Morgunblaðið - 14.04.1988, Síða 38

Morgunblaðið - 14.04.1988, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hafnarfjörður - blaðberar Blaðbera vantar í iðnaðarhverfin, strax. Upplýsingar í síma 51880. Gufubaðstofan Hótel Sögu óskar eftir ræstitækni. Upplýsingar í síma 23131 eða 621324. Háseta vantar á 120 tonna yfirbyggðan netabát sem rær frá Hornafirði fyrst í stað. Upplýsingar í síma 93-81343 og hjá skip- stjóra í síma 985-20743. JKtfSmiHaMfe Aðstoðarmaður í vélaverslun Óskum eftir að ráða röskan mann til snún- inga og aðstoðar í vélaverslun okkar. Við- komandi þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar um starfið gefur Þórður Kristins- son í síma 681299 eða á staðnum. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299. Hefilmaður Vanur hefilmaður óskast strax. Upplýsingar eru gefnar í síma 50877. Loftorka hf. REYKJALUNDUR Reykjalundur - endurhæfingarmiðstöð, óskar að ráða starfsfólk til sumgrafleysinga og í föst störf. Um er að ræða eftirfarandi störf: Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga í fastar stöður og til sumarafleysinga. Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga á fastar nætur- vaktir. Sjúkraliðar Viljum ráða sjúkraliða í föst störf og hluta- störf. Aðstoð við hjúkrun Við viljum ráða ófaglært fólk til aðstoðar- starfa á hjúkrunardeildum. Dagmæður Við viljum komast í samband við konur, sem vilja taka að sér að vera „dagmömmur" fyrir börn starfsmanna Reykjalundar. Starfsfólk við ræstingar Okkur vantar fólk til afleysinga í ræstingum í sumar. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarforstjóri Gréta Aðalsteinsdóttir í síma 666200. Aðstoðarfólk í sjúkraþjálfun Við þurfum að ráða fólk til aðstoðarstarfa í nýrri sjúkraþjálfunardeild okkar í sumar. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari Birgir Johnsson í síma 666200. Aðstoðarfólk í iðjuþjálfun Við viljum ráða aðstoðarfólk í iðjuþjálfun til sumarafleysinga og í föst störf. Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi Sigríður Lofts- dóttir í síma 666200. Vaktmenn Okkur vantar handlaginn og áreiðanlegan mann á kvöld- og næturvaktir til að annast umsjón og eftirlit með húsum og húsmunum. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Jón M. Benediktsson í síma 666200. Endurhæfing er spennandi og fjölbreytt starf sem fer fram utan dyra og innan. Reykjalund- ur er stærsta endurhæfingarstöð landsins og stendur í fögru umhverfi í útjaðri Mosfells- bæjar. Góðar samgöngur eru við Reykjavík og ferðir milli heimilis í Reykjavík og vinnu- staðar eru greiddar fyrir starfsfólk. Reykjaiundur - endurhaefingarmiðstöð. Vélamenn - verkamenn Malbikun Vana vélamenn og verkamenn vantar til malbikunarvinnu. Upplýsingar í síma 50877. Loftorka hf. Óskum eftir reglusömu og dugmiklu starfsfólki í fram- reiðslustörf. Æskilegur aldur 20-35 ára. Vaktavmna. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13.00 og 16.00. Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa: 1. Fulltrúa innheimtustjóra. 2. í markaðsdeild. 3. Til sendistarfa. 4. Til skrifstofustarfa. Hálfs dags störf fyrir og eftir hádegi. 5. Til afgreiðslu og gjaldkerastarfa frá 1. ágúst. 6. Til gagnaskráningar. Um sveigjanlegan vinnutíma getur verið að ræða. Umsóknareyðublöð eru í afgreiðslu okkar, upplýsingar ekki gefnar í síma. Umsóknum um störfin skal skila fyrir 20. apríl. Öllum umsóknum svarað. EURGCARD Á ÍSLAINIDI KREDITKORT H.F. Ármúla 28, 108 Reykjavík Sími685499 Öryggisvörður Vika unnin - Vika frí Securitas, stærsta öryggisgæslufyrirtæki landsins, bætir stöðugt við sig verkefnum, sem kallar á fleiri starfsmenn. Ef þú ert á aldrinum 20 til 55 ára, hefur hreina sakaskrá og býrð yfir eiginleikum eins og heiðarleika, skyldurækni og þjónustuvilja, þá gæti starfið hentað þér. Algengasti vinnutími okkar eru vaktir frá kl. 20.00 á kvöldin til 08.00 næsta morgun og er vika unnin og viku frí. Að auki bjóðum við hlutastörf á dagvöktum um helgar. Starfið hefst með þjálfun. - Almenn öryggisgæsla. - Eldvarnir. - Tækninámskeið, - Skyndihjálp. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu fyrirtækisins í Síðumúla 23, Reykjavík. SECURITAS HF Plastsmíði Vantar röska og laghenta starfsmenn á plexi- glerverkstæði okkar strax. akron piastiðja, Síðumúla 31, sími 33706. Bókari Óskum að ráða bókara. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar á staðnum í dag frá kl. 13-16 í Aðalstræti 16. HÓTEL íjJÆND Myllan konditori er stórt og fallegt kaffihús í Kringlunni. Við óskum að ráða tvo starfsmenn til að sinna afgreiðslu og aðstoða við bakstur. í boði er eitt heilsdagsstarf frá kl. 9.00-17.00 og annað hálfsdagsstarf frá kl. 14.00-20.00. Reynsla af ofangreindum störfum er ekki nauðsynleg, en starfsþjálfun hjá okkur og gott skap og dugnaður hjá viðkomandi gera gæfumuninn. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar í Myllunni í Kringlunni í dag og föstudag frá kl. 10.00- 14.00. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Olafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þingeyri. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina á Þórshöfn. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Hafnarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöðina í Kópavogi. 9. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsu- gæslustöð Eskifjarðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. apríl 1988. E EUROCARD •/ rm SLCURHAS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.