Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 23
''■Tcri'tf'rnTvVA OTTrv a /TT-FPprTO wci * icn*Ti>~\nr\*f
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
HEITT OG SYALT, IS-
LENSKT OG ALÞJÓÐLEGT
PJass
Frá vinstri: Jens, Eyþór, Tómas og Gunnlaugur.
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Nöfn þeirra sem standa að gerð
þessarar plötu ættu að gerá hverj-
um manni ljóst að hér er um
forvitnilegt og vandað efni að ræða.
Hér eru á ferðinni þrír af fremstu
fulltrúum hinnar fersku bylgju í
íslenskri djasstónlist, þeir Eyþór
Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og
Tómas R. Einarsson og sér til lið-
sinnis hafa þeir fengið mjög góðan
danskan trompetleikara, Jens
Winther, sem vakið hefur mikla
athygli í heimalandi sínu og hlaut
m.a. Ben Webster tónlistarverð-
launin á þessu ári. Auk þessara
Qögurra blæs hin góðkunni saxó-
fónleikari Rúnar Georgsson með í
nokkrum lögum.
Efnið á plötunni er allt frumsam-
ið af þeim Eyþóri og Tómasi, einsog
mikið af efninu á plötu Djassófét-
anna sællar minningar, en á þeirri
plötu lék Friðrik Karlsson gítarleik-
ari með og Jens Winther varð
víðsfjarri. Sú plata (þessi ófétis
djass!) bar vott um mikla grósku
og hæfileika, hæfileika sem njóta
sín enn betur á þessari nýju plötu.
Þegar ég heyrði plötuna fyrst
fannst mér að ég væri nánast í
fyrsta sinn að hluta á íslenskan
djass er i senn raunverulega
islenskur og heimatilbúinn öðrum
þræði, en jafnframt fullkomlega
gjaldgengur í alþjóðlegu djassrófi.
Vissulega minnir tónlistin hér á
ýmsa þekkta djassleikara, en þar
er svo sannarlega ekki leiðum að
líkjast þegar um er að ræða menn
eins og Keith Jarret, Eddie Gomez,
Lyle Mays og Miles Davis. Maður
getur ekki annað en verið stoltur
af þessari plötu, sem íslenskur
djassáhugamaður.
í Kalifomíu, þar sem undirritað-
ur býr nú, er útvarpsstöð sem leikur
eingöngu djasstónlist. „Hinsegin
blús“ er frambærilegri tónlist en
margt af því sem þar heyrist og
má það teljast glæsilegur árangur
hjá piltunum. Ef ég hefði heyrt
eitthvað af henni á þeirri útvarps-
stöð, hefði ég giskað á að hér væri
á ferðinni enn ein eymaveislan frá
ECM útgáfunni.
Fyrsta lagið, „Rúmba, samba og
frjálst," eftir Tómas, gefur tóninn.
betta er alvörudjass. Hvínandi
keyrsla og grípandi línur. Gunn-
laugur fer á kostum í slagverkinu.
Jens og Eyþór vinna vel úr hráefn-
inu og eins og annars staðar á
plötunni em rafhljómborð smekk-
lega notuð. Mig minnir að Tómas
hafi einhvem tíma látið þess getið
að hann hefði hugsað til Horace
Silver þegar hann samdi þetta. Það
er gleðiefni ef rétt er munað. Fyrir
Horace.
„Veðrabrigði" Eyþórs Gunnars-
sonar hefst á bráðfallegu forspili á
píanó yfir synthesizer gmnni a la
Mays. Fimm flórðu takturinn er
lítt áþreifanlegur og á það við um
lagið í heild, að takttegundin auðg-
ar tónlistina, fremur en að vera
einhvers konar sönnunargagn um
fæmi tónlistarmannanna. Sóló Ey-
þórs er fallegt og vel uppbyggt,
enda vel fylgt eftir f undirleiknum.
„Stutt í spuna" er eins konar
örverk eftir Tómas og leikið af
honum einum. Andi sjálfs Jóhann-
esar Sebastians svífur yfir vötnum
í þessu prelúdfum. Þessi hugleiðing
Tómasar er bráðfalleg og hann
leikur hana líka einkar vel.
Síðasta lag á A hlið er fádæma
seiðandi lag Tómasar, sem hér
nefnist „í svefninum ek ég“, en
hét þegar það var fyrst flutt opin-
berlega „Undir snjónum". Mér
finnst sá titill hæfa laginu betur
og nýti hér með aðstöðu mfna til
að koma persónulegum smekk á
framfæri. Hin dulúðuga lína er
meistaralega blásin af Jens Wint-
her og bæði hann og Eyþór eiga
góð sóló, enda gmnnurinn auðug-
ur.
