Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 39
tr
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
39
Menntamálaráðherra um ráðningu
þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli:
Ekkert athugavert
við vinnubrögð
Náttúruvemdarráðs
KRISTÍN Halldórsdóttir
(Kvl.-Rn.) spurði í gær mennta-
málaráðherra um ráðningu
Náttúruverndarráðs í stöðu þjóð-
garðsvarðar í Skaftafelli. Stefán
Benediktsson, arkitekt og fyrr-
verandi alþingismaður, var
nýlega ráðinn í þá stöðu. Sagði
menntamálaráðherra að hann
teldi ekkert athugavert við
vinnubrögð ráðsins.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, sagðist hafa
kynnt sér vinnubrögð Náttúru-
vemdarráðs við ráðningu þjóð-
garðsvarðar í Skaftafelli og ekki
gert athugasemdir við þau. Starfíð
hefði verið auglýst laust til umsókn-
ar síðari hluta ágústmánaðar og var
umsóknarfrestur einn mánuður. Sjö
umsóknir hefðu borist um starfíð
en ein þeirra var síðar dregin til
baka. A fundi Náttúruvemdarráðs
25. september sL, daginn sem um-
sóknarfrestur rann út, var skýrt frá
umsóknunum sjö, sem bárust, og
þær vom ræddar. Formanni Nátt-
úruvemdarráðs, framkvæmda-
stjóra og einum ráðsmanna, eða
þeim sem skipa Skaftafellsnefnd,
var þá falið að ræða við alla um-
sækjendur fyrir næsta ráðsfund.
Þetta hefði Skaftafellsnefnd gert
og var málið síðan lagt fyrir næsta
fund Náttúruvemdarráðs, hinn 13.
október sl. Þar vom allar umsókn-
imar ræddar ítarlega, einkum fyrri
störf, reynsla og menntun umsækj-
enda, með hliðsjón af starfslýsingu
fyrir þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og
var einnig skýrt frá viðræðum við
umsækjendur.
Á fundi Náttúruvemdarráðs hinn
14. október sl. var þessum umræð-
um síðan fram haldið. Ákveðið var
að greiða atkvæði skriflega um það
hver hinna sex umsækjenda skyldi
ráða í stöðuna og fékk Stefán Bene-
diktsson hreinan meirihluta. Sagði
ráðherra að þar sem einn umsækj-
enda hefði hlotið atkvæði meirihluta
þeirra er áttu sæti í Náttúmvemd-
arráði væri það mat hans að ekki
hefði verið hjá því komist að ráða
þann umsækjanda f starfíð sem
meirihluti ráðsmanna hefði talið
hæfastan. Við það hefði hann ekk-
ert að athuga, enda bentu vinnu-
brögð Náttúmvemdarráðs til þess
að ákvörðun um málið hefði verið
tekin að vandlega yfírveguðu ráði.
Kristín Halldórsdóttir sagði að
sá umsækjandi sem mesta starfs-
reynslu hefði haft væri kona. Þetta
hefði verið kjörið tækifæri til þess
að sýna fram á að konur þyrftu
ekki stjómvaldsaðgerðir til að ná
fram rétti sínum. Væri ráðningin
jafnvel brot á jafnréttislögum að
hennar mati.
Hjörleifur Guttormsson
(Abl.-AJ.) sagði að helst ætti að
ráða menn með náttúmfræðimennt-
un í þjóðgarðsvarðastörf vegna eðli
starfsins. Það væri slys af hálfu
Náttúruvemdarráðs að hafa ekki
skýrt forsendur fyrir ráðningunni.
Hann vildi þó taka fram að hann
væri ekki að gagnrýna þann ein-
stakling sem hefði verið valinn.
Guðrún Helgadóttir
(Abl.-Rvk.) sagðist telja að í þessu
máli hefði á allan hátt verið farið
eins og vera bæri. Vildi hún benda
á að í þeim þjóðgarði, sem Hjörleif-
ur Guttormsson bæri ábyrgð á,
Þingvöllum, hefði hann ekki séð
ástæðu til að að velja náttúmfræði-
menntaðan mann. Þjóðgarðsvörð-
urinn þar væri prestur.
Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Menntamálaráðherra:
Samstöðu verði leitað um nýj-
ar framfærsluviðmiðanir LIN
BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í fyrirspum-
artima f sameinuðu þingi i gær, að hann gæti fallist á að núverandi
framfærsluviðmiðanir Lánasjóðs islenskra námsmanna kynnu að vera
úreltar og ástæða til að leita samstöðu um nýjar viðmiðanir. Hann
hefði því ritað stjóm sjóðsins bréf
tæki upp viðræður við Hagstofu
þessu augnamiði.
