Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 Strákarnir ganga hér brosleitir inn á leikvanginn f Amsterdam. Myndina tók Garðar Vigfússon. Hér er 17 manna hópurinn er keppti í október sl. við sterkustu jafnaldara sína viðsvegar að úr Evrópu. Nóg af efnilegu frj álsíþróttafólki Spjallað við Garðar Vigfússon Gaulverjabœ. UPPGANGUR hefur verið f fijálsum fþróttum þjá Héraðsam- bandinu Skarphéðni undanfarin ár. Nærtækasta sönnunin er líklega frammistaða liðsins f síðustu Bikarkeppni. Aðeins munaði þar einu stigi að HSK velti ÍR-ingnm úr sessi. En að baki slíkum árangri standa fleiri en afreksfólkið sjálft, þó það sé skiljanlega mest f sviðsljósinu. - Einn af mörgum bak við árang- urinn er Garðar Vigfússon búsettur að Húsatóftum á Skeið- um. Hann hefur um áratugaskeið verið starfsmaður á fijáls- íþróttamótum hjá HSK. Einnig sést hann tftt á stórmótum f Reykjavík og þá yfirleitt að störfum kringum kastarana. Stöðugur áhugi hans hefur virk- að hvetjandi á marga. Garðar hlaut i haust gullmerki FRÍ fyrir vel unnin störf. Fréttaritari tók Garðar tali um fijálsar íþróttir og för hans með unglingalandsliði drengja 19 ára og yngri til Hollands fyrir stuttu. Garðar sagði að íþróttalíf hefði verið allmikið á Skeiðunum sín upp- vaxtarár. Fimleikar voru talsvert stundaðir en áhugi hans hefði frá byijun beinst að frjálsum. Sjálfur stundaði hann köstin en varð að hætta fljótlega vegna lömunar. Einn af sonum Garðars, Unnar er í hópi okkar fjölhæfustu kastara og hefur náð mjög góðum árangri í spjótkasti. Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið REVELL-módel á stórlækkuðu verði. Takmarkað magn. Póstsendum. „ , M Verð aður kr. Verð nú kr. Chevrolet Scottsdale m/mótorhjóli 2.630.00 1.315.00 Willys Jeep (Golden Eagle) 2.630.00 1.315.00 Cutty Sark 1.735.00 1.310.00 Garðar Vigfússon Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Umrætt mót var Evrópumeist- aramót félagsliða 19 ára og yngri. Það fór fram í Amsterdam 3. októ- ber sl. Tvö_ landslið tóku þátt í mótinu, lið íslands og Luxemborg. Hitt voru 10 öflug félagslið víðsveg- ar að úr Evrópu. „Þetta var all sterkt mót og mér fundust fjölmiðlar hér heima gera því frekar takmörkuð skil," sagði Garðar í upphafí. „Það sást á bestu afrekum keppenda fyrir mót að margir áttu árangra yfír gildandi fslandsmetum, þannig að ekki var keppt við neina aukvisa í mörgum greinum. Til dæmis átti sleggju- kastarinn, Grikki, best 68 metra rúma. Langstökkvarinn, Breti, 7.87 m. Hástökkvari átti 2.16 m. Allt eru þetta árangrar yfír íslandsmet- um. Við tókum nú þátt í þessu móti í annað sinn og síðast lentum við í neðsta sæti. Nú vorum við áttundu af tólf iiðum, þannig að um framför er að ræða. Margir strákanna hafa líka aldur til að keppa aftur á þessu móti. Bestum árangri náði Bjarki Viðarsson HSK, en hann hlaut silf- ur í kúluvarpi, kastaði 13.32. Vantaði aðeins nokkra sentimetra í gullið. Langhlaupurunum gekk mjög vel og varð Frímann Hreins- son þriðji í 3000 m hlaupi á 8:41,16 og Steinn Jóhannsson FH einnig þriðji í 800 m hlaupi á 1:56,00. Einnig vantaði Finnboga Gylfason aðeins sekúndubrot í að ná þriðja sæti í 1500 m. Það er orðið langt síðan við höfum átt jafn efnilega langhlaupara. Garðar sagði strákana annars hafa staðið sig mjög vel og að það yrði eftirsjá ef þessir strákar héldu ekki áfram. Hann kvað alltof marga efnilega ftjálsíþróttamenn hætta of snemma, eða snúa sér að öðrum íþróttagreinum. Honum fínnst fjöl- miðlar sýna frjálsum íþróttum of lítinn áhuga og einnig þeir sem ráða fjármagni. „Þegar farið er í svona ferðir brennur manni í augum að sjá aðstöðumuninn. Jafnvel 13 þúsund manna smábæir í Norður Noregi hafa betri velli en sjást hér. Nýjasta dæmið er líklega Lottóið. Loksins þegar íþróttafélög sáu fram á einhverja peninga til uppbygging- arstarfs þá sá hið opinbera sér leik á borði að rýra framlag sitt til Ungmennafélaganna um 67% og litlu minna til ISÍ. Stjómvöld geta tæpast talist hliðholl æskunni þegar peningar til heilbrigðs íþróttastarfs eru þannig skertir, og á sama tíma láta sumir alþingismenn sér sæma að gera tilraun til að koma einum vímuefnagjafanum enn í umferð. Á ég þar við blessaðan bjórinn," sagði Garðar í lokin. Valdim. G. Bók eftir Ludlum BÓKAÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út bók eftir Robert Ludlum sem heitir Hart á móti hörðu. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í næturklúbbi í Hong Kong hafði verið skrifað með fírigri á blóðstork- ið gólfíð. Þetta var nafn manns sem heimurinn vildi að væri grafínn og gleymdur: Jason Boume. Washington, London, Peking, skelfingin fer eins og eldur í sinu um heiminn. Maðurinn sem stendur næst sjálfum forseta Alþýðulýð- veldisins er myrtur af manni sem áður hafði skilið eftir sig blóðuga hryðjuverkaslóð um víða veröld. Þjóðarleiðtogar og undirheima- furstar — allir spyija sömu kvíðvænlegu spumingarinnar: Er Boume aftur kominn á kreik? En bandarískir embættismenn sitja uppi með uggvekjandi vitneskju: Jason Boume er ekki til og hefur aldrei verið. Nafnið var dulnefni David Webb á meðan hann var að elta uppi Carlos, hinn alræmda MEISTARISPENNUSÖGUNNAR HARTÁMÓTI hryðjuverkamann. Nú hefur annar endurvakið nafnið. Og verði sá maður ekki stöðvaður vofír yfír ógn og upplausn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.