Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 19

Morgunblaðið - 14.04.1988, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 19 — Nei, er það ekki í samæmi við ástandið? Mér sýnist þú varla hafa þrek til að standa lengur í þessu, sagði ég og þá var manninum nóg boðið, rauk á dyr, skellti aftur hurð- um og hljóp út í leigubifreið, er stóð við húsið. Það var einnig miðvikudaginn fyrir páska að ég sá tilsýndar góðan kunningja á Hverfisgötunni. Hann er á miðjum aldri og þegar ég mætti honum var hann með stóran plastpoka í hendi. — Ertu að koma úr ríkinu, nafni? spurði ég. — Nei, ég er að koma frá heimil- islækninum og er með magamixt- úru í pokanum. — Magamixtúru? — Það gerir kryddið, nafni, krydd í allan mat og svo hef ég drukkið margt mjög sterkt síðan um ferm- ingu. — Jú, mér er nú kunnugt um það. — Og engan mat nema þræl- kryddaðan, nafni. Heimilislæknir- inn útvegaði mér magamixtúruna, nafni. Ég er búinn með kvótann segir hann, sagði kunningi minn og blés eins og hvalur. — Ertu hættur að reykja? spurði ég- — Já, ég var nú hættur en ég kveikti í einni hjá heimilislækninum. Ég spurði hann hvort hann gæti gefið mér einhver ráð til að hætta fyrir fullt og allt. — Og hvað sagði læknirinn? Hafði hann einhver ráð? — Hann sagðist geta gefið mér eitt ráð. Ég ætti að setja eina síga- rettu upp í mig en ég mætti alls ekki kveikja í henni. Eg skal segja þér svona í lokin, nafni, ég er nefni- lega á leið í fimm bíó og er á hrað- ferð, að þessi læknir minn reykir tvo pakka á dag. Hvemig lýst þér svo á, nafni, sagði kunningi minn og skaust svo fyrir hom og inn í Regnbogann að sjá einhveija spennumynd ... Áskriftarsimim er83033 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Ráðgjöf eða ráðsala? í íslenzkum blöðum, að und- anfömu, sé ég aukin skrif um erlend ráðgjafafélög. Þau em upptekin við að „bjarga" þessu eða hinu fyrirtækinu og jafnvel heilum iðngreinum með undra- ráðgjöf. Persónulega finnst mér það alger fásinna að kalla þessi félög ráðgjafafyrirtæki. Þau gefa ekki ráð, heldur selja þau. Þau era því ráðsölufyrirtæki. Mér finnst nú, að við landar verðum að fara varlega í það, að láta útlendinginn vera að ráðskast allt of mikið í stjómun okkar eigin stórfyrirtækja. Við eigum sjálfír fullt af viðskptajöfr- um á heimsmælikvarða, og þar að auki mýgrút af hámenntuðu, ungu fólki, sem klæjar í lófana eftir að komast að í slaginn. Aftur á móti vantar okkur verkafólk til að vinna störfin, sem unga fólkið, sem nú er allt orðið að doktoram og fræðingum, átti að taka að sér. Okkur vantar ódýran og duglegan vinnukraft í frystihúsin, verksmiðjumar og byggingarvinnuna. Sjálfír geta svo okkar menn stýrt, setið á fundum, farið í viðskiptaferðimar og ráðstefnur í útlöndum, reykt vindla og drakkið viskí. Til að ekki verði hægt að núa mér því um nasir, að ég hafi eitt- hvað á móti erlendum ráðgjöfum eða ráðsölum, ákvað ég að fá að heyra hina hliðina á málinu. Ég leitaði uppi hr. Smith, einn af framámönnum Buffalo Konsölt- ing Grúpp, sem höndlað hefir ýmis verkefni fyrir íslendinga á undanfömum áram. Aðspurður kvaðst hr. Smith hafa vitað mjög lítið um ísland þar til fyrir nokkram áram, en þá dvaldi islenzk (gullfalleg, sagði hann) stúlka hjá vinafólki þeirra í Buffalo. Stúlkan hafði þekkt son eins af fremstu við- skiptajöfram landsins, og þannig hafði BKG komist í samband við fyrsta íslenzka viðskiptamann sinn. „Það má segja, að við höf- um komið inn um bakdymar," sagði hann og