Morgunblaðið - 27.11.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
31
Dollarinn lækkar enn
London, Reuter.
DOLLARINN snarlækkaði
gagnvart helztu gjaldmiðlum
heims á gjaldeyrismarkaði í
Evrópu í gær og verðbréf lækk-
uðu einnig. Ástæðan er sögð
almenn vantrú á að jafnvægi
náist á næstunni í alþjóðlegum
efnahagsmálum.
Gerhard Stoltenberg, fjármála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands,
sagði við umræður um fjárlög í
þinginu í Bonn í gær að ríkis-
stjórnin myndi senn grípa til
ráðstafana er ættu að örva hag-
vöxt. Ummæli hans höfðu lítil
áhrif á stöðu dollarans.
Seðlabanki Vestur-Þýzkalands
keypti í gær 13,8 milljónir dollara
í þeirri von að það yrði til að
styrkja dollarann gagnvart þýzka
markinu. Höfðu kaupin einnig lítil
áhrif, að sögn sérfræðinga.
Dollarinn lækkaði frá í fyrradag
úr 1,6880 vestur-þýzkum mörkum
í 1,6680 mörk og fyrir hann feng-
ust 134,60 jen miðað við 135,50
í fyrradag. Að sögn sérfræðinga
er ekki búist við neinum aðgerðum
af hálfu helztu iðnríkja heims til
þess að koma á jafnvægi í gjald-
eyris- og vaxtamálum fyrir
áramót. Af þeim sökum ríki nú
mikil óvissa á markaðinum og
geti jafnvel brugðið til beggja
vona með stöðu dollarans.
■ ■I '
ERLENT,
Haiti:
Orói vegna fyrir-
hugaðra kosninga
Port-au-Prince, Haiti. Reuter.
OFBELDISVERKUM vegna
komandi forsetakosninga á
Haiti virðist ekki ætla að linna.
Þrír voru skotnir í götubardög-
um í gær.
Boðað hefur verið til forseta-
kosninga á Haiti næstkomandi
sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn
í nærri 30 ár sem kosningar fara
fram í Haiti. Jean Claude Duvalier
forseta var steypt af stóli fyrir
tæpum tveim árum, en fjölskylda
hans hafði stjómað landinu með
harðri hendi í 29 ár.
Til átaka kom í höfuðborginni
Port-au-Prince í gær. Hermenn
skutu á sex menn sem reyndu að
kveikja eld á markaði í grennd
við höfuðstöðvar eins forseta-
frambjóðandans, Marc Bazin.
Einn mannanna lést af skotsáram.
Lík hans fannst síðar framan við
höfuðstöðvar annars frambjóð-
anda, Gerard Gourgues, sem
stofnaði mannréttindasamtök Ha-
iti árið 1978.
Óeirðir og götubardagar hófust
eftir að tilkynnt var að þeir tólf
af 35 frambjóðenum sem fylgdu
fyrrum forseta landsins, Jean
Claude Duvalier að máli yrðu úti-
lokaðir frá þátttöku í kosningun-
um.
HUGBUNAÐUR
hugbúnaði á
HOTEL KEA
mánudaginn 30. nóvember
1987 millikl. 13.00 og 17.00.
RÖNNING heimilistæki
Hjá RÖNNING heimilistækjum finnur þú flest þau tæki sem nauðsynleg þykja til
heimilisstarfa og áratuga reynsla RÖNNINGS á sviði rafbúnaðar
tryggir þér góða þjónustu.
Hitachi örbylgjuofn
Hitachi útvarp m/2 hátölurum
Hitachi útvarp
Aromatic kaftivel
Ath.
Tilbodid
stendur aðeins
í nokkra
daga
Standlampar
■ .
'RÖNNING
heimilistæki
KRItyGLUNNI 8-12/103 REYKJAVlK/SÍMI (91)685868
,
", \ , '
' s'" ^