ís-
lendinga. Á síðustu vikum
hefur innlánsaukning í við-
skiptabönkunum stöðvast á
sama tíma og eftirspum eftir
lánsfé fer vaxandi. Ástæðan
fyrir því er einfaldlega sú,
að í vaxandi verðbólgu þurfa
fyrirtækin á auknu rekstr-
arfé að halda. Bankakerfíð
hefur hins vegar minna bol-
magn til þess að anna þeirri
eftirspum vegna þess að
innlánsaukning hefur stöðv-
ast.
Stundum hafa ytri að-
stæður komið okkur til
bjargar við svipaðar aðstæð-
ur. Og þótt reynslan sýni,
að umskiptin geta orðið
snögg, eru því miður litlar
líkur til að svo verði að þessu
sinni. Óvissan um þróun á
gengi gjaldmiðla helztu við-
skiptaþjóða okkar er mikil.
Blikur eru á lofti á mikilvæg-
asta fískmarkaði okkar, sem
er í Bandarílgunum. Gamlir
viðskiptavinir okkar íslend-
inga leita nú leiða til þess
að nota ódýrari físktegundir
og fískneyzla fer minnkandi
vestan hafs fyrst og fremst
vegna þess, að fískurinn er
orðinn mjög cfýr miðað við
önnur matvæli.
Þorsteinn Pálsson, forsæt-
isráðherra, fjallaði um þessi
viðhorf í ræðu sinni á
flokksráðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins sl. laugardag er
hann sagði: „Svo virðist sem
tímabili hagvaxtar sé að
ljúka með því að sjávarafli
og fískverð á erlendum
markaði hafa náð hámarki
að sinni . . . Með því að
horfur eru á að verulega
dragi úr hagvexti á næsta
ári er ljóst, að tekjur þjóðar-
innar munu ekki aukast að
ráði. Kjarasamningar þeir,
sem nú standa fyrir dyrum
geta ekki snúizt um almenna
tekjuaukningu öllum til
handa, heldur skiptingu
tekna milli launþega inn-
byrðis . . . Því verður
auðvitað ekki jafnað við
stóráfall, þótt á næsta ári
gefíst ekki færi á að auka
tekjur manna almennt i þjóð-
félaginu. Þvert á móti væri
það verulegur árangur, ef
tækist að koma í veg fyrir
umtalsverða kaupmáttar-
minnkun atvinnutekna og
viðhalda þeim lífskjörum,
sem okkur hefur tekizt að
ná á síðustu árum. Þetta
markmið hefur ríkisstjómin
sett sér.“
Vaxtahækkun, hækkandi
verðbólgutölur, skortur á
lánsfé, minnkandi spamað-
ur, átök í aðsigi á vinnu-
markaði — allt em þetta
minnismerki um liðna tíð,
sem þjóðin gerði sér vonir
um að væri að baki. Það er
höfuðverkefni núverandi
ríkisstjómar að koma í veg
fyrir, að nýtt óðaverðbólgu-
tímabil gangi í garð.
Hún vinnur það verk hins
vegar ekki ein og óstudd.
Þar þarf til að koma stuðn-
ingur samtaka atvinnuvega
og verkalýðshreyfíngar svo
og fólksins í landinu. Nú
hafa menn samanburð, sem
er þjóðinni í fersku minni.
Vilja menn á ný það ástand,
sem var hér veturinn og vor-
ið 1983, þegar verðbólgu-
hraðinn komst upp í 130%
eða halda því tímabili stöðug-
leika, sem hefur einkennt
síðustu fjögur ár að mestu
leyti. Um þetta stendur valið.
„Vonum að Sýrlendingar skipi
sér við hlið annarra arabaþjóða“
- segir Sulaiman al-Shaheen, aðstoð-
arutanríkisráðherra Kuwaits
Kuwait. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
„VITASKULD á eftir að koma í ljóa hvort samstaðan á fimdinum í
Anunan á dögunum reynist varanleg. Við viljum gjarna trúa því og
vonum, að Sýrlendingar skipi sér við hlið annarra arabaþjóða með
tilliti til styrjaldarinnar við flóann. Afstaða Sýrlendinga gæti ráðið
úrslitum og Iran hlyti þá að einangrast æ meira svo það sæi sér einn-
ijg hag í að framfylgja ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé.
