Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema veturirm 1987-1988: Lausnir dæma í úrslitakeppni 1. Sýnið að I I I > 9 a+b+c~a+b+c fyrir allar jákvæðar rauntölur a, b og c. Lausn: Jafngilt er að sýna að 9 < (a + b + c)(j+ -g+ ^) = 3 + ^ + C-^ + ^ En hver af þremur liðunum síðustu er af gerðinni x + , þar sem x er jákvæð rauntala, svo að það nægir að sýna að x + ^ > 2 fyrir x > 0. En það jafngildir x2 + 1 2 2x eða x2 - 2x + 1 > 0, sem er augljóst vegna x2- 2x + 1 = (x- l)2. 2. Sjö piltar og sjö stúlkur eru saman á dansleik. Að honum loknum segja þau hversu marga dansa þau hafa dansað hvert um sig. Tölumar sem þau nefna eru 6, 6, 6, 6, 6, 6, 6, 6, 5, 3, 3, 3, 3, 3. Sýnið að þessar tölur geta ekki allar staðist ef gerter ráð fyrir að piltar dansi einungis við stúlkur og stúlkur dansi einungis við pilta. Lausn: Samanlagður fjöldi dansa sem stúlkurnar dansa hlýtur að vera jafn samanlögðum fjölda dansa sem piltamir dansa. Ef tölumar em allar réttar, þá hlýtur að mega skipta þeim í tvo flokka þannig að summa talnanna í hvorum flokki sé hin sama. Skiptum nú tölunum í tvo flokka og köllum flokkinn sem talan 5 lendir í A og hinn flokkinn B. Allar tölurnar nema 5 em margfeldi af 3. Summa talnanna í flokki A er því 5 plús margfeldi af 3 og því ekki margfeldi af 3, en summa talnanna í flokki B er margfeldi af 3. Summumar geta því ekki verið jafnar. 3. Látum p vera fmmtölu (prímtölu) sem er stærri en 3. Sýnið að talan 24 gengur upp í p2 - 1. Lausn: Skrifum p2 - 1 = (p+ l)(p- 1). Tölumar p- l,p,p+ 1 em samliggjandi, svo að talan 3 gengur upp f einhverri þeirra; en p er fmmtala stærri en 3 og því ekki margfeldi af 3, svo að talan 3 gengur upp í annarri hvorri talnanna p - 1 eða p + 1 og því upp í margfeldi þeirra p2 - 1. Einnig er p oddatala, svo að p - 1 og p + 1 eru jafnar tölur sem hafa mismun 2. Því hlýtur talan 4 að ganga upp í annarri þeirra, en talan 2 upp í hinni. Þar með gengur talan 8 = 2-4 upp í margfeldinu p2 - 1. Þar sem tölumar 3 og 8 ganga báðar upp í p2 - 1 hlýtur margfeldið 24 = 3-8 að gera það lfka. 4. Látum a3 - b3 = p og ab = q. Finnið jöfnu af þriðja stigi sem hefur töluna x = a - b sem lausn og stuðla sem má setja fram með hjálp talnanna p og q einna saman. Sýnið með því að nota þessa jöfnu að 3 >>____1 3 ________ Vio + jlöi- V- ío + V1M= 2. Lausn: Látum a3 - b3 = p og at> = q, setjum x = a - b. Nú er p = a3 - b3 = (a - 5)(a2 + ab + b2) = (a - b)((a - b)2 + 3ab) = x(x2 + 3q) = x3 + 3qx. Við sjáum því að talan x er lausn þriðja stigs jöfnunnar x3 + 3 qx - p = 0. Setjum nú a = VlO + V108 og b = V- 10 + V 108 . Þá er p = a3- b3 = T0 + V 108 + 10 - VTÖfT = 20 og q = ab = V(VIÖ8 + 10)(ýTÖ8 - 10)_= ^108-100 = ^8 = 2. Talan x = a-ber því lausn jöfnunnar x3 + 6x - 20 = 0. Þessi jafna hefur lausnina x = 2, og við getum skrifað x3 + 6x - 20 = (x - 2)(x2 + 2x + 10). Því er annaðhvort x = 2 eða x er lausn jöfnunnar x2 + 2x + 10 = 0. En nú er ljóst að x er rauntala og jafnan x2 + 2x + 10 = 0 hefur enga rauntölulausn, því að x2 + 2x + 10 = (x + l)2 + 9 > 0 fyrir allar rauntölur x. Þar með er x =-2. 