Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Minningar um Kaj Munk Þakkir til Leikhússins í kirkjunni eftirÓlafOdd Jónsson Það var mér ógleymanleg stund þegar ég sá leikritið Kaj Munk, sem Leikhúsið í kirkjunni lauk að sýna um síðustu helgi. I mínum huga var þetta ekki leik- sýning í venjulegum skilningi þess orðs heldur helg stund, þar sem maður lifði sig inn í atburðarásina og stóð sig að því að taka þátt í bænunum sem beðnar voru. Sigurbjöm Einarsson, biskup, segir í ávarpi í leikskrá að Kaj Munk hafí eitt sinn skrifaði í svar- grein við árás bókmenntamanns á sig sem skáld og prest á þessa leið: „Einu sinni var ungur leikritahöf- undur sem setti sér að skrifa leikrit í þeirri sannfæringu, að Guð sjálfur hefði grundvallað kirkju og leikhús hlið við hlið á torgi veraldar. Enn- fremur ímyndaði hann sér að hann ætti köllun að gegna með þjóð sinni." Þetta verk Guðrúnar As- mundsdóttur sem unnið er í sama anda, er óvenjulegt afrek'. Leik- myndin einföld en áhrifarík, leikur- inn frábær, ekki síst hjá Amari Jónssyni, sem leikur Kaj Munk. Það var mjög athyglisvert hvemig Guð- rúnu tókst að koma til skila bemskuárum Munks. Kennari hans lét bömin eitt sinn hafa það heima- verkefni að skrifa niður öll þau orð sem enduðu á -skapur: félagsskap- ur, vinskapui o.s.fv. Munk kom með 400 orð daginn eftir og sýnir það hve orðfær hann var. Þó var hann ekki langorður, kvartaði yfír því í prédikun að prestar og reyndar Páll postuli ættu erfítt með að fínna amen á eftir efninu. Kaj Munk fæddist 13. janúar 1898. Hann var fæddur Kaj Harald Leininger í Maribo í Danmörku. Foreldrar hans önduðust áður en hann náði sex ára aldri og hann var síðan ættleiddur af Munk fjöl- skyldunni. Þau veittu honum kristið uppeldi og þó þau væm fátæk hjálp- uðu þau honum til að sækja háskóla og ljúka námi til prests. Þegar hann var vígður 1924 varð hann prestur í Vederse, einu af minnstu presta- köllunum í Danmörku, á vestur- strönd Jótlands, við Norðursjóinn. Þar þjónaði hann í 20 ár og var elskaður og virtur af sóknarbömum sínum. Hann varð fyrir áhrifum bæði af kristniboði (Indre Mission) og stefnu Gmndtvigs. Þegar sem stúdent byijaði hann að skrifa og skömmu eftir að hann flutti að Veðrasæ varð hann skap- andi rithöfundur. Rödd hans heyrðist um öll Norðurlönd. Hann ræddur djarfur allt sem áhugavert gat talist fyrir þjóð og kirkju. Hann var fjölhæfur penni og með ríka kímnigáfu. Leikrit hans gerðu hann þjóðfrægan. Flest leikritanna glíma við einhvem þátt kristinnar trúar. Meðal verka hans em „Orðið", „Hugsjónamaðurinn", „Hræsnin", „Hann situr við bræðsluo^inn“ og leikritið „Niels Ebbesen". I leikrit- um sínum leggur hann oft áherslu á að kristin trú sigri, jafnvel þótt hún sé slælega boðuð í máttvana kirkju. Prédikanir Kaj Munk sýna óvenjulega hæfni til að greina gmndvallarsannindi textans og koma honum til skila á áhrifaríkan hátt. Sumar af prédikunum hans hafa verið gefnar út undir nafninu: Við Babylonámar (By the Rivers of Babylon). Greinar sem bmnnu af föðurlandsást og hluti af prédik- unum hans vom gefnar út af andspymuhreyfíngunni á stríðsár- unum og efldu