Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 42

Morgunblaðið - 19.04.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Meðlagsgreiðslur Lánasjóðsins og skrif stj órnarf ormanns LÍN Að gefnu tilefni eftír Kristín Halldór Einarsson Þann 12. apríl sl. ræðst Sigur- bjöm Magnússon stjómarformaður Lánasjóðs ísienskra námsanna fram á ritvöllinn hér á síðum Morgun- blaðsins og fer geyst. Tilefni skrifa sinna segir hann vera skrif fulltrúa námsmanna í Morgunblaðið 29. mars sl. um neyðaróp einstæðrar móður og leiðari í Morgunblaðinu 6. apríl sl. um háskólanám og efna- mun. Eins og von og vísa Sigurbjöms Magnússonar stjómarformanns Lánasjóðs íslenskra námsmanna er þá falla ýmsar lítt rökstuddar full- yrðingar og dómar í umræddri grein sem ekki er hægt að láta ósvarað. Ámæiisverð vinnubrögð Sigurbjöm segir í grein sinni að það hafi verið ámælisvert af fulltrú- um námsmanna að birta grein sína í Morgunblaðinu þann 29. mars, þar sem birt var bréf frá einstæðri móður sem borist hafði Lánasjóði íslenskra námsmanna, vegna þess að mál hennar hafði þegar fengið afgreiðslu. Um þennan áfellisdóm má margt segja. T.d. það að ef stjómarformaðurinn hefði gert svo lítið að lesa grein námsmannafull- trúanna til enda þá hefði hann séð að greinin var dagsett 21. mars sem þýðir, til upplýsingar fyrir stjómar- formanninn, að hún var skrifuð og skilað inn fjóram dögum áður en ' málið var afgreitt en ekki fímm dögum eftir eins og stjómarformað- urinn segir í grein sinni, en þá hafði bréf einstæðu móðurinnar legið hjá Lánasjóðnum síðan í endaðan jan- úar. I grein stjómarformannsins kemur fram að mál þessarar ein- stæðu móður hafi verið afgreitt af Lánasjóðnum 25. mars. Vinnubrögð stjómar- formannsins Það er hins vegar ánægjulegt að stjómarformaður LÍN hefur nú á opinberum vettvangi sagt að það séu ámælisverð vinnubrögð af fiill- trúum námsmanna að vekja at- hygli á kjömm námsmanna. Þær tilhneigingar stjómarformannsins að reyna að hefta málfrelsi fulltrúa námsmanna innan stjómar LÍN em námsmannafulltrúunum svo sem ekki alveg ókunnar. Eins og sést best á því að á stjómarfundi Lána- sjóðsins nú í febrúar þá greip stjóm- arformaðurinn til þess örþrifaráðs að slíta fundi einhliða i miðjum málflutningi eins námsmannafull- trúans þegar verið var að ræða framfærslu Lánasjóðsins og á næsta fundi á eftir hafði hann í hótunum við fulltrúa námsmanna um að slíta fundi aftur þegar verið var að ræða sama dagskráriiðinn. Um þessi vinnubrögð má margt segja en hvort þau em ámælisverð læt ég aðra um að dæma. Fer stjórnarf ormaðurinn með rangt mál? Einnig er athyglisvert að stjóm- arformaðurinn skuli i skrifum sínum fullyrða að slæmur hagur þessarar einstæðu móður sem leit- aði aðstoðar LÍN sé ekki í neinu sambandi við breytta meðferð Lánasjóðsins á meðlagsgreiðslum. En á þessu skólaári hefur Lánasjóð- urinn litið á bamsmeðlög sem tekj- ur foreldris og hafa þau því komið til lækkunar á námslánum. Stjóm- arformaðurinn fæst ekki frekar um að rökstyðja þessa fullyrðingu sína. Vegna þessarar fullyrðingar langar mig hinsvegar að grípa niður í bréf þessarar einstæðu móður til Lána- sjóðs ísl. námsmanna en þar segir „Lánsupphæðin frá LIN fyrir 1987-1988 er þvi kr. 42.282 kr. Lægri en á sl. vetri. Skýringamar eru að sjálfsögðu mestmegnis þær að skyndilega var ákveðið að með- lag frá föður bamsins míns væru mínar tekjur. — Annars held ég að giftar mæður yrðu toginleitar ef faðirinn og eiginmaðurinn labbaði sér út í búð og keypti t.d. úlpu á bamið sitt og móðirin jrrði síðan að telja andvirði flíkurinnar til sinna tekna." Þrátt fyrir að einstæða móðirin segi þetta í sínu bréfi til Kristínn Halldór Einarsson „Fulltrúar námsmanna í stjórn Lánasjóðsins hafa hins vegar lengi bent á að raunveruleik- inn er sá að margir námsmenn hafa hrakist frá námi vegna lágrar framfærslu Lánasjóðs- ins að undanförnu.