Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 33 Leiðrétt- ing vegna vínflösku HINN 21. nóvember birtist hér í blaðinu mynd af gríðarstórri vínflösku og var fyrirsögnin: „Vínflaska í lagi“. Fréttin, sem með fylgdi var þó ekki alveg í lagi, þvi sagt var að þarna væri um Búrgundavín að ræða. Hið rétta er að umrædd flaska var ætluð til auglýsingar á vini frá Bordeaux. Það var glöggur lesandi blaðsins, sem vakti athygli á þessum mistök- um og benti meðal annars á að höllin, sem að baki flöskunni stend- ur, Chateau de Louviére, er ekki í Búrgundalandi heldur í Bordeaux. Sem áhugamaður um góð vín benti hann aukin heldur á lag flöskunn- ar, sem sýndi svo ekki yrði um villst, að hún væri frá Bordeaux komin. Mistök þessi leiðréttast hér með. Færeyjar: Ræðar- inn Ove Joensen drukknar Þórshöfn í Fœreyjum, frá Snorra Halld- órssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA sækempan Ove Jo- ensen, sem í fyrrasumar reri milli Færeyja og Kaupmannahafnar, fannst í gær drukknaður á Skála- firði. Síðdegis á þriðjudag fréttist það síðast til Ove að hann hygðist róa i blíðviðrinu áleiðis frá Glyvr- um á Skálafirði til heimabyggðar sinnar f Nólsey. Þangað hringdi hann og bað mann koma á móti sér í vélbát. Síðan spurðist ekkert til róðrarkappans. Þegar klukkan var orðin níu um kvöldið og maðurinn á vélbátnum hafði hvorki fundið tangur né tetur af Ove eða bát hans Díönu Victoríu, sem Ove notaði við róðurinn til Dan- merkur, hafði hann samband við land og leit hófst. Seinna um kvöldið skýrði maður nokkur frá því að hann hafi séð bát úti á firðinum, sem hann hafði talið liggja við veiðar. Við eftir- grennslan kom í ljós að þetta var Díana Victoría, en án Ove Joensen og lágu áramar úti. Leitinni að Ove var haldið áfram og um hádegisbilið í gær fannst líkið um 200 m frá landi. Engin váibend- ing hefur fundist um hvað olli drukknun róðrarkappans. Ove Joensen gat sér frægð í fyrra- sumar, þegar hann vann það þrek- virki að róa einn síns liðs frá Færeyjum til Kaupmannahafnar. Eftir það var hann aldrei nefndur annað en sæhetjan Ove heima í Færeyjum. Ove Joensen. Reuter ÁRANGURSLAUS RÁÐHERRAFUNDUR Á myndinni má sjá frá landbúnaðarráðherra írlands, Vestur- Þýskalands og Belgíu á fundi í Briissel í vikunni. Landbúnaðar- ráðherrar Evrópubandalagsríkja komust ekki að samkomulagi um minni styrki til landbúnaðar. Bandalagið er nú í mikinm fjárhagserfiðleikum og hætt er við að landbúnaðurinn gleypi stóran hluta fjármagns þess ef leiðtogafundur Evrópubanda- lagsríkja í Kaupmannahöfn í næstu viku ber heldur ekki árangur. Kína: Zhao hvetur til kerfis- umbóta úr ræðustóli Peking, Reuter. ZHAO Ziynag, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, hvatti í október síðastliðnum til póli- tískra umbóta, en ræðan var fyrst birt opinberlega í gær. Forsíða Dagblaðs alþýðunnar var að mestu lögð undir ræðu Zhaos, en í henni gagnrýndi hann ákaf- lega á skrifræðið, sem hann sagði allt ætla að kæfa og lagði áhersiu á að flokkurinn hætti að skipta sér af hversdagsmálefn- um ríkisins og iðnaðarins. Zhao sagði nefndir og ráð flokks- ins hafa sökkt sér í stjómunarstörf með þeim afleiðingum að á hans vegum þyrfti her manns til skrif- stofu- og stjómunarstarfa og sagði hann þetta bæði hafa bitnað á flokknum og ríkinu. Aðskilnað ríkis og flokks sagði hann vera homstein pólitískra umbóta í Kína. Ræðan var haldin á fundi mið- stjómar flokksins hinn 14. október, en var ekki birt fyrr en í gær. I henni sagði Zhao, sem var kjörinn aðalritari flokksins 2. nóvember, að mannkynssagan hefði ekki stöðvast við kommúnistabyltinguna 1949 og bætti við að fjöldahreyfingar og miðstýring ættu ekki lengur við framfarasókn Kínveija. Að sögn erlendra stjómarerind- reka ér ráðdeild í efnahagsmálum Mitterrand býð- ur Goria þátttöku í varnarsamstarfi Napólí á Ítalíu, Reuter. FRÁNCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, bauð ítölum að taka þátt í sameiginlegu varnar- og öryggissamstarfi Frakka og Vestur-Þjóðverja. Forsetinn hefur einnig gefið í skyn að Spáni verði einnig boðið að taka þátt í þessu samstarfi. Talsmaður Frakklandsforseta, Michele Gendreau-Massaloux, sagði að forsetinn hefði sagt á fundi sínum með Giovanni Goria, forsætisráðherra Ítalíu, að eðli- legt væri að öllum Evrópuþjóðum væri gefinn kostur á að taka þátt í þessu vamarsamstarfi. Sagði talsmaður forsetans að hann hefði lagt ríka áherslu á það við Goria að fyrirhuguð fransk-þýsk herdeild, sem Mitter- rand og Helmuth Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hefðu samið um fyrr í þessum manuði, væri ekki ætluð til þess að einangra Frakkland og Þýskaland frá öðr- um þjóðum í Vestur-Evrópu. Goria tók vel í þetta tilboð for- seta að sögn talsmanns Frakk- landsforseta. þjóðarinnar aðalbaráttumál Zhaos. Hins vegar kann það að reynast honum erfitt að fækka í embættis- mannaliði flokksfns, því vafasamt er að takist að flnna þeim vinnu þar sem hæfíleikar þeirra nýtast betur. Stjómarerindrekamir sögðu að slíkar ráðstafanir myndu vafa- laust gera efnahagslífíð léttara í vöfum, en bættu við að allir hátt- settir embættismenn og stjómendur fyrirtækja væru hvort eð er í flokknum, svo áhrif kommúnista- flokksins myndu lítt eða ekki minnka. Zhao viðurkenndi að ekki væri einhugur um fyrirhugaðar breyt- ingar, en átaldi um leið þröngsýna embættismenn, sem „sætu á aftur- endanum fastir í viðjum vanaverka hversdagsins." Rigning í Róm Reuter Róm, AP. MIKIÐ úrhelli var á Suður-ítaliu i gær. í Róm varð að loka flug- vellinum vegna rigningar og áin Tíber flæddi yfir bakka sína. Börn komust ekki heim til sin eftir skóla vegna vatnselgs á götum. Veðurstofan í Róm mældi 50 millimetra úrkomu í gær, en úrkoma síðustu fjögurra daga hefur mælst 110 millimetrar (samkvæmt upplýs- ingum Veðurstofunnar er meðalársúrkoma í Reykjavík um 800 millimetrar). Áin Tíber flæddi yfir bakka sína og mest mældist 1,5 metra vatnsborð á götum í suðurhlutum borgarinnar. Eldingum sló víða niður og meðal annars særðist 17 ára piltur er elding laust hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.