Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 13 í Kaupmannahöfn FÆST 1 BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Stefán Jónsson uð duglegur, en þungur til gangs og silalegur." En Pétur vann þó það afrek að barna dóttur Jóns bónda í Djúpadal. Átti hann með henni dóttur, sern varð formóðir margra merkra íslendinga. Allmikið af kveðskap Péturs er hér tilfært, en heldur fer þar lítið fyrir andríki og orðsnilld. Þá er þáttur sem ber heitið Sagn- ir um böm Ólafs prests (Tómasson- ar). Mestu púðrinu er þó eytt á son hans einn, sem nefndist Stefán fíni, kunnur umrenningur þar nyrðra. Illmenni var hann í eðli sínu, þó að ekki væri hann ber að illverkum, er ein umsögn Stefáns. Þá kemur syrpa þjóðsagna og munnmæla. Eru þar inn á milli góðar sagnir, sem fengur er í. Sum- ar hafa að vísu birst áður. Þar á eftir fer frásagnasyrpa af Magnúsi sálarháska. Bókinni lýkur svo með ritgerðinni Þjófaleitarmenn í Bóli 28. nóvember 1838. Stefán telur þar upp alla þá er þátt tóku í hinni frægu þjófaleit hjá Hjálmari skáldi í Bólu. Eru þeir ættfærðir vendilega og sögð á þeim deili. Ekki mun Stefán hafa ætlað þetta efni til birtingar, heldur tekið það saman fyrir Finn Sigmundsson, þegar hann var að semja ævisögu Bólu-Hjálmars. En sum ritverk Stefáns voru einmitt þannig tilkom- in. Mjög vel er að útgáfu þessa bind- is staðið eins og að hinum fyrri. Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnúsdóttir hafa séð um það verk og verður ekki að fundið. Mikill fyöldi er neðanmálsgreina þar sem vísað er til frekari vitneskju og missagnir leiðréttar. Þá er og margt mynda í bókinni, sumar gamlar og fáséðar, aðrar nyjar og eru þær yfírleitt teknar af Hjalta Pálssyni. Ágæt nafnaskrá er í bók- arlok. Prófarkir eru mætavel lesnar. FRÆÐISTEFÁNS Á HÖSKULDSSTÖÐUM búhöldur góður, greiðamaður og hagorður vel. Ekki er þessi þáttur ævisaga Péturs. En ýtarlega er hann til ættar færður og sagt margt frá ættmönnum hans. Margar hreysti sögur eru sagðar og sagnir eru af samskiptum hans við samtímamenn. Greint er nokkuð frá búskaparháttum hans, kvonfangi og bömum. Þá er þáttur um mann einn harla ólíkrar gerðar, Jón Godda (kenndur við Goðdali), sem frægur var á sinni tíð í Skagafirði og var nánast eins konar þjóðsagnapersóna, enda var talið „að við margt hefði Jón Goddi verið brugðinn; fengist við kukl, verið í kynnum við Kölska, hálf- gerður heiðingi, hæðinn, spottsam- ur og orðillur, en greindur, hagyrðingur góður og haft fjarsýn- isgáfu" (bls. 75). Segir sagan að Goddi hafí gert samning við Kölska og orðið að heita honum augum sínum báðum til frelsunar sál sinni. Og víst sprungu augun bæði úr höfði hans að honum lifandi. Stefán tók sér fyrir hendur að segja deili á ættemi og frændliði Jóns Godda, auk þess sem hann í þessum þætti segir af honum sögur og fer með fáeinar stökur eftir hann. Þá er stuttur þáttur um Eirík Guðvarðarson á Óslandi í Ós- landshlíð (f. um 1671) og son hans Guðvarð í Tungu í Stíflu. Er þetta að meginefni ættfræðisamantekt, en auk þess er að nokkm rakin búskaparsaga Eiríks og ýmissa af- komenda hans. Stuttur þáttur er af Pétri Guð- mundssyni hagyrðingi. Pétur þessi var Eyfírðingur, en barst vestur í Skagafjörð og var lerigi í vinnu- mennsku og lausamennsku í Blönduhlíðinni. Hann var t.a.m. um skeið vinnumaður í Djúpadal. Ekki virðist Pétur hafa verið neinn sér- stakur fyrirmyndarmaður: „Drykk- felldur var hann og rallsamur nokkuð, en þó heldur góður piltur og vel hagorður. Var að ýmsu nokk- Bókmenntir Sigurjón Björnsson Fyrir §ómm ámm (1984) hófst útgáfa á óprentuðum og prentuðum ritsmíðum fræðimannsins Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð. Stefán andaðist árið 1980 hátt á níræðisaldri. Hafði hann fengist við ritstörf frá því að hann var innan við tvítugt og fæst af því sem hann skrifaði hafði hann látið birta. Ritverk hans fjölluðu öll um skagfírsk fræði, héraðssögu, ættfræði, þjóðsögur og sagnir. Hann var í raun e.k. andlegur arf- taki Espólíns, Einars á Mælifelli og Gísla Konráðsson og ritaði mjög í stíl og anda þessara gömlu fræði- manna. Sögufélag Skagfírðinga á ásamt erfíngjum Stefáns útgáfurétt að handritum Stefáns. Samdist svo um fljótlega eftir andlát Stefáns að Sögufélagið tæki að sér útgáfu. Var það vel til fallið því að allt frá stofnun félagsins (1937) var Stefán einn af tryggustu stuðningsmönn- um þess og velunnumm og var það raunar oft þrautaráð Sögufélags- manna þegar þeir lentu í vanda í ættfræðisýsli sínu að leita á náðir Stefáns, en þar komu menn sjaldn- ast að tómum kofum. Útgáfu þessari miðaði vel áfram og eins og áður segir em nú komin út fjögur myndarleg bindi á jafn- mörgum ámm. Er líkast til eftir efni í eitt bindi. I I. bindi birtist stærsta ritverk Stefáns, Djúpdælasaga, þ.e. ættar- saga Djúpdæla frá því um 1700 til seinni hluta 19. aldar. Þar segir frá forfeðmm og öðmm skyldmennum Stefáns, sem kenndir em við Djúpadal í Blönduhlíð og fer þar að sjálfsögðu mikið fyrir Mera- Eiríki gamla. í II. bindi er að fínna níu sagna- þætti er allir fjalla um skagfírskt manniíf fyrr á tíð, einkum „austan Vatna". III. bindi geymir einnig sagna- þætti svipaðs eðlis, þijá talsins. Og er þá komið að fjórða bindinu sem nú bætist í safnið. Það skiptist efnislega í tvo hluta. Annars vegar em Sagnaþættir og hins vegar Þjóðsögur og munnmæli og er síðamefndi hlutinn mun styttri, aðeins 30 bls. Langlengsti þátturinn heitir „Þáttur af Pétri Pálmasyni", 60 blaðsíður. Pétur þessi var nafn- kunnur maður í Skagfírði á sinni tíð. Hann hefur löngum verið kenndur við Valadal á Skörðum, þar sem hann bjó góðu búi 1849—1876, og afkomendur hans margir og merkir teljast til Vala- dalsættar. Á Álfgeirsvöllum á Efribyggð bjó svo Pétur síðustu æviár sín (1876—1894). Pétur í Valadal var annálað hraustmenni. VIÐ HÖFUM BORÐSTOFUHÚS- GÖGNIN SEM ÞIG VANTAR! NÝTÍSKULEG - GAMALDAGS - KLASSÍSK - FRAMÚRSTEFNULEG - EINFÖLD Sérpöntunarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.