Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 29 Ettir flugránið í iióinni viku hefur ieikurinn þegar borist milli tveggja heimsálfna Atiants- haí ÍÞriöjudagur, 5. apríl. /\- Rugvél frá Bangkok I til Kuwait rœnt og bemt til I Irans. Þar var einum gísl I sleppt. MelailWlr: ...... __________________. |KÍ Laugardagur lHi Einn gísl er drepinn, öörum sleppt. Mánudaaur Annar gfsl drepinn. Þriöjudagur 12 gíslum sleppt oq flugvélin heldur til Algeirsborgar í AlsTr. til Líbanon, þaöan er henni snúiófrá, en henni lent á Kýpur.. Alsír: KRGN / MorgunWafiið / AM Kunnir sem slyngir samn- ingamenn og sáttasemjarar Reuter El-Hadi Khedirí, málamiðlarí á vegum Alsírstjórnar sést hér á tali við flugræningjana í gær. KOMA kúvæsku júmbóþotunnar, sem flugræningjar hafa á valdi sínu, til Alsír hefur enn á ný vakið athygli á ráðamönnum þar sem áhrifamiklum milligöngu- mönnum og sáttasemjurum í al- varlegum deilum, einkum þeim, sem snerta arabaríkin. Áttunda degi flugránsins lauk á Kýpur á þriðjudag þegar flugvélinni var flogið þaðan til Alsír með 32 gísla um borð. Nú bíður það al- sírsku stjómarinnar að reyna' að koma í veg fyrir blóðbað en Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sem rejmt hefur að tala um fyrir flugræningj- unum, segir, að Alsír hafi verið eina landið, sem hryðjuverkamennimir vildu fara til. Menn, sem standa nærri Chadli Benjedid Alsírforseta, vildu ekkert um það segja hvort stjómin ætlaði að annast milligöngu í málinu en stjómarerindrekar í Algeirsborg sögðu, að það væri dæmigert fyrir Alsírmenn að láta sem ekkert væri á sama tíma og þeir væm önnum kafnir á bak við tjöldin. Slyngir samningamenn „Látið ekki blekkjast, þeir koma einhvers staðar inn í myndina. Þeir gera það alltaf og þeir kunna líka vel til verka. Þeir eru slyngir samn- ingamenn og gæta þess að koma sínum mönnum sem víðast fyrir," sagði vestrænn stjómarerindreki. Alsírmenn áttu mikinn þátt í að binda enda á flugrán árið 1985, það, sem lengst hefur staðið, en þá var bandarískum gíslum leyft að fara frá borði TWA-þotu áður en flugræningjamir fóm með vélinni sjálfri til Beirút. 20. janúar 1981 vom það Alsírmenn, sem tóku við bandarísku gíslunum í Teheran en þá hafði þeim verið haldið þar föngnum í 444 daga. Alsírmenn hafa lagt mikla rækt við stöðu sína sem hlutlaus þjóð og þeir em raunar ein af fáum, sem allir virðast geta sætt sig við. Von- ir em bundnar við, að þeir geti borið sáttarorð á milli í Persaflóa- styrjöldinni og þeir hafa lagt sitt af mörkum við að fá vestræna gísla í Líbanon leysta úr haldi. Það verður ekki auðvelt fyrir Alsírmenn að semja við ræningja kúvæsku þotunnar. Á mánudag ræddi furstinn í Kuwait við Alsírfor- seta og geta menn sér til, að hann hafí hvatt hann til að sýna ræningj- unum enga undanlátssemi. Ræn- ingjar krefjast þess, að 17 hryðju- verkamönnum í Kuwait verði sleppt en Kuwaitstjóm hefur vísað því al- gerlega á bug. Með mikla reynslu Pulltrúi Alsírstjómar í samninga- viðræðum við ræningjana heitir El-Hadi Khediri, innanríkisráð- herra. Hann hefur mikla reynslu af samningamálum og á ríkan þátt í því orðspori sem fer af Alsír sem málamiðlari á alþjóðavettvangi. Khediri átti meðal annars þátt í að frelsa gíslana í bandaríska sendi- ráðinu i Teheran árið 1981. Hann tók þátt í samningaumleit- unum þegar tveir shítar héldu far- þegum flugvélar TWA í gíslingu árið 1985. Hann hefur einnig átt hlut að máli í þeirri viðleitni Alsír- manna að fá vestræna gísla lausa sem eru í haldi í Líbanon. Khediri er einn af nánustu sam- starfsmönnum Chadlis Benjedis, forseta Alsír. Honum er lýst sem yfírveguðum manni sem heldur ró sinni hvað sem á gengur. ítalía: 48. ríkissljórnin tekur við völdum Rómaborg, Reuter. FRANCESCO Cossiga Ítalíufor- seti tók í gær embættiseiða af ráðherrum 48. ríkisstjórnar ít- alíu frá striðslokum og lýkur þar með mánaðarlangrí stjórnar- kreppu. Forsætisráðherra hinn- ar nýju stjómar er Ciriaco De Mita, leiðtogi Kristilegra demó- krata. Stjómin er mynduð af sömu fimm flokkum og farið hafa með völd mestan hluta undanfarimúi fímm ára — Flokki kristilegrar demó- krata, Sósíalistaflokknum, Repú- blikanaflokknum, Jafnaðarmanna- flokknum og Frjálslynda flokknum. Stjómarkreppan hófst hinn 11. mars þegar samsteypustjóm sömu flokka undir forsæti Giovanni Goria leið undir lok, en Goria er einnig kristilegur demókrati líkt og De Mita. í næstu viku þurfa þingmenn að gera upp við sig hvort hin nýja stjóm er traust þeirra verð eður ei. De Mita, sem er 60 ára gamall, gerði litlar breytingar á samsteypu- stjóm flokkanna og halda flokkam- ir að mestu sömu ráðuneytum og fyrr. Goria, sem sagður er bitur eftir að hann neyddist til að leggja upp laupana, er þó ekki f hinu nýja ráðuneyti. í stefnuskrá stjómarinn- ar, sem De Mita samdi, eru klæði borin á vopn andstæðra fylkinga Chiríaco De Mita innan stjómarinnar — sérstaklega kristilegra demókratá og sósíalista, en krytur flokkanna undanfarið ár hafa fimm sinnum valdið mikilli óvissu um stjómarsamstarfið og einum óvæntum þingkosningum. / Þegar við kaupum sófasett er tvennt sem við þurfum að athuga og hafai huga. Það er að sófasettið sé fallegt, þægilegt, sterkt og endingargott og í öðru lagi að það sé ekki of dýrt. Með þetta að leiðarljósi keyptum við inn PADÚA LEÐUR-LUX sóf asettin frá Þýskalandi sem allir hrífast af. Tegund: PADUA VERÐ: 3+2+1 Kr. 72.57«.- 3+1+1 Kr. 66.460.* PADÚA sófasettið fæst í 7 litum. Hagstæð greiðslukjör. r í +/ ^ húsgagnaööllln © MOHl I R reykjavIk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.