Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 02.12.1987, Blaðsíða 80
| ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA | iGuðjónÓ.hf. 1 / 91-27233 l trjpttMnMi SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/RAX Guðmundur Magnússon, bóndi í Káraneskoti, stend- ur á grind viðgerðaverkstæðisins sem lagðist saman í hvassviðrinu i fyrrinótt. A innfelldu myndinni eru Guðmundur og eiginkona hans, Jóhanna Finnsdóttir, sem heldur á dóttur þeirra, Lovisu Ólöfu. Viðgerðaverkstæði í Kjós eyðileggst í annað sinn: Milljón kr. Ijón á mánuði - segir Guðmundur Magnússon bóndi í Káraneskoti Viðgerðaverkstæði, sem ábúendur á jörðinni Káraneskoti i Kjósarhreppi eru með í smiðum á jörðinni, lagðist saman og eyðilagðist vegna hvassviðris á miðnætti i fyrrinótt. Það sama gerðist i byijun nóvember sl. og er tjónið saman- lagt um ein milljón króna, að sögn Guðmundar Magnússonar, bónda í Káraneskoti. „Tjónið er mjög tilfinnanlegt," sagði Guðmundur, „því við sitjum sjálf uppi með skaðann. Við keyptum Káraneskot og byrjuðum að búa þar í maí sl. með nokkrar kindur og kýr. Það virðist ekki þýða neitt að hafa timburgrind í verkstæðinu, þannig að ég sé fýrir mér fokdýra steypubyggingu," sagði Guð- mundur. Sambandsstjómarfundur ASÍ: Það hlýtur að komatílátaka - breyti vinnuveitendur ekki um afstöðu FUNDUR sambandsstjórnar Al- þýðusambands íslands telur að verði ekki breyting á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamn- inga hljóti að koma til átaka fljótlega á næsta ári og sam- þykkti að hafi samningar ekki tekist fyrri hluta janúar verði boðað til kjaramálaráðstefnu á vettvangi Alþýðusambandsins. Þá beri brýna nauðsyn til þess að tekið sé upp kaupmáttar- tryggingarkerfi á nýjan leik. Þetta kemur fram í kjararnála- ályktun sambandsstjómarfundar- ins, sem haldinn var í gær og í fyrradag. Þar eru aðildarfélögin hvött til virkrar umræðu og sam- stöðu um kjaramálin. Atvinnurek- endur hafí á undanfömum vikum dregið upp dökka mynd af afkomu- horfum næsta árs og hafnað öllum lagfæringum i samningum. Stjómin leggur áherslu á að aðildarfélögin og samböndin gangi á næstu vikum eftir samningum bæði við einstaka atvinnurekendur og samtök þeirra. Hver einstakur vinnuveitandi verði að finna fyrir ábyrgð sinni og eigi ekki að fá að skjóta sér í skjól af vinveitendasamtökunum. Þá ítrekaði fundurinn mótmæli miðstjómar ASÍ við áformum stjómvalda um skattlagningu mat- vara um áramótin og krefst þess að felldar verði niður þær álögur sem þegar hafí tekið gildi. Skatt- lagning matvara komi óhjákvæmi- Ný tilgáta um eldvirkni: Bein tengsl milli megin- eldstöðvanna á Islandi Frestaði eldgosið í Heimaey Kötlugosi? í NÝRRI tilgátu sem Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, hefur sett fram, er þvi haldið fram að tengsl séu á milli megineldstöðva á ís- t landi í gegnum hálfbráðið lag undir jarðskorpunni á 10-20 km dýpi. Páll telur að beint samband hafi verið á milli eldsumbrotanna við Kröflu og mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu, og hann telur mjög líklegt að samband sé á milli skjálftavirkni á Kötlusvæðinu og eld- gosanna í Surtsey og á Heimaey — jafnvel þannig að eldgosin á Vestmannaeyjasvæðinu hafi „frestað" Kötlugosi Páll lýsti þessari tilgátu sinni í fyrirlestri á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags í Háskóla ís- lands á mánudagskvöldið. Hann tók fram að tilgátan gerði ekki ráð fyr- ir að bráðin hraunkvika streymdi beint á milli megineldstöðva, heldur væri um svokallað þrýstingssam- ■ band að ræða. Undir megineld- stöðvum er kvikuþró á 3-4 km dýpi sem aftur tengist vijð hálfbráðið lag sem liggur undir íslandi á 10-20 km dýpi, og