Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 30

Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 40.000 tonna þorskkvóti V estur-Grænland: Nuuk, Grænlandi. Frá Nils JBrgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landstjórnin hefur ákveðið, að þorskkvóti við Vestur-Grænland fyrir árið 1988 verði 40.000 tonn. Þar af fá Grænlendingar sjálfir 36.000 tonn, en Evrópubandalagið og Norðmenn fá 4000 tonn samtals. Enn hefur ekki verið ákveðinn þorskkvóti fyrir austurströndina, en Grænlendingum hafa verið veittar veiðiheimildir þar fyrir 2250 tonn- um og EB og Norðmenn hafa fengið 11.500 tonn í sinn hlut. Særður ísraelskur hermaður borinn á brott frá herbúðunum. Israel: Reuter Hryðjuverkamaður á svif- dreka gerir árás á herbúðir Sex ísraelskir hermenn féllu Kyriat Shmona f fsrael, Reuter. PALESTÍNSKUR hryðjuverka- maður í svifdreka komst í gærnótt yfir hin víggirtu landa- mæri ísraels og Líbanon og felldi sex ísraelska hermenn og særði sjö áður en hann var sjálfur skot- inn til bana. Þetta er mannskæð- asta hryðjuverkaárásin innan ísraels í tæpan áratug. Að sögn hersins, sem lokaði norðurhluta Israels að mestu leyti af á meðan svæðið beggja vegna landamæ- ranna var fínkembt, var annar hryðjuverkamaður drepinn nokkrum klukkustundum síðar. Sá hafði einnig komist inn í landið á svifdreka. Palestínsk hryðjuverkasamtök, Alþýðufylkingin, með aðsetur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, lýstu ábyrgðinni á hendur sér. Hryðjuverkamaðurinn komst inn yfír landamærin í fyrrinótt og þrátt fyrir að hans yrði vart, tókst honum að forðast ísraelskar herþyrlur, sem sendar voru á vettvang. Skömmu síðar lenti hann skammt frá herbúð- um skammt frá Kyriat Shmona. Þar gerði hann árás á herbúðimar með rússneskri Kalashnikov-vél- byssu, varpaði nokkrum hand- sprengjum inn í tjöld og skaut á allt sem hreyfðist, með þeim afleið- ingum að sex lágu í valnum áður en yfír lauk og sjö særðut. Flestir þeirra, sem létust, voru inni í tóm- stundatjaldi búðanna og léku kotru þegar árásin var gerð. Hún kom þeim algerlega í opna skjöldu, enda sáu þeir ekki betur en að hryðju- verkamaðurinn væri í ísraelskum einkennisbúningi. Dan Shomron, yfírmaður her- ráðsins, sagði að þrátt fyrir að landamæranna væri gætt af fjölda manna og með fullkomustu tækni, sem vöi væri á, yrði aldrei mögu- legt að loka þeim algjörlega fyrir árásum sem þessum. Það hefur þó tekist blessunarlega vel frá árinu 1978, en þá tóku palestínskir hryðjuverkamenn langferðabíl her- skildi, drápu 33 farþeganna og særðu 82. Heildarrækjukvótinn fyrir 1988 hefur verið ákveðinn 47.500 tonn. Af þvi verða 34.000 tonn tekin við vesturströndina. EB, Norðmenn og Færeyingar fá af því alls 2000 tonn. Við Norðvestur-Grænland verður leyft að veiða 11.500 tonn, og kem- ur það allt í hlut Grænlendinga. Við austurströndina verður kvótinn 7725 tonn. Þar af fá Grænlending- ar 4000 tonn, en afgangurinn skiptist á milli EB, Norðmanna og Færeyinga. Samkvæmt samningi EB og Grænlendinga hafa bandalagslönd- in rétt til að veiða 12.000 tonn af þorski við Grænland, en vegna þess hve þorskstofninn er veikur hefur bandalagið sæst á að fá í staðinn 2500 tonn af karfa við vestur- ströndina og 20.000 tonn af loðnu við Austur-Grænland, 57.820 tonn af karfa við austurströndina, auk 30.000 tonna af kolmunna. Loðnukvóti Grænlendinga hefur enn ekki verið ákveðinn, þar sem grænlenska_ landstjómin er enn ósammála íslendingum og Norð- mönnum um skiptinguna milli landanna. EB hefur þegar fengið 20.000 tonna loðnukvóta og Færey- ingar 10.000 tonn við austurströnd- Sviss: Mannapar villtust út úr dýragarði ZUrich, frá Ónnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladains. FIMM mannapar, sem tilheyra þrettán manna fjölskyldu f dýra- garðinum í Basel f Sviss, villtust út af heimili sfnu f gær með þeim afleiðingum að einn þeirra var skotinn til bana. Aparair vora á leið úr einu