Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 í tilefm bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar: Áskorun um stjórn- arskrárumbætur eftir GeirH. Haarde í bók sinni Deilt á dómarana tekst Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. á við viðfangsefni, sem öllum áhugamönnum um þjóðmál ættu að vera hugleikin því þau snerta grundvallarskipan laga og réttar í landinu. Undirtitill bókarinnar er „Um túlkun Hæstaréttar á mann- réttindaákvæðum stjómarskrárinn- ar“. í henni er fjallað um nokkra nýlega dóma réttarins, þar sem til mannréttindaákvæða hefur verið höfðað ýmist í sókn eða vöm, en án tilætlaðs árangurs, að dómi höf- undar. Ekki treysti ég mér til að meta bók þessa út frá lögfræðilegum for- sendum, en víst vakna við lestur hennar ýmsar áleitnar spumingar um réttarfarið í landinu, sem aðeins getur verið gagnlegt að menn ræði og meti. Það er ekkert nýtt að Hæstirétt- ur liggi undir því ámæli að vera vilhallur hinu opinbera í málum, sem höfðuð em gegn því, ekki sízt þar sem um mikla fjárhagslega hagsmuni ríkisins er að tefla. Mér hefur þó fundist minna bera á slíkum ásökunum hin síðari ár og stendur það e.t.v. í einhveijum tengslum við þá staðreynd að rétt- urinn er nú að miklu leyti skipaður nýrri kynslóð dómara. Að auki hef- ur hið nýja embætti ríkislögmanns gefíð málflutningi fyrir hönd ríkis- ins nokkuð annað svipmót en áður FERÐAÞRISTUR nefnist nýtt skyndihappdrætti Ungmennafé- lags Hveragerðis og Olfuss sem farið var að dreifa í búðir á mánudaginn. 513 farseðlar frá Flugleiðum til Bangkok, Banda- ríkjanna, Evrópu og innanlands eru í boði, en upplag happdrætt- isins eru 250 þúsund miðar. Ágóðanum af sölu Ferðaþristsins verður varið til uppbyggingar íþróttamannvirkja í Hveragerði. Ferðaþristur er í svipuðu formi og Happaþrenna Háskóla íslands, þegar hafa 90 þúsund miðar verið seidir í verslanir, að sögn Sturlu Þórðarsonar, framkvæmdastjóra ýmsar röksemdir sem benda til þess, að í þeim málum sem um er ijallað, hafí hlutur hins almenna borgara gagnvart ríkisvaldinu verið fyrir borð borinn. En í hlutarins eðli liggur, að varhugavert er að alhæfa út frá þessum málum um niðurstöður, sem kann að verða komist að í öðrum málum síðar, eins og bókarhöfundur bendir raun- ar sjálfur á. í annan stað kemur fram sú al- varlega ásökun í bókinni, að Hæstiréttur íslands standi ekki í raun nægilega traustan vörð um þau almennu mannréttindi sem sjálfsögð eru talin og eiga að vera tryggð í sjálfri stjómarskránni. Hér skorti því á réttaröryggi einstakl- inga gagnvart ríkinu. Hæstiréttur hirði síðan jafnvel ekki um að rökstyðja dóma sína með þeim hætti að fullnægjandi geti talist. Loks er rétturinn sakaður um undirgefni við löggjafarvaldið þegar kemur að því að túlka stjómar- skrána og viljaleysi til þess að hnekkja lagasetningu sem fari í bág við stjómarskrána. Rétturinn telji m.ö.o. nánast að löggjafarvaldið geti, skv. venjubundinni skilgrein- ingu á verksviði þess, sett lög um hvað sem er án tillits til þeirra gmnnreglna, sem kveðið er á um í stjómarskrá. Afturvirkni skatta Mig langar í þessu sambandi að rifja upp eitt mál, sem snertir skatt- heimtuvald rfkisins og afturvirkni happdrættisins. Aðstandendur Ferðaþristsins búast við að fyrsta upplagið, 250 þúsund, seljist í vi- kunni. „Ég hef lengi staðið að fjáröflun fyrir Ungmennafélagið," sagði Sturla. „Hugmyndina að Ferðaþri- stinum fékk ég í vor. í fyrstu vom menn vantrúaðir á að þetta væri hægt, en nú er þetta orðið að vem- leika.“ Ágóðanum af skyndihapp- drættinu verður varið til uppbygg- ingar á íþróttamannvirkjum í Hveragerði, aðallega til byggingar íþróttahúss, en núverandi íþrótta- hús Hvergerðinga er rekið á undanþágum. skatta og upp kom í tengslum við fjármálaráðstafanir ríkisstjómar þeirrar sem tók við völdum í landinu 1. september 1978. Jón Steinar hefði að mínum dómi mjög gjaman mátt fjalla um þetta mál í bók sinni, svo undarleg sem niðurstaða dómsins í því var. Málið var dæmt í Hæstarétti 4. nóvember 1980. Þess má geta, að allir þeir dómar- ar, sem málið dæmdu hafa nú látið af störfum. Málavextir voru þeir að samhliða öðmm aðgerðum ákvað ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar að leggja við- bótarskatt á tekjur ársins 1977 þrátt fyrir að hefðbundinni álagn- ingu sicatta hafí lokið í júlí 1978 og gjaldendum þá verið sendar skattkröfur (gjaldheimtuseðlar). Venju samkvæmt hófu gjaldendur að standa skil á skattgreiðslum sínum í samræmi við álagningu ársins hinn 1. ágúst. Máttu menn þá að sjálfsögðu ætla, að um frek- ari skattlagningu á telq'ur ársins 1977 yrði ekki að ræða og töldu sig eðlilega geta gert ráðstafanir í fjármálum sínum út árið í samræmi við það. Það fór þó á annan veg, eins og fyrr segir, með tilkomu bráða- birgðalaga vinstri stjómarinnar. Maður einn í Reykjavík höfðaði mál til ógildingar þessari afturvirku skattlagpiingu og vísaði m.a. til ákvæðis 40. gr. stjómarskrárinnar um að engan skatt megi á leggja né breyta nema með lögum, sem miði að því að vemda borgarana gegn því að stjómvöld geti á ein- dæmi íþyngt þeim með skattálögum að eigin geðþótta. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að skattlagning þessi stæðist ákvæði stjómarskrár- innar. Þó er eins og nokkum sannfæringarkraft vanti í niður- stöðuna, því í úrskurðinum segir: „Umrædd skattálagning var lög- boðin eftir að hin almenna skattskrá fyrir árið 1978 hafði verið lögð fram og gjaldþegnum sendar skattkröf- ur. Þótt slík vinnubrögð af löggjaf- arvaldsins halfu verði að teljast mjög varhugaverð, þykir ekki al- veg næg ástæða til að telja þetta varða ógildi lagaákvæða þeirra, sem hér skipta máli.“ Varla er hægt að áfellast menn fyrir að draga þá ályktun af þessu að meirihluti réttarins hafí annað hvort ekki treyst sér eða ekki viljað ganga gegn vilja framkvæmda- valdsins í máli þessu, en dómur skattþegninum í vil hefði orðið ríkis- stjóminni mikill álitshnekkir. Geir H. Haarde „Að mínum dómi felst tvíþætt áskorun í bók Jóns Steinars til allra þeirra, sem telja slíkt öryggfisleysi borgar- anna ótækt með öllu og vilja tryggja rétt þeirra gagnvart ríkinu enn betur en nú er gert: í fyrsta lagi að beita sér fyrir breytingum á al- mennum lögum til að koma í veg fyrir mis- beitingu almannavalds, eins og átti sér stað í þessu máli og eflaust að einhveiju leyti þeim sem Jón nefnir í bók sinni. Og í öðru lagi og enn frekar að knýja á um setningu nýrrar stjórnarskrár í landinu, sem tryggir borgurun- um öllum vernd gegn óeðlilegri ásælni ríkis- valdsins í hvaða mynd sem er, í samræmi við frjálslynd nútímavið- horf.“ Álit minnihlutans Minnihluti dómsins, tveir dómar- ar af fímm, vildu hins vegar dæma málið á annan veg. í sératkvæði þeirra segir m.a.: „Það verður þó að telja, að ekki hafí það verið ætlun stjómarskrárgjafans, að al- menni löggjafínn, og því síður forseti lýðveldisins við útgáfu bráðabirgðalaga, gæti ákveðið ótakmarkaða afturvirkni slíkra laga. Ef slíkt væri heimilt, væri réttaröryggi skattþegna stofnað í hættu, t.d. ef menn gætu búist við því jafnvel löngu eftir öflun tekna, Jón Steinar Gunnlaugsson sem þegar hefði verið lagður skatt- ur á og hann greiddur, að þurfa að greiða skatt af þeim að nýju. Einhver takmörk hljóta að vera við afturvirkni skattalaga, sem dóm- stólar verða að ákveða, hver eru. Nú eru skattar hér á landi ekki greiddir samtímis öflun tekna, held- ur á næsta ári, eftir að þeirra hefur verið afíað. Koma þá ýmis tíma- mörk til álita. Teljum við eðlilegast að miða við lok álagningar og til- kynningu um hana til skattþegna, en eftir það verði ekki að ræða um frekari álagningu á viðkomandi skattstofna." Ég tel ástæðu til að rifja upp þennan dóm í tlefni af bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Sé sú skoðun hans rétt, að ákvarðanir Hæstaréttar séu ríkjandi réttur í landinu á meðan lögum er ekki breytt, hvað svo sem liði ákvæðum stjómarskrárinnar, má allt eins búast við því, að nái sömu aðilar og mynduðu ríkisstjóm haustið 1978 sameiginlega völdum á ný (Framsóknarflokkur, Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur) muni þeir leika sama leikinn aftur. Þeir gætu sem sé lagt á afturvirka skatta á nýjan leik í skjóli þessarar dómsnið- urstöðu. Að mínum dómi felst tvíþætt áskomn í bók Jóns Steinars til allra þeirra, sem telja slíkt öryggisleysi borgaranna ótækt með öllu og vilja tryggja rétt þeirra gagnvart ríkinu enn betur en nú er gert: í fyrsta lagi að beita sér fyrir breytingum á almennum lögum til að koma í veg fyrir misbeitingu almannavalds, eins og átti sér stað í þessu máli og eflaust að einhveiju leyti þeim sem Jón nefnir í bók sinni. Og í öðm lagi og enn frekar að knýja á um setningu nýrrar stjómarskrár í landinu, sem tryggir borgumnum öllum vemd gegn óeðlilegri ásælni ríkisvaldsins í hvaða mynd sem er, í samræmi við frjálslynd nútímavið- horf. Takist að flýta því verki, hefur Jón Steinar svo sannarlega ekki skrifað bók sína til einskis. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðiaflokksins / Reykjavík. var. í þessari bók em dregnar fram Ferðaþristur - nýtt skyndihappdrætti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.