Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
Leitað án
árangnrs
LEIT að unga manninum, sem
lögreglan hefur lýst eftir, hefur
engan árangur borið. Lögreglan
biður alla sem einhveijar upplýs-
ingar geta gefið um ferðir hans
eftir kl. 2 aðfaramótt sunnu-
dagsins að láta vita.
Maðurinn, Guðmundur Finnur
Bjömsson frá Hvannabrekku, er
tvítugur. Hann er 182 sm hár,
grannur og ljóshærður og notar
gleraugu.
Síðast sást til hans um kl. 2.10
aðfaranótt sunnudagsins er hann
kom á slökkvistöðina á Reykjavík-
urflugvelli. Þá var hann klæddur í
ljósgráan herrafatajakka og ljós-
gráar buxur. Hann var í skyrtu
með bindi og í svörtum skóm.
14 manns
handtekn-
ir vegna
fíkniefna
LÖGREGLAN í Reykjavík hand-
tók á annan tug manna í íbúð
við Keilugranda aðfaranótt
ifimmtudags. Reyndist hluti
þeirra vera undir áhrifum fíkni-
efna. A fólkinu og í íbúðinni
fannst amfetamín.
Gleðskapur var í íbúðinni fram
cftir nóttu. Loks misstu nágrannar
þolinmæðina og létu lögregluna
vita. Þegar hún kom á staðinn kom
í Ijós að nokkrir gestanna höfðu
greinilega neytt fíkniefna. Þá fund-
ust 15 grömm af amfetamíni í
íbúðinni og á fólkinu. Því var fólkið
liandtekið og einnig aðrir gestir,
cem komu að húsinu í þessum svif-
um. Alls voru fjórtán manns fluttir
á lögreglustöðina og gistu þar það
sem eftir lifði nætur.
\
Úr álögum
afhjúpuð við
Tjörnina
HÖGGMYNDIN Úr álögum, eftir
Einar Jónsson, verður afhjúpuð við
hátíðlega athöfn við Reykjavíkur-
tjöm í dag kl. 15.30. Úr álögum
er stærsta höggmynd Einars Jóns-
sonar, en 60 félög og fyrirtæki á
Reykjavíkursvæðinu gáfu Reykja-
víkurborg höggmyndina á 200 ára
afmælinu í fyrra. Höggmyndin er
staðsett á grasflötinni milli Skot-
húsvegar og Tjamargötu. Lúðra-
sveit Reykjavíkur mun leika við
athöfnina.
Sjónvarpið
sýnir mjnid
um leiðtoga-
fundinn hér
ÍSLENSKA ríkissjónvarpið hefur
keypt sýningarrétt á heimildar-
leikrítinu „Breakthrough at
Reykjavfk“, þar sem atburðarásin
er leiðtogafundurinn í Reykjavík
í október 1986. Leikrítið verður
frumsýnt sunnudagskvöldið 6.
desember næstkomandi í Bret-
landi og á íslandi.
Framleiðandi leikritsins er
Granada-sjónvarpsstöðin og með
veigamikil hlutverk fara þekktir leik-
arar á borð við Robert Beatty,
Timothy West og Anthony Bate.
Lést í um-
ferðarslysi
LITLI drengurinn, sem lést í
umferðarslysi á Skógarhlið á
þriðjudag, hét Styrkár Snorra-
son.
Styrkár heitinn var til heimilis í
Mávahlíð 38. Hann var sex ára
gamall, fæddur 27. maí árið 1981.
Innfluttar vörur lækka um
30—40% eða hækka um 15—20%
Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson
Týr með Gullbergið í togi
Búist er við að varðskipið Týr verði komið með loðnuskipið Gullberg VE 292 til hafnar í Reykjavík
nm áttaleytið í dag, að sögn Landhelgisgæslunnar en vél Gullbergsins bilaði norður af Horni um
hádegisbilið i fyrradag er það var á leið suður með 600 tonn af loðnu.
Afar breytileg áhrif af tollkerfisbreytingunni:
BREYTING á innheimtu aðflutn-
ingsgjalda og vörugjalda, sem
stefnt er að komi til fram-
kvæmda um áramót, hefur í för
með sér að ákveðnar vöruteg-
undir hækka um 15—20% í verði
um leið og aðrar lækka um
30—40%. Kerfisbreytingin gerir
ráð fyrir að tollakerfið verði
byggt á tveimur tekjustofnum,
almennum tollum og vörugjaldi,
í stað margra smærrí gjald-
stofna. TiUaga fjármálaráðherra
um útfærslu kerfisbreytingar-
innar verður lögð fyrír ríkis-
stjórnarfund eftir helgi.
Gert er ráð fyrir að tollar lækki
úr 80 í 30%, að tóbaki og bensíni
undanskildu, og tollar á matvælum
falli niður, en þeir eru nú hæstir
40%. Tollar á vélum, tækjum og
varahlutum til landbúnaðar og þjón-
ustuiðnaðar falli niður. Niður falla
eftirfarandi gjöld: Sérstakt vöru-
gjald af innflutningi og innlendri
framleiðslu (24 og 30%), vörugjald
af innflutningi og innlendri fram-
leiðsiu (7 og 17%), tollafgreiðslu-
gjald og byggingariðnaðarsjóðs-
gjald.
