Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 23

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 23 Rækja orðin uæst verðmæt- asti sjávarafli Islendinga eftir Lárus Jónsson Rækjuafli varð um 37.700 tonn á síðastliðnu ári, skv. bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands og hefur aldrei verið meiri. Verðmæti þessa rækjuafla upp úr sjó er áætlað 2.930 millj. kr. eða 11,9% af verðmæti heildarafla landsmanna. Rækja er því orðin verðmætasta fisktegundin, ef frá er skilinn þorskur, verðmæt- ari en loðna eða karfí svo dæmi séu tekin. (Mynd nr. 1). Til saman- burðar var rækjuaflinn einungis um 10.000 tonn 1980. Veiðar og vinnsla rækju hefur aukist ótrúlega hratt á undanföm- um árum. Árið 1982 var hlutdeild frystrar rækju einungis um 2% af verðmæti sjávarvöruframleiðsiunn- ar. Nú er fryst rækja orðin þriðja mesta framleiðslugrein sjávarvöru, næst á eftir botnfiskfrystingu og söltun. Hlutdeild hennar nam milli 9 og 11% i framleiðslu sjávarafurða 1986 og 1987 eða 3.600 til 3.800 millj. króna. (Sjá mynd nr. 2 og nr. 3)- Astæðan fynr þessari byltingu í veiðum og vinnslu rækju er auðvitað fyrst og fremst sú, að settar voru reglur um veiðikvóta á botnfiskteg- undir og því var sóknin aukin í út- hafsrækjuna, enda höfðu fundist góð rækjumið á djúpslóð á áratugn- um 1970-80. Kaldsjávarrækja 15% af heimsframleiðslunni Grænlendingar hafa aukið mjög veiðar og vinnslu rækju á svipuðum tíma og við íslendingar. Þeir veiddu um 10 þúsund tonn árið 1975 en veiða nú 12 árum síðar a.m.k. sex- falt meira magn. Menn velta því fyrir sér, hvort þetta aukna framboð hafi áhrif á verð þessarar afurðar, sem hefur sveiflast mjög til að und- anfomu. í þvf sambandi þarf að hafa í huga, að heimsmarkaðurinn fyrir rækjuafurðir er mjög flókið fyrirbrigði og er umfangsmesti fisk- markaður í heimi, eða um 20% af allri milliríkjaverslun með fisk. Af þeim tæplega 2,2 millj. tonna af rækju, sem var veidd eða ræktuð í heiminum árið 1987, vom einungis 15% kaidsjávarrækja, eins og veiðist hér við ísland og í Norðurhöfum. Engu að síður er aukið framboð en kaldsjávarrækja, nær a.m.k. af og til aukinni markaðshlutdeild, ef verð hækkar um of á kaldsjávar- rækjunni. Engu að síður virðist framboð og eftirspum kaldsjávar- rækju vera í sæmilegu jafnvægi á markaðinum um þessar mundir. Mikilvægustu markaðir og verðþróun Mikilvægustu markaðssvæði fyrir útflytjendur rækju í heiminum em Japan, Bandaríkin og Evrópa. Neysla rækju á þessum markaðs- svæðum kemur fram í töflu nr. 1. Þar er einnig sýnd skipting rækju- neyslu milli kaldsjávarræktaðrar og hlýsjávarrækju. Lárus Jónsson „Ástæðan fyrir þessari byltingn í veiðum og vinnslu rækju er auðvit- að fyrst og fremst sú, að settar voru reglur um veiðikvóta á botn- f isktegundir og því var sóknin aukin í úthafs- rækjuna, enda höfðu fundist góð rækjumið á djúpslóð á áratugnum 1970-80.“ 12 10 X 6-. *■■ z- 0-1- Veptfmsti framleiffslu frystrar rmkju í X af sjávarvöruframleiðslu í heild. 1960 1981 1962 1983 1964 1965 1966 1987 Tafla 1. Rækjuneysla á mikilvægustu markaðssvæðum heims Japan kg/á mann/ á ári 2 Kaldsjávar- rækja: 8% Ræktuð rækja 12% Hlýsjávar- rækja 80% Bandaríkin 1 10% 20% 70% Evrópa 1/2 50% 1% 49% kaldsjávarrækju áhyggjuefni vegna þess að mikilvægustu markaðimir, sem vilja kaupa íslenska rækju á miklu hærra verði en rækju úr hlýj- um sjó, em jafnframt helstu mark- aðir Grænlendinga. Norðmanna, Dana, Færeyinga og Kanadamanna. Nú síðustu tvö árin hefur dregið mjög úr veiðum Norðmanna og Sov- étmanna í Barentshafi og það hefur valdið því, að framboð af þessari gæðarækju hefur minnkað síðastlið- in tvö ár, þrátt fyrir aukið framboð frá okkur Islendingum og Græn- lendingum. Veiðar framangreindra þjóða í heild hafa minnkað úr 219.000 tonnum 1985 í um það bil 160 þúsund tonn 1987, skv. áætlun Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO). A hinn bóginn hafa veið- ar Kanadamanna og Bandaríkja- manna á kaldsjávarrækju aukist á sama tíma um nálægt 30 þúsund tonn, skv. sömu heimild'. Hlýsjávar- rækja, sem er yfirleitt boðin á tvi- svar til þrisvar sinnum lægra verði SaH Rlkja 11.9% w íorskur 44.5% □ Ýsa 5.7* □ Ufsi 5.4% Karfi 8.2% □ Grélúáa 6.1* □ Loðna 8.6% m Annaí 