Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Morgunblaðið/Þorkell Jóhann Þór og fjölskylda hans komu til Reykjavíkur í gær og tóku við nýja Benzinum. Á mynd- inni tekur Jóhann við bUlyklunum úr hendi fulltrúa lukkutriósins. Heppnin eltir suma: Bíllinn bilaði á réttum stað SKRÖLT og læti í gamla bílnum hans Jóhanns Þórs Sigurðssonar frá Akranesi urðu þess vald- andi að hann eignaðist spánýja Mercedes Benz- bifreið eina helgina fyrir skömmu. Bifreiðina vann Jóhann á lukkutríómiða frá björgunar- sveitunum. „Ég hafði ætlað til Reykjavíkur þessa helgi, en hætti þrisvar sinnum við,“ sagði Jóhann í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann hafði tekið við nýju bifreiðinni. „Ég lét þó verða af því eftir hádegi á sunnudegi. Þegar ég var að koma að Ártúns- brekkunni heyrði ég eitthvert aukahljóð í bílnum og renndi inn á planið við Nesti til þess að athuga málið. Þá var farið að spá í sjoppuna og keypt eitt lukkutríó og ein happaþrenna. Eg rak svo upp stór augu þegar þriðji Benzinn kom í ljós á miðanum," sagði Jóhann. Jóhann átti fyrir átta ára gamla Mazda-bifreið, og var því hinn hamingjusamasti með nýja bílinn. „Það var engu líkara en hún vissi að hennar tími væri kominn," sagði Jóhann. „Hún skilaði mér nú samt í bæinn að sækja glæsivagninn, blessuð." Jóhann er sá íjórði, sem vinnur Benz-bifreið í lukkutríóinu, en alls eru átta slíkar í vinning. Úrskurður félagsmálaráðuneytisins: Brýr falla undir byggiiigarlög V egamálastj ór i ósammála úrskurðinum KVEÐINN hefur verið upp úrskurður í félagsmálaráðuneytinu um að brúarsmíði geti ekki talist undanþegin ákvæðum byggingarlaga, þar sem það sé ekki tekið sérstaklega fram í lögunum, heldur aðeins kveðið á um að götur og vegir skuli undanþegin ákvæðunum. Samkvæmt þess- um úrskurði félagsmálaráðuneytisins þarf Vegagerð ríkisins því hér eftir að sækja um leyfi til viðkomandi byggingarnefndar áður en ráð- ist er í brúarsmíði. Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri, segist ekki vera sammála þessum úrskurði og kveðst ætla að fá umsögn annarra aðila, til dæmis samgönguráðuneytisins. Mál þetta hófst vegna brúarsmíði yfir Straumíjarðará í Miklaholts- hreppi, sem á að hefjast í vor. Bygg- ingamefnd hreppsins hafði af því spumir, að félagsmálaráðuneytið hefði úrskurðað að Höfðabakkabrúin í Reykjavík ætti að falla undir bygg- ingarlög og ákvað að láta á það reyna hvort hið sama ætti ekki við um biýr í dreifbýlinu, enda enginn greinar- munur gerður á dreifbýli og þéttbýli í lögunum. Málinu var skotið til úr- skurðar þann 8. desember og um miðjan síðasta mánuð var úrskurður- inn kveðinn upp. „Þar sem félagsmálaráðuneytið hefur nú úrskurðað að brýr séu ekki undanþegnar ákvæðum byggingar- laga verður Vegagerð ríkisins hér eftir að leita leyfis byggingamefnda á hveijum stað og eftirliti með brú- arsmíði verður eins háttað og um húsbyggingu væri að ræða,“ sagði Ólafur Guðmundsson, byggingafull- trúi Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu. „Nú þurfa teikningar, áritaðar af iðnmeisturum, því að liggja fýrir Kaup á nígerískum skulda- bréfum koma ekki til greina - segir Jóhannes Nordal um tillögu skreiðarnefndar um skuldabréfakaup til að létta byrði skreiðarverkenda „ÞAÐ kemur ekki til mála að okkar dómi, að leggja út fé fyrir aðra til kaupa á skuldabréfum á gangverði og kaupa þau aftur á mun hærra nafnvirði. Það er á móti öllum reglum