Onnur niðurstaða leiðtogafundarins var þó ekki síður merkileg, það
er, að hveiju ríki er nú í sjálfsvald sett að taka upp stjóramálasam-
band við Egypta á ný.“
Þetta sagði Sulaiman al-Shaheen, aðstoðarutanríkisráðherra Kuwa-
its, í samtali við Morgunblaðið í Kuwait-borg i gær.
Þetta hefur borið skjótan ávöxt
því að æ fleiri ríki hafa eins og
kunnugt er endumýjað þessi tengsl
við Egyptaland. Meira að segja
Assad Sýrlandsforseti hefur látið
þau orð falla, að hann sé ekki með
öllu fráhverfur hugmyndinni en
hann segist þurfa ögn meiri tíma.
Enginn fæst til að staðfesta, að það
sé partur af gleðinni að hafa tekið
Egypta í sátt og að þeir muni senda
herlið til hjálpar írökum en sögu-
sagnir eru áleitnar um það.
Ég spurði ráðherrann hvemig
honum litist á það tilboð, sem Yass-
er Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar
Palestínu, lagði fram, um að hann
sendi hermenn sína til að verja
Kuwait.
„Þetta er í sjálfu sér gott og vina-
legt tilboð," sagði ráðherrann, „en
kannski ber það meiri keim af því,
að aröbum er tamt að segja hver
við annan „mitt er þitt og þitt er
mitt“ en við tökum það ekki alltaf
bókstaflega. Nei, ég meina það
ekki, að þetta séu innantóm orð en
þessi möguleiki er ekki raunhæfur
og leysir engan vanda. Við gemm
okkur vissulega grein fyrir þeirri
ógnun, sem að okkur steðjar, en
við viljum í lengstu lög trúa, að orð
leysi vandann en ekki byssukúlur.
Það má segja, að það sé prófsteinn
á mannkynið, ekki bara á okkur,
hvort það tekst að útkljá þetta
hörmulega stríð með samningum.
Af hvetju aðrar arabaþjóðir hafa
ekki barist með írökum? Flest ar-
abaríki hafa stutt íraka í einni eða
annarri mynd en við erum ekki ein
heild, við höfum okkar ólíku mál
að kljást við. Og innan Arababanda-
lagsins er ekki kveðið á um skuld-
bindingar af þessu tagi. Við skulum
líka gæta að því, að hér í þriðja
heiminum gilda ekki vestræn lög-
mál. En það þýðir hins vegar ekki,
að við séum sljóir og ábyrgðarlaus-
ir gagnvart félögum okkar."
Spenna í lofti
Þótt allt sé þessa dagana kyrrt
á yfirborðinu verður þó merkt í
ýmsu, að spenna ríkir hér í Kuwa-
it. Hermenn og öryggisverðir eru á
hverju strái og strangt eftirlit með
stjómarbyggingum í borginni.
Gæsla er mikil við olíuhreinsunar-
stöðvar hvarvetna og miklar
takmarkanir við ferðum manna út
úr borginni og það er um þessar
mundir ómögulegt fyrir fréttamenn
að komast að olíu- og flutninga-
skipahöfninni. í fyrrakvöld var ég
í mesta meinleysi að taka myndir
af þinghúsbyggingunni hér. Hún
stendur að vísu auð og ónotuð því
að emírinn og stjóm hans ákváðu
að leysa upp þingið. Tveir öryggis-
verðir komu þá snarlega á vettvang
og hófst yfírheyrsla yfír mér og
myndavélinni á einhveiju tungu-
máji, sem hvorugur aðili botnaði í.
Ég spurði ráðherrann hvort atvik
af þessu tagi væm algeng og hvort
þau væra ekki til þess eins fallin
að vekja upp meiri tortryggni.
