Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 1

Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 1
80 SIÐUR B 84. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Innanrikisráðherra Alsír ræðir við flugræningjana: Viðræður um gíslana sýnast bera árangur Bræður Abdallahs El-Khale- dis, annars gíslanna sem flug- ræningjarnir myrtu á Kýpur, taka á móti jarðneskum leyf- um hans í gær. Á innfelldu myndinni sést einn flugræn- ingjanna breiða fána yfir glugga vélarinnar á flugvell- inum í Algeirsborg. Algeirsborg, Reuter. ÚTVARP Alsír skýrði frá því um klukkan niu í gærkvðldi, að allt benti til þess að friðsamleg lausn væri á næsta leiti í viðræðum við ræn- ingja kúvæsku flugvélarinnar, sem kom til Algeirsborgar í fyrrinótt. Útvarpsstöðin hafði þetta eftir heimildarmönnum, sem höfðu fylgst náið með viðræðum El-Hadi Khediri, innanríkisráðherra Alsír, við flug- ræningjana í gær. Var alls rætt þrisvar sinnum við menn inni í flugvél- inni í gær, en talið er að ræningjamir séu átta og haldi þeir 32 mönnum I gislingu. Eru nú níu dagar síðan vélinni var rænt og voru tveir far- þega hennar myrtir á Lamaka-flugvelli á Kýpur um helgina, en 12 sleppt í fyrrakvöld áður en vélin hélt til Alsír með samþykki stjóm- valda þar. ROdsstjóra Alsír er kunn fyrir farsæl afskipti sin af viðkvæm- nm deilumálum í arabaheiminum. Eftir fund sinn með ræningjunum, sem stóð í 48 mínútur, sagði Khediri innanríkisráðherra: „Þeir sögðu mér að þeir myndu reyna að halda still- ingu sinni og beita ekki ofbeldi." Ráðherrann sagði jafnframt að ræn- ingjamir væru staðráðnir í að láta ekki af kröfum sínum um að 17 fé- lagar þeirra, sem afþlána fangelsis- dóma fyrir sprengiárás í Kuwait, verði látnir lausir. Stjómvöld f Kuw- ait hafa þráfaldlega neitað að verða við kröfum ræningjanna. Taugaspennu þótti gæta meðal ræningjanna sfðdegis f gær í fyrsta sinn sfðan þeir tóku vélina á sitt vald á flugi milli Bangkok og Kuw- ait á þriðjudaginn í síðustu viku. Gátu menn sér þess til, að hitinn inni f vélinni væri orðinn næsta óbærileg- ur, enda var glampandi sólskin á flugvellinum við Algeirsborg og loft- hiti um 25 gráður á Celcíus. Omuð- ust ræningjamir við bílaumferð við flugvöllinn og mæltust stjómendur hans til þess að menn hefðu hægt um sig í nágrenni vélarinnar. Einn ræningjanna stakk höfðinu út um glugga á flugstjómarklefa vélarinnar og breiddi fána yfir hann, líklega til að byrgja fyrir sólu. Gíslamir sem fengu frelsi á Lam- aka-flugvelli á þriðjudagskvöldið komu heim til Kuwait í gær ásamt líkum þeirra tveggja, sem ræningj- amir myrtu til að herða á kröfum sínum um að fá eldsneyti á vélina til að komast frá Kýpur. Var hópnum innilega fagnað í Kuwait, en þar er þeirri skoðun haldið á loft að íranir standi að baki flugráninu og hefur Yasser Arafat, leiðtogi PLO, einnig lýst þeirri skoðun sinni. Lýsa gíslam- ir nú dvöl sinni í vélinni sem martröð en áður höfðu þær fréttir borist, að ræningjamir hefðu sýnt föngum sínum vinsemd. Átta manna sendinefnd frá Kuw- ait, undir forsæti utanríkisráðherra landsins, Saud Mohammed al-Osa- imi, kom til Algeirsborgar í gær og var bifreið hennar lagt 400 metra frá Boeing 747-þotunni. „Markmið mitt er að leiða þetta mál til lykta. Ég vil leyfa mér að færa Alsír-búum þakkir fyrir það vináttubragð að leyfa vélinni að lenda hér. Vonandi fer þetta vel,“ sagði Osaimi við fréttamenn við komuna til Alsír. Sendiherra Alsír í Kuwait, El-Hasna- oui Khaldi, sagði að stjómvöld í Alsír hefðu sett það sem skilyrði fyrir því að vélin fengi að lenda þar að gíslam- ir yrðu látnir lausir. „Það er útilokað að vélin fari frá Alsír með gíslana innanborðs," sagði sendiherrann. Sjá einnig fréttír af flugráninu á bls. 28-29. Reuter Lundúnir: Deilt um eftirlit með kjarnorkuvopnum í Danmörku: Málamiðlunartillögu Pouls Schliiters hafnað Kaupmannahgfn, frá Nils Jörgen Bruun, ENN hefur ekki fundist lausn á deilu stjórnarandstæðinga og minnihlutastjómar Pouls Schliit- ers, forsætísráðherra Danmerk- ur, um hvort herða beri eftirlit með banni við kjamorkuvopnum i Danmörku. Stjórnarandstöðu- flokkamir hafa hafnað mála- miðlunartillögu forsœtísráð- herrans til lausnar deilunni. SchlUter ræddi i gær við Svend Auken, formann danskn Jafnað- armannaflokksins, en þau fundahöld reyndust