Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 55 Minning: Friðrik Sigurjóns- son fv. hreppstjóri Þann 21. nóvember sl. kvöddum við Friðrik Helga Siguijónsson sem nýlega varð 90 ára, frá Ytri-Hlíð, Vopnafirði. Foreldrar hans voru Sigurjón Hallgrímsson, bóndi og smiður, Ytri-HIíð, Vopnafirði, og Guðfínna Valgerður Helgadóttir. Friðrik var fæddur 7. júlí 1897 og útskrifaðist búfræðingur frá Hvanneyri árið 1918. Hann rak myndarbú að Ytri-Hlíð árin 1924 til 1974 og var kunnur ræktunar- maður. Auk þess gegndi hann Qölmörgum trúnaðarstörfum, enda afburða greindur og úrræðagóður. Skal hér aðeins nokkuð nefnt. Hann var rösk 40 ár formaður Búnaðarfé- lags Vopnafjarðar, formaður sóknamefndar Hofssóknar, sat í sýslunefnd Norður-Múlasýslu, full- trúi á fundum Stéttarsambands bænda, í skólanefnd Vopnafjarðar- skóla og í stjórn Kaupfélags Vopnfírðinga. Öllum þessum störf- um gegndi hann í fjölmörg ár. Það starf sem hann mun þó kunnastur fyrir var hreppstjórastarf fyrir Vopnafjarðarhrepp en því gegndi hann árin 1933 til ársloka 1983 eða rösk 50 ár. Er mér ekki kunnugt um að nokkur hér á landi hafí gegnt því starfí svo lengi, en tekið skal fram að íbúar Vopnafjarðarhrepps voru 932 þ. 1. des. 1986 og er lang- fjölmennasta sveitarfélagið í Norður-Múlasýslu. í ársbyijun 1981 kynntist ég Friðrik Siguijónssyni mjög náið og myndaðist fljótlega mikil og gagn- kvæm vinátta. Hreppstjórastarf Friðriks var yfírgripsmikið og vandasamt, sem krafðist mikils, enda vegna samgönguleysis milli Vopnaijarðar og Héraðs, þá varð hann oft að leysa mikilvæg málefni einsamall og með aðstoð lögreglu- varðstjóra og í símasambandi við embættið. Mér er bæði ljúft og skylt að skýra frá því að Friðrik gegndi sínu starfí af einstakri prýði og skilningi og setti sig inn í flóknustu mál og var vel að sér í lögum. Var dómgreind hans og velvilji til sam- borgaranna einstakur, sem hafði góð áhrif á öll störf hans. Síðar, þegar Friðrik var hættur sem hreppstjóri, þá hittumst við iðulega og alltaf kom hann mér á óvart með merkum frásögnum og athuga- semdum. Iðulega hef ég sýnt nýjum hreppstjórum ljósrit af ýmsum gögnum sem hann hefur sent emb- ættinu, svo sem uppskriftir dán- arbúa og frágang þeirra, virðingar- gerðir á jörðum og frágang á margvíslegum skjölum og uppgjör- um, sem nánar verður ekki rakið. Friðrik var mjög em og jafnframt var hann svo þroskaður, að hann vissi að aðeins með því að helga sig hreppstjórastarfinu óskiptur tíu síðustu árin gat hann leyst þau af hendi með þeim glæsibrag, sem ein- kenndu störf hans alla tíð. Friðrik var eindreginn framsókn- armaður alla ævina, en að því mér var sagt, mildaðist með árunum og ræddi stjómmál af mikilli víðsýni og birti mismunandi skoðanir ann- arra. Var gaman að ræða við hann um stjómmál, enda þar vel heima og bjó yfír góðri þekkingu. Friðrik missti ástkæra eiginkonu sína, Oddnýju Methúsalemsdóttur, þ. 20. apríl 1983. Mikið jafnræði var með þeim hjónum og gagn- kvæmur skilningur og bæði fengu riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu fyrir góð störf. Ljóst er, að öll deyjum við og því ber að þakka forsjóninni þegar aldr- aðir fá hægt andlát og hvíld. Ekkert þráði Friðrik meir en endurfundi við heittelskaða eiginkonu. Hef ég og hér í huga fyrra versið í sálmi Einars Benediktssonar: „Var ævi stuttar stundar er stefnd til Drottins fundar að heyra lífs og liðins dóm. En mannsins sonar mildi skal máttug standa í gildi. Hún boðast oss í engilsróm." Það er gott að minnast Friðriks Siguijónssonar, og hér kveðjum við litríkan og góðan mann sem aldrei gleymist þeim, sem hann þekktu. Við hjónin viljum votta bömum hans, tengdabömum, bamabömum og vinum öllum samúð okkar. Sigurður Helgason Kveðjuorð: Jóna Sveinsdóttir Fædd 9. maí 1916 Dáin 17. október 1987 Og ungmenni nokkurt sagði: „Ræddu við okkur um vináttuna." Og hann svaraði og sagði: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gieði þin uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði.“ (Úr spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Góð vinköna hefur lokið jarðvist sinni. Með opinn faðm og fallega brosið sitt hefur hann Þorkell tekið á móti henni á strönd hins eilífa lífs. Svona sá ég þetta fyrir mér þeg- ar ég heyrði að hún Jóna væri dáin. Eg sá þau fyrir mér eins og ég sá þau fyrst fyrir 25 árum, þegar ég kom til þeirra vestur á Vegamótum á Snæfellsnesi þar sem þau önnuð- ust veitingasölu og verslun. Ég, stelpugrey af Skaganum með snæ- fellskt blóð í æðum, var hálffeimin að hitta nýja húsbændur. Vinnustaðurinn var mér ekki nýr, því þar hafði ég unnið áður. Eftir traust handtök og ástúðlegt augnaráð hvarf feimni af stelpu og þá vissi ég að þar stóðu vinir í varpa. Þegar ég lít yfír farinn veg sé ég að tími minn á Vegamótum hjá Jónu og Þorkeli hefur verið minn besti