„Þetta ber vott um framhleypni og
klaufaskap, sem á ekki að líðast,
en sýnir náttúralega í hnotskum
hvemig okkur er innanbijósts. Og
því er nú ver og miður, að við höf-
um fengið okkar skammt af hryðju-
verkastarfsemi og það kemur fyrir,
að sprengjum er komið fyrir hér
og hvar svo ég tali nú ekki um ír-
anskar eldflaugar, sem hefur verið
skotið að okkur."
Hvemig stendur þá á því, að
þingið er ekki kallað saman á svona
miklum örlagatímum?
„Það verður vonandi fyrr en
síðar," sagði ráðherrann. „Við vor-
um fyrstir til að hafa kosningar í
þessum heimshluta. En við urðum
að breyta þessu. Einmitt vegna
ástandsins hér. Það skapar óróa og
öryggisleysi ef stjóm landsins hefur
ekki vinnufrið vegna þess, að menn
Kuwaitbúar hafa miklar áhyggjur af Persaflóastriðinu enda I næsta nágrenni við helstu vígstöðvamar.
Hér er verið að slökkva elda í olíuútflutningshöfninni í Kuwait eftir að íranir höfðu skotið á hana eld-
flaug af Silkworm-gerð.
þurfa að láta ljós sitt skína út af
einhveijum minniháttarmálum eða
allir þykjast hafa ráð undir rifí
hveiju og svo fer tíminn í að þrasa
út af engu. Það kemur vonandi að
því að þingið getur starfað eðlilega
aftur.“
Einstæður leiðtoga-
fundur
Sulaiman al-Shaheen, aðstoðar-
utanríkisráðherra, vék talinu síðan
aftur að Ammanfundinum og sagði,
að hann væri einstæður líka vegna
þess, að þetta væri fyrsti leiðtoga-
fundur araba þar sem fleira hefði
verið tekið til meðferðar en málefni
Palestínumanna.
„Auðvitað stöndum við með Pal-
estínumönnum," sagði hann. „Þeir
vilja alþjóðlega ráðstefnu og við
styðjum þá heilshugar. Það hefur
dregið kraft úr Palestínumönnum
hvað þeir hafa verið sjálfum sér
sundurþykkir. En eftir fundinn í
Alsír í sumar þar sem hver klofn-
ingshópurinn af öðram rann inn í
raðir PLO gæti það bent til aukins
styrks. Ég áfellist ekki Palestínu-
menn fyrir þetta sundurlyndi.
Arabaríkin bera sinn hluta af sök-
inni, gerðir hafa ekki fylgt orðum
hjá okkur hvað Palestfnumenn
snertir. Þeim er neitað um sjálfs-
ákvörðunarrétt og neitað um land.
Auðvitað elur þetta af sér beiskju.
Ég hef ekki lausn á þessu hér og
nú. Þið virðist alltaf halda, að ar-
abar og gyðingar hafí eldað grátt
silfur saman en þeir hafa búið sam-
an í aldaraðir í arabalöndunum, í
Palestínu. Gyðingar áttu langtum
verri ævi í Evrópu og Sovétríkjun-
um. Það var ekki fyrr en síonisminn
kom til sögunnar, síðan Balfour-
samþykktin, sem síðan var svikin
hvað Palestínumenn snertir, að fór
að bera á þessari óvild. Og náði svo
hámarki eftir heimsstyijöldina
síðari þegar samviska vestrænna
ríkja var að sliga þau. Ég er sann-
færður um, að Palestínumenn og
gyðingar geta búið saman þrátt
fyrir það, sem á undan er gengið.
Eða þá sem grannar ísraela á Vest-
urbakkanum og Gaza. Það var
samdóma álit okkar í Amman að
reyna með öllum tiltækum og frið-
samlegum ráðum að ná settu marki.
Á sama hátt og nú er meiri eining
meðal araba en áður, ekki síst varð-
andi stríðið, er full ástæða til að
vona, að heilbrigð skynsemi sigri
loksins."
