Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
Ekki er allt gull sem glóir
43
Götustrákamir, nemendur landflótta boxarans, rússneska
(Brandauers).
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Gullstrætið —
Streets of Gold ★ ★1/2
Leikstjóri: Joe Roth
Framleiðendur: Roth og Harry
Ulfland
Handrit: Heywood Gould, Ric-
hard Price og Tom Cole
Kvikmyndatökustjóri: Arthur
Albert
Tónlist: Jack Nitsche
Aðalleikendur: Klaus Maria
Brandauer, Adrian Pasdar,
Wesley Sniper, Angela Molina
Bandarísk. 20th Centuryy Fox
1986. 95 mín.
Brandauer, rússneskum flótta-
manni í Bandaríkjunum, finnst
ekkert of mikið til fyrirheitna
landsins koma. Þar verður þessi
fyrrverandi Rússlandsmeistari í
hnefaleikum að hafa ofaní sig og
á við uppþvott á veitingahúsi og
láta sér nægja herbergiskytru í
sambúð með mörgum landa sinna.
„í Rússlandi bjó ég eins og Banda-
ríkjamaður en hér má ég lifa
einsog Rússi,“ segir hann óhress.
En Brandauer lenti uppá kant við
kerfíð eystra þar sem hann er af
gyðingaættum.
Til að byrja með fer hann að
æfa tvo efnilega götuslugsara
mestan part til að stytta sér
stundir, en þegar fréttist að von
er á rússneska hnefaleikalandslið-
inu í keppnisferð fær þjálfun hans
nýjan tilgang . . .
Myndir um götustráka sem ná
frægð og frama sem hnefaleikar-
ar fyrir tilstuðlan útsmoginna
þjálfara, komast ekki hjá því að
lenda í samjöfnuði við heimsmeist-
ara formúlunnar í öllum þyngdar-
flokkum — Rocky. Gullstræti
hefði þótt mun matarmeiri fyrir
röskum áratug, eða fyrir daga
meistarans fyrmefnda. Stendur
þó bærilega á eigin fótum, einkum
fyrir sterkan, samt áreynslu-
lausan leik austurríska kam-
elljónsins sem heitir því litríka
nafni Klaus Maria Brandauer, og
stendur undir því.
Annað sem gerir Gullstríðið
áhugaverðari en flest önnur af-
sprengi Rockys er hið blendna
viðhorf gamla baráttujaxlsins til
síns nýja umhverfis sem var svo
fagurblátt í fjarskanum. Þá gerist
myndin í fáséðu nágrenni í banda-
rískum myndum, fátæku innflytj-
enda- og undirmálsmannahverfí,
nánar tiltekið á Coney Island, sem
má muna sinn fífíl fegri. Að þessu
leyti minnir handbragð Roths á
Jarmusch og fleiri unga, ferska
leikstjóra vestan hafs. Megingall-
amir eru stingandi gyðingalofíð
og hvimleið rússagrýlan.
Adventukfönsæ:
- Efriiíkransa.
Aðventan hefst þessa helgi.
æSSgss-
Eigumamskreytingaelíii í mUdu úrvaB.
jölastjaman
Þessi fallega jólaplantaer
ómissandi áþessum arstima.
Hjáokkurvelurðuur
þúsundum plantna.
Munið sýnikennslu í gert|'*£**ran8a
laugardagogsunnudagkl.Ufö.
Kertamarkaöur
Kerti í aðventukransa.-ÖII)olakerti-
Kerti í þúsundatali. Komið akerta
n^irkaðinn, úrvalið hvergi meira.
Gottverð.
Blómaval í Kringlunni
tekurásig jólasvipmn.
Þar verður sýnikennsla
j aerð iólaskreytinga
sunnudagkl. 13-17.
Komiðvið.
V
Gróðurhúsinu við Sigtun, simi o