Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
7
Flugstöð Leifs Eiríkssonar;
Leigutelgur 166
milljómr á ári
Miðað við 39 króna gengi Bandaríkjadals verða árlegar leigutekj-
ur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, 166,5 milljónir króna á ári segir
í svari Steingríms Hermannssonar, utanríkisráðherra, við fyrirspurn
á Alþingi.
Í svaii utanríkisráðherra við fyr-
irspum Ólafs Ragnars Grímssonar
kemur einnig fram að óráðstafað
sé húsrými sem með sömu leigu
gæfí 2,6 milljónir í ársleigu.
Flugleiðir hf. eru stærsti leigu-
taki húsnæðis í stöðinni. Ársleiga
fyrir húsnæði innritunar Flugleiða
er 46,6 milljónir, fyrir húsnæði far-
miðasölu, skrifstofa og búnings-
herbergja 15,3 m.kr. og fyrir
veitingaaðstöðu 10,5 m.kr. Fríhöfn-
in greiðir 36,2 m.kr. í ársleigu,
íslenzkur markaður hf. 21,0 m.kr.,
Landsbanki Islands 10,3 m.kr.,
Póst- og símamálstofnunin 6,5
m.kr., Flugvallarstjóm 5,6 m.kr. og
Amarflug 3,3 m.kr (og Bílaleiga
Amarflugs 1,3 m.kr.). Aðrir leigu-
takar greiða lægri ijárhæðir.
Miðað er við að leigan sé 9,5%
af byggingarkostnaði, vöxtum á
byggingartíma, en að frádregnu
framlagi Bandaríkjanna. Leigan á
einstökum svæðum var verðlögð
með hliðsjón af markaðsleigu í
Reykjavík _ og tekjumöguleikum
leigutaka. Óskað var eftir tilboðum
í leigu í þremur tilvikum og voru
tilboðin í sumum tilfellum 33% yfír
lágmarksleigu.
Islenzk-ameríska verzlunarráöiö:
Fréttaþulurinn Peter
Jennings ræðumaður
PETER Jennings, einn þekktasti
fréttastjóri og fréttaþulur í
Bandarikjunum, verður ræðu-
maður á jólafundi íslenzk-
ameríska verzlunarráðsins i New
York 3. desember n.k.
Jennings, sem er aðal fréttaþulur
ABC- sjónvarpsstöðvarinnar banda-
rísku, kom hingað til lands þegar
leiðtogafundurinn var í fyrra og
stjómaði fréttaútsendingum stöðv-
arinnar frá Austurvelli. Fékk Island
mjög jákvæða umfjöllun í frétta-
þáttum ABC.
Eftir leiðtogafundinn hefur Peter
Jennings haldið sambandi við
nokkra íslendinga, þeirra á meðal
Eystein Helgason forstjóra Iceland
Seafood, og er það fyrir milligöngu
Eysteins að Jennings féllst á að
verða ræðumaður á fundinum. Þess
má að lokum geta að Jennings
hreifst svo að íslenzka fiskinum að
hann fær sendan físk frá íslandi
reglulega.
Jwk f JjÆ' Bw ; ■ -'tV
\m\ g W
m \ w »jfli )
Æi fflff’ í ■
i % I i * M I
r l- jy m
;; ' |r i ‘:.j ■- t w-'Jm 8
Buxurkr. 3.990,-
Jakki kr. 4.590,-
Rúllukragabolur kr. 1.090,-
Jakki kr. 4.590,
Pilskr. 3.290,-
Rúllukragabolur kr. 1.090,-
Jakkaföt kr. 13.590,
Rúllukragabolurkr. 1.890,