árangurs- laus. Lagt hefur verið fram frumvarp á danska Þjóðþinginu þar sem lagt er tíl að i hvert skiptí sem herskip frá NATO- ríki tílkynni komu til danskrar hafnar fái skipstjóri þess skrif- lega orðsendingu þar sem minnt verði á þá stefnu að kjamorku- vopn em bönnuð i Danmörku á friðartímum. Stjóm Pouls Schluters er andvíg fréttaritara Morgunblaðsíns. frumvarpinu og telur það ógna vamarsamvinnu rílqa Atlantshafs- bandalagsins. Yfírvöld í Danmörku hafa hingað til gengið að því sem visu að önnur NATO-ríki virði stefnu landsins um kjamorkuvopn á dönsku yfirráðasvæði. Banda- ríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa hins vegar löngum haldið fast við þá stefnu að játa því hvorki né neita að kjamorkuvopn séu um borð í skipum sínum. Svend Auken sagði á blaða- mannafundi í gær að ekkert nýtt hefði komið fram á fundi hans og Schluters. Jafnaðarmenn krefðust þess enn að afstaða Dana til kjam- orkuvopna yrði skýrð og skilgreind svo nákvæmlega sem auðið væri. Auken gaf í skyn að stjómarand- stöðuflokkamir hefðu frekar en hitt herst í afstöðu sinni til máls- ins. Þannig hefði verið rætt um að stjómvöldum yrði veittur ákveðinn frestur til að ganga frá orðalagi orðsendingarinnar sem senda bæri skipstjórum herskipanna. Deilan snýst í raun um það hvort nefna beri orðið „kjamorkuvopn" í orðsendingum þessum. Schluter hefur lagt fram málamiðlunartil- lögu þar sem gert er ráð fyrir því að skipstjóramir verði hvattir „til að virða dönsk lög“. Vill Schluter á þennan hátt fylgja fordæmi Norð- manna í þessu efni en stjómarand- stæðingar hafa vísað því á bug. Schlúter segir frumvarp stjóm- arandstæðinga hafa vakið mikla athygli í öðrum NATO-ríkjum. Dagblaðið Politiken segir viðbrögð við frumvarpinu hafi þegar borist frá stjómvöldum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi. FVumvarpið og stefna Dana í utanríkis- og öryggismálum verður tekin til umræðu á þingi í dag, fimmtudag. Poul Schluter hefur ekki viljað útiloka að boðað verði til þingkosninga verði frumvarpið samþykkt. Miðborgin tæmd vegna gaslyktar Mikil brennisteinslykt þjakar Parísarbúa Lundúnum, Reuter. ÞÚSUNDIR manna vom fiuttar frá miðborg Lundúna i gær vegna gruns um gasleka en mikil gaslykt var i grennd við stærstu verslunar- götur í miðborginni. Þetta em viðtækustu fólksflutningar í Lund- únum frá því I siðari heimsstyrj- öldinni. Götur nálægt Oxford- strætí vom mannlausar í um tvær klukkustundir. Talsmaður slökkviliðs í Lundúnum sagði að tugir þúsunda hafi verið fluttir á brott af stóru svæði í mið- borginni í grennd við Oxford-stræti og götur voru lokaðar allri umferð. Tveim neðanjarðarlestarstöðvum var einnig lokað. Olli þetta umferðaröng- þveiti á háannatímanum í gærdag. Umferð var leyfð á ný eftir að verkfræðingar á vegum borgarinnar höfðu reynt, án árangurs, að finna upptök gaslekans, þrátt fyrir að lykt- in af gasinu hafi ekki leynt sér. Vatnsveitan kannaði ræsi í borginni ef ske kynni að iðnaðarúrgangur hefði lekið út. Lögregla taldi að bilað- ur strætisvagn hefði getað orsakað fnykinn, en talsmaður strætisvagna borgarinnar sagði að málið væri í athugun. Talsmaður slökkviliðsins taldi litla hættu vera á íkveikju af völdum gaslekans þar sem gasið læki út í andrúmsloftið og dreifðist. Parísarbúar hafa einnig orðið varir við torkennilega lykt undanfarið og í gær fór símakerfi borgarinnar úr lagi þegar klígjugjamir íbúar reyndu að ná tali af slökkviliði borgarinnar til að kanna orsakir brennisteinsfnyks sem lagði yfir borgina. Talið er að ólyktin f París stafi af mengun í Signu. Undirrita Afg- anistan samn- inginn í dag Genf, Reuter. EDÚARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, og George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, vom báðir á leið tíl Genfar í gær til þess að undirrita samkomulagið nm brottflutning herliðs Sovét- manna frá Afganistan. Pakistanar sögðu í gær að þeir myndu taka þátt í athöfninni þegar samningurinn um brottflutning sov- ésks herliðs verður undirritaður í dag og verður þetta í fyrsta sinn sem sendinefnd þeirra og Afgana eru í sama herbergi eftir sex ára stöðugar samningaviðræður Bandaríkjamanna, Sovétmanna, Afgana og Pakistana um frið í Afg- anistan. Sjá Hugsanlegt fall á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.