Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 30

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 30
30_________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988_ Nokia og finnsk atvinnustefna: Forstjóri þróunardeildar Nokia heimsækir Island eftír ívar Jónsson og Örn D. Jónsson Forstjóri rannsóknar- og þróun- ardeildar finnska fyrirtækisins Oy Nokia Ab, dr. Viljo Hentinen, er væntanlegur hingað til lands í dag og mun flytja fyrirlestur á af- - mælisráðstefnu Iðntæknistofnunar íslands á morgun. Nokia er vel þekkt á íslandi fyrir gúmmístíg- vél, sem landsmenn hafa gengið í um áratugi, en fyrirtækið framleið- ir fleira en stígyél, eins og ljóst ætti að vera eftir að þeir keyptu smátölvuframleiðslu sænska risans Ericsson. Nokia er stærsta og öflugasta fyrirtæki Finnlands og merkilegt fyrir þær sakir að það hefur náð langt á ólíkum sviðum samtímis, s.s. framleiðslu bílsíma (Mobira) og sjónvarpa (Luxor- Salora) auk framleiðsluvara í efna- og vélaiðnaði. Það hefur vakið nokkra athygli undanfarið hve vel Finnum hefur tekist að efla útflutning sinn und- anfarið. Hagvöxtur hefur verið þar meiri en í flestum öðrum löndum OECD og jafnvel þó atvinnuleysi sé enn um 5% þá ríkir almenn bjartsýni í Finnlandi. Oy Nokia Ab Oy Nokia Ab var stofnað 1965 og er nú stærsta fyrirtæki Finn- lands með yfír 30.000 starfsmenn, þar af um 19.000 á sviði raftækja- og rafeindaiðnaðar. Oy Nokia Ab greinist í 11 sjálf- stæðar deildir, en íjórar af þeim eru raftækja- og rafeindatækja- framleiðendur. Þetta svið fram- leiðslunnar varð ekki stærsta fram- leiðslusvið þess fyrr en 1984, en nú þegar nemur velta þess um helmingi af heildarveltunni. Fyrir- tækið hóf starfsemi á þessu sviði sem viðbót við kaplaframleiðslu sína 1960. Á tímabilinu 1960—78 þróaðist framleiðsla Oy Nokia Ab nánast alfarið án þess að það keypti upp önnur fyrirtæki, en eft- ir 1978 varð stefnubreyting að þessu leyti og það hóf samstarf á sviði áhættuverkefna með öðrum fyrirtækjum (Mobira Oy og Tele- nokia Oy) og hóf að kaupa upp fyrirtæki (Salora Oy og Luxor Áb 1984). Með þessum kaupum jókst velta þess á sviði raftækja- og raf- eindaiðnaðarins um helming. Ólíkt stefnunni 'á áttunda ára- tugnum þegar fyrirtækið einbeitti sér að heimamarkaðnum hefur það á þessum áratug lagt kapp á §öl- þjóðavæðinguna og þá sérstaklega á útvíkkuðum heimamarkaði sínum á Norðurlöndum. I janúar sl. keypti Oy Nokia Ab „Vand- ræðabam“ sænska Ericssons, smátölvudeildina. í nýja fyrirtæk- inu, Nokia Data, mun Ericsson eiga 20% en það mun framleiða smátölvur, skjái, einménningstölv- ur og fyrirtækja- og bankakerfí. Þetta verður stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Norðurlöndum með 8.000 starfsmenn. Nokia hef- ur verið í lykilhlutverki í þeirri vaxtarbylgju sem einkennt hefur fínnskt atvinnulíf undanfarin ár. Hér er á ferðinni markviss atvinnu- stefna sem að mörgu leyti er at- hyglisverð fyrir okkur hér á landi. Efnahagsþróun og atvinnu- stefna Iðnvæðing í Finnlandi hófst síðar en í nágrannalöndunum eða af alvöru eftir seinni heimsstyrjöld- ina. Uppistaðan var skógarhögg og málmnám, úrvinnslugreinar þeirra og þróun á framleiðslu véla þeim tengdra. Markaðshlutdeild Finna í einstaka greinum á al- þjóðamarkaði er mjög mikil þrátt ' fyrir smæð hagkerfísins s.s. í við- ar- og pappírsframleiðslu og sum- um greinum véla- og málmiðnað- ar, þar sem hlutdeildin er 10—15%. Helstu útflutningslöndin eru Bretland, Svíþjóð og V-Þýskaland í vestri, en útflutningur til austan- tjaldsríkjanna vegur um fímmtung. 45% iðnaðarframleiðslu eru flutt út. Finnsk stjómvöld gengu til sam- vinnu við aðila vinnumarkaðarins um að efla atvinnulífið og felast aðgerðimar í eftirfarandi: a) Stöðugt markvissari tækni- stefnu stjómvalda sem felur í sér aukið vægi tækni og sér- hæfíngu iðngreina. Hér hafa opinberar tæknistofnanir gegnt lykilhlutverki. b) Rannsóknir og þróunarstarf fyrirtækja hefur aukist jafnt ogþétt, einkum stórfyrirtækja. c) Með stjómarskiptum á síðasta ári tók samsteypustjóm íhalds- manna og sósíaldemókrata við af samsteypustjóm (landbúnað- arflokks)miðjunnar og sósíal- demók'rata, sem ríkt hefur í fínnskum stjómmálum um ára- tuga skeið. Stjórnvöld hafa nú minni afskipti af markaðsmál- um, einkum á sviði fjármagns og