Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 19.04.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 37 HERFORINGJA PLO Sharon vill fleiri PLO-menn feiga Jerúsalem. Túnis. Reyter. ÍSRAELSSTJÓRN skipaði fyrir um morðið á Khalil al-Wazir, æðsta herforingja PLO. Var það haft f gær eftir ónefndum embættismönn- um. Ariel Sharon, viðskipta- og iðnaðarráðherra ísraels, fagnaði þá einnig morðinu og kvaðst vera hlynntur þvi, að fleiri skæruliðaforingj- um yrði komið fyrir kattarnef. Palestínumenn á Gaza og Vesturbakk- anum efndu til allsheijarverkfalls um helgina vegna morðsins en ísra- elskir hermenn brugðust við með því að setja útgöngubann á ýmsar byggðir þeirra. „Fáir báru jafn mikla ábyrgð á dauða saklausra manna og Khalil, gyðinga sem annarra," sagði Shar- on, „og það fer ekki á milli mála, að réttlætinu hefur verið fullnægt." Hann vildi ekki segja berum orðum, að ísraelar hefðu skipað fyrir um morðið en kvaðst hafa lagt það til árum saman, að yfirmenn hryðju- verkasamtaka yrðu upprættir. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC sagði á sunnudag, að menn frá ísra- elsku leyniþjónustunni, Mossad, og sjóher og landher hefðu myrt Wazir, sem var betur þekktur undir nafninu Abu Jihad. Ritskoðarar ísraelska hersins hafa hins vegar bannað er- lendum fréttamönnum að fjalla um þetta mál í fréttum sínum. ísraelskir hermenn settu um helg- ina útgöngubann á borgina Nablus og 15 flóttamannabúðir á Gaza og Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir mótmæli en Palestínumenn hafa boðað til allsheijarverkfalls vegna morðsins. Wazir verður jarð- settur í Damaskus í Sýrlandi þar sem foreldrar hans búa en þeir hafa ver- ið flóttamenn frá stofnun fsraelsrík- is árið 1948. Bassam Abu Sharif, ráðgjafi Yassers Arafats, leiðtoga PLO, sagði á sunnudag, að hann teldi Banda- ríkjastjóm samseka ísraelum um morðið á Wazir vegna þess, að hún vildi ekkert tillit taka til eðlilegra mannréttinda Palestínumanna. Sagði hann einnig, að dauði Wazirs væri mikið áfall fyrir Palestínumenn en ísraelar væðu í villu og svíma héldu þeir, að hann yrði til að draga úr mótmælunum á hemumdu svæð- unum. Reutcr Heimili Khalils al-Wazirs í Túnisborg. Sovéska sjónvarpið: Slj órnmálaráðið viðrar viðhorf sín Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR í stjómmálaráði sovéska kommúnistaflokksins munu koma fram í sjónvarps- þáttum á þessu ári og láta í ljós skoðanir sínar, og er það mikil breyting frá þeirri leynd, sem hvilt hefur yfir hæstráðendunum í Kreml. í frétt í blaðinu Govorit i Pokazivaet Moskva sagði, að fengist hefði leyfi fyrir því á æðstu stöðum, að fulltrú- ar í stjóm og stjómmálaráði komm- únistaflokksins kæmu fram í þessum þáttum. „Þetta sýnir, hversu mikil- vægt sjónvarpið er talið nú um stundir — m.a. til þess að gera þjóð- félagið opnara og lýðræðislegra," sagði Leonid Kravchenko, aðstoðar- forstöðumaður sjónvarpsins, í viðtali við blaðið. Hingað til hafa sovéskir leiðtogar aðeins komið fram í sjónvarpi, þegar þeir hafa flutt ræður eða við hátí- ðleg tækifæri. í frétt Govorit i Pokazivaet Moskva sagði, að sjón- varpsþættimir yrðu með ýmsu sniði, en ekki var tekið fram, hvenær á árinu þeir hæfust. 7 7 SCHILLER 77 ] SCHOOL DF HDTEL MAHAGEMENT S|S lONDON C 3 SWITZERLAND | | STRASBOURG FRÆÐSLU- OG KYNIMINGARFUNDUR Á HÓTEL BORG, REYKJAVÍK 19. OG 20. APRÍL MILLI KL. 15 OG 19 (SÍM111440). I Komið og fáið nánari upplýsingar hjá Mr. Marco Monteforte fram- ( kvæmdastjóra Swiss Study Center, Engelberg, um námskeiðin , sem undirbúa þig undir glæstan starfsframa i hóteliðnaðinum. SCHILLERINTERNATIONAL UNIVERSITY Dept EN1) I 51 Waterloo Road, London SE18TX Tel (01) 928 8484 Telex 8812438 SCOL (Accredited member AICS Washington DC. USA) Okkur tókstþað VID NÁÐUM VERÐINU NIÐUR MEÐ STORUM INNKAUPUM KOMDU OG SKOÐAÐU ÞESSI FALLEGU SÓFASETT, SEM ERU SVO MJÚK OG ÞÆGILEG - MEÐ HÁU BAKI. ÞAU ERU BÓLSTRUÐ í SVAMP SEM ÞAKINN ER DAC- RONLÓ OG KLÆDD MEÐ NÍÐSTERKU, KRÓMSÚTUÐU OG ANILINLITUÐU NAUTALEÐRI (EINS OG YFIRLEÐRIÐ Á SKÓNUM ÞÍNUM) Á SLITFLÖTUM. Verðið er mjög hagstætt, því við náðum því niður með stórum innkaupum- og svo bjóðum við þér 2ja ára ábyrgð. 6 SÆTA HORNSÓFAR 97.860 5SÆTAH0RNSÓFAR 92.860 3+1+1SÓFASETT 92.860 3+2+1+SÓFASEH 99.860 ÚTB. 25.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. ÚTB. 23.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. ÚTB. 23.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. ÚTB. 25.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. LEÐURLITIR: SVART-BRÚN-UÓSGRÁTT-DÖKKGRÁTT- BLEIKT-DRAPPLITT- OG DUMBRAUTT. OG AUDVITAÐ BORGARÐU ÚTBORGUNINA- EDA ÞÁ ALLT SAMAN MEÐ VISA OG EURO. REYKJAVfK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.