Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 20

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Vegið að starfsemi Krabbameiiisfélagsins eftirDavíð * Olafsson Fram er komið á Alþingi frum- varp til laga um sérstaka fjáröflun til Skáksambands íslands. Efni frumvarpsins er um skattlagningu greiðslukorta og samkvæmt því skal verja innheimtum skatti til styrktar skákíþróttinni í landinu. Flutningsmenn frumvarpsins eru Guðmundur G. Þórarinsson, Albert Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon. í rökstuðningi fyrir þess- ari tillögu segir aðalflutningsmaður m.a. í blaðagrein nýlega: „Skáksambandið fær til starf- semi sinnar almennrar rúmlega milljón krónur á fjárlögum. Margra ára reynsla sýnir að ekki dugar að treysta á fjárveitinganefnd. Þar er einfaldlega verið að deila út alltof litlum peningum til alltof margra aðila. Frjáls framlög eru ágæt en á þeim verður ekki byggt til lengd- ar. Því er nauðsynlegt að sjá SI fyrir öruggum tekjum." Hér er ekki einu sinni hálfur sannleikurinn sagður, eða fá ekki fjórir stórmeistarar föst laun frá ríkinu, og. væntanlega er það á fjár- lögum. Þar eru nokkrar milljónir til skákíþróttarinnar í viðbót við þessa rúmlega einu til „almennrar" starfsemi. Þetta er rétt að telja með þegar framlag ríkisins til skák- íþróttarinnar er tíunda. Á öðrum stað í greininni segir þingmaðurinn „stjómmál eru val“. Það er laukrétt og það er einmitt hlutverk alþingis- manna að velja og hafna þegar þeir semja fjárlög. Hversvegna brugðust þeir þá skákíþróttinni? Þeir höfðu líka tækifæri, eins og virðist nú vera að renna upp fyrir þingmanninum, til að veita skák- íþróttinni fastar tekjur þegar lögin um lottóið voru samþykkt en þá gleymdist líka að velja rétt og skák- íþróttin var skilin útundan. Þar er að vísu ekki um að ræða skattlagn- ingu heldur fijáls framlög, en þó mjög öruggan tekjustofn. Það er gálfsagt að taka fram, að gagmýni á þetta frumvarp má engan veginn skiljast sem að verið sé að amast við fjárstuðningi við skákíþróttina. Hins vegar er spuming hvort þeirri göfugu íþrótt er nokkur greiði gerð- ur með skattlagningu á borð við þá, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. En það var ekki ætlun mín að hefja almenna umræðu um þessa fjáröflunarleið og rökin fyrir henni, heldur aðeins benda á, að með þessu er verið að taka hið eiginlega hlut- verk af fjármálaráðherra, að gera tillögur um. öflun og ráðstöfun tekna ríkissjóðs eins og hann leggur það fyrir árlega í fjárlagafmm- varpi. En hér hefur líka verið gefið fordæmi og önnur tillaga er þegar komin fram á Alþingi um sérstaka skattlagningu til annars góðs mál- efnis og trúlega verður það ekki sú síðasta því nóg er af „góðum mál- efnum" og sjálfsagt enn margar skattlagningaleiðir ónotaðar. Það er bara að nota hugmyndaflugið. Aðaltilefni mitt með þessum skrif- um er þó allt annars eðlis og miklu alvarlegra. Til er í landinu félags- skapur, sem nefnir sig Krabba- meinsfélag íslands. Það saman- stendur af 24 félögum víðsvegar um landið með mörg þúsund með- limum. Þeir sem að þessum félags- skap standa hafa sett sér það mark að berjast gegn einum mesta vá- gesti, sem nú heijar á fslensku þjóð- ina. Þessi barátta krefst mikilla fjármuna og það er gott til þess að vita, að um helmingur þeirra fjármuna, hefur hingað til komið af fijálsum framlögum. Hinn helm- ingurinn kemur frá ríkinu, en það er allt greiðsla fyrir ýmiss konar þjónustu félagsins við heilbrigðis- kerfið í landinu. Á sl. ári ákvað Krabbameinsfélagið að stíga enn eitt mikilvægt skref í baráttunni við krabbameinið og setja á stofn rannsóknarstofu í sameinda- og frumulíffræði. Er þar um að ræða grunnrannsóknir á krabbameini, sem ekki hafa verið stundaðar hér áður og miklar vonir eru bundnar við. Hér er tekist á við langtíma- verkefni, sem áríðandi er að tryggja fjárhagslegan grundvöll fyrir, því slíkar rannsóknir mega ekki rofna í miðjum klíðum. Að mati vísindamanna eru að- stæður til slíkra rannsókna mjög góðar hér á landi. Á það hefur oft verið bent með réttu, að íslendingar eru sérlega vel fallnir til rannsókna á hegðun sjúkdóma eða annarra læknisfræðilegra fyrirbæra. Þetta byggist einkum á því, að á íslandi býr heil þjóð af sama kynstofni