Morgunblaðið - 27.11.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987
íslensk getspá eins árs;
Sala á lottómið-
um slær öll met
FYRIRTÆKIÐ íslensk getspá,
sem starfrækir Lottó 5/32 hélt
fyrsta aðalfund sinn á dögunum
en fyrirtækið er nú rúmlega eins
árs. Steingrímur Hermannsson,
þáverandi forsætisráðherra,
keypti fyrsta lottómiðann í Mikla-
garði laugardaginn 22. nóvember
1986. Þar með hófst opinber saga
Lottósins á íslandi en mikið starf
hafði verið unnið áður en
Steingrímur keypti fyrsta mið-
ann. Það þurfti að finna réttar
vélar, hugbúnað, semja um prent-
un á miðum, finna húsnæði, senya
við Póst og síma um beinlínuteng-
ingar vegna sölukassanna sem
staðsettir voru viða um land og
einnig þurfti að koma á fót
öflugu umboðsmannakerfi.
í stjórn fslenskrar getspár fyrsta
starfsárið sátu Alfreð Þorsteinsson
og Þórður Þorkelsson af hálfu ÍSÍ,
Arinbjöm Kolbeinsson og Bjöm
Ástmarsson af hálfu Öryrkjabanda-
lagsins og Haukur Hafsteinsson af
hálfu UMFÍ. Þórður var kjörinn
stjómarformaður.
„Jú, það var mikil vinna sem lá
að baki því að koma Lottóinu áf
stað,“ sagði Þórður í samtali við
Morgunblaðið skömmu eftir að
fyrsta aðalfundinum lauk. Þar voru
sömu menn kjömir í stjóm nema
hvað Sigurbjöm Gunnarsson var
kjörinn fyrir hönd UMFÍ í stað
Hauks.
Talsverð óánægja var meðal
nokkurra manna þegar lottókössun-
um var úthlutað á sínum tíma og
töldu þeir hinir sömu að þeir hefðu
átt að hreppa hnossið. Þórður var
spurður hvemig hefði verið ákveðið
hveijir fengu lottókassa og hveijir
ekki.
„Það voru sölumennimir sem
ákváðu hveiju sinni hvar lottókassi
ætti að vera og ég reikna fastlega
með að það hafí stundum verið erfíð-
ar ákvarðanir sem þeir urðu að taka
í því sambandi en ég held að það
hafí ekki verið nein pólitík í því
vali. Sumir vildu ólmir fá kassa en
aðrir voru frekar tregir. Nú erum
við með 160 kassa víðs vegar um
land og teljum að flestir íslendingar
eigi þokkalega greiðan aðgang að
sölustöðunum og geti þv( verið með.
Skoðanir manna á mikilvægi þess
að vera með kassa em misjafnar.
Sumir, og reyndar nokkuð margir,
telja að þeir auki söluna hjá þeim,
en í einu tilfelli var kassa skilað til
okkar. f seinni tíð hefur verið sóst
talsvert eftir kössum og í sumar
settum við upp 10 sumarkassa á
nokkrum stöðum þar sem ferða-
menn koma mikið og þeir hafa
gengið vel og eru enn á sama stað.“
404 milljónir
á sjö mánuðum
Á aðalfundinum kom fram að þá
rúma sjö mánuði sem sala lottómiða
hafði farið fram, en reikningsárið
er til 30. júni, hafí landsmenn keypt
lottómiða fyrir rúmlega 404 miiljón-
ir. Tekjunum er skipt þannig að 40%
fara (vinninga, síðan er allur kostn-
aður dreginn frá og restinni er skipt
milli eignaraðilanna. ÍSÍ fær
46,67%, ÖBÍ 40,0% og .UMFÍ
13,33%.
Fram tii 30. júní höfðu rúmar 162
milljónir verið greiddar í vinninga.