bankaviðskipta og heilbrigðra viðskipta, að kaupa verðbréf á allt öðru gengi en þau eru fáanleg á ahnennum markaði, hvað þá að byijað sé á því að láta aðra kaupa þau og selja okkur aftur. Þetta kemur ekki til greina," sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, í samtali við Morg- unblaðið. Skreiðamefndin leggur til í skýrslu sinni til forsætisráðherra, að vandi framleiðenda verði leystur með þeim hætti að Seðlabankinn leggi út 4 milljónir dala til kaupa á skuldabréfum gefnum út af Seðla- banka Nígeríu. Þau séu fáanleg á um fímmtungi nafnverðs. Seðla- bankinn kaupi bréfín síðan aftur á nafnvirði, um 20 milljónir dala. Mismunurinn, 16 milljónir, verði síðan notaður til að greiða framleið- endum það, sem þeir eiga útistand- andi, en á móti fái Seðlabankinn kröfur þær, sem þeir eiga í Nígeríu. Jóhannes Nordal sagðist telja vemlegar líkur á því að þessi nígerísku skuldabréf fengjust greidd. Á hinn bóginn væri ljóst að á markaðnum hefðu menn miklar áhyggjur af því hve góðir þessir pappírar væru. Þar að auki væm þau til 22 ára og íjárbinding til svo langs tíma væri óhagstæð í dag. fHoramtfrlahifr í dag Því væm bréfin í lágu verði og ekki væri hægt að losna við þau, þyrfti að nota peningana í eitthvað annað. Gjaldeyrissjóður okkar þyrfti að vera í tiltölulega lausu fé. Um útistandandi kröfur í Nígeríu sagði Jóhannes að þær væm mjög óvissar margar hverjar og þar að auki á mistrausta aðila. Sumar þeirra væm umdeildar og málaferli hefðu risið vegna þeirra. Því væri óhugsandi að Seðlabankinn færi að taka við slíkum kröfum og vafasamt væri að það samræmdist hlutverki hans. Jóhannes sagði, að Seðlabankinn hefði bæði gefíð eftir gengismun og vexti af afurðalánum á skreið, samtals um 300 milljónir króna. Bankinn hefði því gert allmikið til að létta hina þungu byrði framleið- enda. Líklega væri engin ein lausn til á þessu máli. Því miður hefðu þama tapazt peningar og útflytj- endur væm ábyrgari fyrir því en bankinn. Skreið hefði einnig verið framleidd áfram eftir að Seðlabank- inn hefði hætt að endurkaupa af- urðalánin og bæm því verkendur ábyrgð á því að vissu leyti hvemig komið væri. Ekki er talið að um vemlegt tap verði í bankakerfinu vegna erfíð- leika við að innheimta skreiðar- skuldimar í Nígeríu. Útvegsbank- inn hf. tapar engu fé vegna þeirra, þar sem afurðalán út á skreið em frá tíð Útvegsbanka Íslands og ríkissjóður ber ábyrgð á þeim. Hugsanlegt er að ríkissjóður verði því fyrir einhverju tapi vegna þessa. í Landsbankanum er ekki reikn- að með teljandi tapi vegna þessa. Jónas H. Haralz, bankastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að eitt- hvert tap yrði, en ráð væri gert fyrir því, að yfírgnæfandi hluti af- urðalánanna væri innheimtanlegur. Jónas sagði, að stjómendur Lands- bankans teldu það ekki við hæfí, að láta í ljósi álit sitt á tillögum skreiðamefndarinnar um lausn málsins. Þær væm til umfjöllunar hjá Seðlabankanum og ríkisstjórn- inni. áður en verk er hafíð og þær þarf að afhenda byggingamefnd eða byggingafulltrúa. Niðurstöðu þeirra er unnt að skjóta til úrskurðar ef ágreiningur kemur upp.