Efasemdir
En það era ekki allir jafn íðil-
hressir og al-Shaheen, að minnsta
kosti trúa því fæstir fyrr en þeir
taka á, að Sýrlendingar muni í al-
vöra snúa baki við írönum. Og
djúpstæður fjandskapur Assads
Sýrlandsforseta og Husseins, for-
seta íraks, verður naumast upp-
rættur með einu pennastriki.
Auk þess er nokkur gi-emja hjá
flóaríkjunum með það, sem þau
kalla hálfvolga afstöðu Omans til
írana. Upplýsingamálaráðherra
Omans, Abdul-Aziz Rowas, neitaði
þessu í viðtali við mig í Muscat á
dögunum og sagði svo í næsta orði,
að Omanir vildu ekkert gera til að
ijúfa söguleg vináttutengsl við
stjómina í Teheran.
Barist hefur verið á norðurvíg-
stöðvunum undanfarið. Þó að fréttir
hafí ekki borist um bardaga í Basra,
en ljósin þar blasa við héðan úr
glugganum á hótelinu mfnu, halda
sprengingar og árásir áfram á fló-
anum. Þess vegna duga heldur ekki
glaðbeittar forystugreinar í ritskoð-
uðum blöðum hér til þess að draga
úr kvíða Kuwaita.
Borgarskjalasafnið á Korpúlfsstöðum:
Gashylki geymd
á neðri hæðinni
Timburstaflar undir gluggum skjala-
geymslnanna
GASHYLKI, sem myndlistar-
menn nota til logsuðu við gerð
skúlptúrverka, eru undir sama
þaki á Korpúlfsstöðum og stærst-
ur hluti Borgarskjalasafns
Reykjavíkur. Borgarskjalasafnið
hefur til umráða stóran hluta
hússins á Korpúlfsstöðum, en í
kjallara hússins, beint undir
skjalasafninu, leigir Reykjavík-
urborg myndhöggvuram vinnu-
aðstöðu. A hurðum í kjallara
Korpúlfsstaða er með rækilegum
merkingum gefið til kynna að
þar inni sé að finna gashylki, sem
fjarlægja þurfi við eldsvoða.
Eldvamarmál virðast vera í
ólestri við Korpúlfsstaði. Ekki ein-
ungis eru eldfímar lofttegundir
geymdar í nágrenni Borgarskjala-
safnsins, heldur hefur verið staflað
upp úrgangstimbri utan við glugga
skjalageymslnanna. Aðeins einn
branahani virðist vera í grennd við
húsið. í viðtali við Svanhildi Boga-
dóttur borgarskjalavörð, sem birtist
hér í blaðinu hinn 1. þessa mánað-
ar, kom fram að oft kæmi það fyrir
að skjöl, sem menn óskuðu eftir
aðgangi að, reyndust niðurkomin í
geymslunum á Korpúlfsstöðum og
þyrftu skjalaverðir að nálgast þau
Morgunblaðið/Júlíus
Bærínn á Korpúlfsstöðum. í for-
grunni er eini brunahaninn sem
sjáanlegur er i grennd við bæinn.
þangað. Hins vegar mun sá hluti
borgarskjalasafnsins, sem mest er
notaður, hýstur í húsi Reykjavíkur-
borgar í Skúlatúni 2.
Morgunblaðið/Júlfus
Innan við þessa glugga er að finna flest skjöl í varðveislu Borgar-
skjalasafns Reykjavíkur. Timburstaflinn fyrir utan virðist svipaður
áramótabálkesti á stærð. Á innfelldu myndinni sést merki á kjallara-
dyrum Korpúlfsstaða, þar sem gefið er til kynna að þar innan dyra
séu gashylki með eldfimum lofttegundum.