9.5% Verdmæti sjávarafla 1987. - Skipting. Rxkjuafli najstvertfmaetasta fisktebundin, (Byggt á brádabirgdatölum FI.) Á þessari töflu sést, að markaðs- hlutdeild kaldsjávarrækjunnar, sem selst oft á þrisvar sinnum hærra verði en hlýsjávarrækja, er lang- mest í Evrópu. Þar er mesti mark- aðurinn fyrir íslenska rækju, eink- um í Bretlandi og Norður-Evrópu. í Bandaríkjunum hefur dregið úr innflutningi kaldsjávarrækju und- anfarin ár að líkindum vegna auk- inna veiða Bandaríkjamanna sjálfra og vaxandi neyslu ræktaðrar og hlýsjávarrækju. Verð er þar óhag- stæðara en í Evrópu og af þessum sökum hefur lítið verið selt undan- farið af íslenskri rækju á Banda- ríkjamarkaði. Mikil daukning hefur verið á út- flutningi óskelflettrar rælqu síðustu ár og hefur sú afurð selst mest til Japans og fengist tiltölulega hag- stætt verð fyrir stærstu flokkana. Rækjuverð hefur sveiflast gífur- lega undanfarin ár í Evrópu. A ár- inu 1986 hækkaði verð í ísl. krónum frá árSbyijun og þar til það náði hámarki um 66%, en lækkaði sfðan í stórum dráttum og er nú um 40% lægra en þegar það var hæst á árinu 1986. Verðið virðist nú stöð- ugt en er ívið lægra en meðalverð síðustu þriggja ára. Nýjungar í veiði og meðferð afla um borð í skipum Mikil breyting hefur átt sér stað á sókn í rækju á þessum bylting- artíma Skipum hefur fjölgað. Árið 1983 stunduðu 83 bátar og skip úthafsrækjuveiðar en í fyrra voru þau orðin 211. Skip, sem stunda rækjuveiðar, hafa sífellt orðið stærri og fullkomnari, þannig að miklu fleiri hafa nú frystitæki um borð. Mörg þessara skipa flokka stærstu rækjuna úr og blokkfrysta um borð til útflutnings beint á markað erlendis, mest á Japans- markað. Þannig var óskelflett rækja, sem flutt var út, um 4.500 tonn á síðastliðnu ári, en fyrir nokkrum árum var þetta nánast óþekkt fyrirbrigði. Um síðustu áramót var sem kunnugt er tekinn _upp kvóti á út- hafsrækjuveiðar. Ákveðið var að takmarka veiðamar við 36.000 tonna afla (afiinn var 33.800 tonn 1987) en jafnframt að veita stærri skipum (loðnuskipum) meiri hlut- deild í veiðunum en áður. Þetta gæti enn aukið á útflutning óskel- flettrar rækju beint úr fiskiskipun- um. Verðjöfnun og afkoma rælquvinnslunnar Þegar framangreindar verð- sveiflur eru hafðar í huga, hefur, sem vænta má, Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins komið mjög við sögu vegna útflutnings á frystri rækju undanfarin tvö ár. Meginatriði reglna um þann sjóð er að greiða skal í hann, ef söluverð hækkar umfram meðaltal þriggja til fimm ára f erlendri mynt. Ur honum eru á hinn bóginn greiddar verðbætur, ef verðið lækkar frá slíku viðmiðun- arverði. Rækjuframleiðendur hafa und- anfarin tvö ár greitt gífurlegar §ár- hæðir í Verðjöfnunarsjóð. Á árinu 1986 urðu þessar greiðslur svo há- ar, að á einungis flórum mánuðum greiddu framleiðendur um 175 millj. króna í sjóðinn. Heildarinn- eign rækjudeildar í Verðjöfnunar- sjóði var um síðustu áramót um 450 millj. kr. Afurðaverðið hefur lækkað stórlega undanfarin misseri, en inn- lendar kostnaðarhækkanir dunið yfír á sama tíma, án þess að til útgreiðslu hafi komið úr Verðjöfn- unarsjóði. Afkoman er því bágborin og lítj. skiljanlegt að svo sé búið að nýjum vaxtarsprota í íslenskri útflutningsframleiðslu á tímum fastgengisstefnu. Engan þarf því að undra, þótt lög og reglur um verðjöfnun þessara afurða séu mjög til umræðu meðal framleiðenda um þessar mundir og þeir krefjist þess að þessar reglur verði afnumdar. Mikilvæg atvinnugrein, sem treysta þarf og efla Það gefur augaleið, að hjá ungri atvinnugrein, sem framleiðir út- flutningsvöru fyrir um 4.000 millj. króna, er mikið verk að vinna til hagsbóta fyrir greinina og þjóðar- búið í heild. Stærstu verkefnin eru vöruvöndun, vöruþróun, bætt gæði og hráefnisnýting, auk baráttu fyr- ir eðlilegum rekstrarskilyrðum. Þessi verkefni hvíla auðvitað aðal- lega á sjómönnum, útgerðarmönn- um og framleiðendum sjálfum, en ótvírætt er, að samtök rækjufram- leiðenda geta haft gífurleg áhrif til hagsbóta fyrir framleiðslugreinina og jafnframt þjóðarheildina, ef sam- staða er næg til þess að leysa sam- eiginleg verkefni með samtaka- mætti. Höfundur er viðskiptafrsedingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.