og uppruna og fólkið er annars vegar nógu fátt til þess að unnt sé að ná til stórs hluta þjóðarinnar, en hins vegar nógu margt til þess að niður- stöður verði marktækar. Hér á landi hefur lengi verið góð heilbrigðis- þjónusta og góð skráning, auðvelt er að ná til fólks og það almennt mjög áhugasamt og fúst til að taka þátt í rannsóknarverkefnum. Síðast en ekki síst veldur ættfræðiáhugi íslendinga því að hér gefast einstök tækifæri til ættrakningar á ýmsum fyrirbærum. Allt það fé, sem fengist hefur til þessarar rannsóknarstofu, er komið af fijálsum framlögum. Húsnæðið er í húsi Krabbameinsfélags íslands við Skógarhlíð í Reykjavík, keypt fyrir fé, er safnaðist í þjóðarátaki gegn krabbameini árið 1982. Tæki rannsóknarstofunnar, sem eru af fullkomnustu gerð, voru keypt fyrir gjafafé, aðallega frá Islenskum að- alverktökura, en einnig frá Kvenfé- laginu Hringnum og Eggert Briem. Pars Pro Toto í Hlaðvarpanum: Leikrænt dansverk um lífið og tilveruna „...en andinn er veikur“, nýtt íslenskt leikhúsverk Danstilþrif á stofnunmni. Leikmynd Pars Pro Toto í Hlaðvarpanum er einföld en áhri- farík, en sæti er fyrir 60 gesti í salnum. Þau leika og dansa fi .. en andinn er veikur“.. Frá vinstri: Ell- ert Ingimundarson, líatrín HaU, ILára Stefánsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Birgitta Heide. Ljós- myndir: Eva Karlsdóttir. Blússandi leikrænt dansverk er í uppsiglingu í Hlaðvarpan- um á vegum leik- og dans- hópsins Pars Pro Toto, sem er úr latneskri tungu og þýðir hluti fyrir heild. Sex liðsmenn eru í sýningunni, fjórir dansar- ar í íslenska dansflokknum og tveir leikarar. Það eru ekki mörg orð viðhöfð í þessu lið- lega klukkustundar leikhús- verki, en tvímælalaust er um að ræða mjög sérstætt íslenskt leikhúsverk, þar sem túlkun og sviðssetningu leikdansaranna er ætlað að laða fram orðanna hljóðan i hugsun hvers leik- hússgests út af fyrir sig. Rökkkurskuggar með grænni slikju stofnunarinnar, sem leik- dansinn fer fr'am í, tók á móti blaðamanni Morgunblaðsins á einni af lokaæfingum hins leik- ræna dansverks „ ... en andinn er veikur", sem Pars Pro Toto munu frumsýna 20. apríl nk. í Hlaðvarpanum. Höfundar verks- ins eru Guðjón Pedersen, Katrín Hall og Lára Stefánsdóttir, en verkið er samið í samvinnu við aðra félaga ieikhópsins. Margsl- unginni og hraðri danstækni er beitt í „andanum", en frumsamin tónlist er eftir Kjartan Ólafsson. Efnisþráður „andans" í veik- leika sínum fjallar á sinn hátt um þá stofnun sem samfélag manna býður upp á í öllum sínum fjöl- breytileika, skyldum, vonum og þrá, en áherslumar í nýrri merk- ingu orðsins dansleikur gefa ýmsa möguleika fyrir áhorfandann, bæði í þröngum og víðum skiln- ingi. Þátttakendur eru Ellert Ingi- mundarson, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Sigrún Guðmunds- dóttir, Ámi Pétur Guðjónsson og Birgitta Heide. Danshöfundar eru Lára Stefánsdóttir og Katrín Hall, lýsing í höndum Ágústar Peters- en, leikmynd og búninga gerir Ragnhildur Stefánsdóttir mynd- höggvari, en leikstjóri er Guðjón Pedersen. Forsýning á „ ... en andinn er veikur" verður 19. apríl, en frúm- sýning 20. apríl. Önnur sýning verður 21. apríl kl. 9 og 3. sýning 24. apríl kl. 9. Fjöldi sýninga verð- ur takmarkaður vegna annarra verkefna leikara og dansara og þess tíma sem leikhópurinn hefur :iðstöðu í Hlaðvarpanum. Pars Pro Toto hóf starf suma- rið 1985 þegar dönsurum í ís- lenska dansflokknum barst ix>ð um þátttöku norrænni menning- ;irhátíð ungs fólks í Stokkhólmi. .1986 kom hópurinn aftur saman með breyttri liðsskipan og tók þátt í norrænni listahátíð í Reykjavík, en hún var haldin í Borgarskála Eimskips. Þar sýndi hópurinn frumsamið verk eftir Láru Stefánsdóttur, „Hendur sundurleitar", leikrænt dansverk fyrir einn leikara og fímm kven- dansara, en það verk var tekið upp fyrir íslenska sjónvárpið og sýnt á páskadag síðastliðinn und- ir heitinu Sofandi jörð. Hópurinn viidi halda áfram starfínu og sótti um styrk til menntamálaráðu- neytisins og fékk 300 þús. kr. til þessa nýja verkefnis, en án þeirr- ar aðstoðar menntamálaráðuneyt- isins hefði leikhópurinn ekki getað ráðist í dansleikinn „ . . . en and- inn er veikur". - áj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.