Steingrímur J. Sigfússon
(Abl.-Ne.) beindi í gær nokkmm
fyrirspumum til menntamálaráð-
herra um Lánasjóð íslenskra
námsmanna (LÍN). Spurði hann fyrst
hvort hann myndi beita sér fyrir
endurskoðun á lögum um námslán
og námsstyrki á næstunni.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, sagðist
mundu beita sér fyrir endurskoðun
á lögum og reglum um námslán og
námskostnað og væri nú unnið að
undirbúningi þess verks í mennta-
málaráðuneytinu. Það væri að hans
mati mikilvægt að það lægi fyrir
skýrt og greinilega, þegar hin eigin-
lega endurskoðun hæfist, hver
markmið hennar ættu að vera og
myndi hann leitast við að ná um það
samstöðu innan ríkisstjómarinnar.
Menntamálaráðherra sagði endur-
skoðunina hljóta að miðast við það
að tiyggja flárhagslegan grundvöll
lánasjóðsins með það í huga að hann
gæti áfram gegnt því hlutverki sínu
að tryggja jafnan rétt allra til náms.
Málið hefði þegar verið rætt í ríkis-
stjóminni og ákvörðunar væri að
vænta innan skamms. Hann myndi
óska eftir tilnefningu stjómarflok-
kanna og samtaka námsmanna í
nefnd sem hefði endurskoðunina með
höndum.
Þá spurði Steingrímur hvort
menntamálaráðherra ætlaði að af-
nema þá skerðingu námslána sem
varð á ámnum 1984-86 með óbreytt-
sem óskað væri eftir þvi að hún
lands um leiðir sem væru færar í
um vísitöluviðmiðunum og útgáfu
skerðingarreglugerða og olli því að
lánin væm nú nærri 20% lægri en
elia.
Birgir ísleifur sagði það vera um-
deilanlegt hve mikil skerðingin væri.
Ef framfærslutölur sjóðsins hefðu frá
því í ársbyijun 1985 breyst í sam-
ræmi við vísitölu framfærslukostnað-
ar væru framfærslutölur nú 17,1%
hærri en þær væru nú. Raunveruleg
skerðing væri hins vegar mun minni
þegar tekið væri tillit til þess að á
tímabilinu hefðu verið gerðar ýmsar
breytingar á úthlutunarreglum lána-
sjóðsins sem væru námsmönnum
verulega í hag. Þær tekjur sem
námsmenn og makar þeirra öfluðu
sér í leyfum kæmu t.d. mun minna
til frádráttar námsiáninu en áður.
Ráðstöfunartekjur námsmanna
hefðu aukist vegna þessarar breyt-
ingar og jafnvel ekki ólíklegt að
breytt tekjumeðferð hjá lánasjóðnum
hefði unnið upp hina umræddu skerð-
ingu að verulegu leyti.
Ráðherra taldi rétt að það kæmi
skýrt fram að í lögum um námslán
og námskostnað væru engin fyrir-
mæli um að miða skuli útreikninga
lánasjóðsins við vísitölu framfærslu-
kostnaðar eða aðra tiltekna vísitölu.
Ef framfærslutölur væru nú hækkað-
ar um 17,1% þýddi það aukin útgjöld
lánasjóðsins að upphæð allt að 200
milljónir króna. í fjárlagafrumvarp-
inu fyrir 1988 væri framlag ríkisins
til sjóðsins 1.478 þús. kr. en ráðstöf-
unarfé sjóðsins alls 2.168 þús kr.
Til lánveitinga væri áætlað 1.683
þús. kr. Ekki væru líkur á því að
aukin Qárveiting fengist í þessu
skyni og teldi hann því ekki rétt að
hækka lánin nú almennt og stofna
þar með fjárhag sjóðsins á næsta ári
í hættu.