ÍSÍ hafði fengið 60,7 milljónir til
ráðstöfunar, OBÍ 52 milljónir og
UMFÍ 17,3 milljónir. Sú vinnuregla
hefur skapast að greiða út til eignar-
aðilanna síðasta virkan dag hvers
mánaðar. Eftir að greitt var út fyr-
ir októbermánuð hefur ÍSÍ fengið
95,6 milljónir, ÖBÍ 82 milljónir og
UMFÍ 27,3 milljónir. Er stjómar-
formaðurinn ánægður með útkom-
una það sem af erY
„Já, ég held ég geti ekki sagt
annað. Lottóið hlaut miklu betri við-
tökur en við höfðum búist við í
upphafí. Hver ástæðan er veit ég
ekki en svo virðist sem fólk bíði
eftir útdrætti á laugardögum. Auð-
vitað er líka alltaf spennandi þegar
eitthvað nýtt er á ferðinni og svo
held ég menn hafi almennt mjög
gaman af því að taka þátt í svona
löguðu," sagði Þórður Þorkelsson.
Er hægt að auka söluna enn frek-
ar?
eins og nú er og á miðvikudögum.
Þetta er ekki óalgengt erlendis en
það hefur sýnt sig að potturinn á
miðvikudögum er mun minni en á
laugardögum, en þetta er allt í at-
hugun hjá okkur.
Það er einnig í athugun að Get-
raunir komi inn í söiukerfið hjá
okkur og að sölukassamir okkar
verði notaðir til þess að tippa. Ekki
er enn búið að ákveða með hveijum
hætti þetta verður en það bendir
allt til þess að af þessu verði fyrr
en síðar.
Morgunblaðið/Þorkell
Stjómarmenn íslenskrar getspár og framkvæmdastjóri. Frá vinstri:
Bjöm Ástmarsson, Arinbjörn Kolbeinsson, Þórður Þorkelsson, Al-
freð Þorsteinsson, Sigurbjöm Gunnarsson og Vilhjálmur Vilhjálms-
son.
„Já, það held ég örugglega. Við
náum að vísu til-um 95% þjóðarinn-
ar með sölukerfinu eins og það er
núna en við erum að fá 20 nýja
kassa og setjum þá upp þar sem
mesta þörfín er. Reynslan erlendis
frá sýnir að það er heldur aukning
en hitt og þá erum við að ræða um
fyrirtæki sem hafa starfað lengur
en við þannig að við búumst við
aukinni sölu.
Salan hefur gengið mjög vel í
haust og síðustu þijár vikur hafa
verið þær söluhæstu þegar potturin
er einfaldur þannig að það er enginn
ástæða til annars en ætla að þetta
sé á réttri leið allt saman.“
Já, mikið rétt, því samkvæmt því
sem segir í ársskýrslunni erum við
í efsta sæti lista INTERTOTO, al-
þjóðasamtökum happdrætta. Hver
Islendingur kaupir lottómiða fyrir
2,1335 svissneska franka á viku en
Ástralir, sem koma næstir okkur
versla vikulega fyrir 2,1284 svissn-
eska franka.
Dregið tvisvar í viku?
Það er fróðlegt að skoða hvemig
salan dreifíst eftir dögum og síðan
hvemig hún dreifíst eftir klukku-
stundum á laugardögum. Þórður
skýrir málið.
„Salan á laugardögum er lang-
mest og nokkuð merkileg því þá er
réttur stfgandi í sölunni allt fram
til klukkan átta. Það eru þó alltaf
einhveijir sem missa af lestinni því
við sjáum á vélunum hjá okkur að
það eru um 250-300 hreyfingar á
mínútu eftir að búið er að loka fyr-
ir söluna. Þrátt fyrir þetta álag
skömmu áður en dregið er eru sölu-
kassamir ekki fullnýttir, þeir geta
annað talsvert meiru en þeir gera.
Það hefur talsvert verið rætt að
Lottóið flytji sig yfir á sunnudaga
til þess að freista þess að auka söl-
una aftur hjá Getraunum. Mér
finnst það ekki koma til greina
vegna þess að það hefur mikinr,
aukakostnað í för með sér fyrir
okkur vegna þess að þá yrðum við
að hafa allt starfsfólkið í vinnu alla
daga vikunnar.
