Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.11.1987, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1987 64 * Fóstrufélag Islands: Starfsdagar um gildi upp- eldis á dagvistarheimilum FÓSTRUFÉLAG íslands gekkst fyrir starfsdögum um gildi uppeld- is á dagvistarheimilum dagana 19. og 20. nóvember sl. Fyrirlesari var Berit Bae, lektor við „Bameverns- akademiet" i Osló, en til starfs- daganna var boðið fulltrúum allra kaupstaða landsins, svo og Mennta- málaráðuneytisins og Fóstruskóla íslands. í ályktun frá starfsdögunum segir meðal annars að rannsóknir á uppeldi á dagvistarheimilum sýni að dagvist- arheimili verði að uppfylla ýmis skilyrði, þau þurfí að vera vel búin og „bömin njóti þar handleiðslu sér- menntaðs starfsfólks." eins og segir í ályktuninni. Skora þáttakendur starfsdaganna á alla, sem tengjast dagvistarheimilum, að taka höndum saman og vinna að velferð bama. Sigurður Pétur Bragason söngvari. SIGURÐUR Pétur Bragason óperusöngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit laugardaginn 28. nóvember kl. 15.00. Á efnisskrá tónleikanna eru bæði íslensk og erlend lög. Sigurður Pétur Bragason lauk tónmenntakennaraprófí frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1978 og lauk 8. stigs prófí úr Söngskólanum í Reykjavík 1981. Sigurður Pétur var við söngnám hjá Maestro Pier Miranda Ferraro í Mílanó á Ítalíu 1983-1986. Sigurður hefur sungið með íslensku óperunni hlutverk í óperunum Búum til ópem og Töfra- fíautunni, í Þjóðleikhúsinu söng hann í ópemnni Tosca. Einnig söng hann vorið 1986 hlutverk Jesú Krists í verkinu Sjö orð Krists á krossinum eftir Allori á sönghátíð í Mflanó sem haldin er um hveija páska. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókennaraprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1978. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Freiburg im Breisgau og lauk þaðan Diplom- Þóra Friða Sæmundsdóttir píanóleikari. prófí 1981. Þóra Fríða var síðan við nám í tónlistarháskólanum í Stuttgart, en þar valdi hún ljóða- flutning sem sérgrein. Eftir að Þóra Fríða kom heim frá námi 1984 hefur hún aðallega starfað sem píanóleikari og kennari í Reykjavík. Stúdentakjallarinn: Málþing umkristna siðfræði SOFFÍA, félag heimspeki- nema, stendur fyrir málþingi eða samdrykkju um kristna siðfræði í Stúdentakjallaran- um við Hringbraut í dag, föstudaginn 27. nóvember. Yfirskrift hennar er: „Kristin siðfræði: Hvað á hún skylt við fræðilega siðfræði?" Frummælendur verða þeir Vil- hjálmur Ámason heimspekingur og séra Gunnar Kristjánsson. Þorsteinn Gylfason lektor við heimspekideild Háskóla íslands og Bjöm Bjömsson prófessor í guðfræðideild munu leiða um- ræður á eftir. Samdrykkjan hefst klukkan 20.00 og em allir áhugamenn um efnið velkomnir. STOLPI Vinsæli töivuhugbúnaðurinn Staðgreiðslukerfi skatta Nýtt launakerfi, sem byggt er á hinu vinsæla Iauna- kerfí okkar. • Mjög sveigjanlegt og létt að læra. • Gert fyrir nánast öll afbrigði launagreiðslna. • Mánaðarlegar skilagreinar þó greitt sé vikulega. • Gert fyrir 999 launþega og 99 deildir. • Hægt að tengja stimpilklukkum, fjárhags- og verkbókhaldi. • í STÓLPA eru sjö önnur alsamhæfó kerfí. • Gengur á allar PC, XT og AT tölvur, IBM sam- ræmdar. • Góð þjónusta og kennsla. Námskeið: 25. nóv., 10., 17. og 28. des. kl. 8.00-17.00. Verð með söluskatti kr. 44.000,- Litli STÓLPI fyrir lOlaunþega kr. 19.800,- Námskeið, einn dagur kr. 4.000,- Þú lærir á kerfíð, setur inn upplýsingar um alla launþega og reiknar út launin á einum degi (allt að 40 launþegar). Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Sala, þjónusta Markaðs- og söluróðgjöf, Björn Viggósson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-688055. TONLEIKARI BÆJARSVEIT Úr umferðinni í Reykjavík miðvikudaginn 25. nóvember 1987 Árekstrar bifreiða: 16. Radarmælingar leiddu til 7 kæra fyrir of hraðan akstur. Á Sætúni voru ökumenn kærðir fyrir hraðann 82-98 km/klst. og á Kringlumýrarbraut fyrir 105 km/klst. Ekið mót rauðu ljósi á götuvita: 6 ökumenn kærðir. Stöðvunarskyldubrot: 3 ökumenn kærðir. Kranabifreið fjarlægði 11 bifreiðir fyrir ólöglega stöðu. Klippt voru númer af 3 bifreiðum fyrir vanrækslu á að færa þær til skoðunar. Samtals voru 42 kærur fyrir umferðarlagabrot á miðvikudag. Frétt frá lögreglunni í Reykjavík. ... lækkun á 500 g smjörstykkjunum. Við komum til móts við heimilin í jólaundirbúningnum... Venjulegt verð kr. Jólatilboð: Jólaafslátturínn nær til i/io / smjörstykkjanna ■t/O. / í jólaumbúðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.