Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
Vil fá að sjá staðreynd-
ir áður en ég tek afstöðu
til skattafrumvarpa
- segir Eyjólfur Konráð Jónsson
Frá afhendingu tækjanna. Jóhanna Rósa Kolbeins frá Samtökum
gegn astma og ofnæmi afhendir Birni Árdal lækni tækin.
Barnadeild Hrings-
ms færð gjof
EYJÓLFUR Konráð Jónsson seg-
ist aldrei hafa staðið á móti
upprunalegu fjárlagafrumvarpi
en hann telji sig samt sem áður
ekki geta tekið afstöðu til breyt-
inga á þvi fyrr en hann sjái
lagafrumvörp um þær. Hann
ítrekar að þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins hafi ekki samþykkt
fjárlagafrumvarpið áður en það
var lagt fram á þingi þar sem
ekki hafi verið búið að prenta
frumvarpið.
„Ég hef aldrei staðið á móti fjár-
lagafrumvarpinu en ég vil fá að sjá
staðreyndimar áður en ég samþykki
eitt eða neitt," sagði Eyjólfur Konráð
við Morgunblaðið í gær. „Ég hef
lengi verið á móti ofsköttunarstefnu
og ég greiddi td. atkvæði gégn sölu-
skattshækkuninni á síðasta kjörtíma-
bili þótt ég væri formaður fjárhags
og viðskiptanefndar eftri deildar. Það
er þó laukrétt, sem Þorsteinn Pálsson
segir í Morgunblaðinu, að á liðnu
sumri hjó ég á hnútinn þegar stjóm-
armyndunartilraunir höfðu siglt í
strand vegna krafna Jóns Baldvins
Hannibalssonar, og raunar einnig
Steingríms Hermannssonar, um svo-
kallaðar fyrstu aðgerðir til að bæta
hag ríkissjóðs. Ég lagði til í þing-
flokknum að við féllumst á hækkun
skatta um einn milljarð í stað þriggja
til íjögurra og sagði „það komá vel
á vondan" að einmitt ég flytti tillög-
una því að allir vissu hug minn í
skattamálum.
Á flokksráðsfundinum sem sam-
þykkti stjómarmyndunartilraunina
greindi ég í samráði við formann
Sjálfstæðisflokksins frá því að tillag-
an væri frá mér komin því ég teldi
þetta skárri kost en stjómleysi eða
öngþveitiskosningar í haust og að
minnsta kosti ætti utanríkis- og ör-
yggismálum að vera borgið. Svo
auðvitað sætti ég mig við þessar
skattahækkanir, þótt ég samþykki
ekki aðrar, óséð," sagði Eyjólfur
Konráð.
í þingræðu á miðvikudag sagði
Eyjólfur Konráð að þingflokknum
hafi einungis verið skýrt frá að horf-
ið væri frá því að ná halla á fjárlögum
niður á þremur árum, það ætti að
gera á einu ári, og hann hafí þá lýst
því yfír að það gengi aldrei upp held-
ur hlyti að enda með átökum og
verðlagshækkunum. Jón Baldvin
Hannibalsson flármálaráðherra sagði
í þingræðu að honum kæmu skoðan-
ir Eyjólfs Konráðs á ríkisfjármálum
ekki á óvart þar sem hann hefði
barist fyrir þeim lengi og hann væri
ekki að öllu leyti ósammála þeim.
Eyjólfur sagði síðan við Morgun-
blaðið að þær tölur sem hann flutti
á flokksráðsfundi - og sýni að ef
lán úr lánasjóðum ríkisins séu ekki
reiknuð sem óafturkræfír styrkir
komi í ljós verulegur tekjuafgangur
af rekstri ríkissjóðs - væru bráða-
birgðatölur frá störfum nefndar sem
skoðað hefur ríkisfjármál síðustu
ára. „Það staðfesti einmitt Gunnar
H. Hall formaður nefndarinnar á
fundi fjárhags- og viðskiptanefndar
á miðvikudag og þar greindi hann
frá því, að nefnd sem starfar á veg-
um EFTA til samræmingar fjárlaga
EFTA-ríkja, hefði bent á að óeðlilegt
væri að færa millifærslur sem þessar
til gjalda og nefndin sé sammála því.