Einnig hefur verið rætt um að
draga tvisvar f viku. Á laugardögum
Dreifing vinningstalna frá
upphafi og til 21. nóv. 1987
1 xxxxxxxxx 8
2 XXXXXXXXXXX 11
3 XXXXXXXX 8
4 XXXXXXXXXXXXXXXXXX 18
5 XXXXXXXXXXXXX 13
6 XXXXXXX 7
7 XXXXXXXXXXX 11
8 XXXXXXXX 8
9 XXXXX 5
10 XXXXXXXXXX 10
11 XXXXXXX 7
12 XXXXXXX 7
13 XXXXXX 6
14 XXXXXXXXX 9
15 XXXXXXX7
16 XXXXXX 6
17 XXXXXXXX 8
18 XXXXXX 6
19 XXXXXXXXXX 10
20 XXXXXXXXX 9
21 XXX 3
22 XXXXXXXX 8
23 XXXXXXXXXXX 11
24 XXXXXX 6
25 XX 2
26XXXX4
27 XXXXXXXX 8
28 XXX 3
29 XXXXXXXXXXXX 12
30 XXXXXXX 7
31 XXXXXXXXXXX 11
32 XXXXXXXXXX 10
Hugleiða að bæta
bónustölu við
Við höfum einnig mikið velt því
fyrir okkur hvort ekki sé rétt að
fara að koma með svokallaða bónus-
tölu eins og víða tíðkast erlendis.
Bónustalan er þannig að eftir að
búið er að draga út fimm tölur er
dregin ein tala til viðbótar, bónus-
talan, og er hún aðeins gild fyrir
þá sem eru með fjóra rétta hveiju
sinni. Þeir geta með þessu fengið
fímm rétta og unnið verulega upp-
hæð. Við höfum verið að ræða um
að 15% af heildarsölunni renni í
bónustöluna hveiju sinni. Erlendis
er dálftið mismunandi hversu mikið
rennur í bónusinn, en ég veit dæmi
þess að 18% renni í bónustöluna.
Það sem gerist nú á allra næstu
vikum er að vararafstöð verður
komið fyrir í kjallaranum hjá okkur
þannig að ekkert komi fyrir ef raf-
magnstruflanir verða. Við erum með
Á þessari mynd má sjá súlurit yfir sölu íslenskrar getspár. Súlan
sem nær uppundir loft sýnir söluna metviku þegar potturinn var
tvöfaldur.
mjög dýran tækjabúnað og því er
þetta nauðsynlegt."
Auglýsa ekki hjá
íþróttafélögum
Talsverðrar óánægju hefur gætt
meðal íþróttamanna og foiystu-
manna íþróttafélaga vegna þess að
íslensk getspá er ófáanleg til að
auglýsa á íþróttabúningum félags-
liða og landsliða. Einnig hefur þeim
verið boðið að styrkja mót hér á
landi en því var einnig neitað. Hver
er ástæðan fyrir því að íslensk
getspá, sem er að hluta til í eigu
íþróttahreyfíngarinnar, vill ekki
auglýsa hjá íþróttafélögum eða hjá
landsliðum okkar?
„Það er mikið leitað til okkar um
auglýsingar, úr öllum áttum, en við
höfum ekki viljað ganga lengra en
við höfum hingað til gert. Þetta
hefur verið mikið rætt í stjóminni
og menn eru sammála um að fara
ekki lengra en gert er. Við auglýsum
í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi
auk landsmála- og héraðsfrétta-
blaða. Það eru þrír eignaraðilar að
íslenskri getspá og því gæti verið
erfítt að setja línumar ef við tækjum
til við að auglýsa mót eða hjá
íþróttafélögum.
Það hefur verið bent á að við
keyptum lag á 113.000 krónur á
sínum tíma þegar lög vom til sölu
á einni útvarpsstöðinni fyrr á þessu
ári. Það sem réð því að við keyptum
lagið var að það var mikil stemmn-
ing fyrir þessu um land allt og við
töldum þetta góða auglýsingu fyrir
Lottóið. Ég held að lagið hafi verið
Lífíð er lotteri," segir Þórður og
bætir síðan við: „er það ekki fín
auglýsing?"
Rétt viðbrögð
- ekki fordæmi
Það er einn útdráttur öðmm
fremur sem menn muna eftir. Það
var laugardaginn 31. október sem
útdrátturinn mistókst í fyrstu til-
raun og því varð að draga aftur.
Stjóm fslenskrar getspár ákvað á
fundi sínum daginn eftir að greiða
þeim sem vom með vinning eftir
fyrri dráttinn sömu upphæð og þeim
sem síðan fengu vinning þegar
drátturinn var endurtekinn á lögleg-
an hátt. Margir hafa haft orð á því
að eðlilegt hefði verið fyrir stjómar-
meðlimi að segja af sér. Hvað segir
Þórður Þorkelsson um það?
