Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 25 Islenskt golfmót haldið í Lundúnum Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni. Elías B. Halldórsson myndlistar- maður. Elías B. Hall- dórsson sýnir í Gallerí Borg ELÍAS B. Halldórsson opnar sýn- ingu í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, í dagf, fimmtudag 7. apríl kl. 17. Elías B. Halldórsson fæddist í Borgarfirði eystra árið 1930. Hann stundaði nám _við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1955—58, síðan framhaldsnám við akademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og við akade- míuna í Kaupmannahöfn. Elías hélt sína fyrstu sýningu í Bogasalnum 1961. Síðan hefur hann haldið margar einkasýningar um allt land, m.a. í FÍM-salnum 1979, Norr- æna húsinu 1976 og 1982, á Kjarv- alsstöðum 1985. Einnig hefur Elías tekið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og erlendis. Á sýningunni eru nýlegar olíu- myndir og er hún opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur þriðjudaginn 19. apríl. (Fréttatilkynning) Svokallað Pre Arctic-golfmót fer fram í fyrsta skipti í Lundún- um næstkomandi föstudag, 8. april. Er mótið haldið að tilstuðlan Jóhanns Sigurðssonar fyrrver- andi umdæmisstjóra Flugleiða i Lundúnum, en hann hefur nú stofnað fyrirtæki, Anglo Ice- landic, sem mun beita sér fyrir auknum viðskipta- og ferða- mannatengslum milli íslands og Englands. Einn þátturinn í starfi þess fyrir- tækis sem Jóhann Sigurðsson hefur nú komið á legg er að skipuleggja ferðir kylfinga á milli íslands og Englands. Hyggst Jóhann í þessu efni nýta sér þá reynslu sem hann öðlaðist af áratugastarfi að ferða- málum sem umdæmisstjóri íslenskra flugfélaga í Lundúnum. I samtali við Morgunblaðið sagði Jóhann Sigurðsson að með fyrir- huguðu Pre Arctic Open-golfmóti muni rætast draumur, sem hann hafi lengi alið með sér. „Áratuga- starf mitt í þágu íslenskra flugfélaga og náin tengsl og vinátta við ýmsa aðila hér í Bretlandi sannfærðu mig um nauðsyn og gildi þess að auka samskipti íslendinga og Breta á hin- um ýmsu sviðum. Ég vil að löndum mínum gefist kostur á að njóta þess besta sem boðið er upp á í Bretlandi á öllum sviðum — íþróttum, viðskipt- um og öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Golfmótið, sem haldið verður 8. apríl, Pre Arctic Open, er einn þátturinn í þessari viðleitni að auka kynni og tengsl þjóðanna tveggja." Pre Arctic Open er eins konar undanfari Arctic Open-golfmótsins, sem haldið verður á íslandi í lok júní næstkomandi. Að sögn Jóhanns Sig- urðssonar er fyrirhugað að mót þetta verði haldið árlega í Lundúnum og leysi þannig af hólmi sambærilegt golfmót, sem haldið hefur verið í Skotlandi undanfarin ár. Pre Arctic Open-mótið mun fara fram á stórglæsilegum golfvelli, Sundridge Park, í suðurhluta Lund- úna en sá völlur ku vera meðal hinna bestu í suðurhluta Englands. Að sögn Jóhanns Sigurðssonar er gert ráð fyrir að keppendur verði um 40 tals- ins og breskir kylfingar í meirihluta. Nokkur hópur íslendinga hefur skráð sig til leiks og segir Jóhann Sigurðs- son að ekki fari á milli mála að mótið veiti þeim dýrmæta reynslu. „Það er auðvitað mikilvægt fyrir íslenskra kylfinga að komst í návígi við erlenda keppinauta og það er öðrum þræði tilgangurinn með þessu móti. En tilgangurinn er einnig að kynna íslenska kylfinga hinum bresku, leiða saman keppendur frá löndunum tveimur og leggja þannig grunn að frekari samskiptum og keppnum í framtíðinni," sagði Jó- hann Sigurðsson að lokum. Alþýðuflokkurinn: Rætt við Samtök umjafnrétti milli landshluta FLOKKSSTJ ÓRN Alþýðuflokks- ins samþykkti á fundi sínum 26. mars sl. að beina tilmælum til framkvæmdastjómar að skipa fulltriia til viðræðna við Samtök um jafnrétti milli landshluta um fjárhagslega og stjóraunarlega stöðu landsbyggðar. orn fra 6 ára aldri, unglingar, framhaldsflokkar, m byrjendaflokkar. Upplýsingar og Bolholt Suðurver Hraunbero •36645 #83730 • 79988 Eitt lítið hylki af GERICOMPLEX inniheldur: ----GINSENG G115 Stadlað þykkni úr Ginseng rótinni, eykur líkamlegt og andlegt starfsþrek. DIKALCIUM ---FOSFAT Mikilvægt byggingarefni fyrir tennur og bein, einnig mikilvægt fyrir vöðva, taugar og æðakerfi. ----LECITHIN Nauðsynlegt fyrir taugavefina og minnkar líkur á æðakölkun með þvi að halda blóðfitu uppleystri. JARN Nauðsynlegt til blóðmyndunar, vöm gegn streitu og sjiikdómum. MAGNESIUM Mikilvægt byggingarefni fyrir bein, æðar, taugau og tennur. —KALIUM Kemur í veg fyrir að of mikill vökvi bindist í líkamanum (bjúgur). KOPAR Nauðsynlegt til myndunar RNA-kjamsýra, hjálpar til við myndun hemoglobins og rauðra blóðkoma. ------MANGAN Nauðsynlegt við myndun kynhormóna, mikilvægur hluti ýmissa efnahvata. ZINK Mikilvægt við frumumyndun og efnaskipti. Mjög nauðsynlegt til þess að blöðruhálskyrtillinn starfi eðlilega. -----A-VÍTAMÍN Blóðaukandi, styrkir beinin og tennumar. Hefur góð áhrif á nýru óg lungu. —B-1 VÍTAMÍN Styður orkugjafa líkamans. Viðheldur tauga- og jafnvægiskeríinu. Vinnur gegn streytu. -----B-2 VÍTAMÍN Nauðsynlegt fyrir húðina, neglur og hár. -B-3 VÍTAMÍN Auðveldar starf taugakerfisins. Hjálpar til við meltinguna og hressir upp á húðina. ----B-5 VÍTAMÍN Aðstoðar við hormónamyndun og myndar mótefni. Tekur þátt í orkumyndun líkamans. Vinnur gegn streytu. ----B-6 VÍTAMÍN Nauðsynlegt fyrir nýtingu likamans á fituefnum. Hjálpar til við myndun rauðra blóðkoma. —B-12 VÍTAMÍN Mjög blóðaukandi. Nauðsynlegt fyrir taugakerfið og heilasellumar. —C-VÍTAMÍN Vinnur gegn kvefi og kvillum. Hefur stjóm á blóðfitumagninu. —D-VÍTAMÍN Nauðsynlegt í nýtingu kalks og fosfoms.— Talið hindra vöðvarýmun. —E-VÍTAMÍN Mótefni sem hindrar óæskilega virkni súrefnis í líkamanum. Lengir lif rauðu blóðkomanna, eykur þrekið. ----P-VÍTAMÍN Eykur áhrif C-vítamíns og vinnur með þvi. Gericomplex fæst í Heilsuhúsinu, Skólavörðustíg 1a og Kringlunni, einnig i heilsuhillum matvöruverslanna og í apótekum. Éh eilsuhúsið Hylkið á myndinni er stækkað um 375%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.