“ Lánasjóðsins þá segir stjómarfor- maðurinn í bréfi sínu í Mbl. þann 12. apríl: „Og fulltrúar námsmanna ganga skrefi lengra og reyna að nota þetta tilvik til framdráttar baráttumálum sfnum í sjóðsstjóminni um breytta meðhöndlun meðlags á þessu ári sem hefur ekki haft nein afgerandi áhrif á upphæð námsláns einstæðs foreldris og tengist þessu máli ekki að neinu leyti." Ég held nú að þessi ummæli dæmi sig sjálf en ég verð að segja að lágt finnst mér lagst til að reyna að réttlæta það að nota bamsmeðlög til lækkunar námslána einstæðra foreldra. Réttlætiskennd ráðherra Sú meðferð Lánasjóðsins að líta á meðlög sem bekjur foreldris er að mati Lagastofnunar Háskóla ís- lands ólögleg. Menntamálaráð- herra, Birgir Isleifur Gunnarsson, sagði á Alþingi þann 15. febrúar sl. að honum finnist það sanngimis- mál að telja bamsmeðlög ekki til tekna. Það sama sagði Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi mennta- málaráðherra. Sá eini sem reynir að réttlæta það á opinberum vett- vangi að bamsmeðlög skuii koma til lækkunar á námslánum er stjóra- arformaður Lánasjóðs ísl. náms- manna, Sigurbjöm Magnússon. Það er fyrst og fremst hans afstaða sem hefur staðið í veginum fyrir því að þetta mál fengi farsæla lausn. Það er allavega erfitt að ímynda sér að menntamálaráðherra, Birgir ísleif- ur Gunnarsson, vilji beita einn hóp námsmanna, einstæðra foreldra, óréttlæti. Því hlýtur ráðherra að kappkosta að bæta þessum hópi námsmanna þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir vegna þessarar meðferðar á meðlagi nú í vetur. Að öðmm kosti verður ekki annað séð en að stjómarformaður Lána- sjóðsins hafi náð að koma í veg fyrir að menntamálaráðherra fram- fylgi réttlætiskennd sinni í þessu máli, ef mark skal taka á orðum ráðherrans á Alþingi þann 15. febr- úar sl. Ef það myndi gerast þá myndi það óhjákvæmilega valda Lánasjóðnum meiri skaða og álits- hnekki en orðið er, vegna þess sem í kjölfarið gæti siglt. Einstætt foreldri má hafa 9.345 kr. í tekjur á mánuði Þegar stjómarformaðurinn reyn- ir í grein sinni að veija meðferð Lánasjóðsins á meðlagi þá grípur hann til þess ráðs að nefiia tölur um ráðstöfunartekjur. Það væri kannski rétt að líta á hvemig náms- lán hjá einstæðum foreldrum með eitt bam reiknast út. Meðlag og mæðralaun eru á ári 104.088 kr. Þessi upphæð telst til tekna hjá Lánasjóðnum og því þýðir þetta að einstætt foreldri má hafa f þriggja mánaða sumarleyfí tekjur upp á 28.036 kr. til að fá fullt námslán sem era 44.041 kr. á mánuði á verðlagi marsmánaðar. Það er rétt að leggja áherslu á að einstætt for- tldri má hafa þessar 28.036 kr. í tekjur yfir þijá mánuði eða að með- altali 9.345 kr. á mánuði. Síðan þegar bamabætur reiknast inn í þetta þá lækka þær tekjur enn frek- ar sem hið einstæða foreldri má hafa til að fá fullt námslán. Ef ein- stætt foreidri fer sfðan yfír 28.036 kr. tekjur þá dragast 50% af um- framtekjunum frá námsláni. Stjóm- arformaðurinn segir að Lánasjóður- inn þurfi síður en svo að skammast sín fyrir þessar tölur. Ekki veit ég hvort