„Ég held það sé ekki okkar að
meta hvort við hefðum átt að segja
af okkur. Það hljóta að vera eignar-
aðilamir sem ákveða það. Við
ákváðum að bregðast svona við
þessum mistökum og ég held það
hafi verið rétt. Við höfðum fyrst og
fremst í huga að auka traust okkar
viðskiptavina á fyrirtækinu og ef
við miðum við þau viðbrögð sem
koma fram í sölunni þá virðist þetta
hafa tekist."
Hvað með fordæmið. Nú nam
þetta um 6 milljónum og gæti orðið
um 60 milljónir eftir nokkur ár ef
við segjum að salan eigi eftir að
margfaldast á næstu ámm. Treystir
þú þér þá til að taka sömu ákvörðun
um fjámiuni fyrirtækisins og þætti
þér það eðlilegt?
„Ég held að þetta sem við gerðum
í þessu tilviki sé ekki fordæmi fyrir
því hvemig skuli bregðast við ef við
yrðum svo óheppnir að mistök við
útdrátt ættu sér stað aftur. Það
verður að meta það hveiju sinni
hvemig bregðast á-við. Stjómin taldi
réttast, í þessu tilviki, að greiða
þeim sem höfðu vinningstölur sam-
kvæmt fyrri drættinum, sömu
upphæð og þeir fengu sem höfðu
réttar tölur við síðari útdráttinn.
Það er ljóst að fyrri útdrátturinn
var ógildur en sá síðari gildur en
við ákváðum samt að gera þetta til
að auka traust viðskiptavina okkar."
Lýstu aðeins fyrir okkur hvemig
þér varð við þegar mistökin upp-
götvuðust.
„Það er náttúrulega algjört slys
að svona skuli koma fyrir og það
harma það allir. Ég var í sjónvarps-
sal þegar þetta gerðist. Við sátum
í um 10-12 metra fjarlægð frá vél-
inni og það var sterkt ljós á henni
þannig að við sáum hana ekki vel.
Það var tæknimaður sjónvarpsins
sem sá þetta fyrst þegar drættinum
var að íjúka og fulltrúi dómsmála-
ráðuneytisins skipaði svo fyrir að
dregið skyldi að nýju.
Auðvitað brá mér geysilega en
reyndi þó að halda áttum á meðan
þetta gerðist. Svona á ekki að geta
gerst en þetts sýnir okkur bara að
það er ekkert fullkomið."
Dreifíng vinningstaina hefur vak-
ið spumingar um hvort allt sé í lagi
hjá ykkur. Um tíma kom talan 6
sjaldan upp og menn voru þá famir
að velta fyrir sér hvort sú kúla
væri eitthvað biluð. Hvað ertil í þvf?
„Það er ekkert til í því að hún
hafí verið biluð. Við vomm að vísu
famir að hugleiða þann möguleika
en fróðir menn sögðu að þetta væri
alveg eðlilegt. Talan 6 hefur nú tek-
ið góðan kipp og er búin að koma
oft upp.
Við emm með tvö sett af kúlum
sem em innsiglaðar af dómsmála-
ráðuneytinu og yfirfamar af
öryggiseftirliti ríkisins. Það er full-
trúi dómsmálaráðuneytisins sem
velur hvort settið skuli notað hveiju
sinni og taskan er ekki opnuð fyrr
en i sjónvarpssal þannig að það á
ekkert að vera að.“
Spilar alltaf sjálfur
Spilar stjómarformaður Getspár
í Lottói?
„Já, alltaf og ég hef meira að
segja unnið einum fímm eða sex
sinnum. Ég var með þijá rétta og
fékk því fyrir næsta seðli. Það er
mjög mismunandi hvemig menn
velja tölur. Sumir em alltaf með
sömu tölumar og láta þá afmælis-
daga, bflnúmer eða eitthvað því um
líkt ráða hvaða tölur em en sumir
láta kassana alltaf velja fyrir sig.
Stóri vinningurinn hefur oftast kom-
ið á seðla þar sem menn hafa sjálfír
valið tölumar en það hefur þó kom-
ið fyrir að vinningurinn hefur komið
á sjálfval tölvukassa.