Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 14.04.1988, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1988 Sveinjóna Vigfús- dóttir - Minning í dag verður til moldar borin amma mín, Sveinjóna Vigfúsdóttir. Lát ekki öldur hafsins skilja okkur að, og árin sem þú varst hjá okkur verða að minn- ingu. Þú hefur gengið meðal okkar og skuggi anda þíns hefur verið ljós okkar. Heitt höfum við unnað þér. En ást okkar var hljóð og dulin mörgum blæjum. En nú hrópar hún á þig og býst til að standa nakin fyrir augiiti þínu. Og þannig hefur það alltaf verið, að ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinni. Oft vill gleymast sannleiksgildi þeirra orða, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Eins og endranær hafa eflaust ófáir iðrast með sjálfum sér ýmissa sagðra og ósagðra orða, heimskulegra gjörða og sársaukafullra framkvæmda nú þegar amma mín er farin frá okkur. Eg er svo heppin að bera enga slíka iðrun í bijósti mér. Þótt ég hefði auðvitað viljað njóta návistar hennar lengur þá var samband okkar aldrei betra og nánara en undir lokin. Við vorum ekkert sérlega nánar þegar ég var bam, ef eitthvað þá var ég frekar smeyk við hana oft á tíðum, eins og bömum er tamt hafði ég engan skilning á því að flársjúkt fólk hefur ekki alltaf þá þolinmæði sem það vildi hafa gagnvart litlum ólátabelgjum. En undir lokin var ég nær daglegur gestur hjá ömmu minni og afa. Fyrst ef til vill meira af nauð- syn en af áhuga, en síðar fór mér að fínnast það ómissandi hluti af deginum að fara þangað úr skólan- um, slappa af og spjalla við ömmu. Mér til svolítillar undmnar og mikill- ar ánægju komst ég að því að inní þessum hægfara lasburða líkama var góðhjartaður, stórgáfaður og stór- skemmtilegur kvenmaður. Við gátum spjaliað saman svo tímunum skipti, hún sagði mér frá því þegar hún var ung að byija að skemmta sér, frá stríðinu og fátækt- inni og baslinu í gamla daga og ýmsar aðrar skemmtilegar sögur. Kannski það sem mikilvægara er að hún reyndi að miðla mér af reynslu sinni og þekkingu á lífinu og mann- fólkinu. Hún gerði sér ljóst að hún hafði ekki alltaf breytt rétt, var sífellt að tala mig til og gefa mér góð ráð, því hún vildi ekki að við gerðum sömu mistök og hún. Þó við værum ekki alltaf sammála þá var innsæi hennar oft ótrulega mikið. Þó að ég sakni hennar mikið er ég fegin að þjáningum hennar er lokið. Margt af því sem hún kenndi mér hefur komið að góðum notum og ég mun njóta góðs af því alla ævi að hafa fengið að kynnast konunni, mann- eskjunni og lífinu sem í henni bjó. Ég þakka guði fyrir þær stundir sem við áttum saman og ég veit að hann hlúir vel að henni hvar sem hún er og minning hennar mun alltaf lifa í bijósti okkar. Megi guð veita ættingjum og vin- um styrk í sorg sinni, en þó sérstak- lega afa mínum því eins og ást hans og þolinmæði er missir hans mikill. Fáir voru dagar mínir meðal ykkar og orð mín enn færri. En hætti rödd mín að hljóma í eyrum ykkar og fölni ást mín í minningu ykkar, þá mun ég koma aftur með auðugra hjarta og tungu, sem auðsveipari er andan- um, og tala til ykkar. Já, öldur mínar munu aftur falla að strönd- inni og þó að dauðinn skilji okkur og ég sé grafínn hinni miklu þögn mun ég samt leita skilnings ykkar. Og ég mun ekki leita án árangurs. Ef nokkuð af því, sem ég hef sagt, er sann- leikur mun sá sannleikur birtast aftur á hreinni tungu og í orðum, sem skyldari eru hugsunum ykkar. (Tilvitnanir eru úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Anna Magga Það er svo maigt að minnast á frá morgni æsku ljósum, en vorið hló við bamsins brá og bjó þar skarti af rósum. (Ingi T. Lárusson) Sveina, fóstursystir mín, er látin eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 4. þessa mánaðar. Árið 1922 kom Guðný, systir mín, með Sveinu þá tveggja ára gamla í heimsókn til foreldra minna á Lauga- veg 54b, þeirra Guðríðar Helgadóttur og Jóhannesar L.L. Jóhannssonar. Foreldrar Sveinu bjuggu þá í næsta nágrenni við okkur við kröpp kjör með stóran hóp bama. Þegar að kveðjustund kom vildi sú litla alls ekki fara og varð það úr, að hún ílent- ist hjá okkur með samþykki móður sinnar. Sveina varð brátt eftirlæti allra á heimili okkar, falleg stúlka, vel gefin og glaðlynd. Á tíunda ári varð hún fyrir fyrsta veikindaáfall- inu, þá varð hún alvarlega veik af hryggberklum. Hún lá þá nærri ár á bakinu í gipsi á Landakotsspítalan- um. Þetta varð að sjálfsögðu þung raun fyrir hana, þótt gert væri það, sem hægt var til þess að stytta henni stundimar. Móðir mín fór næstum daglega til hennar og dvaldi hjá henni allan heimsóknartímann, sem þá var frá 3—5. Berklaveikin batnaði við leguna og Sveina gat haldið áfram sinni skólagöngu. 