Hhð B hefst á „Vals“ eftir Ey-
þór. Höfundurinn og Jens Winther
vefa skemmtilegan vef sem teygir
sig allvfða, til dæmis Bill Evans
og líka til Jóns Múla og Vikivaka.
Laglfnan er sérlega ljúf án þess
að verða nokkm sinni væmin.
Titillag plötunnar „Hinsegin
blús“, sem hljómsveitin er einnig
nefnd eftir, er hressilegt blúsaf-
brigði sem aðra stundina minnir á
Art Blakey sveitina en hina á Ad-
ams og Pullen kvartettinn. Winther
sýnir á sér nýja hlið og hið svala
trompet er hér orðið býsna heitt.
Rúnar ýtir undir George Adams-
tilfinninguna.
„Róandi vals fyrir rassblautt
bam og píanó“ er nánast sólónúm-
er hjá Eyþóri, en þetta draum-
kennda lag er eftir Tómas.
Samvinna þeirra félaga ber greini-
lega stórgóðan árangur og það er
ekki sfst auðheyrt í þessu verki.
Plötunni lýkur á nokkurs konar
húmoresku eftir Tómas. „Blúss".
Hér er allt leyfílegt og ekkert heil-
agt. Þetta er eins og glas af köldu
vatni í miklum hita. Ekki mjög
fallegt eða merkilegt en stendur
fyllilega fyrir sínu. Tómas gengur
í smiðju til mfnimalista í sólói sínu
og_ brosir við fót.
í heild er hér um stórgóða plötu
að ræða, plötu sem á erindi til allra
þeirra sem kunna að meta ferska
djasstónlist, raunar ferska tónlist
aif hvaða tagi ssem er. Ég get ekki
fundið að plötunni og það er sann-
arlega ástaeða til að nefna sérstak-
lega upptökumanninn góða,
Gunnar Smára Helgason, sem hér
á hlut að máli og hann ekki lftinn.
Ég leyfi mér að óska öllum að-
standendum plötunnar til hamingju
með árangurinn.
23
Brids
Amór
Bridssamband
0
Islands
Bridssambandið minnir félögin á
innsendingu meistarastiga fyrir 1.
des. sem birtast eiga í næstu meist-
arastigaskrá sem kemur út í janúar
’88.
Einnig minnir sambandið á und-
ankeppnir í héraði fyrir íslandsmó-
tið í sveitakeppni 1988, en nöfn
spilara og þátttökugjald, kr. 12.000
pr. sveit. verða að hafa borist skrif-
stofu BSÍ í sfðasta lagi mánudaginn
22. febrúar.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu BSÍ. (Pósthólf
BSÍ er 272 121 Rkjavík.)
Bridssamband
Vesturlands
Dagana 21,—22. nóvember sl. fór
fram á Akranesi undankeppni Vest-
urlandsmótsins í sveitakeppni með
þátttöku 10 sveita. Sveit Alfreðs
Viktorssonar, Akranesi, varð efst
með 176 stig. Með Alfreð spiluðu
Gunnar M. Gunnarsson, Jón Al-
freðsson og Karl Alfreðsson.
Fjórar efstu sveitimar úr undan-
keppninni spila til úrslita um
Vesturlandsmeistaratitilinn í byijun
næsta árs.
Röð efstu sveita varð þessi:
Alfreð Viktorsson, Akranesi 176
Hörður Pálsson, Akranesi 161
Sjóvá, Akranesi 146
Ragnar Haraldsson, Gmndarf. 133
Jón Á. Guðmundsson, Borgam. 132
Halldór Hallgrímsson, Akranesi 131
Þá var dregið í fyrstu tvær um-
ferðir Bikarkeppni sveita á Vestur-
landi og eigast eftirtaldar sveitir
við.
1. umferð:
. Jón Á. Guðmundsson, Borgamesi
gegn Herði Pálssyni, Akranesi.
Þórir Leifsson, Borgarfírði gegn
Alfreð Alfreðssyni, Akranesi.
Einar Guðmundsson, Akranesi
gegn Ellerti Kristinssyni, Stykkis-
hólmi.
Þessum leikjum á að vera. lokið
fyrir áramótin.
2. umferð:
Sjóvá, Akranesi gegn Þór L. eða
Alfreð A.
Eggert Sigurðsson, Stykkishólmi
gegn Einari G. eða Ellerti K.
Jón Á. eða Hörður P. gegn Ragn-
ari Haraldssyni, Grundarfirði.
Hreinn Bjömsson, Akranesi,
gegn Áma Bragasyni, Akranesi.
Þessum leikjum á að vera lokið
fyrir 31. janúar nk.
kl.
laugardag
kl. 10-18
nov.
mánudag 30. nóv.
kl. 10-18
Góður afsláttur