Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Úr námum íslensku hljómsveitarínnar: Fyrstu tónleikamir í Hall- grímskirkju 5. desember SENN hefst ný og umfangsmikil tónleikaröð íslensku Hljómsveit- arinnar er nefnd hefur verið „Námur“. Tónleikaröðin fjallar um tiltekin brot úr íslandssög- unni, ýmist stóratburði eða daglegt líf, söguhetjur eða al- múgafólk. Innlend ljóðskáld, tónskáld og myndlistarmenn, nema þjóðararfinn líkt og málm úr jörðu og beina sjónum að hon- um á öld sterkra erlendra menningaráhrifa. Listaverkum þeirra er ætlað að túlka óblíða náttúru landsins, og glímu mannsins við hana og sjálfan sig. Um fyrstu tónleikana Fyrstu tónleikamir úr „Námum" íslensku Hljómsveitarinnar verða haldnir í Hallgrímskirkju laugar- daginn 5. desember og hefjast kl. 16.00 síðdegis. Þá frumflytur Krisiján Jóhannsson, óperusöngv- ari, og íslenska Hljómsveitin, undir stjóm Guðmundar Emilssonar, tón- verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, tónskáld, við frumort ljóð Sigurðar Pálssonar, skálds. Verk Sigurðar og Þorkels em gagngert samin fyr- ir Kristján Jóhannsson að frum- kvæði hljómsveitarinnar. Ennfremur verður frumsýnt nýtt myndverk eftir Gunnar Öm Gunn- arsson, myndlistarmann. Listaverk- in þijú fjalla hvert á sinn hátt um landnámstímabil íslandssögunnar. Vinna að gerð þeirra hófst í vor. Forsala aðgöngumiða á tónleik- ana er hafín, og njóta fyrrum áskrifendur og ýmsir aðrir tónlistar- unnendur forkaupsréttar að þeim til 2. desember nk. og miðast for- kaupsrétturinn við heimsenda gíróseðla. Fimmtudaginn 3. desem- ber hefst almenn sala aðgöngumiða kl. 9.00 árdegis við verslunina Hag- kaup í Kringlunni, og verða miðar seldir þar til hádegis laugardaginn 5. desember. Miðasölu verður fram haldið í anddyri Hallgrfmskirkju frá kl. 13.00 þann dag fram að tónleik- um kl. 16.00. Ljóð Sigurðar Pálssonar Ljóð Sigurðar Pálssonar nefnist Landnámsljóð og lýsir uppruna landnemans, siglingu hans yfír haf- ið, landtöku og lífsbaráttu í nýju og harðbýlu landi. Sigurður Pálsson er þjóðkunnur þótt ungur sé og hefur skipað sér á bekk meðal fremstu skálda sinnar kynslóðar. Hér kveður jafnt við angurværan tón og eftirvæntingarfullan í ljóði sem gagngert er ort til söngs. Skáldið sjálft flytur ljóð sitt á tón- leikunum. Áskell Másson Þorkell Sigurbjörnsson Tónverk Þorkels Sigurbj örnssonar Tónverk Þorkels Sigurbjömsson- ar er samið fyrir tenórsöngvara og kammerhljómsveit skipaða sex blásturshljóðfærum, slaghljóðfær- um og strengjum, og er verkið í einum þætti. Tónmálið er í anda ljóðsins, bæði litríkt og skýrt, og fylgir framvindu þess og frásögn, auk stuttra milliþátta, er ýmist leggja út af hughrifum frásagnar- innar eða lýsa fram á veg. Þorkell er eitt mikilvirkasta tónskáld þjóð- arinnar og hefur samið margvísleg verk, ekki síst söngverk, sem njóta hylli alþjóðar. Kristján Jóhannsson óperusöngvari Ljóð Sigurðar Pálssonar og tón- verk Þorkels Sigurbjömssonar voru Laufey Sigurðardóttir Sigurður Pálsson Hilmar Þórðarson Kristján Jóhannsson Gunnar Órn Gunnarsson Guðmundur Emilsson gagngert samin fyrir Kristján Jó- hannsson, ópemsöngvara, sem frumflytur tónverkið ásamt ís- lensku Hljómsveitinni á tónleikun- um í Hallgrímskirkju. Söngur Kristjáns hefur ávallt vakið aðdáun og eftirvæntingu og ekki. síst nú þegar hann á merkum tímamótum á söngferli sínum glímir við þessar íslensku nýsmíðar. Landnámsljóð er fyrsta tónverkið sem sérstaklega er samið með rödd Kristjáns í huga. Kristján hefur boðað að hann muni syngja endurgjaldslaust á tónleik- unum til styrktar málstað