16 ára hóf hún nám hjá mér í hárgreiðslu og innritaðist um svipað Ieyti f Iðnskólann. Rétt áður en hún lauk námi veiktist hún aftur af berkl- um og nú í fæti. Lá hún um tíma á Landakoti og þar tók hún hluta af iðnskólaprófi sínu rúmliggjandi. Með dugnaði og þrautseigju öðlaðist Sveina sín iðnréttindi þrátt fyrir heilsuleysi. Árið 1943 giftist Sveina eftirlif- andi manni sínum, Vilhjálmi Schröd- er. Þau eignuðust 6 böm, sem öll eru á lífi. Síðustu árin bjó Sveina við langvarandi heilsuleysi og reyndist Vilhjálmur konu sinni frábærlega vel í þeim miklu erfiðleikum. Ég þakka tiyggð og vináttu mér og mínum til handa, allar ánægju- stundimar á heimili þeirra hjóna og ekki síst þakka ég Sveinu, systur, fyrir natni hennar og hjálpsemi við móður mína á síðustu æviárum henn- ar. Votta ég eiginmanni og bömum innilega samúð. Ragnheiður Jóhannesdóttir Nú er Sveina mín látin. Hún gekk undir því nafni meðal ættingja og vina. Oft getur dauðinn verið líkn þegar um langvarandi veikindi er að ræða. Sveina var búin að vera sjúkl- ingur í mörg ár en síðustu mánuðina dvaldi hún á sjúkrahúsi helsjúk og þrotin að kröftum og lést í Vífils- staðaspítala 4. aprfí sl. Ég veit að hefði hún getað talað þá hefði hún vilja þakka manni sínum og bömum fyrir allar stundimar sem þau sátu hjá henni og reyndu að gera þennan tíma bærilegan eins og hægt var. Eg get ekki rakið lífsferil hennar, því ég er ekki nógu kunnug honum, en kýs heldur að taka upp þráðinn þegar leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 26 árum þegar dóttir hennar, Helga, og sonur minn, Sigurður, felldu hugi saman og framhald af því var gifting. Núna búa þau í Ástr- alíu og eiga þijú böm. Og nú veit ég að Helga mfn hugs- ar til móður sinnar með þakklæti og trega í huga. En því miður er hún ekki hér á landi á þessum degi. Ég veit að hún er með hugann hjá ykk- ur og ekki síst hjá föður sínum og systkinum og eitt er víst að þau hjón og böm þeirra senda ykkur hlýjar kveðjur. Sveina átti 6 böm, elst er Helga, næst kemur Anna, síðan Fríða. Vil- hjálmur, Jóhannes og Guðrún. Öll þessi böm hafa stofnað heimili nema Jóhannes sem býr heima hjá föður sínum. Sveina var góð og gjöful kona sem vildi gera öllum gott. Ef hún vissi af einhveijum sem illa var á vegi staddur þá var það hennar yndi að greiða úr þeim vanda, en hún stóð aldrei ein í neinu því maður hennar, Vilhjálmur, þessi ljúfi drengur, stóð eins og bjarg við hlið hennar. Það er svo geysilega margs að minnast en efst í huga mínum er þegar dóttir hennar og tengdasonur, með yngsta bam sitt, dóttur, komu frá Astralíu fyrir tveimur árum og sú litla var fermd hér. Þá snerist allt hjá Sveinu um að guð veitti henni þá gleði að verða frísk og geta verið við ferminguna. Henni varð að ósk sinni og naut dagsins með okkur. Dagurinn leið eins og ljúfur draumur. Nú að leiðarlokum langar mig til að þakka henni góð kynni sem aldrei bar skugga á og um leið að þakka samfylgdina. Við Guðmundur sendum þér, Vil- hjálmur, bömum ykkar, tengdaböm- um og bamabömum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Svala Eggertsdóttir RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 8 38 33 Hvít CORSICA hreinlætistæki frá Sphinx í setti á frábæru verði. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. HREINIÆTI ER OKKAR FAG ÖISALA á alls konar húsgögnum m Eldhúsborð og stólar Kaffistofuhúsgögn Skxifstofustólar Borðplötur og borðfætur Vínil- og tauáklæði o.m.fi. STEINAR STÁLHÚSGAGNAGERÐ Smiðjuvegur 2 • 200 Kópavogur • Sími 46600
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.