Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 17

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 17 Hrika- legur celló- leikur Tönlist JónÁsgeirsson Misha Maisky er stórbrotinn cellisti, bæði hvað snertir tækni en sérstaklega þó fyrir afburða sterka túlkun.1 Fýrsta verkið sem hann lék á tónleikum Tónlistarfé- iagsins í Gamla bíói sl. laugardag var þriðja cellósvítan eftir J.S. Bach. Það eina sem finna mætti að leik hans í svítunni var of til- fínningalega þrungin túlkun, sem auðvitað má lita Bach með en er of mikil þegar túlkunin fer að draga athygli hlustenda frá sjálf- um tónvefnaðinum. Hvað sem þessu líður var leikur Maisky feikna góður. Annað verkið á efnisskránni var cellósónatan eftir Sjostako- vitsj og þar kom til samleiks píanóleikarinn Steven Hoogen- berk, góður píanóleikari sem þó lék á köflum nokkuð oflátungs- Misha Maisky lega. í þessu glæsilega verki Sjos- takovitsj var leikur Maisky eitt af því stórbrotnasta sem undirrit- aður man eftir og hefur þó æði oft heyrt sónötuna leikna. Leikur hans og túlkun var eitt stórt ævin- týri. Arpeggione-sónatan eftir Schu- bert og Italska svítan eftir Strav- inskí voru seinni verkefnin og má það sama segja um flutning þeirra og þau fyrri, að leikur Maisky var hrikalegur og að Maisky er stór- brotinn og sérstaklega tilfínninga- ríkur listamaður, er hefur svo mikla en agaða tækni að hann getur bókstaflega talað sleppt til- finningum sínum lausum og þegar kyrrist um, á hann til yndislegan og mannhlýjan tón, gæddan sér- stæðri einlægni í fullkominni and- stæðu við tilfinningaofsann. Trúlega er ekki að fínna marga listamenn sem búa svona vel hvað snertir tilfínningaiegar andstæður og geta tjáð þær af slíkri ein- lægni sem heyra mátti hjá celló- snillingnum Misha Maisky. Hljómeyki í Kristskirkju Tónlist JónÁsgeirsson Sönghópurinn Hljómeyki, undir stjóm Hjálmars H- Ragnarssonar, stóð fyrir ágætum tónleikum í Kristskirkju sl. sunnudag en á efnisskránni voru eingöngu tón- verk eftir Hjálmar. Hljómeyki er tólf manna hópur, sem hefur með árunum náð að vinna sig saman og er auk þess skipaður vel menntuðu og söngvönu fólki. Söngur kórsins var að þessu sinni betri en nokkru sinni fyrr og má vera að stjóm og samvinna Hjálm- ars við kórinn eigi sinn þátt í góðri samstillingu sönghópsins. Þá ber einnig að hafa í huga að tónlist Hjálmars er á köflum leik- ræn og blæbrigðarík. Undirritaður hefur áður heyrt öll verkin, nema Lauffall við texta eftir Snorra Hjartarson, en það lag var flutt af Halldóri Vilhelms- syni við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Þrátt fyrir fyrri kynni við verkin, var upplifun þeirra nú sem um ný verk væri að ræða, sérstaklega Gamalt vers, sem er hrein tónperla og sömuleið- is Ave María. Gloria og Credo em rismikil verk, full upp með sterkar and-' stæður er komu sérlega vel fram í vönduðum flutningi Hljómeyki. Hjálmar H. Ragnarsson Kvöldvísur um sumarmál við texta eftir Stefán Hörð Grímsson er fallega unnið en einhvem veginn fann undirritaður ekki það sam- spil tóna og texta sem koma eink- ar skýrlega fram í öðmm verkum, sérstaklega þó í Lauffallinu hans Snorra. Þá jók það sérstaklega á ánægjuna, að Kristskirkja var bókstaflega talað troðfull, svo að ljóst er að tónleikagestir telja sig eiga erinidi við Hjálmar og þá er sama þó menn viti að um nútíma- lega trúartónlist er að ræða, ef þar í móti kemur, að von er í góðri tónlist og vönduðum flutn- ingi, eins og hér var að hafa. Ennþá einu sinni nýr og byltingarkenndur HONDA CIVIC með breytingum, sem gera HONDA CIVIC tvímælalaust fremstan í flokki minni bíla. Allar gerAir koma nú með vól úr lóttmálmi og 16-VENTLA, ýmist með einum eða tveimur kambásum, sem þýðir meiri orku og minni eyðslu. Ný frábær fjöðrun, sem á sór enga hliðstæðu í sambærlegum bílum og óvenju mikil lengd á milli hjóla gefur bílnum mjög góða aksturseiginleika og aukin þægindi í akstri. Með þessu hefur HONDA sannað enn einu sinni, að þeir framleiða „litla bílinn" með þægindi og rými stóru drekanna en aðalsmerki HONDA í fyrirrúmi: SPARNEYTNI, GÆÐI OG ENDINGU. ^\NÝ HONDA CIVIC KYNSLÓB,^ W HONDA HONDA Á ÍSLANDI Vatnagörðum 24 s. 689900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.