hreyfinguna mjög. Fjómm prédikunum var smyglað úr landi, þær síðan þýddar og prent- aðar í Bandaríkjunum undir heitinu Fjórar prédikanir (Four Sermons). Nasistamir óttuðust Munk og tóku hann höndum að kvöldi 4. janúar 1944. Daginn eftir fannst lík hans í skurði nokkrar mílur frá heimili hans. Hann hafði verið skotinn til bana af þeim sem tóku hann fastan. Dauði Kaj Munk hleypti auknum krafti í andspymuhreyfínguna um öll Norðurlönd. Gústaf Aulen, biskup í Strángnes í Svíþjóð, flutti minningarræðu í kirkju heilagrar Clöm í Stokkhólmi 16. janúar sama ár, skömmu eftir að Kaj Munk var tekinn af lífí. Til- efni þeirrar minningarhátíðar var tvíþætt: Sorg og þakklæti. Aulen sagði þá m.a.: „Þegar kúla níðings- ins laust hann, stóð hann á hátindi lífsstarfs síns. Þegar vargöld og vígöld heijuðu Danmörku, var hann fyrirferðarmesta og voldugasta leikrítaskáld Norðurlanda á vomm tímum. Hin leikrænu snilldarverk hans höfðu lagt í sigurför frá einu leiksviði til annars. Samtímis boðaði hann Orðið hvellum og sterkum rómi frá prédikunarstólnum í yfír- lætislausu sveitakirkjunni á vestur- strönd Jótlands. Hann var markviss, hreinn og beinn, þrátt fyrir allt hið óvænta og dulræna, sem með honum bjó. Þama stóð hann í prédikunarstólnum, trúar- ljómaður, omstureifur og ósigrandi. Hin lifandi Danmörk mælti lífsorð sitt af hans munni heitara og helg- ara en af vömm nokkurs annars manns. Hann þekkti ábyrgð sína, fann til hennar og framkvæmdi. Hann var óttalaus stríðshetja And- ans, danskur og kristinn í senn. Frá honum leiftmðu magnþmngin, mergjuð orð, orð beittari tvíeggjuðu sverði og einnig græðandi, — hlý orð sem geisluðu af ófölnuðum og umbúðarlausum sannleika.“ Frá sýningu Leikhússins i kirkjunni. í þessu sem öðm vildi hann fylgja Meistaranum — en honum lýsti hann eitt sinn á þessa leið: „Stund- um er Jesús svo sérlega blátt áfram, ekki djúpspakur, ekki snjall og dulvís, heldur aðeins sannur." Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort skáldið hafí ekki borið prestinn of- urliði. En svo var ekki, því hvort tveggja var samtvinnað í hans lífí. Hann segir frá því sjálfur, að hann hafí verið kominn á fremsta hlunn með að yfírgefa Vedersa til þess að helga sig algjörlega list sinni. En þegar honum varð ljóst að hann myndi hryggja söfnuðinn, gaf hann þá fyrirætlun upp á bátinn og hélt áfram hinu trúa starfi meðal þeirra. Það kemur vel fram í leikritinu um Kaj Munk að það var honum mikið kappsmál að vera fijáls í boðun sinni, eða öllu heldur að Orð- ið yrði ekki fjötrað. Hann kunni vel við sig meðal bænda og sjómanna og fannst hann eiga heima í kirkj- unni í Vederso. Hann segir: „Því hér í Guðs húsi er orðið fijálst — en ekki fijálst á þann hátt að vér ráðum yfír því sjálfír, heldur þann- ig, að það ræður yfír oss. Hér varðar oss ekki um neinar njósnir nema njósnir Heilags anda — og þær njósnir krefjast ekki þagnar, heldur máls.