lífsins skóli. Skóli þar sem ég lærði svo margt sem átti eftir að koma að notum í lífínu. Þar lærði ég að búa í þröngu samfélagi, bera virðingu fyrir öðrum, vera ég sjálf. Leita ráða, þiggja og gefa. Jóna var okkur stelpunum sem móðir. Móðir sem býr dætur sínar út í lífið. Hún kenndi okkur öll þau störf sem lúta að veitingahúsa- stússi. Hreinlæti og glaðlegt viðmót var eitt af boðorðum hennar. Hún gerði kröfur, en var réttlát. Jóna fræddi okkur um lífíð og tilveruna, tók þátt í gleði okkar og sorgum. Huggaði ef ástarsorgir buguðu okkar ungu hjörtu og var pínulítill prakkari ef ný ævintýri gerðust. Hún tók þátt í ærslum ungdómsins, var með okkur í starfi og leik. Allt þetta og miklu meira var rifjað upp þegar ég átti með henni dagsstund sl. vor, yndislega stund, þar sem við rifjuðum upp gamla daga, daga sem aldrei koma aftur heldur verða geymdir í sjóði minn- inganna. Þá datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hana, né í síðasta sinn sem ég heyrði rödd hennar óma. En svona er lífið. Maður kemur og maður fer. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að verða samferða góðri konu og eiga hana að vini. Enda hefí ég reynt að hafa að leiðarljósi það sem hún miðlaði mér í skóla lífsins á Vegamótum. Að leiðarlokum vil ég þakka fyr- ir allt það sem hún var mér. Bömum og ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Ég get ei rétt þér hlýja vinarhönd né heldur flutt þér kærleiks þrungin brag, eitt lítið tár er lokakveðjan mín, er lætur skipið þitt úr höfn í dag. (Bragi Jónsson - Neistar) Svala Bragadóttir, Akranesi. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, SIGURJÓN BJÖRNSSON, Jaðarsbraut 21, Akranesi, verður jarösunginn frá Akraneskirkju iaugardaginn 28. nóvember kl. 11.30. Kristfn Karlsdóttir, börn og tengdabörn. t Móöir okkar, GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR, Mlðtúni 13, Selfossi, verður jarösungin fró Selfosskirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 13.00. Jarösett verður í Eyrarbakkakirkjugarði. Börn, tengdabörn og barnabörn. SVAR MITT eftir Billy (iraham Fastur við sjón- varpið Maðurinn minn hugsar varla um annað en íþróttir. Hann horfir timunum saman á íþróttaþættina i sjónvarpinu. Hver er skoðun þín á þessu? Mig grunar að margar eiginkonur sem lesa þennan þátt segi með sjálfum sén „Þetta er líka vandamálið mitt!“ Þessi vandi er bundinn við okkar tíma. Tómstundimar em svo margar og sjónvarpið matar okkur á íþróttafréttum. Mig langar fyrst til að beina nokkrum orðum til eiginmanna sem kynnu að lesa þetta. Að horfa á íþróttaþætti sjónvarpsins er eins og annað í lífinu, það getur orðið til tjóns ef ekki er gætt hófs. En hvar á að draga markalínuna? Það liggur næst að spyija hvort þið séuð svo fjötraðir við þetta að þið vanrækið þá ábyrgð sem Guð hefur lagt ykkur á herðar. Hressing og hvíld á vissulega heima í lífí okkar. Guð hefur gert okkur þannig úr garði að við þurfum að lyfta okkur upp við og við. En skyldur ykkar em fleiri — gagnvart konu og fjölskyldu, vinnu, söfnuði o.s.frv. Ef til vill þyrftuð þið að íhuga að nýju hvað það er sem situr í fyrirrúmi hjá ykkur og spyija ykkur hvort þið sinnið af trúmennsku þeim verkefnum sem Guð hefur kallað ykkur til. Biblían segir „Skylt er oss ... að þóknast ekki sjálfum oss. Sérhver af oss þókn- ist náunganum í því sem gott er til uppbyggingar." (Róm., 1, 1—2.) Þ.e. okkur ber að forðast eigingimina. Eg hygg að þú sjáir á því sem eg hef nú skrifað að eg ætla að maðurinn þinn sé að skjóta sér undan þeirri kvöð sem á honum hvílir sem eiginmanni og föður. Bið fyrir honum og reyndu að fínna hentuga leið til að fá hann til þátttöku í því sem fjölskyldan hefur fyrir stafni, skreppa út úr bænum, fara í skemmtiferð o.s.frv. Eg vona líka að fjölskylda þín verði virkari þátttakandi f starfí safnaðar þíns. Jagastu ekki við mann þinn. Það gæti orðið til þess að hann drægi sig enn frekar inn í skel. En elskaðu hann og reyndu með Guðs hjálp að vera honum hin besta eiginkona. Treystu þvf svo að Guð leiði honum fyrir sjónir hverjar skyldur hans eru — og tæki- færi — til að breyta eins og kristinn maður. t ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ólafsvík, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 15. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkradeildar Hrafnistu, 2. hæð, fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, TAGE MÖLLER hljómlistarmanns, Skúlagötu 54. Sérstakar þakkir færum við Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Margrét Jónsdóttir Möller, Birgir, Gunilla, Jón Friðrik, Oddný, Carl, Ólöf og sonarsynir. Hótel Saga Siml 1 20 13 Blóm og skreytingar við öll tcekifœri Gjafavörur og skreyting- arviðölltækifæri BLÓMABÚÐIN RUNNI Hrísateig 1 38420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.