Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
67
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Daníel til
liðs við ÍBK
„ÉG hef velt þessu fyrir mér
í allt haust, það var kominn
tími til að taka ákvörðun og
óg ákvað að fara að dœmi
Grétars bróður," sagði Daníel
Einarsson við Morgunblaðið
í gærkvöldi eftir að hann gekk
frá félagaskiptum úr Víði í
ÍBK.
Daníel er 28 ára og hóf að
leika með meistaraflokki
Víðis á sextánda ári. „Ég hef
varla misst úr leik á 12 árum
nema vegna banns,“ sagði Daníel
og bætti við að ákvðrðunin um
að fara frá félaginu hefði verið
erfíð. „Mig langar til að leika
áfram í 1. deild og ég á von á
að Keflavík verði í toppbar-
áttunni, en ég óska Víði alls hins
Daníel Elnarsson fagnar ekkl
með Vlði næsta sumar.
besta og ég enda ferilinn örugg-
lega í Garðinum," sagði Daníel.
Daníel lék með ÍBK sumarið 1982,
en þá lék liðið til úrslita í bikar-
keppninni, tapaði 2:1 fyrir ÍA.
HANDBOLTI /BIKARKEPPNI HSI
Birgir skoraði 13 mörk
FJÓRIR leikirfóru fram í1.
umferð bikarkeppni HSÍ í gær-
kvöldi. Valurvann KA 20:19
(10:6), Grótta sigraði b-lið KR
27:26 (13:12), Reynir Sandgerði
hafði Hauka 26:24 (11:12) og
Fram burstaði UMFN í Njarðvík
36:26 (19:10).
Birgir Sigurðsson skoraði 13
mörk fyrir Fram, en Pétur
Amarsson var markahæstur UMFN
með níu mörk. Framarar gerðu út
um leikinn í fyrri hálf.eik, en í þeim
seinni var jaftiræði með liðunum.
Valsmenn höfðu ávallt forystuna
gegn KA og munaði mest sex mörk-
um, 14:8, en gestimir söxuðu jafnt
og þétt á forskotið og skoruðu
síðasta markið á lokasekúndunum.
Valdimar Grímsson var marka-
hæstur hjá Val, skoraði átta mörk,
en Eggert Tryggvason hjá KA með
fímm mörk.
Leikur Gróttu og b-liðs KR var jafn
lengst af, en Grótta hafði undirtök-
in. Davíð Gíslason skoraði sigur-
markið, þegar 12 sekúndur voru til
leiksloka, en alls skoraði hann fímm
mörk. Halldór Ingólfsson skoraði
átta mörk fyrir Gróttu, en Björn
Pétursson var markahæstur KR-
inga með sjö mörk og Haukur
Geirmundsson skoraði sex mörk.
I leik Reynis og Hauka var allt í
jámum þar til í lokin að heima-
menn, vel studdir af áhorfendum,
tryggðu sér sigur. Willum Þór Þórs-
son og Sigurður Óli Sumarliðason
skoruðu sjö mörk hvor, en Stefán
Amarson var bestur Reynismanna
og skoraði sex mörk. Hjá Haukum
bar mest á Sindra Karlssyni og
Ama Hermannssyni, sem skomðu
sex mörk hvor.
Tekinn hálstaki
Þessi sögulega mynd var tekin í leik Seattle Supersonics og
Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik. Xavier
McDonald hjá Seattle hefur hér tekið West Mathews hjá Lakers
hálstaki. McDaniel sagði að Mathews hefði reynt að slá hann í
höfuðið í leiknum, sem Seattle vann sigur í, 103:85. Þá má geta
þess að Pétur Guðmundsson og félagar hans hjá San Antonio Spurs
máttu þola tap, 102:133, fyrir Indiana Pacers.
Morgunblaðið/Þofkell
Baráttan I fyrlrrúmll Keflvíkingar og KR-ingar börðust af miklum krafti í Hagaskólanum í gær. Keflvík vann.
KARFA / ÚRVALSDEILDIN
IBK lét Hagaskóla ekkl
hindra sigurgönguna
ÞAÐ hefur lengi loðað við ÍBK
að gana illa í Hagaskólanum
og það er langt síðan þeir hafa
unnið þar. Þeir lótu það samt
ekki á sig fá í gær heldur unnu
KR-inga með tíu stiga mun í
spennandi leik.
Leikurinn einkenndist fyrst og
fremst af mikilli baráttu beggja
liða. Baráttan var slík að menn
gleymdu því alveg í fyrri hálfleik
•■■■ að einbeita sér við
Skúli Unnar að koma boltanum
Sveinsson rétta leið í körfuna.
skrífar Leikmenn reyndu
allt of mikið af skot-
um úr erfiðum færum og skorið var
eftir því, 20:27!
