Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
27
Sigló hf. selur vél-
ar til framleiðslu á
gaffalbitum til Hafnar
SIGLÓ hf. & Siglufirði hefur selt
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga
á Hðfn í Hornafirði vélasam-
stæðu sem notuð er til fram-
leiðslu á gaffalbitum. Um leið
missa um 20 starfsmenn Sigló
hf. atvinnuna.
Guðmundur Skarphéðinsson
framkvæmdastjóri Sigló hf. sagði í
samtali við Morgunblaðið að verið
væri að endurskipuleggja ýmislegt
í fyrirtækinu. Hætt yrði að fram-
leiða gaffalbita þar sem sú fram-
leiðsla hafí verið rekin með tapi ár
hvert.
„Okkur hefur ekki tekist að reka
þessa framleiðslu með hagnaði og
teljum okkur því ekki í stakk búna
að halda vinnslunni áfram. Því var
ákveðið að selja vélamar. Sigló
hefur framleitt 30.000 kassa af
gaffalbitum á Rússlandsmarkað og
fengust um 46 Bandaríkjadalir fyr-
ir kassann.
Það er mjög slæmt að þurfa að
selja vélamar, sérstaklega vegna
starfsfólksins. Pyrirtækið hefur
framleitt gaffalbita í 25 ár og við
þessa breytingu er nokkmm konum
sem unnið hafa við þessa fram-
leiðslu allan þann tíma sagt upp
störfum. Þetta er mjög erfitt og
viðkvæmt fyrir svona stað, en við
höfum ekki efni á að framleiða vöm
sem gefur engan hagnað."
Þegar núverandi eigendur Sigló
hf. keyptu fyrirtækið af ríkinu árið
1984 var gaffalbitaframleiðslan
vélvædd. Þá var keypt ný sjálfvirk
vélasamstæða frá Danmörk. Um
leið var starfsfólki fækkað úr 60 í
20 til þess að geta rekið framleiðsl-
una með hagnaði. Guðmundur sagði
að það hefði ekki nægt, enda væri
öflun hráefnis mjög dýr.
Sigló hf. rekur einnig rækju-
vinnslu og hefur tekið á móti 3000
tonnum af rækju á árinu. Við
rækjuvinnsluna starfa milli 40-50
manns. „Við höfum fullan hug á
að reka fyrirtækið áfram, en ekki
greinar sem reknar em með tapi,“
sagði Guðmundur Skarphéðinsson
framkvæmdastjóri.
Nýtt listaverkakort
HÁSKÓLASJÓÐUR Háskóla ís-
lands hefur gefið út listaverka-
kort eftir verki i eigu Listasafns
Háskóla Islands. Verkið er eftir
Snorra Arinbjamar og nefnist
„Frá Vestfjörðum".
Á undanfömum ámm hefur Há-
skólasjóður gefíð út nokkur lista-
verkakort eftir verkum í eigu
listasafnsins og má þar nefna verk
eftir Þorvald Skúlason, Gunnlaug
Blöndal, Gunnlaug Scheving, Hring
Jóhannesson og Jóhannes Jóhannes-
son.
Öll þessi kort em til sölu í aðal-
skrifstofu Háskólans og bókabúðum
borgarinnar auk þess sem þau em
seld beint til stofnana og fyrirtækja.
Unglinga-
saga frá þjóð-
veldisöld
SONUR Sigurðar heitir ný
íslensk unglingabók eftir Guð-
laugu Richter, sem bókaforlag
Máls og menningar hefur gefið
út. Bókin fjallar um líf unglinga
á þjóðveldisöld.
I kjmningu frá útgefanda segir:
Söguhetjur bókarinnar era tveir
strákar, höfðingjasonurinn Þor-
steinn og ambáttarsonurinn Gijót-
garður. Þótt þeir alist upp á sama
bæ er óravegur á milli þeirra. Þor-
steinn er fullur af hetjudraumum
sem að lokum leiða hann í ógöng-
ur, hann verður sekur maður, en
Gijótgarður fylgir honum í útlegð.
Og þá verður tvísýnt hvor þeirra
er meiri hetja. " syni. Bókin er prentuð í Prentsmiðj-
Sonur Sigurðar er 102 bls., unni Odda hf. en Teikn hannaði
myndskreytt af Þorvaldi Þorsteins- kápu.
BREYTING í TOLLAMÁLUM KALLAR Á NÝJA MEÐFERÐ TOLLSKJALA
í tilefni breytinga í tollamálum mun Stjórnunarfélag íslands
halda námskeið um nýja meðferð tollskjala.
Námskeiðin verða í tveimur hlutum: A og B.
A-HLUTL
Kynningarnámskeið (yfiriitsnámskeið) í nýjungum tollamála.
Fjallað er um tollalög, tollverð og tollverðsákvörðun,
EUR-reglur, nýjar aðflutningsskýrslur, nýja tollskrá (H:S) o.fl.
Mestur tími fer í fræðslu um nýja aðflutningsskýrslu.
ÞÁTTAKENDUR: Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem
þekkja til tollamála og vinna við tollskýrslugerð.
LEIÐBEINENDUR: Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögfræðingur, Karl Garðarsson,
viðskiptafræðingur og Sveinbjörn Guðmundsson,deildarstjóri.
TÍMIOG STAÐUR: Námskeiðið verðurhaldið þrisvar: 7. og 8. des. kl. 14.00-18.00,
9. og 10. des. kl. 8.30-12.30 og 9. og 10. des. kl. 14.00-18.00
að Ánanaustum 15.
4 framhaldsnámskeið, sem skipt er niður eftir vöruflokkum.
Nánar verður farið í einstaka flokka nýrrar tollskrár
og H:S númerakerfið.
8J MMVÖMR OG KFMÍSK Pl.
LEIÐBEINENDUR: Friðjón Margeirsson og Páll Franzson.
TÍMI OG STAÐUR: 16. og 17. des. kl. 8.30-12.30 að
Ánanaustum 15.
B2 TEXTÍL, SKÓFATNAÐUR OG
HÖFUÐFAJNAÐUR.
LEIÐBEINANDI: Sveinbjörn Guðmundsson.
TÍMIOG STAÐUR: 16. des. kl. 14.00-18.00 að Ánanaustum 15.
LEIÐBEINENDUR: Reynir Haraldsson og Kristján Halldórs-
son.
TÍMI OG STAÐUR:
18. og 19. des. kl. 14.00-18.00 að Ánanaustum 15.
B4 ÝMSAR VÖRUR.
LEIÐBEINENDUR: Friðjón Margeirsson,
Páll Franzson og Sveinbjörn Guðmundsson.
TÍMI OG STAÐUR: 18. og 19. des.
kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15.
ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ.
Stjórnunarfélag Islands
----= Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
P toripit! W 'mfa U>
'251% Metsölublað á hverjum degi! co / <■* r\i