Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 68
ÉÍBRiinnBðT 'Si&PJ -AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM
W NÝTT SÍMANÚMER: f 696000
/ 91-27233
FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Hátt í 400
nýjar bækur
gefnar út
fyrir jólin
Jólabókaflóðið virðist ætla að
verða svipað og í fyrra, á
milli 350 og 400 titlar verða
gefnir út að þessu sinni, að
sögn Eyjólfs Sigurðssonar,
formanns Félags íslenskra
bókaútgefenda. Frumsamdar
íslenskar bækur eru nær
hundrað, sem er nokkur
aukning frá síðasta ári.
„Við eigum von á góðri sölu í
ár, í fyrra var salan mjög góð, um
700 þúsund eintök, og við búumst
við að halda því,“ sagði Eyjólfur.
Aðspurður um stöðu bókarinnar í
samkeppni við hljómplötur sagði
Eyjólfur að sú samkeppni væri að
sínu mati úr sögunni. „Bókin
stendur mjög vel að vígi, verð á
bókum hefur lækkað miðað við
verðlagsþróun, og er nú ódýrari
en flestar sambærilegar gjafavör-
ur. Bóksala hefur verið á uppleið
undanfarin ár, og engin ástæða
til annars en að það haldi áfram."
Að sögn Eyjólfs er Félag
íslenskra bókaútgefenda þessa
daga að fara af stað með kynn-
ingu á þeim bókum sem félagar
þess gefa út.
Morgunblaðið/Þorkell og Júlíus
Biðröð myndaðist fyrir utan galleriið löngu áður en sýning Louisu var opnuð. A innfelldu myndinni
má sjá að handagangur var í öskjunni í sýningarsölunum og símar hringdu látlaust.
Flest málverkanna seldust á tíu mínútum
hafði biðröð myndast fyrir utan galleríið. Úlfar
Þormóðsson, einn af eigendum gallerísins, sagði
að eldri menn hefðu tjáð sér að slíkt hefði ekki
gerst síðan Jóhannes Kjarval var með málverka-
sýningu í Reykjavík árið 1949. Ódýrustu verkin
á sýningu Louisu kosta 70 þúsund krónur en þau
dýrustu 515 þúsund krónur.
FYRSTA einkasýning Louisu Matthíasdóttur,
listmálara, hér á landi var opnuð í GaUerii Borg
í gær. Mörg þúsund manns sáu sýninguna og
seldust 29 af 32 verkum á sýningunni á þeim
tveimur timum sem hún var opin, en flest verk-
anna seldust á fyrstu tíu minútunum. Sýningin
var opnuð klukkan 17 en strax upp úr hádegi
Söltun upp
í staðfesta
samninga
að ljúka
ENN hafa Sovétmenn ekki stað-
fest kaup á 50.000 tunnum af
200.000, sem samið var tun sölu á
tíl Sovétríkjanna í haust. Frestur
þeirra til að staðfesta þessi kaup
rann út þann 15. þessa mánaðar.
Söltun upp í staðfesta samninga
er að ljúka.
Einar Benediktsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Síldarútvegs-
nefndar, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að enn hefði engin
staðfesting um kaupin borizt frá
Sovétmönnum, en þessi mál hefðu
verið tekin fyrir í umræðum sendi-
manna þjóðanna um framkvæmd
rammasamnings þeirra um viðskipti.
Sá þrýstingur hefði ekki skilað ár-
angri, en áfram yrði þrýst á Sovét-
menn.
Nú á eftir að salta í rúmlega 7.000
tunnur fyrir Sovétmenn, miðað við
að þeir staðfesti ekki kaupin á um-
ræddum 50.000 tunnum. Einnig á
eftir að salta í nokkur hundruð tunn-
ur upp í aðra samninga.
Líklegasta skýringin á tregðu
Sovétmanna til að staðfesta allan
samninginn er talin sú, að fjárveit-
ingu skorti til kaupanna.
Ný framfærslu-
viðmiðun fyrir
Agreiirnigur stjómarliða
um stj órnun fiskveiða
Þingflokkur Alþýðuflokksins vill grundvallar-
breytingu á frumvarpi sjávarútvegsráðherra
ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins sættir sig ekki við að drög sjávarút-
vegsráðherra að frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða verði lagt
fram sem stjómarfrumvarp án grundvallarbreytinga á því. Þriggja
manna nefnd þingmanna mun fara yfir frumvarpið um helgina og
koma á framfæri því, sem talið verður nauðsynlegt að breyta. Skipt-
ar skoðanir eru einnig um fmmvarpsdrögin í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins, en varaformaður hans, Halldór Blöndal, telur að
samkomulag muni nást um það, að frumvarpið verði lagt fram sem
stjómarfrumvarp. Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, segir
að sér komi á óvart að þingflokkur Alþýðuflokksins skuli nú fyrst
koma fram með hugmyndir um grundvallarbreytingu á fiskveiði-
stjórauninni.
„Fiskveiðistjómunin í dag, og eins
og frumvarpsdrög sjávarútvegsráð-
herra gera ráð fyrir, er eins konar
lénsskipulag, sem við getum ekki
sætt okkur við. Þess vegna, meðal
annars, getum við ekki samþykkt
að frumvarpið verði iagt fram sem
stjómarfrumvarp eins og það er nú.