“ Pólitískar njósnir og ritskoðun urðu til þess að sjónleik- urinn Niels Ebbesen var bannaður, en Kaj Munk hélt áfram að flytja boðskap Drottins í prédikunarstóln- um í Vederso-kirkju á meðan honum entist aldur. Trúin og listin var honum frelsandi orkugjafí. Leikrit Munks eru meðal meist- araverka heimsbókmenntanna. í prédikunum hvílir áherslan á trú og skyldu kristins manns. Við höf- um án efa þörf fyrir sömu áherslur nú. Að menn leggi rækt við skyldur sínar við Guð og náungann og kann- ist við það að þeir séu kristnir menn. „Sá sem hefur vald til að blessa, hlýtur einnig að hafa vald til að bannfæra," sagði hann. Þetta er nokkurs konar yfirskrift á öllum verkum hans. Á öðrum stað segir hann: „Vér þörfnumst manna sem koma til vor með kröfur Jesú.“ Aulen kemst svo að orði að hann hafi talað við þjóð sína með þrumurödd Jóhannesar skírara: „Þegar ranglætið öskrar á þjóðvegjnum, má kirkja mín ekki húka mállaus úti í homi.“ Þegar Kaj Munk prédikar um að gefa keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er, far- ast honum þannig orð: „Vér (kristn- ir menn) höfum verið hinir löghlýðnustu borgarar í landinu. En krefðist keisarinn meira en þess, sem hans var, þá voru ekki til þvílíkir uppreisnarmenn sem vér. Krefðist hann þess af oss, að vér kölluðum svart hvítt, harðstjómina frelsi, lygina sannleika, ofbeldið og grimmdina réttlæti, þá svömðum við honum: Skrifað stendur: „Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig". Látum hann svo koma með ljón sín og tígrisdýr, gálga sína og bál. Blóð hinna kristnu er útsæði, var sagt „Leikrit Munks eru meðal meistaraverka heimsbókmenntanna. I prédikunum hvílir áherslan á trú og- skyldu kristins manns. Við höfum án efa þörf fyrir sömu áherslur nú. Að menn leggi rækt við skyldur sínar við Guð og náungann og kannist við það að þeir séu kristnir menn.“ þegar í frumkristninni. Vér sigrum með dauða vorum." Læknir á Mið-Jótlandi stakk upp á því í samkvæmi með trúuðu fólki að drukkin skyldi skál einræðis- herrans. „Eigum vér ekki að drekka skál harðstjórans?" Nokkrir veislu- gestanna mótmæltu, en þá hrópaði læknirinn orð sem höfðu djúptæk áhrif á Kaj Munk: „Hundruð þús- unda eru reiðubúin að fóma lífi sínu fyrir hann! Hve margir yðar, krist- inna manna, viljið gera það fyrir Krist Jesúm?" Munk sagði í þessu sambandi: „Þegar kirkjan hefur verið völt á fótum... er slíkt ekki að kenna Drottni vorum, sem er hinn sami frá eilífð til eilífðar, heldur er það sök kirkjunnar sjálfrar." Sigurbjöm Einarsson, biskup, gefur honum eftirfarandi vitnisburð í leikskránni: „Kaj Munk var heill og ósvikinn prestur. Jafnt í kirkju sem leikhúsi taldi hann sig eiga köllun að gegna. Sú vissa hans var óbilgjöm og hugmikil. En það varð þó fyrst í þeirri gjömingahríð, sem laust yfír heiminn með styijöldinni, að rödd hans náði þeim styrk og áhrifum, sem leiddu ótvírætt í ljós, að hann var afarmenni í hlutverki prestsins. Hann varð ein öflugasta röddin í kirkjunni allri í svartnætti pólitísks ofstækis og ofbeldis, sem því miður hefur ekki létt, þrátt fyr- ir beiska reynslu aldarinnar og píslarvætti Kajs Munk og margra fleiri." Kaj Munk sigraði með dauða sínum. í ljósi upprisunnar em það orð að sönnu. Aulen tileinkaði hon- um ritningarorðin: „Allt til þessa dags verður himnaríki fyrir ofbeldi, og ofbeldismennimir taka það með valdi“ og einnig orðin: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himninum.