Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
11
Bragi Ásgeirsson
Mannfuglar eða fuglmenni er það
þema sem myndlistarmaðurinn
Bjarni Ragnar er upptekinn af
þessa stundina.
Það kemur mjög ljóslega fram á
sýningu hans í sýningarsal FÍM, á
mótum Garðastrætis og Ránargötu,
þar sem hann kynnir 27 ný málverk
fram til 6. desember.
Bjami lætur þekkjanlegt líkams-
formið vera að mestu óbreytt, þótt
hann færi það nokkuð í stflinn, en
hins vegar eru mannverur hans með
höfuð fiðurfés ýmiss konar.
Þetta eru draumkenndar verur
úr hugarheimi ímyndunaraflsins, en
munu þó eiga (að sögn) að vera án
táknrænnrar merkingar, sem er
nokkuð erfitt að sannfæra skoðend-
ur um á síðustu og „bestu tímum"
goðsögulegrar skírskotunar, en þar
er fuglmennið og fuglshamurinn
engan veginn óþekkt fyrirbæri,
síður en svo.
„En allt er leyfilegt" nú á dögum,
eins og unga fólkið tjáir okkur eldri
svo hressilega, og þá einnig að snúa
staðreyndum við, enda veit ég varla
íslenzkan nýbylgjumálara, sem með
þakklæti og auðmýkt viðurkennir
mikilvæg og mikilsverð áhrif er-
lendra núlistarstrauma í list sinni.
Allt virðast þeir sjálfír hafa fundið
upp, litir, léreft, penslar og terp-
entína ættu eftir þessu að vera
þeirra sköpunarverk og heita vatnið
um leið.
Að öllu gamni slepptu þá hlýtur
einhver táknræn merking að felast
í mannfuglum Bjarna Ragnars,
jafnvel þótt ekki sé nema vísun til
drauma eða starfsemi hugarflugs-
ins, ófreskir draumar hafa ávallt
táknrænt gildi og þá meira meðvit-
að en ómeðvitað.
Og þó að verur Bjarna Ragnars
eigi ekki við þær hremmingar að
stríða í formi tilvistarkreppu og
djúprar sálarangistar og hjá mörg-
um starfsbróður hans, vísi frekar
til ljúfari hliða og munúðar ástar-
lífsins, þá meðtekur skoðandinn
þetta myndtákn.
Þessi myndtákn eru þó um sumt
annars eðlis en ýmissa starfsbræðra
hans og félaga, merking þeirra opn-
ari en um leið óræðari, enda virðist
myndverkasmiðurinn ekki ganga
jafnt margvisst og umbúðalaust til
leiks. Ég sakna innri baráttu og
átaka við efniviðinn, í senn mynd-
efni sem liti og form.
Meðferð hans á olíulitnum er
sérstæð að því leyti að hún minnir
í senn á vatnsliti og krítarliti, líkast
sem gerandinn hafí verið full upp-
tekinn af þynningarefnunum á
meðan að á verki stóð, og það er
mikil list að mála þannig án þess
að hinir sérstöku og verðmætu eig-
inleikar olíulitarins missi einkenni
sín.
En að sjálfsögðu má ætla að
þetta sé með ásettu ráði gert eins
og t.d. að nota myndtákn án tákn-
rænnrar merkingar og annað sem
leyfilegt er í nútímanum.
En í sumum myndunum er litur-
inn dýpri og safaríkari og þá
myndmálið um leið. Árétta ég þessa
skoðun mína með vísun á myndir
eins og „Miðnæturstemma" (15),
„Rauðir vængir" (18) og „Fálkaorð-
an“ (21). Þessar myndir og aðrar
svipaðar fannst mér bera af á sýn-
ingunni fyrir sannfærandi átök við
efniviðinn. Meira af slíku.
FUGLMENNI
Vegna sýningar Kees Visser
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fram hefur komið, að mér varð
óforvarandis á í messunni í um-
fjöllun minni um kynningarsýningu
Myndhöggvarafélagsins á verkum
Kees Vissers á Korpúlfsstöðum
(Mbl. 17. nóv.). Ég fór eftir merkt-
um leiðbeiningum í húsinu og píla,
teiknuð á bréfrenning festan á vegg
og sem á var skrifað „Sýning",
beindi ferð minni fyrst í sal með
nokkrum ávölum gijóthnullungum
á gólfí, sem sagaðir höfðu verið
niður á ýmsa vegu. Ég spurði, hvort
ekki væri meira að skoða og var
svarið jákvætt og farið með mig
upp á næstu hæð, þar sem fyrir
voru stálskúlptúrar Kees Vissers.
Þar sem einungis hafði í fjölmiðl-
um verið auglýst ein sýning í gangi
á Korpúlfsstöðum og það mjög vel,
stóð ég vitaskuld í þeirri meiningu
að þetta væru allt verk Kees Viss-
ers.
En nú hefur komið fram, að
steinskúlptúrinn er eftir allt annan
mann, Þjóðveijann Gerhard Amm-
an, sem dvalið hefur hérlendis sl.
2>/2 mánuð og unnið að list sinni
sem gestur myndhöggvarafélags-
ins. Þykir mér merkilegt, að ekki
skyldi upplýst betur á staðnum og
þá einnig í fjölmiðlum, að_ um tvær
sýningar var að ræða. Ýmsu var
mjög ábótavant varðandi listkynn-
ingu þessa, sem ég reifaði lauslega
í listdómi mínum, en fór ekki nánar
í saumana á vegna þess að ég hef
vakið athygli á slíkum trassaskap
margoft og er ekki kær að endur-
tekningum — hætta er á að slíkt
fái svip af nöldri. Vil ég vísa til
þess, að sýningarskráin var aldeilis
út í hött og númeruð merking
mynda bæði uppi og niðri með
ógreinilegasta móti.
Þegar þannig er staðið að vel
auglýstum listkynningum mega
hlutaðeigandi eiga von á að eitthvað
kunni að fara úrskeiðis og geta
sjálfum sér um kennt.
Engu að síður þykir mér rétt að
vekja athygli á mistökunum og biðj-
ast velvirðingar á þeim — einkum
þykir mér þetta leitt vegna áður-
nefnds gests myndhöggvarafélags-
ins, Gerhard Ammans, sem fyrir
vikið fékk um sumt rangsnúin um-
mæli um verk sín. Mun verða á
varðbergi næst og mæta á staðinn
með vasaljós og stækkunargler! En
vísa vil ég til þess að lokum, að
með ótrúlega lítilli fyrirhöfnn er
mögulegt að merkja leiðbeiningar
mun betur á veggi, en hér var gert
og í raun var klénn brandari...
Suðurlandsbraut 4
Nú eru aðeins
eftir í þessu
stórqlæsilega
núsi
áþriðju hæð 198m2
ájarðhæð 389 m 2
Húsið er tilbúið til afhendingar nú þegar.
— Glæsileg bygging —
Góð staðsetning, frábært útsýni.
cgjsteintak hf
FASTEIGMASALA SUÐURLANDSBRAUT 18 SIMI 84433
LOGFRÆÐINGUR ATLIVAGNSSON
Ljósritunarvélar
frá kr.
75.0nn
stgr
Gæðatæki-Fmmtíðaneign
HVERRSGÖTU 103 SlMI 25999
STRIK