Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 21

Morgunblaðið - 19.04.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 21 Davíð Ólafsson. „Vísa-korthöfum hafa verið send tilmæli um að taka þátt í þessu söfnunarátaki Krabba- meinsfélagsins og hafa margir þegar svarað með því að heita fram- lagi sínu, misjafnlega miklu, allt eftir efnum ogástæðum." Þá var eftir að sjá fyrir rekstri rannsóknarstofunnar, þar sem ljóst var að tekjur Krabbameinsfélagsins hrykkju ekki til hans. Á síðastliðnu ári var leitað til Vísa íslands um stuðning. Var því mjög vel tekið og ákvað stjóm Vísa íslands að leggja Krabbameinsfélaginu lið, m.a. með því að gefa félaginu kost á að hagnýta sér greiðslukerfi Visa til millifærslu flárframlaga frá vel- unnurum. Er notendum greiðslu- korta Vísa gefínn kostur á að leggja fram 100 krónur eða meira á mán- uði svo lengi sem þeir óska og Vísa- kort þeirra heldur gildi sínu. Vísa ísland mun annast millifærslu þess- ara flármuna aðilum að fyrirhafnar- lausu og rennur allt söfnunarfé óskert til Krabbameinsfélags ís- lands. Þetta er ómetanlegt framlag af hálfu Vísa íslands og annarra, sem stuðlað hafa að því að þessi rann- sóknarstofa hefur nú hafíð starf- semi með færum vísindamönnum, og sýnir góðan skilning á mikilvægi þessarar starfsemi. Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins tengja mikl- ar vonir við þessa fjáröflun. Vísa-korthöfum hafa verið send tilmæli um að taka þátt ( þessu söfnunarátaki Krabbameinsfélags- ins og hafa margir þegar svarað með því að heita framlagi sínu, misjafnlega miklu, allt eftir efnum og ástæðum. Ennfremur liggja nú frammi seðlar í öllum bönkum og sparisjóðum, þar sem fólk getur til- kynnt þátttöku sína í söfnuninni. Nú má það vel vera, að flutnings- mönnum frumvarpsins hafí alls ekki verið kunnugt um þessa sérstöku fjársöfnun Krabbameinsfélagsins, sem -er nýlega hafín. Þessi grein er skrifuð m.a. til þess að upplýsa alþingismenn um þetta. Ef frumvarpið, sem er tilefni þessara skrifa, verður að lögum er mjög ómaklega vegið að þessari þýðingarmiklu starfsemi Krabba- meinsfélagsins og því óhjákvæmi- legt að vekja athygli alþingismanna á þessum þætti málsins, áður en kemur til þeirrar afdrifarfku ákvörðunar að afgreiða frumvarpið. Það er auðveltað ímynda sér við- brögð Vísa-korthafa við slíkri skatt- lagningu. Hún hlýtur óhjákvæmi- lega að leiða til stórlegra minnk- andi þátttöku þeirra í frjálsum framlögum til starfsemi Krabba- meinsfélagsins, sem Vísa ísland hefur svo góðfúslega stutt að kort- hafar þeirra gætu tekið þátt í. Það væri hörmulegt ef alþingismenn, með samþykkt þessa frumvarps, kipptu fótunum undan mikilvægum þætti í baráttunni gegn krabba- meini. Höfundur er fyrrverandi seðla- bankasijóri. Aukin þjónusta í Borgarbókasafni Borgarbókasafn Reykjavíkur er 65 ára um þessar mundir. í tilefni afmælisins verður sektar- laus vika í öllum deildum safns- ins dagana 19.-26. apríl. í frétta- tilkyhningu frá safninu segir að þetta sé kjörið tækifæri fyrir þá, sem af einhveijum orsökum hafi i fórum sinum bækur, sem komn- ar séu i vanskil, þar sem þessa viku þarf ekki að greiða af þeim dagsektir. Borgarbókasafn tók við af Bæj- arbókasafni Reykjavíkur, sem var arftaki Alþýðubókasafns Reykjavíkur, en það tók einmitt til starfa 19. apríl 1923 á Skólavörðu- stíg 3 og átti þá um 900 bækur. Ári síðar var bókaeignin orðin rúm- lega 4.500 eintök og nú um síðast- liðin áramót átti safnið um 367.000 bækur. Safnið fluttist í Ingólfs- stræti 12 árið 1928 og var þar til húsa þar til það fluttist í Þing- holtsstræti 29a, Esjuberg, en þar var opnað 21. janúar 1954, og er aðalsafn nú þar til húsa. Fyrsta útibú safnsins tók til starfa 1934 í Franska spítalanum, og í mars 1986 var ljórða útibúið opnað, Borgarbókasafnið í Gerðu- bergi. Er það stærst útibúanna og býr við bestan húsakost. Eðli sínu samkvæmt byggist starfsemi bókasafns vitanlega á •bókum og hinu ritaða orði, og ekk- ert bókasafn er hlutverki sínu vax- ið, nema það hafi upp á að bjóða góðan og fjölbreyttan bókakost. En í almenningsbókasafni nútí- Úr útibúi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi mans er einnig að fínna annars þar sem öll aðstaða til hlustunar konar safnkost en bækur, og má er mjög góð. Hljómplötumar hafa þar nefna tónlistarefni svo sem ekki verið til útlána fram að þessu, snældur og hljómplötur. Borgar- en í tilefni aftnælisins hefur verið bókasafn hefur um skeið starfrækt ákveðið að bæta nýjum þætti við tónlistardeild með nótum og efni þjónustu safnsins og hefja útlán á til hlustunar. Var deildin upphaf- hljómplötum (geisladiskum) í Borg- lega í Bústaðasafni og þá hægt að arbókasafni í Gerðubergi og heijast hlýða á hljómplötur þar, en var þau á afmælisdeginum, 19. apríl. síðan flutt í útibúið í Gerðubergi, (Fréttatilkynning) ÞVOTTEKTA GÆÐI íheimilistækjunum frá AEG fara saman afköst, endingoggæði. Þvottavélarnar frá AEG bera þviglöggt vitni. AEG - þvíþú hleypir ekki kverju sem er í húsverkin! I Akc OKO.AAVAMAr r. t --N, --N, Ato DKO.IAVAMAT tjl !í ŒíiEUi _ t, ■ : Lavamat981 w Alltað 1200snúnlnga vínda pr. mínútu. Sparnaðarkerfl fyrir2,5kg. afþvotti eða minna. Sérstakt ullarþvottakerfi með 25 sn pr. min. Áfangavinding. ÖKÖ kerfi - sparar 20% þvottaefni. Tekur 5 kgafþurrum þvotti. Froðuskynjari. Belgur og tromla úrryðfríu stáli. Eyðslugrönn á vatn ografmagn 2,1 kwpr. klst. 75 ltr. á lengsta kerfi. 3 ára ábyrgð. Verð kr. 54.384. - stgr. Lavamat951 w Allt að 850 snúninga vinda pr. minútu. Sparnaðarkerfi fyrir 2.5 kgafþvottí eða minna. Stiglaust hítaval. ÖKÖ kerfi - sparar 20% þvottaefni. Tekur 5 kgafþurrum þvotti. Ullarþvottakerfi. Froðuskynjari. Belgurog tromla úrryðfriu stálí. 3áraábyrgð. Verð kr. 44.426. - stgr. >■' 'sxs — AFKOST ENDING GÆÐI Vestur-þýsk gæði á þessu verði, engin spumingl Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR ONHF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.