Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
63
Bjórfnimvarpið:
Ahyggjur bj órandstæðinga
Kæri Velvakandi.
í kjölfar bjórfrumvarpsins hafa
andstæðingar þess vart unnt sér
hvíldar né næringar vegna áhyggna,
sem naga þá daginn út og inn. Þess-
ir menn hafa iagt svo á og mælt
fyrir að banna skuli landanum að
drekka bjór um aldur og ævi. Ekki
stafar það af því að þeir séu hrædd-
ir um eigin vambir. Ó, nei! Þeim
þykir nefnilega bjór vondur. Þessir
heiðursmenn þjást og kveljast af
mjög svo algengum kvilla í íslensku
þjóðfélagi. Þeir telja sig guðs út-
valda, senda til að vemda menn og
málleysingja gegn hættum þeim er
holdsins lystisemdum eru samfara.
Skyldan kallar, hugsa þarf um ves-
alings smælingjana er ekki geta séð
um sig sjálfir, aumingjana, nautna-
seggina og ómennin, hveija ófært
er að láta sjálfa hugsa um eigin
heilsu og hagsmuni. I þessum hópi
eru auðvitað allir þeir sem reykja,
drekka létt og sterk vín meir en
„skynsamlegt" er, sækja óholi gleði-
hús og svo auðvitað á botninum eru
þeir hveijum síst má treysta í þess-
um heimsins táradal: Bjórdrykkju-
mennimir tilvonandi.
Stundum hef ég á tilfinningunni
að þeir sem fylla þann flokk að
vera harðastir andvígismenn bjórs-
ins séu velflestir um og yfir áttrætt.
Allavega virðast þeir muna harla
lítið eftir því hvemig það er að vera
ungur og stíga sín fyrstu skref á
skemmtanabrautinni. Ég aftur á
móti man mjög vel að í þá daga er
ég fyllti þann flokk var dæmið sett
upp svona: Hvemig er hægt að
verða sér út um nægilegt áfengis-
magn til helgarinnar fyrir sem
minnstan aur. Valið stóð j)á á milli
kláravíns og brennivíns. Ég veit ég
var ekki ein um þennan hugsunar-
hátt. Að drekka sig augafulla af
bjór gera fáir því hann er svo sað-
samur, fyrir utan þann óæskilega
fylgikvilla að valda tíðum þvaglát-
um. Bjór sem einungis yrði seldur
í ÁTVR á sama okurverðinu og
annað er þar fæst keypt myndi vart
verða mörgum unghngnum að bana.
(Á sumum bjórandstæðingum mætti
skilja að menn dyttu nær undan-
tekningarlaust dauðir niður á besta
aldri með sprungið hjarta, skorpna
lifur, stórfelldar heilaskemmdir og
minnst 50 aukakíló, alit af völdum
bjórsins.)
Nei, nú er mál að linni, þótt það
sé ósköp hjartnæmt hvað hinir ýmsu
einstaklingar eru tilbúnir til að
leggja á sig til að geta borið þjóðina
á örmum sér, granna, heilbrigða og
með hvítskúrað sálartetur, þá verða
þessir menn að sætta sig við að of
stór hluti þessarar „ennþá" fijálsu
þjóðar, kærir sig ekkert um að láta
þá hugsa fyrir sig.
Einstaklingsfrelsið verður var
lengur fótum troðið í þessu landi.
Hver maður hefur rétt til að drekka
bjór ef hann kærir sig um, það
ætti ekki að koma nokkrum manni
við.
I.B.Þ.
HEILRÆÐI
VARMATAP
Varmatap er eitt það hættuleg-
asta við að falla í sjó. Því er
nauðsynlegt að vita hvemig
líkaminn bregst við kulda og
þekkja ráð til að tefja fyrir skað-
vænlegum áhrifum hans.
Sjómenn: Á neyðarstund gefst
ekki tími til að lesa leiðbeining-
ar. Lærið um ofkælingu og
vamir gegn henni.
Yíkverji
Framundan eru mörg og stór
verkefni hjá íslenzkum skák-
mönnum, þeirra stærst einvígi
Viktors Kortsjnoj og Jóhanns Hjart-
arsonar í Kanada eftir áramót.
Jóhanni til trausts og halds í
Kanada verða félagar hans í
íslenzkri stórmeistarastétt.
Það er ekki tilviljun að við eigum
nú sex stórmeistara í skák. Það er
ekki heldur tilviljun að um síðustu
helgi tryggðu þrír ungir skákmenn
sér áfanga að alþjóðlegum titlum.
Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar
Stefánsson og Björgvin Jónsson
heita þessir ungu menn, sem meira
á örugglega eftir að heyrast af á
komandi árum. Fjölmiðlar sinna
dyggilega fréttum af árangri
íslenzku skákmannanna, frétta-
menn vita sem er að slíkar fréttir
hræra taugar lesenda og hlustenda.
Mikið starf hefur verið unnið í skák-
hreyfingunni og margir toppar í
þessari grein (íþrótta eða lista) ýtt
undir unga menn að helga skákinni
krafta sína.
Mikill kostnaður fylgir undirbún-
ingi og þátttöku í einvígi eins og
því sem þeir Jóhann og Kortsjnoj
tefla á næstunni ef almennilega á
að standa að því. Skáksamband
íslands hefur hleypt af stokkunum
herferð til að fjármagna þetta verk-
efni og önnur sem framundan eru.
Víkveiji trúir ekki öðru en bónum
skákforystunnar verði vel tekið, svo
skrifar
margt hafa skákmennimir gefið
okkur.
XXX
Mikið hefur verið rætt og ritað
um fyrirhugað ráðhús við
Tjömina. í Víkveija á miðvikudag
var lítillega komið inn á þetta við-
kvæma mál og það kallað „skamm-
degisþref annó 1987-88“. Hér
verður engin afstaða tekin til
„ijúpumáls" þessa hausts, eins og
starfsbróðir kallaði umræðuna
síðastliðinn miðvikudag. Það er ekki
nýtt að deilt sé um Tjömina. Til
fróðleiks verður hér á eftir gripið
niður í grein Finns Guðmundssonar
fuglafræðings, sem skrifuð var árið
1962, og birtist nýlega I félagsriti
Skotveiðifélags íslands.
„Það fer ekki hjá því að þeir, sem
fylgzt hafa með breytingum, sem
orðið hafa á tjöminni á síðustu
40-50 árum, geri sér Ijóst, að dagar
hennar hljóta brátt að verða taldir,
ef ekki verður bráðlega hafizt
handa um að dýpka hana og auka
vatnsrennslið í gegnum hana. Úr-
komusvæði tjamarinnar er mjög
lítið og að því hefur verið þrengt
mjög á síðari árum með byggingum,
flugvallargerð og holræsalagningu.
Afleiðingin af þessu er síminnkandi
vatnsrennsli í gegnum tjömina, en
það leiðir til stöðnunar og fúlnunar
vatnsins á stórum svæðum tjamar-
innar utan meginstraumlínu
hennar. Jafnframt grynnkar tjömin
ört vegna áfoks og rotnandi gróð-
urs og síðsumars vex þráðnykran,
sem auk þömnga er megingróður
tjamarinnar, á æ stærri svæðum,
upp úr vatninu.
Afleiðingin af þessu öllu verður
sú, að í hitum á sumrin leggur oft
megnan daun frá tjöminni, því að
hún er á góðri leið með að verða
ekki aðeins að forarpolli heldur
beinlínis að opinni for. Og ekki
bætir það úr skák, að um stór-
straumsflóð fellur klóakaafrennsli
inn í tjömina um útfallið hjá Búnað-
arfélagshúsinu. Þó ekki væri nema
af heilbrigðisástæðum tel ég nauð-
synlegt, að þetta mál verði tekið til
nánari athugunar, en úr öllu þessu
verður að sjálfsögðu ekki bætt
nema með dýpkun tjamarinnar og
stórauknu vatnsrennsli í gegnum
hana. Ef ekki fæst nægilegt vatns-
magn til þess úr vatnsveitukerfi
bæjarins er vart um annað að ræða
en dæla sjó úr Skeijafirði í gegnum
tjömina, að minnsta kosti á sumrin
þegar ástandið er sem verst."
Þannig skrifaði Finnur Guð-
mundsson fuglafræðingur árið
1962, en sjálfsagt hefur margt ver-
ið fært til betri vegar síðan.
Viðkvæmni fólks fyrir framkvæmd-
um á þessum slóðum kemur varla
nokkmm manni á óvart. Hvort það
breytir svo nokkru um Tjömina og
lífrflci hennar að ráðhúsbygging rísi
og um einu prósenti af Tjöminni
verði fómað skal ósagt látið.
UOSRÍST ÆK'
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Skipholt 1 -38
Skipholt 40-50
Háahlíð
VESTURBÆR
Ægisíða 80-98 o.fl.
Nýlendugata
Einarsnes
Látraströnd
Skildinganes
Sörlaskjól 1-26
SELTJNES
Sæbraut
UTHVERFI
Skeifan
Njörvasund
Birkihlíð
Ystibæro.fl.
KOPAVOGUR
Holtagerði
Skjólbraut
Kársnesbraut77-139