Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 7
MOEGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Offramboð á ferskfiski í Bretlandi: Freðfiskmarkað- urinn að glatast - segir Signrður Á. Sigurðsson hjá Iceland Seafood Ltd. SIGURÐUR Á. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Lirnited, dótturfyrirtækis SÍS í Bretlandi, segist telja brýnt að gera ráðstafanir til að takmarka útflutning á ferskum íslenskum fiski til Bretlands, þar sem of- framboðið á ferskfiski sé að eyði- leggja freðfiskmarkaðinn og stríði gegn íslenskum hagsmun- um. Sigurður nefndi dæmi um að bresk fyrirtæki seldu fiskflök úr íslenskum fiski fyrir 8-9 pund á meðan sambærileg vara íslensk kostaði 11-13 pund. „Það eru ekki grænfriðungar, sem valda okkur mestum vandræð- um í sölu á íslenskum físki, heldur offrámboð íslendinga," sagði Sig- urður. „Við verðum að gæta okkar á því að yfírfylla ekki markaðinn af ferskum físki, því að þá erum við að eyðileggja margra ára mark- aðsstarf, sem hefur verið mikið og kostnaðarsamt og verður ekki end- urheimt á skömmum tíma.“ Sigurður tók dæmi af marsmán- uði, og sagði að þá hefðu ríflega 8.000 tonn af íslenskum físki verið flutt inn á Humberside-svæðið 1 Englandi, bæði í gámum og skipum. „Þetta er miklu meira en við eigum að venjast, yfírfyllir markaðinn og veldur því auðvitað að verðið hríðfellur og fiskiðnaðurinn hér kemst þama í hráefni á svo lágu verði að þeir geta undirstungið okk- ur og yfírtekið viðskiptin," sagði Sigurður. „Við sitjum hins vegar uppi með töluverðar birgðir af fryst- um flökum, bæði hér í Englandi og heima, sem seljast ekki.“ Að sögn Sigurðar er sala á fryst- um flökum yfírleitt hæg og.markað- urinn hefur verið veikur undanfama mánuði, meðal annars vegna um 10% samdráttar í neyslu á svæðinu. Sigurður sagði að óhóflegt magn af ferskum físki ofan á þetta mark- aðsástand þýddi algjöra ládeyðu í sölumálum íslendinga. „Þetta stríðir gegn íslenskum hagsmunum. Við emm að endurreisa þennan breska fiskiðnað, sem hefur átt í erfíðleikum frá því þorskastríðinu lauk, með því að mata hann á ódýra hráefni, sem við ættum auðvitað að nýta okkur sjálfír og stjóma markaðsátakinu í heild. Það er að- kallandi að gera einhveijar ráðstaf- anir til þess að takmarka útflutning á ferskfíski til Bretlands. Þetta hefur verið gert í dálitlum mæli varðandi Þýskalandsmarkaðinn og gefið góða raun,“ sagði Sigurður. Nauðsynlegt að stýra framboði - segir Bjarni Lúðvíksson hjá SH NÆR allur ferskur fiskur frá íslandi, sem seldúr er á markaði í Bretlandi, fer nú í flökun eða frystingu þar ytra, sagði Bjarni Lúðvíksson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í samtali við Morgunblaðið. Mikið framboð á fiski héðan undanfarið hefur valdið verðfalli á mörkuðunum í Englandi og frystihúsin hér heima geta ekki keppt við það verð, sem vinnslustöðvar á Hum- ber-svæðinu geta boðið. Af þess- um sökum segir Bjarni, að stýra þurfi framboði á ferskum fiski héðan á markaði ytra. Bjami sagði að undanfarið hefðu 60-70% af fískinum héðan farið í frystingu á Humber-svæðinu. Eftir páska væri hlutfallið komið í um 90%. Þegar lægri launakostnaður ensku vinnslustöðvanna bætist við lágt verð á mörkuðunum veldur það því, að ensku vinnslustöðvarnar geta boðið afurðir sínar á 10-15% lægra verði en ísiensk frystihús geta boðið. Bjami sagði vera ljóst, að við höfum að stærstum hluta verið að þjóna vinnslumarkaði. „Ef við eigum að þjóna ferskfískmark- aði verðum við að gera það með skynsamlegum hætti. Við verðum að stýra framboðinu, ef við ætlum að halda hæsta verði sem við getum fengið," sagði Bjami Lúðvíksson. Hann sagði verð á mörkuðunum í Englandi vera heldur skárra nú síðustu daga en það var í fyrri viku. Þó væri það ekki sambærilegt við það verð sem fæst hér heima á rrtörkuðunum, ef kostnaður við sölu erlendis er dreginn frá. Gjaldþrot Scana: Eignir nægja ekki fyrir 7 milljóna forgangskröfum Kröfur alls rúmar 43 milljónir KRÖFUM fyrir rúmar 43 miRjón- ir króna hefur verið lýst í þrotabú saumastofunnar Scana. Almennar kröfur nema um 34 milljónum, veðkröfur eru tæpar tvær milljónir en forgangskröfur 7,2 milljónir. Að sögn bústjórans, Sigurmars Albertssonar hdl, liggur ekki fyrir fúllnaðarmat á eignum búsins en ljóst er að munu ekki duga fyrir forgangs- kröfum. Að sögn Sigurmars á ríkissjóður stærstu kröfuna, um það bil 6 millj- ónir, vegna yfirtekinna launa- og líeyrissjóðsgreiðslna. Sú krafa fær forgangsmeðhöndlun við skipti. Meðal annarra stærstu kröfuhafa má nefna Gjaldheimtuna í Reykjavík með 4 milljón króna kröfu og SÍS með 3,8 milljóna kröfu. Einnig hafa borist kröfur frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Belgíu og Bandaríkjunum vegna ógreidds hráefnis fyrir samtals á fimmtu milljón króna. Að sögn bústjórans horfír ekki vænlega með sölu á eigum búsins og er ljóst að eignir hrökkva ekki fyrir forgangskröfum. Scana átti engar fasteignir og era verðmæt- ustu eignir í vélabúnaði. „Það er ekki hlaupið að því að selja sauma- vélar á íslandi í dag og tilraunir til að selja erlendis hafa ekki borið árangur,“ sagði Sigurmar Alberts- son. Skiptafundur verður haldinn 5. maf. . 7 SAGAN UM SIGVALDA OG FJÓRHJÓUÐ! * Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. Þú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mercedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfsmenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum. Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að ve;ra félagi í SFRB. Það var ekki liðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn - með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann PétUr, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifstofuna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfunum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049.580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fýrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursýni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefan hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefhilega Kjarabréf. * Þetta er alveg satt. Sögunni og nöfnum hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum! FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ _Kringlunni 123 Reyl^javík S 689700_ ósarfslA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.