hló. Smith sagði Buffalo Konsölt- ing vera búið að vinna ýmsum fyrirtækjum mikið gagn. Hann sagði, að ullariðnaðurinn væri nú allur að byija að skríða saman eftir að BKG skilaði skýrslu sinni til forráðamannanna. í henni væri að fínna mikinn fróðleik og feiknarlega góðar ábendingar og ráðgjöf. Bent væri t.d. á, að við athugun í markaðslöndum hefði komið í ljós, að alls staðar nema í Rússlandi, klæjaði viðskiptavin- ina í hörandið, þá er þeir klædd- ust íslenzkri ullarflík. Meðal annarra niðurstöðu- punkta í skýrslunni væri ábend- ing um það, að gagnlegt væri að framleiða ullarvaming, sem eftirsóttur væri og myndi seljast vel. Einnig áminning um það, að forðast bæri að hlaða upp birgð- um af illseljanlegri vöra, og að happasælt væri að framleiða peysur með jafnlöngum ermum. Hr. Smith sagðist vera mjög spenntur og ánægður að fara að takast á við eitt nýjasta verkefn- ið, sem væri að gera úttekt á rekstri flugfélagsins „Loftfélag- ið“. Vegna þess, að langt væri í það, að hægt væri að skila endan- legri skýrslu, sagðist hann ekki geta ljóstrað upp allt of mörgum bjargráðum. Samt sagði hann, og glotti við tönn, að eftir að hafa flogið nokkram sinnum með félaginu á Ameríkuleiðinni, myndi hann stinga upp á því, að bætt yrði við nýju farrými, „Landa Class". Það yrði aftast í vélinni, hljóðeinangrað frá hinum hluta farþegarýmisins, og ein- göngu ætlað þeim íslendingum, sem virtust fljúga yfir hafíð til að drekka og skemmta sér! Fréttaritari hló ekki að þessari sneið til íslenzkra ferðalanga og teygðist í framan. Spurði hann hvasslega, hvort hr. Smith hefði ekki aðra og betri tillögur fram að færa til að bæta rekstur flug- félagsins. Hann sagði þá, að þeir ráðasalar væra að hugsa um að koma með snilldar bombu tillögu og leggja hana fyrir stjóm félags- ins. Hún væri sú, að því yrði skipt í tvö flugfélög, og myndi annað taka að sér innanlands- og Evrópuflug, en hitt sjá um Ameríkuflugið. Hr. Smith sagði, að ísland væri alveg ótrúlega góður mark- aður fyrir ráðsölu. Þeir félagar í Buffalo Konsölting Grúpp væra rétt byijaðir að krafsa í yfírborð- ið, en hefðu nú þegar tekist á við stór verkefni og unnið mikið gagn, að því er þeir sjálfír teldu. „ísland nýtur nú mikilla við- skiptavildar," sagði hann og brosti breitt. Fréttaritari vildi ekki láta í ljós, að hann skildi ekki almennilega, hvað „við- skiptavild" þýddi, svo hann vildi nú reyna að ljúka viðtalin með lokaspumingunni: „Og hvaða stórverkefni era næst á döfinni?" Hr. Smith lyft- ist í stólnum og sagði, að félag sitt stefndi að því að selja íslenzka ríkinu ráð. Nú þegar væra í undirbúningi tillögur til ríkisstjómarinnar um ýmis svið, þar sem BKG gæti orðið að stór- kostlegu gagni í rekstri hins íslenzka ríkis. Viðamesta tillagan væri, að BKG myndi að mestu leyti taka að sér að koma fram fyrir hönd íslands á öllum erlend- um ráðstefnum og þingum. „ímyndaðu þér spamaðinn, sem verða myndi, ef íslenzkir embætt- ismenn og ráðamenn losnuðu við erfið ferðalög og þingsetur í út- Iöndum!“ Að lokum sagði hr. Smith, að félag hans myndi einnig leggja til, að BKG tæki að sér verkefni þau, sem utanríkisráðuneytið nú felur sendiráðum og ræðismönn- um. „Við eram með skrifstofur um heim allan, og gætu þær auðveldlega tekið þetta að sér. Meðal annars eram við með stóra skrifstofu í Miami!" Höfundur er ræðismaður ís- lands íSuður-Flórída ogfram- kvæmdastjóri tyá fisksölufyrir- tæki Á Miami.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.