íslensku Hljómsveitarinnar. Málverk Gunnars Arnar Gunnarssonar Málverk Gunnars Amar Gunn- arssonar verður afhjúpað á undan flutningi tónverksins. Myndin ber hið sérstæða heiti „Sjáðu jökulinn maður" og lýsir óttablandinni hrifn- ingu landnemans er hann stígur úr flæðarmál á fjörukamb og við hon- um og föruneyti blasir landið ósnortið. Myndmálið er fomeskju- legt og táknrænt í senn og litir bjartir. Gunnar Öm á að baki glæst- an myndferil og hafa verk hans hvarvetna hlotið bestu dóma, nú síðast í Japan á kynningardögum Norrænna lista. •• Onnur tónverk á efnis- skrá tónleikanna Tvö tónverk að auki prýða tón- leikana. Fmmfluttur verður Kon- sert fyrir fíðlu og litla hljómsveit eftir Hilmar Þórðarson, saminn á ámnum 1985—87, og endurflutt tónverkið Októ-nóvember eftir Áskel Másson, frá árinu 1982. Fiðlukonsertinn er fyrsta hljóm- sveitarverk Hilmars, en hann stundar nám í tónsmíðum við Cali- fomia Institute of the Arts. Frumflutnings verksins er beðið með eftirvæntingu enda gerist hvort tveggja í senn, að ungt tón- skáld kveður sér hljóðs og frum- fluttur er annar tveggja fíðlukon- serta íslenskra tónbókmennta. Áskell Másson hefur að undanfömu tekið hvert stórskrefíð á fætur öðm á starfsbraut sinni, og er skemmst að minnast frumflutnings á píanó- konsert eftir hann. Tónverk Hilmars og Áskels em bæði samin að tilhlutan Islensku Hljómsveitar- innar. Ljósmyndir Guðmund- ar Kr. Jóhannessonar Guðmundi Kr. Jóhannessyni, ljósmyndara, hefur verið falið að mynda alla listamennina er koma við sögu hinnar nýju tónleikaraðar, og birtast fyrstu verk hans með fréttatilkynningu þessari (að frátal- inni myndinni af Kristjáni Jóhanns- syni). Guðmundur hlaut fyrstu verðlaun fyrir svarthvítar manna- myndir (portrett) á hátíðarsýningu í tilefni 60 ára afmælis Ljósmynd- arafélags íslands. (Fréttatilkynning) Leitín að gnllskipinu eftir Armann Kr. VAKA-HELGAFELL hefur gefið út bókina Leitín að gull- skipinu eftir barnabókahöf- unriinn Armann Kr. Einarsson og er þetta sjötta bókin i útg- áfuröð Vöku-Helgafells, Ævintýraheimur Ármanns. Leitin að gullskipinu Qallar um þá félaga Óla og Magga sem halda í leiðangur með gullleitarmönnum á Skeiðarársandi í leit að hollenska kaupfarinu Het Wapen van Amst- erdam sem strandaði á Skeiðarár- sandi aðfaranótt 19. september 1667 hlaðið dýrmætum farmi frá Austur-Indíum. Á kynngjmögnuðum sandinum bíða ókunnir heimar og leyndar- dómar sem Ármanni einum er lagið að segja frá. Bókin er endurgerð á bókinni Óli og Maggi með gullleitarmönn- um sem kom út árið 1966. Prentstofa G. Benediktssonar í Kópavogi annaðist prentvinnslu og var bókin bundin hjá Bókfelli hf. í Kópavo^i. Bókin er 143 blað- síður og er skreytt myndum eftir Halldór Pétursson, en Brian Pilk- ington teiknaði kápumynd. Ármann Kr. Einarsson Jarðarvitund í TRYGGVI Gunnar Hansen og Sigriður Eyþórsdóttir opna sýn- ingu í Ásmundarsal laugardag- inn 28. nóvember kl. 14.00. Sýninguna nefna þau Jarðarvit- und, en Tryggvi og Sigríður hafa undanfarin ár unnið úr efni jarð- arinnar, m.a. skúlptúr og hús úr torfi og grjóti. Tryggvi og Sigríður voru með námskeið og sýningu í Vatnsmýr- inni í fyrrahaust sem þau nefndu Fold. A sýningunni Jarðarvitund sýna þau torfskúlptúr, skúlptúrljós- myndir, olíumálverk og pastel- myndir. Einnig nokkrar torfarki- tektúrmyndir og rúnatrommur. Tryggvi og Sigríður eru bæði menntuð S Myndlista- og handíða- skóla íslands. Sýningin í Ásmundarsal er opin kl. 18-22 virka daga og kl. 14-22 Asmundarsal um helgar og stendur til 7. desem- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.