Loks spurði Steingrímur J. hvort
menntamálaráðherra væri reiðubú-
inn að beita sér fyrir því að raun-
verulegur framfærslukostnaður
námsmanna hérlendis og erlendis
yrði kannaður. Menntamálaráðherra
sagði það vera miklum erfiðleikum
bundið að framkvæma framfærslu-
könnun af því tagi sem samtök
námsmanna hefðu óskað eftir og
yrði það ekki gert í neinni skjmd-
ingu, enda mörg vafaatriði um
ffamkvæmd og viðmiðanir. Á vegum
stjómar lánasjóðsins hefði verið
starfandi sérstök framfærslunefnd,
þar sem námsmenn ættu fulltrúa,
og hefði hún unnið að forathugun á
því hvemig framfærslukönnun gæti
farið fram. Sagðist ráðherra geta
fallist á að núverandi framfærsluvið-
miðanir lánasjóðsins kynnu að vera
orðnar úreltar og ástæða væri til að
leita eftir samstöðu um nýjar viðmið-
anir. Hann hefði því í gær ritað stjóm
lánasjóðsins bréf, þar sem hann ósk-
aði eftir því að hún tæki upp viðræður
við Hagstofu íslands um leiðir sem
færar væm í þessu augnamiði. Jafn-
framt hefði hann óskað eftir því að
samráð yrði haft við samtök náms-
manna um þessa vinnu.
Steingrimur J. Sigfússon sagðist
vilja mótmæla því að ekki væri ætl-
unin að stjóraarandstaðan ætti sæti
í þeirri nefnd er myndi endurskoða
lög og reglur um námslán og náms-
kostnað.
Viðskipta-
ráðherra:
Astæða til
að kanna ,
farmgjöld
skipafélaga
Viðskiptaráðherra svaraði
í gær fyrirspum frá Jóni
Magnússyni (S.-Rvk.) um
verðlagsmál. Spurði Jón m.a.
hvort gerðar hefðu verið
kannanir á þvi nýlega hvers
vegna almennt vöruverð hér
á landi væri hærra en í ná-'
grannalöndunum. í svari
viðskiptaráðherra kom m.a.
fram að hann teldi þörf á að
gera könnun á farmgjöldum
skipafélaga.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði slíkar kannanir hafa
verið gerðar og sú fullyrðing sem
fælist í spumingunni, að almennt
vöruverð væri hærra hér en í ná-
grannalöndum, væri rétt. Hér
kynni vafalaust minni vöruvelta
að hafa áhrif, en fleira kæmi til.
Nefndi ráðherrann flutningskostn-
að til landsins, sem hann taldi
vera mjög háan. Opinber gjöld
legðust líka af meiri þunga á vör-
ur hér á landi, en í nágranna-
löndunum. Það væri ekki
álagningin ein og sér sem valdi
þessu háa vöruverði.
Þá var spurt hvort athugað
hefði verið hvort samkeppnis-
hömlur eða samráð söluaðila og
framleiðenda um verðlagningu
hefði valdið hækkun verðs á þeim
vörutegundum, sem ftjáls álagn-,
ing gilti um. Þetta hefði verið'
athugað, sagði ráðherra, en
einhlítt svar væri ekki til. Slíkt
samráð væri oftast skaðlegt þó
fínna mætti dæmi þar sem það
kynni að vera réttlætanlegt. Taldi
hann að starfsemi verðlagsyfír-
valda hlyti á næstu ámm að
beinast inn á þá braut í ríkara
mæli að hafa afskipti af slíku
samráði. Hefði hann líka í hyggju
að gera yfirlitsrannsókn á öllum
samkeppnisgreinum íslensks at-
vinnulífs.
Ekki hefði verið gerð könnun á
hvort farmgjöld væm eðlileg mið-
að við farmgjöld í nágrannalönd-
unum, en viðskiptaráðherra sagði
fulla ástæðu til að gera slíka könn-
un.
Viðskiptaráðherra um útflutningsleyfi á Bandaríkjamarkað:
Málið snýst um frelsi eða einokun
SÚ ÁKVÖRÐUN viðskiptaráðherra að veita sex nýjum aðilum útflutn-
ingsleyfi á frystum sj ávarafurðum á Bandaríkj amarkað kom til umræðu
i sameinuðu þingi í gær. Það var Guðmundur H. Garðarsson (S.-Rvk.)
sem beindi fyrirspum til ráðherrans um þessa leyfisveitingu sem hann
kallaði „geðþóttaákvörðun“. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði
þetta vera spumingu um einokun eða frelsi og hefði það verið „geð-
þóttamismunun" ef hann hefði ekki veitt leyfin.