“ Ólafur sagði að í raun væri undar- legt að ekki hefði komið til úrskurðar félagsmálaráðuneytisins fyrr vegna brúarsmíða, þar sem byggingarlögin hefðu verið sett árið 1978. „Ég held að hvatinn að því að byggingamefnd Miklaholtshrepps fór að kanna þetta hafi verið sá, að í hreppnum var byggð brú yfír Laxá. Þessi brú er mjórri en slitlagið á veginum og það hefur valdið hættu. Það er full ástæða til að hafa eftirlit með gerð þessara mannvirkja, en hingað til hefur ekk- ert opinbert eftirlit verið haft með þeim," sagði Ólafur Guðmundsson, byggingafíxlltrúi. Snæbjöm Jónasson, vegamála- stjóri, sagði að enn væri óvíst hvaða afleiðingar þessi úrskurður hefði í för með sér fyrir Vegagerð ríkisins. „Ég veit ekki hvort hægt er að hnekkja þessum úrskurði, en þetta mál er ris- ið út af einni brú og þeir aðilar, sem kærðu á sínum tíma, fengu brú- arsmíðina til umsagnar,“ sagði Snæ- bjöm. „Það gæti verið að úrskurður- inn hefði fordæmisgildi vegna brú- arsmíðar annars staðar, en þetta vilj- um við kanna betur og snúum okkur því til samgönguráðuneytisins. Við vinnum eftir vegalögum og þar er tekið fram, að brýr séu hluti af vegi. Samkvæmt byggingarlögum eru veg- ir undanskildir ákvæðum þeirra, svo þama stangast lögin í rauninni á, miðað við úrskurð félagsmálaráðu- neytisins.“ Ósiðlegir tilburðir við Kvenna- skólann LÖGREGLAN í Reykjavík hafði um hádegið í gær af- skipti af manni, sem hafði i frammi kynferðislega tilburði á almannafæri. Maðurinn lagði bifreið sinni við Fríkirkjuna, fyrir framan Kvennaskólann, og urðu vegfar- endur varir við tilburði hans inni i bifreiöinni. Lögreglunni var gert viðvart og kóm hún þegar á vettvang og flutti manninn á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Að henni lokinni var honum sleppt úr haldi, en Rannsóknar- lögregla ríkisins hefur málið til frekari meðferðar. JHorjjimblnbií) 1 Úreltar aðferdir Oddi í fararbroddi j L 8 ;; mjj jnorötmWnÞíb n fí VIÐSfflPTI ÆVINNUIÍF Handleggsbrotið í fangageymslu: Mælt með málshöfðun MiLSÍlrtiInuinir 1988 BLAO B BLAOC NÚ liggur ljóst fyrir að dóms- málaráðuneytið mun mælast til þess við ríkissaksóknara að höfð- að verði opinbert mál gegn ein- um þeirra lögreglumanna, sem hlut átti að máli þegar ungur maður handleggsbrotnaði í fangageymslum lögreglunnar í Reykjavík. Enn er óvíst hvort fleiri verða sóttir til saka vegna málsins. Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu handleggsbrotnaði ungur maður í fangageymslum lög- reglunnar í febrúar. Forsaga máls- ins var sú, að maðurinn var fót- gangandi á ferð í miðbæ Reykjavík- ur. Hann lenti utan í bifreið, en tvennum sögum fer af því hvemig það atvikaðist. Ökumaður bifreiðar- innar, afleysingamaður í lögregl- unni, hélt upp á lögreglustöð og sagði fóður sínum, sem var þar á vakt, frá atvikinu. Faðirinn fór ásamt öðrum heim til unga manns- ins og lyktaði þeirri för svo, að hann var fluttur á lögreglustöðina. Þar handleggsbrotnaði hann í með- fömm lögreglu. Málið hefur verið til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og þar lagði bifreiðareigandinn fram vottorð sérfróðra manna vegna skemmda á bifreiðinni, en þær vom einmitt eitt þrætueplið í málinu. Frá rannsóknarlögreglunni var málið sent til ríkissaksóknara og þaðan dómsmálaráðuneytinu til umsagn- ar, þar sem það snýst um meint brot opinbers starfsmanns í starfi. Að sögn Hjalta Zóphóníassonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, mun umsögn ráðuneytisins liggja fyrir á morgun, föstudag. Þegar er þó ljóst, að ráðuneytið mun mælast til þess að mál lög- reglumannsins, þ.e. föðurins, fari fyrir dómstóla. Önnur atriði málsins á eftir að skoða nánar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.