Utanríkisráðherrar risaveldanna, þeir George Shultz (til hægri) og Eduard Shevardnadze, ræðast
við í Washington í októbermánuði. Bandariskir embættismenn telja að viðræðúr þeirra á þessu árí
hafi veríð sérlega gagnlegar.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir CAROL GIACOMO
Leiðtogafundurinn í Washington:
Bjartsýni ríkir um bætt
samskipti risaveldanna
í BANDARÍKJUNUM gera menn sér vonir um að fundur leiðtoga
risaveldanna í Washington i næsta mánuði geti markað söguleg
þáttaskil í samskiptum rikjanna tveggja. Bandariskir embættismenn
og sérfræðingar í alþjóðamálum lögðu á það áherslu í viðtali við
fréttamann Reuters-íréttastofunnar að ráðlegt væri að gera sér
ekki gyllivonir. Þrátt fyrir umbótaviðleitni Mikhaíls S. Gorbatsjov
Sovétleiðtoga og vísbendingar um að Ronald Reagan Bandarikjafor-
seti sé reiðubúinn að fallast á ákveðnar tilslakanir í viðræðum við
Sovétmenn verði tortryggni og samkeppni risaveldanna ekki ýtt út
í ystu myrkur í einu vetfangi. Sérfræðingar þessir telja hins vegar
raunhæft að gera ráð fyrir þvi að risaveldin muni taka á ágreinings-
málum af meirí varfærni en áður, sem óþjákvæmilega mun leiða
til slökunar á spennu í samskiptum þeirra.
Frá því kommúnistar bratust til togafundinum í Reykjavík urðu þeir
valda í Rússlandi árið 1917 Reagan og Gorbatsjov ásáttir um
hefur gengið á ýmsu í samskiptum að stefna að upprætingu meðal-
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Á drægra kjarnorkueldflauga í
árum síðari heimsstyijaldarinnar
sneru ríkin bökum saman til að
bijóta á bak aftur ógnarstjóm nas-
ista í Þýskalandi. Eftir að þeim
hildarleik iauk sömdu ríkin um
áhrifasvæði hvors annars sem leiddi
til þeirrar skiptingar milli austurs
og vesturs sem enn er við lýði og
ekkert bendir til að verði haggað í
fyrirsjáanlegri framtíð. Kalda
stríðið og Kúbudeilan sigldu í kjöl-
farið. Geimöld gekk í garð, tor-
tryggnin fór sívaxandi, sem lýsti
sér einna helst í gríðarlegri vígvæð-
ingu, linnulausu kapphlaupi og
ýmiss konar diplómatiskum þrýst-
ingi.
Slökunarskeiðið
Á áttunda áratugnum hófst
„slökunarskeiðið". Risaveldin tóku
að ræða takmörkun langdrægra
kjamorkuvopna og lauk þeim við-
ræðum með því að þeir Jimmy
Carter, þáverandi Bandaríkjafor-
seti, og Leoníd Brezhnev, fyrrum
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins, undirrituðu árið 1979
samkomulag um takmörkun þess
háttar vígtóla (SALT-II-samkomu-
lagið). Sáttmáli þessi fékkst hins
vegar ekki staðfestur á Bandaríkja-
þingi en engu að síður virti
Bandaríkjastjóm ákvæði hans allt
þar til Reagan forseti ákvað að
farið skyldi fram úr þeim takmörk-
unum sem hann setti og vændi
Sovétmenn um að hafa brotiö gegn
ákvæðum hans. Risaveldin undirrit-
uðu einnig ABM-sáttmálann um
takmarkanir gagneldflaugakerfa
árið 1972 og hefur túlkun hans
verið eitt helsta ágreiningsefnið í
umræðum um fækkun langdrægra
kjamorkuflauga og geimvamar-
áætlun Bandaríkjastjómar. Á leið-
Evrópu og helmings fækkun lang-
drægra flauga og era vonir bundnar
við að unnt verði að ná samkomu-
lagi um þetta atriði á leiðtogafund-
inum í Washington og á fundi í
Moskvu, sem áformaður er á næsta
ári. Árangur þessara viðræðna velt-
ur þó á því að samkomulag náist
um túlkun ABM-sáttmálans.