getur uppstreymi á kviku til einnar eldstöðvar valdið lækkun á þrýstingi í öðrum eld- stöðvum, sem aftur getur haft áhrif ~V á eldvirkni og skjálftavirkni í þeim. Þetta hálfbráðna lag var fyrst uppgötvað við skjálftamælingar árið 1977, en það virðist vera í tengslum við svokallaðan heitan reit undir íslandi, og fínnst t.d. ekki undir Reykjaneshryggnum SV af landinu. Ekki hefur hingað til verið sýnt fram á að beint samband sé á milli atburða í megineldstöðv- um á íslandi, en athuganir Páls sýna mikla fylgni á miili kvikuupp- streymis á Kröflusvæðinu og skjálftavirkni við Bárðarbungu, en hegðun þeirra skjálfta bendir til að kvika hafí streymt úr kvikuþró und- ir Bárðarbungu. Þá virðist hegðun skjálfta í Kötlu benda til að kvika hafí streymt burt þaðan ijórum árum eftir að eldsumbrot voru á Vestmannaeyja- svæðinu. Þetta gæti hafa orðið til þess að Kötlugos hefði ekki komið á „réttum tíma", en Katla gysi með mjög reglulegu bili tvisvar sinnum á öld og hefði síðasta gos sam- kvæmt því átt að koma í kringum 1960. lega harðast niður á þeim sem séu tekjulágir ognoti stóran hluta tekna sinna til matvörukaupa. Nái áform ríkisstjómarinnar fram að ganga muni það spilla frekar en orðið er samkomulagsmöguleikum á vinnu- markaði. Færri jóla- lömb en und- anfarin ár MINNA verður um slátrun svo- kallaðra jólalamba nú í desember en undanfarin ár. Undanfarin ár hefur verið slátrað nokkur hundruð lömbum fyrir jólin og kjötið selt ferskt á heldur hærra verði en frosna kjötið frá haust- sláturtíð. Karl Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Verslunar Sig. Pálmasonar á Hvammstanga, býst við að slátra 100 lömbum í ár, tölu- vert færri lömbum en undanfarin ár. Steinþór Skúlason, framleiðslu- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, á ekki von á neinni slátrun hjá SS í desember, en venjulega hefur SS slátrað 50—100 jólalömbum. Magn- ús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS, býst við að slátr- að verði 100—200 lömbum hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi, sem hann segir að sé svipað og undanfarin ár. 22 DAGAR TIL JÓLA Bensínsala hefur aukist um 13%: Tekjur vegasjóðs umfram áætlun um 150 milljónir kr. MIKIL aukning hefur orðið i bensínsölu það sem af er árinu, en 1. nóvember síðastliðinn hafði bensínsala á öllu landinu aukist um 13% miðað við sama tima í fyrra. í ár hafa selst um 100 þúsund tonn af bensíni, en á sama tíma I fyrra tæplega 88 þúsund tonn. Þetta hefur í för með sér að tekjur vegasjóðs verða meiri í ár en áætlað var og nemur sú aukning um 150 milljónum króna að þvi að talið er. í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að lögbundnir markaðir telqustofnar til vegamála gefí 2.900 milljónir króna eða 50 milljónir umfram út- gjöld. Vegna hinnar auknu bensín- sölu er því gert ráð fyrir að markaðir tekjustofnar 1987 gefi um 150 millj- ón krónur umfram áætlun. Ennfrem- ur er reiknað með að bensinsala 1988 verði 8% meiri en í ár og tekj- ur um 100 milljónir króna umfram það sem íjárlagafrumvarpið reiknar með. Þannig yrðu 300 milljónir króna til ráðstöfunar og viðbótar við það sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir með óbreyttum gjaldstofnum, en samgönguráðherra lagði fram til- lögu þar að lútandi á ríkisstjórnar- fundi í gær, þriðjudag. Við opnun sýningarinnar „Vegir og umferð á höfuðborgarsvæðinu" í Kringlunni í gær kom ennfremur fram að sam- gönguráðherra telur að af framan- greindum ástæðum sé nú svigrúm til að auka íjármagn til vegamála án þess að grípa þurfí til hækkana á gjaldstofnum eða að það hafí veru- leg áhrif á afgreiðslu Qárlaga 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.