“ Þökk sé Guði fyrir að kalla fram Kaj Munk á þeim tíma sem þjóð hans og heimurinn þarfnaðist hans mest. Þökk sé Leikhúsinu í kirkj- unni að minna okkur á hver hann var og hvað hann boðaði. Heimildir: Trú og skylda, sr. . þýddi. ísrún hf. 1945. sr. Jónmundur Halldórsson Lei Éncyclopedia of the Lutheran Church. burg, 1965. ugBbunr. 19 euukræ Ki^j j Munk. Leikhúsið i kirkjunni 1987. Höfundur er sóknarprestur i Keflavík. Björn Dagbjartsson, forsljóri Þróunarsamvinnustofnunar: Ekki stefnt að gróða með aðstoð við Grænhöfðaejj ar Stórminnkuð framlög til þróunarverkefna „ÞAÐ ER rétt sem Jón Baldvin sagði í fjárlagaræðunni um dag- inn, að nágrannaþjóðir okkar hafa stundað ábatasöm við- skipti í kjölfar þróunaraðstoð- ar, en ég hef ekki orðið var við að ráðamenn þeirra þjóða hafi lýst því opinberlega yfir að sá hafi verið tilgangurinn með aðstoðinni,“ sagði Björn Dag- bjartsson, forstjóri Þróunar- samvinnustofnunar íslands, þegar borin voru undir hann þau ummæli Jóns1 Baldvins Hannibalssonar, fjármálaráð- herra, að með þróunaraðstoð við Grænhöfðaeyjar hafi verið stefnt að því að fá verkefni fyr- ir íslenskan skipasmíðaiðnað. Fé til þróunaraðstoðar hefur verið skorið mikið niður á fjár- lögum fyrir næsta ár. Bjöm sagði að ástæðan fyrir smíði Fengs á sínum tíma hafí verið sú að nótaveiðiskip sem sent hafí verið til Grænhöfðaeyja hafí ekki hentað til veiða þar. Hann sagði að það gæti verið að ein- hveijir hafí gert sér væntingar um að hægt yrði að smíða skip fyrir Grænhöfðaeyjar síðar meir, en sér væri þá ekki kunnugt um það. Bjöm benti á að Grænhöfðaeyja- menn hafí látið smíða nokkur lítil skip fyrir sig í Hollandi, og hann sagðist ekki vita til þess að íslen- skar skipasmíðastöðvar hafí boðið í það verkefni. Aðspurður sagðist Bjöm telja að skip smíðuð á ís- landi væm yfírleitt ekki samkeppn- isfær í löndum þriðja heimsins, því mikið framboð væri á gömlum, ódýrum skipum. Lítilsháttar viðskipti hafa fylgt þróunaraðstoðinni við Grænhöfða- eyjar, t.d. hafa íslenskir fiskikassar verið seldir þangað, og í væntan- legum veiðum Fengs verður fískur seldur til Evrópu í gegnum Brekke, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í Bretlandi. Bjöm sagði að slík samvinna færi fram á hreinum viðskiptalegum grunni, þar sem báðir aðilar högn- uðust, og sæi hann ekki neitt athugavert við það. Framlög til Þróunarsamvinnu- stofnunar eru skorin niður á fjár- lögum næsta árs, úr 45 milljónum króna í 20 milljónir. Bjöm sagði að ef sú skerðing kæmi til fram- kvæmda gæti hann ekki séð nokkra leið til að standa við öll loforð um verkefni sem ráðherrar hafí gefíð á síðastu ámm. Bjöm sagði að Fengur færi í næstu viku til Grænhöfðaeyja til langdvalar, og væri hugmyndin sú að selja aflann á markaði í Evrópu til að athuga hvort sá veiðiskapur gæti borgað sig. Þá væri á döfinni að senda fiskveiðiráðgjafa til landa sem liggja næst Suður-Afríku, en það væri ekki víst hvort að fjárveit- ing væri til fyrir því, þrátt fyrir hátíðleg loforð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.