5. Sýnið að jafnan x6 - x5 + x4 - x3 + x2 - x + ^- = 0 hefur engar rauntölulausnir. Lausn: Ljóst er að x6 - x5 + x4 - x3 + x2 - x = x5(x - 1) + x3(x - 1) + x(x - 1) 1> 0 ef x > 1 eðaxSO. Viðþurfumþví aðeins að athugaxþannig að0 <x< 1. En nú er x6 - x5 + x4 - x3 + x2 - x +1= (-x)6 + (—x)5 + (—x)4 + ( x)3 + ( x)2 + (-x)1 + (-x)° 1 + x7 “ 1 + X ’ og fyrir 0<x<lerl+x7>logl+x<2og því-^ + *■■> j. Því er x6 - x5 + x4 - x3 + x2 - x + j= ■ | *— J> ^>0 fyrir0<x< 1. 6. Gefinn er rétthymingur ABCD ásamt punkti X á hliðinni BC og punkti Y á hliðinni CD þannig að þríhymingurinn AXY sé jafnhliða. Sýnið að flatarmál þríhymingsins XYC er jafnt samanlögðu flatarmáli þríhyminganna ABX og ADY. Ábending: Látum a = ZBAX og t = IAA1. Skrifið flatarmál hvers þríhymings sem fall af a og t. Lausn: Ef a = ZBAX , þá er ZCXY = 30° + a og ZDA Y = 30° - a. Þar með er IABI = ícosa, IBX = tsina, ICXl = tcos(30° +a), ICYI = f sin(30° + a), IADI = ícos(30°- a), IDYI = tsin(30°- a). 1 í2 f2 Þar með er flatarmál þríhymingsins ABXjafnt ^iABWBX = ^cosasina = ^-sin2a, flatarmál 1 t2 t2 þríhymingsins ADY er jafnt jlADIDYl = -jcos(30° - a)sin(30° - a) = ^-sin(60° - 2a), og flatarmál þríhymingsins CXYer jafnt j ICXIICYI =-jcos(30° + a)sin(30° + a) = jsin(60° + 2a). Því þarf að sýna að (*) sin(60° + 2 a) = sin2a + sin(60° - 2a). En sin(60° + 2a) = sin60°cos2a + cos60°sin2a,. sin(60° - 2a) = sin60°cos2a - cos60°sin2a, og cos60° = 1/2, svo að jafnan (*) er augljóslega rétt. Breiðavík: Guðni Gunnarsson skólaprestur stjórnaði samkomunni á skírdagskvöld. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Vormót Kristilegra skólasamtaka AÐ VENJU var Vorskolamot Kristilegra skólasamtaka haldið í Vatnaskógi yfir bænadagana, þ.e. frá miðvikudeginum 30. mars til laugardagsins 2. apríl. »-»Yfir 120 ungmenni sóttu mótið ásamt leiðtogum og umsjónarmönn- um. Yfirskrift mótsins var „Jesús, hér er ég — send mig“. Ræðumenn voru Þórunn Elídóttir æskulýðs- fulltrúi, sem fjallaði um efnið „Kristur kallar — komið til mín“, Guðlaugur Gunnarsson kristniboði fjallaði um efnið „Jesús, hér er ég — send mig“ og Skúli Svavarsson kristniboði með efnið „Farið fyrir mig — ég er með þér“. A skírdagskvöld var kvöldvaka í umsjá Helga Gíslasonar starfs- manns Kristilegu skólahreyfingar- innar og að henni lokinni altaris- ganga. Nokkrir föstuðu frá skírdagskvöldi fram á föstudags- kvöldið, sem er frekar óvenjulegt. Á kvöldin, eftir að dagskrá lauk var „Rabbabaraloft", þar sem krakk- amir komu saman og rabbað var saman um hin margvíslegustu mál, sem snerta trúna og það sem við- kemur henni. Kristileg skólasamtök, KSS, eru