Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Noregur: Ætla að þrengja enn meira að þorstlátum Ný áfengislög í undirbúningi Ósló. Reuter. NORÐMENN, sem nú þegar búa við einhverja ströngustu áfengis- löggjöf og hæsta verð á áfengi í heimi, eiga ekki í vændum neinn jólaglaðning frá stjórnvöldum að því er þetta tvennt varðar, því Heimsmeistaraeinvígið; Jafntefli í biðskákinni Seville, Reuter. GARRÍ Kasparov heimsmeistari og Anatolíj Karpov áskorandi sömdu um jafntefli í 17. einvígis- skákinni í gær eftir 46 leiki. Skákin hafði farið í bið eftir 42. leik hvíts. Meistaramir léku fjóra leiki áður en þeir sættust á jafntefli. Staðan er jöfn nú þegar sjö skákir eru eftin 8V2-8V2. Síðustu leikimir í 17. skákinni voru: svartur Kg7, hvítur Ha8, svartur Kf7, hvítur Ke4, svartur Kg7, hvítur Ha7, svaifur Kg6, hvítur He7, svartur g4. að nú er verið að undirbúa ný og enn strangari lög um áfengis- mál. Lagafrumvarp þar að lútandi verður lagt fram í þinginu í næsta mánuði. Verði það að lögum, sem fastlega er búist við, hækkar verð á áfengi, opnun margra nýrra áfengisverslana verður seinkað og lagt verður bann við ölvunarsigling- um á skemmtibátum á fjörðum landsins. Heimildir innan minnihluta- stjómar Verkamannaflokksins herma, að lögunum sé ætlað að minnka áfengisneyslu Norðmanna um fjórðung fyrir aldamót. „Fólk drekkur bersýnilega of mikið,“ sagði Oddvar Amer, for- stöðumaður áfengisrannsókna- stofnunar norska ríkisins. „Norðmenn drekka lítið á heims- mælikvarða. Þeir snertu yfirleitt ekki áfengi á virkum dögum, en duttu svo rækilega í það um helg- ar,“ sagði hann. „En nú eru þeir líka famir að drekka á virkum dög- um.“ Það er dýrt spaug að drekka, þegar bjórinn kostar um 30 norskar krónur (um 172 ísl. kr.) og flaska af viskíi um 260 nkr. (um 1480 ísl. kr.). Og talið er líklegt, að vískíið stórhækki í verði, þegar þingið hef- ur samþykkt nýju lögin eftir áramótin. Verslanir norsku áfengiseinka- sölunnar em einu staðimir, sem selja vín — fyrir utan veitingastaði. Nú em alís 100 áfengisverslanir í Noregi, og munu nýju lögin tak- marka opnun nýrra útibúa við fimm fram að aldamótum. Norðmenn 15 ára og eldri dmkku um 5,25 lítra af áfengi hver á síðasta ári, og lentu þar í 37. sæti meðal þjóða heims, langt að baki þjómmm í Frakklandi og á Ítalíu. Hátt verð á áfengi kann að gera viðskiptavinunum gramt í geði, en það mun gleðja hjarta þeirra, sem gæta ríkisfjárhirslunnar. Á síðasta ári námu tekjur norska ríkisins af áfengistollum um fimm milljörðum nkr. (um 28,5 milljörðum ísl. kr.) — eða um 1,7% af ríkistekjunum. Samkvæmt nýju lögunum verður bannað að sigla á fjörðum landsins undir áhrifum áfengis. Á þetta ákvæði rætur að rekja til mikillar slysaöldu á skemmtibátum síðast- liðið sumar, þar sem áfengi var oft með í spilinu. Líklegt þykir, að þeir, sem brjóta þessi lög, muni verða látnir sæta sömu meðferð og drukknir öku- menn, sem sjálfkrafa missa öku- skírteini sín og sitja í fangelsi í 21 dag. Surinam: Reuter Stuðningsmaður lýðræðis- og framfarafylkingarinnar í Surinam fagnar sigri flokks síns. Cylinda tfi ' ASEA Cylinda þvottavél, gerð 11000 - SÉRTILBOÐ: kr. 37.990.00 stgr. Ath. tilboðið stendur aðeins í nokkra daga. •//f// heirriilistækí KRINGIUNNI8-12/103 REYKJAVlK/SlMI (91)665868 Stj órnin bíður af- hroð í kosningum Paramaribo, Surinam, Reuter. ALLT BENDIR til þess að sameiningarflokkur þriggja stjórnmálaflokka hafi unnið yfirburðasigur í kosningum sem fram fóru í Surinam á