Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 57

Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 57 ÞRÖSTUR ÞÓRHALLSSON Égtefli mér til ánægju Aalþjóðlega skákmótinu sem haldið var í Keflavík í síðustu viku, náði Þröstur Þórhallsson al- þjóðlegum meistaratitli og er hann yngsti íslenski skákmaðurinn sem náð hefur þessum titli, en hann er aðeins 18 ára. Það er mikið teflt heima hjá honum, systir hans, sem er 11 ára er íslandsmeistari kvenna, 14 ára ogyngri. Hann lærði mannganginn af vini sínum 6 ára gamall en þeg- ar Þröstur fór að vinna hann, vildi sá ekki tefla lengur. Þröstur fór ekki að tefla af fullum krafti fyrr en um 11 ára aldur hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Hann segist eiga góð- an árangur sinn einum manni að þakka en það er Ólafur H. Ólafs- son, sem sér um unglingastarfíð hjá Taflfélaginu. „Það hefði enginn af jmgri skákmönnunum orðið eins góður skákmaður og raun ber vitni ef hann hefði ekki komið til. Hann heldur okkur saman og sér til þess að við fáum að tefla á mótum hér og erlendis," segir Þröstur. „Eftir að maður nær fimmtán ára aldri minnkar Taflfélagið afskipti sín af okkur og við verðum að standa á eigin fótum, það er erfítt í fyrstu, en lagast fljótt." Hvenær fór góð frammistaða þín á mótum að koma í ljós? „Ég varð Norðurlandameistari í mínum aldursflokki 1982 í Noregi, það var reyndar fyrsta mótið sem ég keppti á erlendis. Núna er ég Norðurlandameistari unglinga fæddra ’66—’69, náði þeim áfanga í Noregi nú í febrúar. Það hefur stundum munað litlu að ég næði áfanga að alþjóðlegum titli, ef til vill ekki nema hálfum vinningi en svo hef ég verið svo stressaður í síðustu skákinni að ég misst af áfanganum. Ég náði þeim fyrsta loks í Gausdal í Noregi í febrúar, þaðan fór ég beint til London og náði öðrum áfanga á Lloyds Bank mótinu og þeim þriðja í Keflavík í síðustu viku. Þá er ég fyrrver- andi unglingameistari lslands en mótið í Keflavík var haldið á sama tíma og Unglingameistaramótið, svo ég gat ekki varið titilinn." Skiptir það þig miklu máli að vinna? „Já það gerir það, þá fær maður mun fleiri keppnisboð. Það getur tekið á taugamar að ná áföngum og þá er gott að vita hvar maður stendur." Samkvæmt stigatölu er Þröstur besti íslenski skákmaðurinn á þess- um aldri, en hver er staða hans gagnvart jafnöldrum erlendis? „Ég varð í 20. sæti af 60 á Heimsmeistaramóti unglinga á Filipseyjum og náði 7. sæti á Evrópumeistaramóti unglinga í Hollandi en þá voru keppendur um 50 talsins." Hvað með önnur áhugamál en skákina? „Ég æfði handbolta og fótbolta með Víkingi en varð að gefa það upp á bátinn því keppnimar rákust á við skákina og ég valdi hana fremur. Astæðan er fyrst og fremst sú að í skákinni er meiri framtíð og meira um að vera.“ Núna stundar Þröstur nám á félagsfræðibraut við Fjölbrauta- skólann Ármúla, hann viðurkennir skákin komi niður á náminu „ég mætti alveg standa mig betur þar,“ segir hann. En hvað er erfiðasta mótið sem þú hefur keppt á? „íslandsmeistaramótið í Grund- arfírði í fyrra, þar kepptu íslensku stórmeistaramir og mig vantaði ekki nema hálfan vinning til að ná áfanga að meistaratitli." En það eftirminnilegasta? „Mótið á Filippseyjum, aðallega vegna þess að aðstæður voru svo hræðilegar. Ég hef farið um 20 sinnum erlendis til að keppa og þá sér maður ekki mikið annað en staðinn sem maður býr á og kepp- ir á. Það skiptir því miklu að aðstæður séu góðar. I þessum ferð- um sér maður ekki mikið af landinu en það eru þó alltaf einhveijir frídagar." Þröstur um það leyti er hann varð Norðurlandameistari 11—12 ára. Hver er galdurinn við að vera góð- ur skákmaður? „Að hafa áhuga og æfa sig, það hefur verið sagt að til að verða stórmeistari þurfí 99 % vinnu og 1 % hæfileika, ég held að það þurfi meiri hæfíleika til þó vinnan skipti miklu máli.“ Að lokum, setur þú stefnuna á ein- hvem sérstakan titil, einhver sérstök mót? „Eg steftii ekki á neinn sér- stakan titil, ég tefli mér til ánægju. Núna einbeiti ég mér að Evrópu- meistaramóti unglinga sem verður haldið í Amheim í Hollandi i des- ember. Eftir það ætla ég að hvíla mig.“ COSPER — Aumingja Gísli, hann hefur ekki efni á að kaupa sér skíði. GERDU VERÐ- SAMANBURD Valsa súkkul íkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. Það fæst bæði Ijóst og dökkt í 400 gramma hagkvæmum sparnaðarpakkningum. Kynntu þér verðið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.