Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
Tónlistarfélag Akureyrar:
Tónleikar í Borgarbíói
ÞRIÐJU tónleikar á starfsári
Tónlistarfélags Akureyrar verða
haldnir í Borgarbíói á morgun,
laugardag, og hefjast þeir klukk-
an 16.00. Flytjendur verða trióið
Nora Kornblueh sellóleikari,
Óskar Ingólfsson klarinettuleik-
ari og Snorri Sigfús Birgisson
píanóleikari. Flutt verða verk
eftir Witold Lutoslawski, Snorra
Sigfús Birgisson, Robert Schu-
mann, Igor Stravinsky og Ludvig
van Beethoven.
Óskar, Nora og Snorri hafa leik-
ið saman síðan 1980 og haldið
tónleika í Reykjavík og úti á lands-
byggðinni. Þau hafa farið í tónleika-
ferðir til Svíþjóðar og til Amsterdam
á ISCM-hátíð. Á þessu ári kom út
hljómplata með tríóinu sem íslensk
tónverkamiðstöð gaf út.
Óskar nam hjá Vilhjálmi Guð-
jónssyni og Gunnari Egilssyni í
Tónlistarskólanum í Reykjavík og
hjá John Mclaw í Royal College of
Music í London.
Nora stundaði nám hjá James
Doty í New York og hjá George
Neikrug í Boston, þar sem hún lauk
BM-prófi. Síðan lá leiðin til Montre-
ux í Sviss, þar sem hún stundaði
framhaldsnám við Institute of Adv-
anced Musical Studies. Nora starfar
sem hljóðfæraleikari í Reykjavík og
hefur frumflutt ýmis íslensk verk.
Snorri Sigfús stundaði fyrst
píanónám í Reykjavík hjá Gunnari
Sigurgeirssyni, Hermínu Kristjáns-
son, Jóni Nordal og Áma Krstjáns-
syni, en síðan við Eastmann School
of Music í Rochester, New York,
hjá Barry Snyder. Einnig lagði hann
stund á tónsmíðar hjá Þorkatli Sig-
urbjömssyni í Reykjavík og Ton de
Leeuw í Hollandi. Hann starfar nú
í Reykjavík sem hljóðfæraleikari og
tónskáld.
Morgunblaðið/GS
Slippstöðin 35 ára
Slippstöðin á Akureyri átti 35 ára afmæli sunnudaginn 22. nóvem-
ber siðastliðinn. Af því tilefni var öllu starfsfólki fyrirtækisins
boðið í mat í hádeginu í gær, en alls eru starfsmenn fyrirtækis-
ins um 250 talsins. Valmundur Pétursson er kokkur hjá Slippstöð-
inni, en hann var áður yfirkokkur í Sjallanum. Hann mun hafa
eldað svínakjöt fyrir Slippstöðvarfólk í gær.
„Rúntaramir“ flauta ennþá
EKKERT lát er á mótmælum
ungs fólks á Akureyri vegna lok-
unar rúntsins svokallaða um
Ráðhústorg. Fjórir dagar eru nú
liðnir siðan rúntinum var lokað
og hafa ungir ökumenn þeytt
bilflautur sínar öll kvöldin eftir
klukkan 10.00 á kvöldin og fram
eftir miðnætti. í fyrrakvöld
héldu þeir sig ekki aðeins við
miðbæinn heldur óku i einni hala-
rófu um nærliggjandi hverfi, upp
á Brekku og út i Glerárhverfi.
Matthías Einarsson lögreglu-
varðstjóri sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki kvíða helginni
enda væri engin ástæða til að ætla
að unglingamir héldu þessum leik
áfram. „Ef þessum látum linnir
ekki, verðum við að grípa til að-
gerða, en auðvitað vonumst við til
að hægt verði að leysa þetta mál á
friðsamlegan hátt.“
Matthías sagði að lás hliðsins
hefði verið brotinn upp fyrsta kvöld-
ið og það reynt aftur í fyrrakvöld.
Notuð vom verkfæri til jjess að
bijóta lásinn í sundur. „Eg hefði
ekki trúað því að svona nokkuð
myndi gerast á Akureyri og hef ég
þó starfað hér í 30 ár. Ég hélt að
unglingamir hér væm friðsamlegri
en raun ber vitni. Þó að slægi stund-
um í brýnu, var þá ekki nema um
eitt kvöld að ræða og yfirleitt áfengi
haft um hönd. Það er hinsvegar
ekki með í spilinu nú.“ Hann sagð-
ist ekki trúa því að unglingamir
væm allir á eigin bílum og vildi
hann að foreldrar sæju sóma sinn
í að huga að bömum sínum áður
en málið gengi lengra.
t
Lög wm—m
JónsMúIaÁmasonar
viðtexta momm
Jónasar Ámasonar
‘
/htiaton.
jons Múla Amasonar
viðtexta
jónasar Amasonar
HIiaiFÆRf
■ ElKAP.iAi.
/I ■
JÁ’** ..
rigjtaj (/■í/faj.j'ftjr?...
KÍt+uZj. 0//7uzíJ0rL'
Lög og textar þeirra bræðra eru fyrir löngu
sígild. Hér er úrval þeirra í nýjum búningi
flutt af fremstu söngvurum og hljóðfæra-
leikurum íslendinga. Tónlistarumsjón var í
höndum Eyþórs Gunnarssonar sem einnig
gerði flestar útsetningarnar.
Bubbi syngur: Við heimtum aukavinnu,
Ellen Kristjánsdóttir og Bjarni Arason látúns-
barki syngja Án þín, Bjarni syngur Augun þín
blá, Magnús Eiríksson syngur Einu sinni á
ágústkvöidi, Vikivaki í nýrri útsetningu og
nýtt lag, Það vaxa blóm á þakinu, sungið af
Sif Ragnhildardóttur.
Þessi plata höfðar til allra aldurshópa.
<á
„GAUKURAKUREYRAR“
1. flokks matur
á teríuverði
EKTA PIZZUR
Opið um helgar
frákl. 11.30-03.00
Virka daga
frákl. 11.30-01.00
v/Ráðhústorg
ILÆÆm
L0KAÆFING
Föstudsginn27/11 kl. 20.30
Laugardaginn 28/11 kl. 20.30
ALLRA SÍÐUSTU
SÝNINGAR.
Mmiðasala
96-24073
lEIKFGLAG AKUREYRAR
Diskóteká tveimur
hæðum. Gamla tónlistin
niðri. Frítt inn á laugar-
dagskvöld.
AthlAldurstakmark 18ára.
P.s. BjartmarogÁrn/jámkall
koma ekkifyrren laugardaginn
5. des.
Veltlngastaöur. Hafnarstræti 100. siml 25500
kíWtíi
■HOTEL
KEA-
O
FJ0LSKYLDUTILB0Ð
sunnudaginn 29. nóv.
Rósakálssúpa
Ofnsteikt lambalœri
m/bearnisesósu og
bakaöri karlöjlu
Aðeins kr. 550,-
Muniö barnaafsláttinn.
SúhMbwf