Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 64

Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 64 * Fóstrufélag Islands: Starfsdagar um gildi upp- eldis á dagvistarheimilum FÓSTRUFÉLAG íslands gekkst fyrir starfsdögum um gildi uppeld- is á dagvistarheimilum dagana 19. og 20. nóvember sl. Fyrirlesari var Berit Bae, lektor við „Bameverns- akademiet" i Osló, en til starfs- daganna var boðið fulltrúum allra kaupstaða landsins, svo og Mennta- málaráðuneytisins og Fóstruskóla íslands. í ályktun frá starfsdögunum segir meðal annars að rannsóknir á uppeldi á dagvistarheimilum sýni að dagvist- arheimili verði að uppfylla ýmis skilyrði, þau þurfí að vera vel búin og „bömin njóti þar handleiðslu sér- menntaðs starfsfólks." eins og segir í ályktuninni. Skora þáttakendur starfsdaganna á alla, sem tengjast dagvistarheimilum, að taka höndum saman og vinna að velferð bama. Sigurður Pétur Bragason söngvari. SIGURÐUR Pétur Bragason óperusöngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit laugardaginn 28. nóvember kl. 15.00. Á efnisskrá tónleikanna eru bæði íslensk og erlend lög. Sigurður Pétur Bragason lauk tónmenntakennaraprófí frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1978 og lauk 8. stigs prófí úr Söngskólanum í Reykjavík 1981. Sigurður Pétur var við söngnám hjá Maestro Pier Miranda Ferraro í Mílanó á Ítalíu 1983-1986. Sigurður hefur sungið með íslensku óperunni hlutverk í óperunum Búum til ópem og Töfra- fíautunni, í Þjóðleikhúsinu söng hann í ópemnni Tosca. Einnig söng hann vorið 1986 hlutverk Jesú Krists í verkinu Sjö orð Krists á krossinum eftir Allori á sönghátíð í Mflanó sem haldin er um hveija páska. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókennaraprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1978. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Freiburg im Breisgau og lauk þaðan Diplom- Þóra Friða Sæmundsdóttir píanóleikari. prófí 1981. Þóra Fríða var síðan við nám í tónlistarháskólanum í Stuttgart, en þar valdi hún ljóða- flutning sem sérgrein. Eftir að Þóra Fríða kom heim frá námi 1984 hefur hún aðallega starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. Stúdentakjallarinn: Málþing umkristna siðfræði SOFFÍA, félag heimspeki- nema, stendur fyrir málþingi eða samdrykkju um kristna siðfræði í Stúdentakjallaran- um við Hringbraut í dag, föstudaginn 27. nóvember. Yfirskrift hennar er: „Kristin siðfræði: Hvað á hún skylt við fræðilega siðfræði?" Frummælendur verða þeir Vil- hjálmur Ámason heimspekingur og séra Gunnar Kristjánsson. Þorsteinn Gylfason lektor við heimspekideild Háskóla íslands og Bjöm Bjömsson prófessor í guðfræðideild munu leiða um- ræður á eftir. Samdrykkjan hefst klukkan 20.00 og em allir áhugamenn um efnið velkomnir. STOLPI Vinsæli töivuhugbúnaðurinn Staðgreiðslukerfi skatta Nýtt launakerfi, sem byggt er á hinu vinsæla Iauna- kerfí okkar. • Mjög sveigjanlegt og létt að læra. • Gert fyrir nánast öll afbrigði launagreiðslna. • Mánaðarlegar skilagreinar þó greitt sé vikulega. • Gert fyrir 999 launþega og 99 deildir. • Hægt að tengja stimpilklukkum, fjárhags- og verkbókhaldi. • í STÓLPA eru sjö önnur alsamhæfó kerfí. • Gengur á allar PC, XT og AT tölvur, IBM sam- ræmdar. • Góð þjónusta og kennsla. Námskeið: 25. nóv., 10., 17. og 28. des. kl. 8.00-17.00. Verð með söluskatti kr. 44.000,- Litli STÓLPI fyrir lOlaunþega kr. 19.800,- Námskeið, einn dagur kr. 4.000,- Þú lærir á kerfíð, setur inn upplýsingar um alla launþega og reiknar út launin á einum degi (allt að 40 launþegar). Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Sala, þjónusta Markaðs- og söluróðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. TONLEIKARI BÆJARSVEIT Úr umferðinni í Reykjavík miðvikudaginn 25. nóvember 1987 Árekstrar bifreiða: 16. Radarmælingar leiddu til 7 kæra fyrir of hraðan akstur. Á Sætúni voru ökumenn kærðir fyrir hraðann 82-98 km/klst. og á Kringlumýrarbraut fyrir 105 km/klst. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 6 ökumenn kærðir. Stöðvunarskyldubrot: 3 ökumenn kærðir. Kranabifreið fjarlægði 11 bifreiðir fyrir ólöglega stöðu. Klippt voru númer af 3 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa þær til skoðunar. Samtals voru 42 kærur fyrir umferðarlagabrot á miðvikudag. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. ... lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr. Jólatilboð: Jólaafslátturínn nær til i/io / smjörstykkjanna ■t/O. / í jólaumbúðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.