Lækkun tolla og niðurfelling
gjalda hefur í för með sér um 4.500
milljóna króna tekjutap fyrir ríkis-
sjóð sem gert er ráð fyrir að verði
mætt með álagningu nýs vörugjalds
sem leggst á allar fullunnar neyslu-
vörur, bæði innlendar og innfluttar.
Nýja vörugjaldið verður 17% en auk
þess verður lagt á sérstakt 10%
álag á sælgæti, kökur og kex.
Þessar breytingar eru taldar hafa
í för með sér 1% lækkun fram-
færsluvísitölunnar en 0,7% hækkun
byggingavísitölunnar.
Ahrif kerfisbreytingarinnar á út-
söluverð eru mismunandi eftir
vörutegundum. Sem dæmi um
breytingar á verði innfluttra vara
má nefna:
42% lækkun verður á verði græn-
metis, ávaxta, komvara, krydds og
niðursuðuvara. Haframjöl, rúgmjöl
og fl. lækkar um 20% og kaffi um
9%.
Varalitur og ilmvatn lækkar um
38—48%, tannburstar um 35% og
sjampó og tannkrem um 10%. Sáp-
ur og þvottaduft hækkar á móti um
17%.
Hnífar og sleifar lækka í verði
um 43%, spil, töfl og fleira um
35—45% og borðbúnaður og
postulin um 30%. Aftur á móti
hækka brúður og fleira ásamt
ferðabúnaði og skólatöskum um
17%.
Hljómflutningstæki hækka í
verði um 16%, sjónvörp um 12% og
frystiskápar og þurrkarar um 6%.
Lækkun verður á saumavélum um
35% og húsgögnum, kæliskápum
og þvottavélum um 17%.
Bílavarahlutir lækka um 9% og
hjólbarðar um 6%.
Hækkun verður á málningu,
gleri, ofnum og innréttingum sem
nemur 17%. En lækkun á hitastill-
um og krönum um 33%, raflagna-
vörum um 30% og teppum og
steypustyrktaijámi um 6%.
Ritvélar og reiknivélar lækka um
40%. Áréttað skal að allt eru þetta
innfluttar vörur.
Guðmundur J. Guðmundsson um innflutning á erlendu vinnuafli:
Samstaða um bætt
kjör er forsendan
jRl«r0mibI«bíí)
jttorjpmbfobib
VUOJNA 23. NÓ VEMBER — 4. DESEMBER ^
BLAÐ C
Hlít Svavsfsaónir
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands
íslands, sagði á fundi Verslunar-
ráðs íslands að tækist samstaða
um verulega bætt kjör verka-
fólks í samningum ASÍ og VSÍ,
myndi verkalýðshreyfingin
hugsanlega samþykkja innflutn-
ing verkafólks til þeirra staða á
landinu, sem verst væru settir
vegna skorts á vinnuafli.
Verslunarráð íslands hélt fund í
gær á Hótel Borg undir heitinu „Er
Island of stórt?“. Á fundinum var
rætt um þann skort sem víða er á
fólki til vinnu og hvaða leiðir væru
til úrbóta.
Á fundinum kom það fram hjá
Bimi Rúnari Guðmundssyni, hag-
fræðingi hjá Þjóðhagsstofnun, að
samkvæmt nýjustu könnun stofn-
unarinnar vantaði fólk í um 3.250
störf; mest væri eftirspumin eftir
verkafólki og iðnaðarmönnum og
að þörf á auknu vinnuafli væri
mest hjá fiskvinnslunni. Kvað hann
eftirspumina ekki hafa verið meiri
síðastliðin þijú ár.
Setti sölumet í Grimsby
TOGARINN Ottó Wathne frá
Seyðisfirði setti sölumet á brezka
fiskmarkaðnum i gær. H«nn
fékk að meðaltali 88,55 krónur
á hvert kíló aflans, en uppistaða
hans var þorskur. Fyrir þorsk i
öðrum stærðarflokki, 8,6 lestir,
fengust 144,56 krónur að meðal-
tali.
Ottó Wathne seldi alls 113 lestir
að verðmæti 10 milljónir króna.
Meðalverð var 88,55. Megnið af
aflanum var þorskur, 102 lestir, og
fyrir hvert kfló af honum fengust
að meðaltaii 90,71 króna. Skýring
á þessu háa verði er að hluta til
lítið framboð. Ifyrra sölumet átti
Náttfan RE. 20. október síðastlið-
inn seldi hann 59 lestir á brezka
markaðnum og fékk að meðaltali
83,81 krónu á kfló.
Á miðvikudag seldi Ýmir HF 115
lestir í Hull. Heildarverð var 8,5
milljónir króna, meðalverð 73,41. í
gær seldi Snorri Sturluson 196 lest-
ir, mest karfa í Bremerhaven.
Heildarverð var 10,5 milljónir
króna, meðalverð 53,33 krónur.
Karfaverðið hefur lækkað talsvert
síðan á mánudag er það komst upp
í um 70 krónur. Skýring lækkunar-
innar er sú, að svo hátt verð ræður
markaðurinn ekki við.