með fundi á Amtmannsstíg 2b í Reykjavík á laugardagskvöldum kl. 20.30. Hefur þeim fjölgað, sem sótt hafa fundið á vormisserinu eftir nokkurt boðunarátak, sem gert var í janúar og febrúar sl. Sækja um 80—100 manns fundi núna að með- altali, en var komið um sl. áramót niður í 40—60 manns á fundum, svo starfað er af meiri þrótti núna á vormisserinu og afraksturinn sést m.a. á þessu Vorskólamóti. - pþ Af li tregur í net en góður á færi Laugarbrekku, Breiðuvík. AFLI hefur verið mjög- tregur í net hjá bátum sem róið hafa frá Arnarstapa þó gæftir hafi verið sæmilegar. Lítið hefur boríð á sjúkdómum i búfé bænda það sem af er vetri. Þorrablót var haldið í félagsheimilinu á Lýsuhóli í Stað- arsveit 20. febrúar. Um mánaðamótin febrúar og mars byijuðu 5 bátar að róa með net frá Amarstapa, 3 þilfarsbátar og 2 trill- ur. Trillumar komu frá Hafnarfirði þann 1. mars. Þær eru um 6 tonn en hinir þrír eru 9 til 15 tonn. Afli hefur verið tregur í netin en þó treg- astur nú síðustu vikur en sjómenn em að vona að afli glæðist nú eftir fískveiðibannið sem stóð fram yfir páska. Ein trilla, heimabátur, hefur hafið róðra með færi og fengið mjög góðan afla. Hún hefur farið 7 róðra og fengið á sjöunda tonn alls og mestan aflan hefur hún fengið hér uppi í landsteinum, stundum svo grunnt að hún var í kallfæri úr landi. Einn maður rær á bátnum, Pétur Pétursson frá Malarrifi. Eins og getið hefur verið um áður var afli á línu mjög góður. Stapatind- ur, sem er 14 tonna bátur frá Arnar- stapa byijaði með lfnu snemma í jan- úar og var með línu fram í lok febrú- ar fékk rúm 100 tonn af þorski. Formaður á bátnum er Stefán Bjamason. Lítið hefur verið um sjúkdóma í búfé bænda það sem af er vetri, aðeins orðið vart við votkeisveiki, en miklu miilna en í fyrravetur. Nokkr- ir bændur eru búnir að klippa féð og er það aðallega veturgamalt fé og gemlingar sem klippt er. Þann 20. febrúar héldu Breiðvík- ingar þorrablót í félagsheimilinu á Lýsuhóli í Staðarsveit. Þar komu saman Staðarsveitungar og Breiðvíkingar eins og áður. Fjöl- menni var mikið, skemmtiatriði voru heimatilbúin, eins og alltaf hefur verið á þorrablótum. Byijað var á að borða góðan og fjölbreyttan þorra- mat, þar á eftir voru skemmtiatriðin og síðast var dansað. Fólkið skeriimti sér vel langt fram á nótt. Gerður var góður rómur að skemmtuninni. F.G.L. Skáldsagna- keppni Stór- stúku Islands I TILEFNI af 90 ára afmæli Æsk- unnar efnir Stórstúka íslands til skáldsagnakeppni. Verðlaun verða 200.000 krónur að viðbættum venjulegum ritlaunum. Handritum skal skila á skrifstofu Stórstúku íslands, Eiríksgötu 5, 101 Reykjavík, merktum dulnefni, fyrir 1. júní næstkomandi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða handriti sem er, eða hafna öllum, ef dómnefnd telur ekkert handrit verð- launahæft. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.