KR - ÍBK
55 : 65
íþróttahús Hagaskóla, úrvalsdeildin í
körfuknattleik, fímmtudaginn 26. nóv-
ember 1987.
Gangur leiksins: 0:6, 2:8, 8:8, 11:16,
18:22, 18:26, 20:27, 24:32, 34:43,
43:48, 47:50, 52:55, 53:61, 55:65.
Stig' KR: Birgir Mikaelsson 17, Símon
Ólafsson 16, Guðni Guðnason 9, Ást-
þór Ingason 7, Matthías Einarsson 5,
Guðmundur Jóhannsson 1.
Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 17, Jón
Kr. Gíslason 17, Hreinn Þorkelsson 11,
Falur Harðarson 7, Axel Nikulásson
7, Sigurður Ingimundarson 3, Magnús
Guðfínsson 2, Matti Stefánsson 1.
Dómarar: Sigurður Halldórsson og
Bergur Steingrímsson. Þeir dœmdu illa
í fyrri hálfleik en voru skárri í þeim
síðari.
Mikii spenna var allan síðari hálf-
leikinn og þó Keflvíkingar væru
alltaf með forystu munaði oft litlu.
Undir lokin, er rúmar tvær mín.
lifðu af leiknum, munaði ekki nema
þremur stigum. Keflvíkingar voru
hins vegar sterkari á endasprettin-
um.
Flestir í báðum liðum léku vel.
Vert er þó að geta Hreins Þorkels-
STÚDÍNUR burstuðu KR-stúlk-
ur, 68:29, í 1. deildinni í körfu
í gærkvöldi.
Stúlkumar voru lengi í gang og
eftir 9 mínútur var staðan 5:4
fyrir KR. Á stuttum tíma breytti
ÍS stöðunni úr 9:6 í 9:23 og í leik-
hléi var staðan 12:27. Öruggur
sigur IS blasti við.
Helga Friðriksdóttir og Hafdís voru
mest áberandi í annars góðu liðið
Tveir leikir verða leiknir í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í
kvöld kl. 20. Breiðablik leikur gegn
Þór í Digranesi og Njarðvíkingar
fá Valsmenn í heimsókn.
sonar hjá ÍBK. Ilann gætti Guðna
Guðnasonar og gerði það cinstak-
lega vel. Axel barðist vel og Jón
Kr. skoraði á mikilvægum augna-
blikum. Guðjón skoraði milcið en
hann virtist þó eitthvað utan viðf'~
sig í sóknarleiknum að öðm loyti.
Hjá KR vom Símon og Birgir best-
ir. Ástþór var einnig snaggaralegur
í vöminni en hann skaut allt of
mikið.
ÍS en hjá KR var Ásta einna best.
Vamarleikur ÍS var góður og áttu
KR-ingar f hinum mestu erfiðleik-
um með að brjóta hann á bak aftur.
Stig KR: Ásta Sveinsdóttir 12, Helga Ama-
dóttir 5, Guðrún Gestsdóttir 4, Emiiia Sigurð-
ardóttir 4, Hrönn Sigurðardóttir 3, Dýrleif
Guðjónsdóttir 1.
Stig ÍS: Hafdis Helgadóttir 15, Helga Prið-
riksdóttir 16, Elfnborg Guðnadóttir 9, Anna
Björk Bjamadóttir 8, IColbrún Leifsdóttir 6,
Vigdis Þórisdóttir G, Þórdts Kristjánsdóttir 5,
Hanna Birgisdóttir 2, Helga Guðlaugsdóttir 2.
HANDKNATTLEIKUR: Einn
leikur verður leikinn í bikarkeppni
HSI. Keflvíkingar leika gegn Blik-
unum í Keflavík kl. 20.
1.DEILD KVENNA
ÍS burstaði KR-inga
LEIKIRÍ KVÖLD
SPÁÐU / L/Ð/N OG
SPILAÐU MEÐ LEIKVIKA 14
Leikir 28. nóvember 1987 K
Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. A Síminn er 688 322 \zSæ 1 X 2
1 Chelsea - Wimbledon
2 Coventry - West Ham
3 Newcastle - Charlton
4 Norwich - Portsmouth
5 Nott'm Forest - Luton
6 Sheffield Wed. - Q.P.R.
mmá ÍSLENSKAR GETRAUNIR 7 Southampton - Derby
8 Tottenham - Liverpool
9 Watford - Arsenal
- eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. 10 Birmingham - Ipswich
11 Bradford - Aston Villa
12 W.B.A. - Man. City