Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 51

Morgunblaðið - 27.11.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 51 Karvel gagnrýnir skattahugmyndir fjármálaráðherra: Nauðsynlegt að fækka undan- þágum og breikka skattstofn - til að styrkja skatteftirlit og sporna gegn undandrætti Stefndi í 7.500 m.kr. ríkissjóðshalla 1988, sagði fjármálaráðherra Nokkrar orðahnippingar urðu milli Jóns Baldvins Hannibals- sonar, fjármálaráðherra, og Karvels Pálmasonar (A/Vf), er ráðherrann mælti fyrir frum- varpi til staðfestingar á bráða- birgðalögum um ráðstafanir í fjármálum í efri deild Alþingis í fyrradag. Fjármálaráðherra gerði fyrst grein fyrir efnisatriðum bráða- birgðalaganna: 1) Dregið er úr undanþágum frá söluskatti. Sérstakur söluskattur (10%) leggst á matvæli og þjónustu sérfræðinga. Þetta er gert, sagði ráðherra, til að koma betur við eftir- liti með innheimtu söluskatts og sporna gegn skattsvikum. 2) Lagður er á nýr þungaskattur á bifreiðir. 3) Barnabótaauki og bætur al- mannatrygginga hækka til móts við vej-hækkunaráhrif söluskattsins. 4) Lagður er sérstakur skattur á erlendar tántökur, til að spoma gegn erlendri skuldasöfnun. 5) Áhættugjöld vegna ríkis- ábyrgða eru hækkuð í sama til- gangi. 6) Tollur á fjórhjól er hækkaður úr 10% í 90%. Karvel Pálmason (A/Vf) lýsti yfir andstöðu við „suma þætti“ bráðabirgðalaganna, einkum mat- arskattinn. Hann komi verst við þá sem sízt skyldi. Karvel sagði skatt af þessu tagi torvelda gerð kjara- samninga, sem framundan væru. Fjármálaráðherra og ríkisstjómin eigi að endurskoða afstöðu sína í þessu máli, hætta við skattinn eða koma með ótvíræðar tekjujöfnun- artillögur til mótvægis við áhrif skattsins á framfærslu heimilanna. Jón Baldvin Hannibalsson, íj'ármálaráðherra, sagði hliðarráð- stafanir hafa fylgt bráðabirgðalög- unum: 200 m.kr. hækkun á bamabótaauka og 100 m.kr. hækk- un á bótagreiðslum almannatrygg- inga. Þetta eigi þingmanninum að vera kunnugt um. Síðan vék ráðherra að breyting- um, sem fyrirhugaðar eru, bæði á tollum og vörugjaldi, sem hann sagði leiða til lækkunar á verði neyzluvamings. Meginatriðið er, sagði ráðherra, að varðveita þann kaupmáttarauka, sem náðst hefur á þessu ári og nemur ekki minna en 16-17% að meðaltali fremur en að horfa upp á að hann eyðist í nýrri kollsteypu. Ráðherrann sagði Alþýðuflokk- inn hafa lagt áherzlu á það í kosningastefnuskrá, að endurskoða þurfí tekjuöflunarkerfi ríkisins í heild, m.a. með fækkun á undan- þágum í söluskatti, breikkun skattstofns og lækkunar skattpró- sentu. Þetta var sérstaklega rök- stutt með vísan til skattsvikaskýrsl- unnar svokölluðu, sem unnin var undir verkstjóm framkvæmdastjóra verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði þing- heim enn einu sinni hafa orðið vitni að upphlaupi meðal stjómarþing- manna. Einn stjórnarþingmaður hefði komið í ræðustól til að gagn- rýna heiftarlega stjómarfrumvarp, sem flokksbróðir hans, ijármálaráð- herrann, væri að leggja fram. Júlíus vitnaði og til ummæla Eyjólfs Konráðs Jónssonar í Morg- unblaðinu, þar sem sagt væri, að fjárlagafrumvarpið hafi ekki verið formlega samþykkt í þingflokki sjálfstæðismanna. Hann sagði gerðir stjórnarinnar allar miða að því að auka álögur. „Ég býð ekki í það að vera þjóð- félagsþegn á íslandi á vormánuð- um.