verðbréfa, og er sú þróun í takt við aukin umsvif fyrirtækj- anna á hlutabréfamarkaðnum. Vísinda og tæknistefna í Finnlandi Vísinda- og tæknistefna Finna hefur tekið stakkaskiptum á síðustu tveim áratugum. Aukin áhersla hefur verið lögð á hagnýt- ar rannsóknir og tækniyfírfærslu. Af heildarframlögum hins opinbera jukust rannsóknir á sviði tækniþró- unar úr 52% 1971 í 59% 1983. Rannsóknir á sviði náttúruvísinda drógust hins vegar saman um 2% á þessu tímabili og félagsvísinda um 6%. Samdráttur í rannsóknum á sviði náttúruvísinda var enn skýr- ari innan háskólanna en þær minnkuðu um 6% á meðan framlög til rannsókna á sviði tækni og læknavísinda jukust um 5%. Þessi þróun er í samræmi við þá megin- stefnu stjómvalda að efla hagnýtar rannsóknir hlutfallslega meira en grunnrannsóknir. Stofnanir sem heyra undir ráðuneyti atvinnuveg- anna, einkum viðskipta- og iðnað- arráðuneytið, hafa því vaxið og atvinnumálaráðuneytið hafa feng- ið sérstaka fjárveitingu til verkefna sem ætlað er að auka hagkvæmni og framleiðni í atvinnulífinu. Tækniþróunarráð (TEKES) var stofnað 1983 á vegum viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins og er tækniyfírfærsla og rannsókna- og þróunarstarfsemi sem tekur mið af sérþörfum fínnsks atvinnulífs. TEKES sér um þjónustu við smá- fyrirtæki á sviði vöruþróunar og markaðssóknar, þ.e. aðstoð við undirbúning afurðaþróunar, mark- aðssetningu og að veita fyrirtækj- um upplýsingar um nýjungar og þróunarverkefni. Vísinda- og tæknistefna Finna hefur með árunum orðið að sjálf- stæðu stefnumörkunarsviði. Aður var stefnan almennt skilgreind af ríkisstjóminni, en er nú skilmerki- legri. Stefnan er að bæta sam- keppnisstöðu fínnsks iðnaðar með að auka tæknivægi og efla nýsköp- un á sviði afurða og framleiðslu- ferla. Tvö sjónarmið varðandi þróun- arstefnu fínnsks efnahagslífs ta- kast nú á: Annars vegar sérhæfíng á Morgunblaðið Amór Ragnarsson Ólafur Lárusson framkvæmdastjóri Bridssambandsins les upp pörin sem komust í úrslitakeppnina á Hótel Loftleiðum um mánaðarmótin. Undankeppni íslandsmótsins í tvímenningí: Skemmtilegt mót og lítið um óvænt úrslit Brids Arnór Ragnarsson Gestur Jónsson og Friðjón Þór- hallsson sigruðu ( undankeppni ís- landsmótsins í tvímenningi sem fram fór í Gerðubergi um helgina. Alls tóku 96 pör þátt í keppninni sem er ívið minna en undanfarin ár. Keppt var um 23 sæti ( úrslitakeppninni og af þeim 24 pörum sem keppa til úrslita eru a.m.k. 17 frá Bridsfélagi Reykjavíkur. Nokkur pör sem spilað hafa í úrslitum undanfarin ár kom- ast ekki áfram að þessu sinni og má þar nefna bræðuma Ólaf og Hermann Lámssyni sem urðu í 27.-28. sæti og Páll Valdimarsson og Magnús Ólafsson sem urðu í 46.-47. sæti eftir hræðilega vonda byijun í mótinu. Hins vegar má nefna að gamla kempan Eggert Benónýs- son varð í 13.—14. sæti ásamt Rúna- ri Lárussyni, Bemharður Guðmunds- son og Ingólfur Böðvarsson urðu í 11. sæti og bræðumir Gísli og Magn- ús Torfasynir urðu í 8. sæti.. Eitt par af Norðurlandi komst í úrslitin. Kristján Guðjónsson og Stef- Sigurvegararnir, Gestur Jónsson og Friðjón Þórhallsson, spila gegn Erlu Siguijónsdóttur og Kristjönu Steingrímsdóttur. án Ragnarsson klómðu sig upp stiga- töfluna síðari hluta mótsins en Frímann Frímannsson og Pétur Guð- jónsson fóm með sama hraða niður töfluna eftir að hafa verið meðal efstu para allan fyrri hluta mótsins. Lokastaðan: Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 1290 ' Rúnar Magnússon — Stefán Pálsson 1280 Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 1258 Guðlaugur R. Jóhannsson — ÖmAmþórsson 1244 Ingvar Hauksson — Bjöm Theodórsson 1242 Sigurður Sverrisson — Þorlákur Jónsson 1228 Guðmundur Pétursson — Jónas P. Erlingsson 1215 Magnús Torfason — Gísli Torfason 1209 Matthías Þorvaldsson — _ Ragnar Hermannsson 1207 Ragnar Jónsson — Þröstur Ingimarsson 1206 Bémharður Guðmundsson — Ingólfur Böðvarsson 1204 Amar Geir Hinriksson — EinarValurKristjánsson 1199 Eggert Benónýsson — RúnarLámsson 1191 Bragi Hauksson — Sigtiyggur Sigurðsson 1191 Eiríkur Hjaltason — Hjalti Elíasson 1190 Kristján Guðjónsson — Stefán Ragnarsson 1188 Bjöm Eysteinsson — Þorgeir Eyjólfsson 1186 Ólafur Týr Guðjónsson — Jakob Kristjánsson 1184

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.