Það þarf að gera á því ákveðnar
grundvallarbreytingar og í því þarf
að koma fram, hvemig menn ætli
sér að þróa þetta stjórnkerfi í fram-
tíðinni. Það er þegar farið að
staðna," sagði Kjartan Jóhannsson,
þingmaður Alþýðuflokksins, í sam-
tali við Morgunblaðið.
„ Við munum fara yfír frumvarps-
drögin um helgina og kynna
sjónarmið okkar eftir hana. Jöfnuði
verður að ná milli togara á norður-
og suðursvæði, draga verður úr
veiðum á smáfiski og höggva þarf
á þann hnút í kerfinu, sem veldur
yfírverði á fískiskipum, svo dæmi
séu nefnd. Þetta kerfí á enn, sam-
kvæmt frumvarpsdrögunum, að
byggja á viðmiðun frá árunum 1981
til 1983 og það er viss stöðnun,"
sagði Kjartan.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að fjallað hefði verið
um stjómun fískveiða á ýmsum
vettvangi í margar vikur. Álþýðu-
flokkurinn hefði átt aðild að þeirri
vinnu og getað haft áhrif á fram-
vindu mála. Því kæmi sér á óvart,
ætlaði Alþýðuflokkurinn fyrst nú
að fara að gera á þessu einhveijar
grundvajlarbreytingar.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
hefur undanfama tvo daga fjallað
um frumvarpið og búizt er við að
þeirri vinnu ljúki í dag. Halldór
Blöndal, varaformaður þingflokks-
ins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að mismunandi sjónarmið í
einstökum atriðum. sumum mjög
veigamiklum, væru innan þing-
flokksins. Um mikla hagsmuni væri
að tefla. Helztu ágreiningsmál væru
gildistími laganna, stjómun á
rækjuveiðum, veiðar smábáta,
hvort kvóti ætti að vera framseljan-
legur og svæðaskiptingin.
„Við munum að öllum líkindum
styðja frumvarpið sem stjómar-
frumvarp með þeim fyrirvara að
einstök efnisatriði kunni að breyt-
ast til að unnt verði að ná samkomu-
lagi. Vonandi bera flestir stuðnings-
menn ríkisstjómarinnar gæfu til
þess að ná samkomulagi, sem er
haldgott og friður er um, en þá
verða menn að slá af ítmstu kröfum
sínum," sagði Halldór Blöndal.
lánasjóðinn
BIRGIR ísleifur Gunnarsson,
menntamálaráðherra, skýrði frá
þvi á Alþingi í gær, að hann hefði
ritað stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna bréf, þar sem hann
óskaði eftir þvi að hún tæki upp
viðræður við Hagstofu íslands
um leiðir sem færar væru til að
finna nýja framfærsluviðmiðun
fyrir sjóðinn.
Menntamálaráðherra sagðist
geta fallist á að núverandi fram-
færsluviðmiðanir lánasjóðsins
kynnu að vera orðnar úreltar og
ástæða væri til að leita eftir sam-
stöðu um nýjar. Birgir ísleifur
skýrði einnig frá því að hann myndi
beita sér fyrir endurskoðun á lögum
og reglum um námslán og náms-
kostnað.
Jóhannes Nordal á fundi um stóriðju:
Alver og tengdar virkjan-
ir kosta 40-45 milljarða
Iðnaðarráðherra ræðir við fulltrúa EB um álver í dag
STOFNKOSTNAÐUR við nýtt álver í Straumsvík af þeirri stærðar-
gráðu sem nú er talin hagkvæm yrði i kringum 20 milljarðar króna,
og kostnaður við þær virkjanir sem þyrfti að reisa til að sjá álver-
inu fyrir rafmagni yrði 20-25 milljarðar króna. Þetta kom fram í
erindi sem Jóhannes Nordal flutti á ráðstefnu Verkfræðingafélags
íslands um stóriðju i gær. Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, ræð-
ir í dag í Bmssel við Karl Heinz Naijas, framkvæmdastjóra
Evrópubandalags sem sér um iðnaðarmál, m.a. um hugsanlega þátt-
töku bandalagsins í hagkvæmniathugun varðandi álver.
Þá hefur iðnaðarráðherra fengið
svissneska ráðgjafarfyrirtækið
Profilex til að gera könnun á mögu-
leikum á úrvinnslu áls hér á landi,
að því er Guðrún Zoéga, aðstoðar-
maður ráðherra, sagði í erindi sem
hún hélt í fjarveru Friðriks.
í erindi Jóhannesar Nordal kom
fram að heildarfjárfesting vegna
álvers með 180.000 tonna fram-
leiðslugetu og tengdra virkjana,
myndi dreifast á 7-8 ár, og yrði því
að meðaltali 6 milljarðar á ári, eða
3% af 'þjóðarframleiðslu. Að sögn
Jóhanns Más Maríusarsonar, að-
stoðarforstjóra Landsvirkjunar,
þyrfti raforkuverð til nýs álvers að
vera 14-19 mill á kílówattstund til
þess að íslensk raforka yrði sam-
keppnisfær á alþjóðamarkaði.
Raforkuverð til álversins í Straums-
vík er nú um 15 mill á kWattstund.