Þáttaskil í Reykjavík
Að ofanrituðu má sjá að með
fundinum í Reykjavík hófst nýtt
tímabil í sögu afvopnunarviðræðna
og um leið í samskiptum austurs
og vesturs. Margir sérfræðingar
hafa sagt að þessi stakkaskipti
hafí komið þeim á óvart þrátt fyrir
þær breytingar sem Gorbatsjov hef-
ur innleitt í Sovétríkjunum frá því
hann komst til valda í marsmánuði
árið 1985. „Viðræður okkar og
Sovétmanna fara nú fram á mun
fleiri sviðum en áður. Umræðuefni
sem áður vora forboðin era nú
rædd á opinskáan hátt,“ sagði emb-
ættismaður einn í bandaríska
utanríkisráðuneytinu.
Bandaríkjamenn era sérlega
ánægðir með þann árangur sem
náðst hefur á þessu ári í viðræðum
þeirra Eduards Shevardnadze, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, og
hins bandaríska starfsbróður hans,
Georges Shultz. Auk þess sem sam-
komulag hefur náðst um algera
útrýmingu . skamm- og meðal-
drægra kjarnorkuflauga á landi
hefur einnig miðað vel í viðræðum
um mannréttindamál og tiltekin
átakasvæði í heiminum. „Andrúms-
loft viðræðnanna er nú allt annað
en áður en við geram okkur jafn-
framt grein fyrir því hversu mörg
deilumál eru enn óleyst," sagði
bandaríski embættismaðurinn í við-
tali við fréttamann Reuters. Helstu
ágreiningsefnin era vera Rauða
hersins í Afganistan, stuðningur
Sovétmanna við stjóm sandinista í
Nicaragua og mannréttindabrot í
Sovétríkjunum. Þótt Sovétstjómin
hafi veitt fleiri andófsmönnum leyfí
til að flytjast frá Sovétríkjunum
telja fulltrúar Bandaríkjastjómar
að þau mál hafí engan veginn enn
komist í viðunandi horf. Sovétmenn
deila hins vegar á geimvamaráætl-
unina, sem þeir telja að ógni
vígbúnaðaijafnvæginu og geti kom-
ið á nýju vopnakapphiaupi í
geimnum.
Hrifning og varfærni
Jimmy Carter, fyrram Banda-
rílqaforseti, er einn þeirra sem telur
raunhæft að gera ráð fyrir grund-
vallarbreytingum á samskiptum
risaveldanna. í viðtali við tímaritið
Life nú nýlega sagði Carter „Gagn-
stætt þeim Leonfd Brezhnev og
Konstantín Tsjemenko virðist mér
Gorbatsjov vera hreinskiptinn,
skarpur, tiltölulega sjálfstæður og
fremur gamansamur. Og — því
miður fyrir okkur — er hann snill-
ingur í því að koma stefnu stjómar
sinnar til skila.“ Richard Nixon,
sem hitti Brezhnev þrívegis að
máli í forsetatíð sinni, sagði í við-
tali við sama blað: „Við stöndum
frammi fyrir þáttaskilum í viðskipt-
um okkar við Sovétmenn. Gorb-
atsjov er langhæfasti leiðtogi
Sovétrílqanna frá því Jósef Stalín
safnaðist til feðra sinna."
Hins vegar vara margir sérfræð-
ingar um málefni Sovétríkjanna við
því að menn hrífíst um of af per-
sónu Gorbatsjovs og sofni á verðin-
um. Marshall Goldman, sem starfar
við hinn virta Harvard-háskóla,
segir að samningurinn, sem undir-
ritaður verður í Moskvu, geti
vissulega leitt til „umtalsverðrar
slökunar á spennu" en telur það
vera gyllivonir að vænta meirihátt-
ar breytinga á samskiptum risa-
veldanna tveggja. „Okkur hættir
jafnan til þess að missa taumhald
á tilfínningum okkar þegar við telj-
um að unnt reynist að draga úr
ógninni," segir Goldman. „Ef Gorb-
atsjov tekst að hrinda umbótaher-
ferðinni í framkvæmd tel ég að
hann muni reynast hættulegri and-
stæðingur en áður.“
Höfundur er fréttaritari Reut-
ers-fréttastofunnar.