“ Skúli Alexandersson (Abl/Vl) sagði að þetta fyrsta frumvarp Al- þýðuflokksins yrði fyrst og fremst frægt fyrir matarskattinn . . . Fyrstu ráð Alþýðuflokksins til þess að breyta ijármálastöðu í þjóðfélag- inu væm að leggja á almennan matarskatt. Halldór Blöndal (S/Ne) mót- mælti því, sem hann taldi hafa komið fram í ræðu fjármálaráð- herra, að verið væri að framfylgja sérstefnu Alþýðuflokksins með end- urskoðun á tekjuöflunarkerfi ríkis- ins og í peningamálastjórnun. Verið væri að vinna áfram að því umbóta- starfí í peningakerfinu, sagði þingmaðurinn, sem hafíð hefði ver- ið af fyrri ríkisstjóm. Menn væru auðvitað ánægðir með að fá jafn röskan mann og fjármálaráðherra til að hjálpa við að vinna þau verk. Þegar þingmeirihluti er rúmur, sagði Halldór, vill það brenna við að einstakir stjórnarþingmenn leyfi sér ýmislegt fremur en þegar stjómarmeirihluti er naumur. Þing- maðurinn vék í því sambandi að afstöðu Karvels Pálmasonar (A/Vf) og Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S/ Rvk), en sá síðamefndi vilji ganga skemur í álagningu opinberra gjalda en nú er stefnt að. Halldór kvaðst deila þeim áhyggjum með fjármálaráðherra, hver þróun verði í kjaramálum. Ljóst sé að hvorki útflutningsat- vinnuvegir né gengi krónunnar þoli miklar krónutöluhækanir, eins og allt sé í pottinn búið. Karvel Pálmason sagði, í tilefni af ræðu Júlíusar Sólnes, að sam- kvæmt stjórnarskrá lýðveldisins væri frumskylda hvers þingmanns að fylgja sannfæringu sinni. Karvel sagði það koma úr hörð- ustu átt þegar þingmaður Alþýðu- bandalags, Skúli Alexandersson, væri að tala um innanflokksátök í öðrum flokkum. Karvel sagði að ákvörðun um matarskatt núna um áramótin, við ríkjandi kringumstæður, _ greiddi sízt götu kjarasamninga. Ég vænti þess fastlega, sagði hann, að ríkis- stjómin, og þá með forgöngu ijármálaráðherra, taki á þeim aðil- um, sem hlut eigi að undandrætti í skattheimtu. Því yrði ekki unað öllu lengur að alltaf væri byijað á launamanninum en hinum sleppt. Karvel vék loks að launaskriði, sem verið hafí í landinu, og hélt því fram, að fyrrverandi ríkisstjórn og fyrrverandi fjármálaráðherra hefðu hleypt þessari skriðu af stað fyrir síðustu kosningar með samn- ingunum við opinbera starfsmenn, sem verið hafi nánast svik við Al- þýðusamband íslands og þau félög sem nýbúin vóru að semja áður. Eyjólfur Konráð Jónsson (S/ Rvk) sagði að þegar fyrrverandi stjórn hafi verið mynduð, hafi hann gert það að algjöru skilyrði fyrir stuðningi við hana, að í fyrsta lið svonefndra mildandi aðgerða stæði að tollar og skattar sem leggjast ættu með miklum þunga á brýnustu nauðsynjar yrðu mjög lækkaðir. Þetta samþykktu allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, sagði Éyjólfur Konráð, og þess vegna studdi ég þá ríkisstórn. Eyjólfur sagði að hann væri andvígur ofsköttun. Ég tel ekki rétt að hækka skatta, og þá sízt neyzluskatta, sagði þingmaðurinn. Þingmaðurinn endurtók það, sem fram kom í ræðu hans á flokksráðs- fundi, að fjárlagafrumvarpið full- búið hafi ekki fengið formlega afgreiðslu í þingflokki sjálfstæðis- manna. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, kvað menn hafa horft fram á 7.500 m.kr. ríkissjóðs- Jón Baldvin Hanni- Karvel Pálmason Júlíus Sólnes balsson Skúli Alexandersson Halldór Blöndal Eyjólfur Konráð Jónsson. halla 1988, að óbreyttu. Þær ráðstafanir í fjármálum, sem hér væru til umfjöllunar, skiluðu ríkis- sjóði 1.000 m.kr. 1987 og 3.700 m.kr. 1988. Markmiðið væri að ná ríkissjóðshalla niður í núll og spoma gegn alltof miklum viðskiptahalla út á við og þenslu og verðrisi í þjóð- arbúskapnum. Jón vék máli sínu til Karvels Pálmasonar og sagði að með því að horfa til baka fengi hann það staðfest, að verið hefði gripið til tekjujöfnunaraðgerða, samhliða aukinni tekjuöflun, til að bæta þeim verst stöddu verðhækkunaráhrifin. Ráðherra kvað það skjóta skökku við að tala annarsvegar um nauðsyn þess að ná til skattsvikara en gagn- rýna hinsvegar aðgerðir, sem virtust nauðsynlegur undanfari bættra skattskila. Hann vitnaði enn til skattsvikaskýrslunnar um þetta efni. Þessi mál vóru þaulrædd innan Alþýðuflokksins, sagði ráðherra. Sá maður, sem hefði allar þær upplýs- ingar með höndum er lagðar voru fyrir þingflokk Alþýðuflokksins, vissi að sjálfsögðu nákvæmlega að hveiju væri stefnt um hliðarráðstaf- anir í öllu þessu máli. Ég fæ ekki séð að sú gagnrýni sem hér hefur verið flutt sé af neinu tilefni, sagði ráðherra í lok ræðu sinnar. Halldór Blöndal sagði að síðasta ríkisstjóm hafí hætt við að lögfesta virðisaukaskatt einfaldlega vegna þess að ákveðið var að taka upp staðgreiðslukerfi 1988 - og í of mikið hafi þótzt ráðist að gera hvort tveggja samtímis. Rétt er að ríkisfjármál vóru í vanda við stjómarskiptin, fyrst og fremst vegna tekjutaps og útgjalda- auka, sem ríkissjóður axlaði við gerð þjóðarsáttar, febrúarsamning- anna svokölluðu, það er í vamar- stríðinu gegn verðbólgunni og til að stuðla að stöðugleika í atvinnu- og efnahagslífinu. Þingflokkur sjálfstæðismanna gaf sínum ráðherrum, eins og aðrir þingflokkar, umboð til að það yrði lagt fram, þó svo ekki ynnist tími til þess að fylgjast með þeim breyt- ingum sem gerðar vóru á síðustu stundu vegna hins bráða vanda sem blasti við um mánaðamótin sept- ember-október. Það væri ástæðu- laust að gera stórt mál úr því. Halldór sagði að svo hafi alltaf verið að viss ágreiningur væri um einstök atriði í fjárlagafrumvarpi, t.d. hversu miklu fé skuli varið til hafnarframkvæmda . . . Um það þyrfti að ná samkomulagi við loka- afgreiðslu fjárlaga. Hann sagðist ekki halda að á milli stjórnarflok- kanna væri neinn sá djúpi ágrein- ingur um Qárlagafrumvarpið sem sumir vildu vera láta. Karvel Pálmason átti síðustu orðin í umræðunni. Hann sagði það ástæðulaust af fjármálaráðherra „að fara svo geyst sem hann hafi gert hér áðan“. Segja að umræðan hafí farið út um víðan völl. Ég veit ekki betur en fjármálaráðherra hafí sjálfur teygt lopann hér frá byijun, sagði þingmaðurinn. Eg spyr menn, sagði Karvel: var það engin búbót fyrir launafólk þegar söluskattur af matvöru var felldur niður á sínum tíma? Var það bara gert út í loftið? RÓMUÐ FEGURÐ - FRÁ ROSENTHAL studiohúsið á horni Laugavegs og Snorrabrautar HRINGDU! Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu kortareikning mánaðarlega. S VISA SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.