miðvikudag. Flokkur herfor- ingjans Desi Bouterse, sem verið hefur við völd í landinu í sjö ár, virðist ekki hafa náð 20% atkvæða. Niðurstöður fyrstu talna í kosn- landsins, Paramaribo, hefur lýðræð- ingunum í Surinam benda til þess að lýðræðis- og framfarafylkingin, sameinaður flokkur þriggja stjórn- málaflokka, fái 40 þingsæti af 51. Lýðræðis- og framfarafylkingin virðist því hafa sigrað demókrata- flokk herforingjans Bouterse með yfírburðum. Eftir að búið var að telja 10% atkvæða í höfuðborg HARTOPPAR - HARTOPPAR Byltingfrá Hártoppur, sem enginn sérnema þú. Komið, sjáið og sannfærist. Pantið tíma hjá Villa rakara íAristókratanum ísíma 687961. Djúphreinsum og frískum upp hártoppa af öllum gerðum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM. AKM)KRATim SÍÐUMÚLA23. is- og framfarafylkingin 16 þing- sæti af 17 þingsætum kjördæmis- ins. Tölur úr öðrum kjördæmum landsins benda til sama hlutfalls í skiptingu þingsæta. Afríku-kreólar, hindúa-trúar og Indónesar sameinuðust í einn flokk, lýðræðis- og framfarafylkinguna, fyrr á þessu ári, þegar ljóst var að efnt yrði til lýðræðislegra kosninga í landinu í fyrsta sinn í áratug. 37% landsmanna eru hindúar, 31% kre- ólar og 15% Indónesar. Alls voru sex flokkar í framboði í þingkosn- ingunum. Miklar vonir eru bundnar við að lýðræði muni komast á í Surinam eftir þessar kosningar. Þingið á að kjósa forseta í næsta mánuði. Hollensk stjómvöld hafa tekið fálega í fréttir af kosningasigrinum, en Surinam var áður hollensk ný- lenda. Hollendingar hættu efna- hagsaðstoð við landið er Bouterse herforingi komst til valda. „Kosn- ingamar eru skref í átt að bættum samskiptum þjóðanna,“ var haft eftir utanríkisráðherra Hollands, Hans van der Broek, í hollenska útvarpinu í gær. „Lýðræðisleg stjóm er enn ekki komin til valda, og fyrr getur hollenska stjómin ekki átt viðræður við stjómvöld í Surinam," sagði van der Broek. Alnæmi í Asíu: Leyndarhyggjan allsráðandi Manilu, Reuter. AÐ sögri sérfræðinga hafa nokkrar ríkisstjórnir Asíulanda gripið til þess ráðs að þaga yfir útbreiðslu alnæmis af ótta við að slíkar upplýs- ingar geti skaðað ferðamannaiðnaðinn. Kom þetta fram í gær á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmi sem nú stendur yfir í Manilu. Alls hafa verið skráð 64.000 alnæm- sýktra væri „leyndarmál". istilfelli í heiminum. hins vegar hafa aðeins um tvö prósent þeirra verið skráð í Asíu og Eyjaálfu. Eru ráð- stefnugestir almennt sammála um að þessi tala fái ekki staðist. Dr. Jean-Pierre Allain, virtur alnæmiss- érfræðingur, kvaðst nýlega hafa verið á ferð í Malasíu sagðist hann hafa fengið upplýsingar um fjölmörg al- næmistilfelli. Samkvæmt skrám Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinn- ar er aðeins að fínna einn alnæmis- sjúkling í Malasíu. Kvaðst hann hafa spurt embættismenn hveiju þetta sætti og fengið þau svör að fjöldi Fleiri slík dæmi voru nefnd og sagði dr. Reinhard Kurth, er starfar við Paul-Ehrlich stofnunina í Frank- furt að upplýsingar margra Asíuþjóða um flölda alnæmistilfella væru ótrú- legar. Nefndi hann sem dæmi að stjómvöld í Thailandi hefðu enn ekki tilkynnt Alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni að vitað væri um alnæmistilfelli þar í landi. Sagði hann þetta vera „fjarstæðukenndar upplýs- ingar" og benti á að fjöldi eiturlyfja- sjúklinga og vændiskvenna og -karla væri slikur að trúlega fjölgaði sýktum um 11 á degi hveijum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.