Gunnar lýsir því nú yfír að þessi
nefnd hún muni skila frá sér niður-
stöðum innan tveggja til þriggja
vikna. Vonandi er það frekar innan
tveggja vikna því mikils er um vert
að Alþingi fái svigrúm fyrir af-
greiðslu fjárlaga til að átta sig á
staðreyndum málsins. En ég er sér-
staklega ánægður með það, sem
Gunnar staðfesti í Morgunblaðinu og
ég raunar vissi fyrirfram, að athug-
anir nefndarinnar sýni að íslenska
ríkið komi vel út úr samanburði við
önnur lönd varðandi ríkisskuldir. Það
kom raunar fram í mafmánuði í vor
í grein eftir Tór Einarsson að ef rétt
væri upp gert ætti ríkið amk. 6
milljörðum meira hjá borgurunum
en borgaramir eiga hjá ríkinu. Ég
treysti því síðan að sjálfsögðu að
niðurstaða nefndarinnar verði unnin
vísindalega en ekki undir pólítískum
áhrifum," sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson.
SKEMMTINEFND Samtaka gegn
astma og ofnæmi, SAO, gáfu fyrir
stuttu bamadeild Hringsins fimm
innúðunartæki af gerðinni Pari-
Boy ásamt fylgihlutum.
Skemmtinefnd SAO hefur aflað
ÞRÁTT fyrir staðgreiðslu skatta,
sem tekin verður upp um áramót,
þarf fólk að skila skattframtali
fyrir árið 1987 á venjulegan hátt
i byijun næsta árs. Hins vegar er
ekki innheimtur tekjuskattur og
útsvar af launum ársins og skiptir
tekna fyrir samtökin með árlegum
kökubasar í Blómavali í Sigtúni.
Einnig með kaffíveitingum á félags-
fundum og bingóum. Kökubasar
SAO í ár verður sunnudaginn 29.
nóvember í Blómavali við Sigtún.
þá engu hvort tekjur hafa aukist
frá árinu 1986 vegna aukinnar
vinnu, aukinnar starfsábyrgðar
eða stöðuhækkunar, samkvæmt
upplýsingum Skúla Eggerts Þórð-
arsonar forstöðumanns stað-
greiðsludeildar. Á vegum
staðgreiðsludeildarinnar er þessa
dagana verið að dreifa upplýs-
ingabæklingi til launafólks.
Ef hækkun Iauna á árinu verður
ekki rakin til þessara atriða þarf við-
komandi að greiða skatt af hækkun-
inni. Skúli segir að hér geti einkum
verið um að ræða breytingar á upp-
gjörsaðferðum launa eða viðmiðun
sem launþegi og vinnuveitandi koma
sér saman um til að reikna óeðlilega
miklar tekjur á árið 1987. Þá eiga
menn á næsta ári að greiða tekju-
skatt og útsvar af öðrum tekjum en
launum á árinu 1987, til dæmis leigu-
tekjum, arði, söluhagnaði og tekjum
af atvinnurekstri.
Strangari skilyrði eru um reiknuð
laun manna af atvinnurekstri. Sú
regla giidir að reikni menn sér laun
af eigin atvinnurekstri og laun ársins
1987 eru meira en 25% hærri en
laun ársins 1986, að teknu tilliti til
verðbreytinga, eða hærri en viðmið-
unarlaun sem Ríkisskattstjóri
ákveður, þá er umframflárhæðin
skattskyld. Sama gildir um reiknuð
laun maka og bama þess sem at-
vinnureksturinn stundar. Þetta á líka
við um menn sem frá greidd laun frá
hlutafélögum og öðrum lögaðilum
sem þeir eiga hlutdeild í, samkvæmt
nánari reglum sem Ríkisskattstjóri á
eftir að setja.
n
etta tæki vinnur dag N
og nótt við að halda stóð-
ugum kjörhita á heimili
þínu, hvemig sem viðrar
og gætir þess að orku-
reikningurinn sé í lág-
marki.
o
s
p.
V J
etta tæki vinnur við
að halda stöðugum kjör-
hita á baðvatninu og gæt-
ir þess að orkureikning-
urinn sé í lágmarki.
HEÐINN
SEUAVEGI 2.SÍMI 624260
FÁST í BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM.
Ofnahitastillar
og baöblöndunartœki
Óþrjótandi ánœgja
Staðgreiðslan tekur gildi um áramót:
Skattframtöl þurfa
að útfyllast á
venjulegan hátt
Cloer vöfflujárnin eru sjálfvirk, hitaeinangruð
með nákvæmri stiglausri bakstursstillingu.
Smekklegt útlit í dökku eða Ijósu ber
gæðunum vitni. Nýbakaðar vöfflur eru
hreint lostæti.
Fást í næstu raftækjaverslun
4