Guðmundur H. Garðarsson
AIMnGI
(S.-Rvk.) sagði það vekja furðu að
viðskiptaráðherra veitti þessi útflutn-
ingslejrfí þegar fyrir Alþingi lægi
frumvarp um að færa útgáfu þeirra
til utanríkisráðunejitisins. Þetta væri
ekki í samræmi við „drengileg sam-
skipti milli samstarfsaðila". Taldi
hann að með þessu væri verið að
leggja drög að breyttum viðskipta-
háttum á Bandaríkjamarkaði, bijóta
núverandi fyrirkomulag upp og
„færa meira til erlendra umboðsað-
ila“. Þetta ætti ekkert skylt við
viðskiptafrelsi eða samkeppni heldur
það, að á stómm markaði eins og
Bandarílqamarkaði þyrfti lítil smá-
þjóð að standa saman og sameina
krafta sína.
Ekki hefði verið rætt við þá aðila
sem hefðu byggt upp þennan markað
heldur hefði ráðherra talið sig þess
umkominn að taka þessa ákvörðun
sjálfur. Sagðist hann vona að „geð-
þóttaákvörðun" viðskiptaráðherra
mjmdi ekki valda þeim skaða sem
fyrirsjánlegt væri.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagðist vísa ásökunum um
að þetta væri ekki í samræmi við
drengileg samskipti til föðurhúsana.
Það hefði aldrei verið ætlunin að við-
skiptaráðuneytið væri óstarfhæft
þangað til þessi starfsemi fljrttist
þaðan.
Um langt árabil hefðu einungis
tveir aðilar flutt út ferskan fisk og
hefði ætlunin verið að gefa þeim
tækifæri til að byggja upp dreifingu
og aðstöðu. Þeir hefðu nú jrfírburða-
aðstöðu á þessum markaði og
auðvitað vildu stjómendur fyrirtækj-
anna vera áffarn einir um hituna.
Nýlega hefðu tveir aðilar til viðbótar
fengið leyfí af forvera hans i emb-
ætti og hefði hann því, vegna reglna
um jafnrétti, ekki séð að neitt mælti
gegn því að veita þessi lejrfi til við-
bótar þegar erindi þess efnis barst
til ráðuneytisins. Sjmjun þessara
beiðna hefði verið „geðþóttamis-
munun". Stóm fyrirtækin, SH og
Sambandið, gætu ekki litið á forrétt-
indi sín og einkarétt sem náttúmlög-
mál.
Þróun síðustu ára á ýmsum svið-
um gæfi líka smærri aðilum tækifæri
til að sinna betur sérþörfum á mark-
aðinum. Ekki væri heldur hægt að
koma í veg fyrir að menn notuðu
krókaleiðir til þess að komast inn á
Bandaríkjamarkað, s.s. með því að
hafa milliiiði á meginlandi Evrópu.
Málið hefði verið rætt í ríkisstjóm-
inni og verið á því skiptar skoðanir.
Hann hefði þó ekki getað neitað um
það sama og forverar hans hefðu
veitt. Þetta snerist um frelsi eða ein-
okun. Bandaríkjamarkaður væri mun
8tærri en svo að fá stór fyrirtæki
gætu nýtt öll þau tækifæri er þar
byðust.
Karl Steinar Guðlaugsson
(A.-Rn.) sagðist vilja lýsa sérstakri
ánægju með leyfísveitingamar. Brot-
ið hefði verið upp sölukerfi er
markaðist af einokun og taldi hann
að það myndi styrkja stöðu íslend-
inga á Bandarikjamarkaði. Einn
þeirra sem nú hefði fengið lejrfi vissi
hann til að hefði áður selt fískinn í
gegnum Belgíu, þetta væri mun eðli-
legri leið.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl,-
Ne.) sagði að full ástæða væri tió_
að ræða „sérkennileg vinnubrögð"
viðskiptaráðherra. Hann teldi fulla
ástæðu til að fara með gát. Ekki
ætti bara að hafa í huga stundar-
hagsmuni heldur stöðugleika. Þar
hefðu stóm samtökin sannað gildi
sitt.
Guðmundur H. Garðarsson
sagðist ekki geta annað en brosað
þegar alþýðuflokksmenn væm nú
famir að tala um frelsi. Hann væri
fæddur og uppalinn í Hafnarfirði þar
sem kratar hefðu verið við völd.
Taldi hann þetta tal vera „hræsni
og sýndarmennsku". __
Verið væri að fjalla um lífshags-
muni, hvað endanlega kæmi í hlut
íslendinga. Ósæmilegt væri að tala
um einkasölu því þetta væra samtök
þúsunda manna en ekki einokunar-
fyrirtæki. Hefðu meðal annars
þingmenn og ráðherrar frá Alþýðu-
flokki verið meðal þeirra er stofnuðu
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.