búri f annað þegar þeir sluppu og verðir dýragarðs- ins þurftu að grípa til örþrifaráða. Mannapar eru meinlausir nema þegar þeir verða hræddir. Öryggis- verðir dýragarðsins sprautuðu þá með róandi lyfjum og komu fjórum apanna fyrirhafnarlaust aftur inn í apabúrið. En einn apanna varð æstur og henti tígulsteinum niður af þaki til að veijast vörðunum. Það var engu tauti við hann komið og hann var skotinn til bana. Apaflölskyldan nýtur mikilla vin- sælda í Basel. Margir eiga því eftir að syrgja hinn látna sjö ára karl- mannapa. Skæruliðar í Afganistan: Grikkland: Ráðherra segiraf sér Aþenu, Reuter. Efnahagsmálaráðherra Grikk- lands, Kostas Simitis, sagði af sér í gær eftir að Andreas Papandre- ou, forsætisráðherra, tilkynnti óvænta stefnubreytingu í launa- Reuter Ljósaskilti við innanlandsflugvöllinn í Manila rifnaði niður í óveðr- inu. Hundruð farþega urðu innlyksa á flugvellinum meðan fellibylur- inn gekk yfir. Mannskæður felli- Staðfesta flótta f orsetabróðurins Islamabad, Reuter. bylur á Filippseyjum SKÆRULIÐAR í Afganistan staðfestu í gær orðróm um að Sidiq, yngri bróðir Najibullahs forseta, hefði gengið í þeirra raðir. Talsmaður Jamiat-i-Islami flokksins sem hefur bækistöðvar í Pakistan sagði að Sidiq og kona hans hefðust nú við í Panjsher- dalnum norður af höfuðborginni Kabúl. Sidiq yfírgaf að sögn höfuðborg- ina þann 29. október en blaðið New York Times hafði greint frá orðrómi þess efnis að hann hefði fyrir tíu dögum gengið til liðs við skæruliða- foringjann Ahmad Shah Masood . Sidiq er nú á fertugsaldri og var áður varabankastjóri á vegum stjómarinnar í Kabúl. Hann var einnig meðlimur í stjómarflokkn- um. Að sögn vestrænna stjómarer- indreka í Afganistan er flótti Sidiqs ekki pólitískt mikilvægur því hann var ekki virkur þátttakandi í stjóm- málum landsins. Engu að síður væri málið óþægilegt fyrir Naji- bullah forseta en „þjóðarsátt" sú sem hann hefur hvatt til undan- fama ellefu mánuði hefur ekki fundið hljómgrunn hjá skæmliðum. málum. Simitis bauðst í fyrradag til að segja af sér þegar Papandreou sagði á þingfundi að launafólk fengi launahækkanir í janúar í stað maí eins og áætlað hafði verið. Þessi óvænta launahækkun sem ætlað er að bæta fyrir verðbólgu á næsta ári gengur þvert á þá efnahags- stefnu sem Simitis kynnti á þriðju- dag. Simitis var framkvöðull að- haldssamrar efnahagsstefnu sem byijað var að framkvæma fyrir um það bil tveimur áram. í henni fólst frysting launa á meðan reynt væri að minnka erlendar skuldir og verð- bólgu. Efnahagssérfræðingar segja að aðgerðir Papandreous stefni pólitík Simitis í hættu. Hann átti því einskis annars úrkosti en að segja af sér. Verðbólga í Grikklandi er nú 16% en var 25% áður en Simit- is tók til hendinni. — 83taldiraf, lítið Ipón í höfuð- borginni Manila, Reuter. FELLIBYLURINN Nína, sem gekk yfir Filippseyjar i gær, varð fjölda manns að bana. Óveðrið gekk yfir mikinn hluta eyjanna en tjón varð mest suður af höfuð- borginni, Manila. Veðurstofan á Filippseyjum segir að veðrið sé að lægja, en fellibylur- inn stefnir nú í átt að Suður-Kína- hafí. Að sögn talsmanna Rauða krossins er símasambandslaust við verst leiknu svæðin sunnan Manila. Að minnsta kosti 83 era taldir af, fyöldi fólks hefur slasast og hundr- uðir hafa misst heimili sín. í Manila var ástand að færast í eðlilegt horf í gær, en minna tjón varð í borginni en búast hefði mátt við. Vitað er að einn maður fórst í óveðrinu í borginni. Flytja þurfti fólk sem orðið hafði fyrir braki sem þeyttist um götur borgarinnar á sjúkrahús en fáir slösuðust alvar- lega. Flugsamgöngur til borgarinn- ar lágu niðri um tíma, era þær að komast í eðlilegt horf á ný. Fellibylurinn Nína olli miklum skaða á miðvikudag og í gærmorg- un í Sorsogon og Bicol. Ekki er vitað hversu margir fórast á þessum svæðum en talið er að tugir manna hafí látist og margra er saknað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.