Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.11.1987, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 Tónlistarfélag Akureyrar: Tónleikar í Borgarbíói ÞRIÐJU tónleikar á starfsári Tónlistarfélags Akureyrar verða haldnir í Borgarbíói á morgun, laugardag, og hefjast þeir klukk- an 16.00. Flytjendur verða trióið Nora Kornblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarinettuleik- ari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari. Flutt verða verk eftir Witold Lutoslawski, Snorra Sigfús Birgisson, Robert Schu- mann, Igor Stravinsky og Ludvig van Beethoven. Óskar, Nora og Snorri hafa leik- ið saman síðan 1980 og haldið tónleika í Reykjavík og úti á lands- byggðinni. Þau hafa farið í tónleika- ferðir til Svíþjóðar og til Amsterdam á ISCM-hátíð. Á þessu ári kom út hljómplata með tríóinu sem íslensk tónverkamiðstöð gaf út. Óskar nam hjá Vilhjálmi Guð- jónssyni og Gunnari Egilssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og hjá John Mclaw í Royal College of Music í London. Nora stundaði nám hjá James Doty í New York og hjá George Neikrug í Boston, þar sem hún lauk BM-prófi. Síðan lá leiðin til Montre- ux í Sviss, þar sem hún stundaði framhaldsnám við Institute of Adv- anced Musical Studies. Nora starfar sem hljóðfæraleikari í Reykjavík og hefur frumflutt ýmis íslensk verk. Snorri Sigfús stundaði fyrst píanónám í Reykjavík hjá Gunnari Sigurgeirssyni, Hermínu Kristjáns- son, Jóni Nordal og Áma Krstjáns- syni, en síðan við Eastmann School of Music í Rochester, New York, hjá Barry Snyder. Einnig lagði hann stund á tónsmíðar hjá Þorkatli Sig- urbjömssyni í Reykjavík og Ton de Leeuw í Hollandi. Hann starfar nú í Reykjavík sem hljóðfæraleikari og tónskáld. Morgunblaðið/GS Slippstöðin 35 ára Slippstöðin á Akureyri átti 35 ára afmæli sunnudaginn 22. nóvem- ber siðastliðinn. Af því tilefni var öllu starfsfólki fyrirtækisins boðið í mat í hádeginu í gær, en alls eru starfsmenn fyrirtækis- ins um 250 talsins. Valmundur Pétursson er kokkur hjá Slippstöð- inni, en hann var áður yfirkokkur í Sjallanum. Hann mun hafa eldað svínakjöt fyrir Slippstöðvarfólk í gær. „Rúntaramir“ flauta ennþá EKKERT lát er á mótmælum ungs fólks á Akureyri vegna lok- unar rúntsins svokallaða um Ráðhústorg. Fjórir dagar eru nú liðnir siðan rúntinum var lokað og hafa ungir ökumenn þeytt bilflautur sínar öll kvöldin eftir klukkan 10.00 á kvöldin og fram eftir miðnætti. í fyrrakvöld héldu þeir sig ekki aðeins við miðbæinn heldur óku i einni hala- rófu um nærliggjandi hverfi, upp á Brekku og út i Glerárhverfi. Matthías Einarsson lögreglu- varðstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kvíða helginni enda væri engin ástæða til að ætla að unglingamir héldu þessum leik áfram. „Ef þessum látum linnir ekki, verðum við að grípa til að- gerða, en auðvitað vonumst við til að hægt verði að leysa þetta mál á friðsamlegan hátt.“ Matthías sagði að lás hliðsins hefði verið brotinn upp fyrsta kvöld- ið og það reynt aftur í fyrrakvöld. Notuð vom verkfæri til jjess að bijóta lásinn í sundur. „Eg hefði ekki trúað því að svona nokkuð myndi gerast á Akureyri og hef ég þó starfað hér í 30 ár. Ég hélt að unglingamir hér væm friðsamlegri en raun ber vitni. Þó að slægi stund- um í brýnu, var þá ekki nema um eitt kvöld að ræða og yfirleitt áfengi haft um hönd. Það er hinsvegar ekki með í spilinu nú.“ Hann sagð- ist ekki trúa því að unglingamir væm allir á eigin bílum og vildi hann að foreldrar sæju sóma sinn í að huga að bömum sínum áður en málið gengi lengra. t Lög wm—m JónsMúIaÁmasonar viðtexta momm Jónasar Ámasonar ‘ /htiaton. jons Múla Amasonar viðtexta jónasar Amasonar HIiaiFÆRf ■ ElKAP.iAi. /I ■ JÁ’** .. rigjtaj (/■í/faj.j'ftjr?... KÍt+uZj. 0//7uzíJ0rL' Lög og textar þeirra bræðra eru fyrir löngu sígild. Hér er úrval þeirra í nýjum búningi flutt af fremstu söngvurum og hljóðfæra- leikurum íslendinga. Tónlistarumsjón var í höndum Eyþórs Gunnarssonar sem einnig gerði flestar útsetningarnar. Bubbi syngur: Við heimtum aukavinnu, Ellen Kristjánsdóttir og Bjarni Arason látúns- barki syngja Án þín, Bjarni syngur Augun þín blá, Magnús Eiríksson syngur Einu sinni á ágústkvöidi, Vikivaki í nýrri útsetningu og nýtt lag, Það vaxa blóm á þakinu, sungið af Sif Ragnhildardóttur. Þessi plata höfðar til allra aldurshópa. <á „GAUKURAKUREYRAR“ 1. flokks matur á teríuverði EKTA PIZZUR Opið um helgar frákl. 11.30-03.00 Virka daga frákl. 11.30-01.00 v/Ráðhústorg ILÆÆm L0KAÆFING Föstudsginn27/11 kl. 20.30 Laugardaginn 28/11 kl. 20.30 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR. Mmiðasala 96-24073 lEIKFGLAG AKUREYRAR Diskóteká tveimur hæðum. Gamla tónlistin niðri. Frítt inn á laugar- dagskvöld. AthlAldurstakmark 18ára. P.s. BjartmarogÁrn/jámkall koma ekkifyrren laugardaginn 5. des. Veltlngastaöur. Hafnarstræti 100. siml 25500 kíWtíi ■HOTEL KEA- O FJ0LSKYLDUTILB0Ð sunnudaginn 29. nóv. Rósakálssúpa Ofnsteikt lambalœri m/bearnisesósu og bakaöri karlöjlu Aðeins kr. 550,- Muniö barnaafsláttinn. SúhMbwf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.