menntamálaráðherra er jafn montinn af þessum tölum og stjóm- arformaðurinn virðist vera, en mik- ið væri nú gaman að fá svar við því frá ráðherranum. Hann getur t.d. notað tækifærið þegar hann svarar opnu bréfi námsmannafull- trúanna í Mbl. 29. mars sl. þar sem hann er spurður hvort hann ætli að beita sér fyrir því að meðferð Lánasjóðsins á meðlagsgreiðslum nú í vetur verði leiðrétt. Lág framfærsla lánasjóðsins Stjómarformaðurinn óskapast einnig út í leiðara Mbl. frá 6. apríl sl. sem flallaði um efnamun og háskólanám. Fullyrðir stjómar- formaðurinn í grein sinni að ungt fólk í dag sé ekki að hrekjast frá námi vegna slæmrar fyrirgreiðslu Lánasjóðsins eins og ýjað er að f leiðara Mbl. Þessi viðhorf stjómar- formannsins byggjast á því að eng- inn þekki betur þau kjör sem náms- menn búa við en hann. Fulltrúar námsmanna f stjóm Lánasjóðsins hafa hins vegar lengi bent á að raunveraleikinn er sá að margir námsmenn hafa hrakist frá námi vegna lágrar framfærslu Lána- sjóðsins að undanfömu. Einnig að nú er orðið æ algengara að t.d. námsmenn utan af landi verði að fá aðstoð heiman frá sér til að geta stundað nám, og þá skulum við spyija okkur um þau ungmenni sem ekki eiga möguleika á þvf að njóta aðstoðar að heiman. Skyldu þau fara í nám til Reykjavíkur þar sem þau þurfa að leigja húsnæði á al- mennum markaði? Og allir vita verðið á leigumarkaðnum í Reykjavík. í námslán geta þau fengið 29.361 kr. á mánuði (mars- verðlag) að því gefnu að tekjur þeirra hafi ekki verið hærri en UriahHeep tilíslands Uríah Hoep á tónleikum í Sovétríkjunum í desember sl. Frá vlnstrí: Mlck Box, Bernie Shaw, Lee Kerslake, Phll Lanzon og Trevor Bolder. Bresku rokksveitina Uriah Heep kannast Ifklega flestir viö sem komnir eru á þrítugsaldur- inn, enda var sveitin vinsæl vel hér á landi á árunum 1971 til 1975 eóa þar um bil. ÞaA kemur þó Ifklegast mörgum á óvart aö sveitin skuli halda tvenna tón- leika hér á landi f vikunni, á Hótel íslandi á fimmtudags- og föstudagskvöld, þvf Iftiö hefur faríö fyrir henni hin síðari ár. Uriah Heep stofnuðu þeir David Byron söngvari, Mick Box gítarleikari, Ken Henley hljóm- borðsleikari, Paul Newton bassa- leikari og Alan Napier trommu- leikari 1970. Á fyrstu plötu sveit- arinnar, Very ’eavy, Very ’umble, var að finna þungt rokk að hætti Deep Purple og ámóta sveita og Uriah Heep ávann sér þegar hylli plötukaupenda. Gagnrýnendur voru ekki eins hrifnir og einn þeirra hótaði því að svipta sig lífi tækist hljómsveitinni að kom- ast eitthvað áfram. Ekki fylgir sögunni hvort hann lét verða af því, en hljómsveitin og áheyrend- ur kærðu sig kollótta og plötu- sala jókst jafnt og þétt. Á ann- arri plötu sveitarinnar, Salisbury, var sveitin búin að móta sér per- sónulegri stíl og þar var nýr maður við trommurnar, Lee Kerslake, sem var í sveitinni upp frá því. Það sem helst kom hljóm- sveitinni áfram var tónleikahald hennar, enda þótti mikil upplifun að vera á tónleikum Uriah Heep. Næstu plötur á eftir Salisbury, Look at Yourself, Demons and Wizards og The Magician’s Birth- day, náðu allar gulli í Bretlandi og Demons and Wizards og The Magician’s Birthday náðu einnig gulli í Bandarikjunum. Lög af þeim plötum náðu og miklum vin- sældum, s.s. Stealin’, Easy Li- ving og Blind Eye/Sweet Lorra- ine. Segja má aö sveitin hafi náð hátindi ferils síns með tónleika- plötu sem út kom 1973, en eftir þar urðu deilur innan hennar til þess að söngvarinn David Byron var rekinn. Uriah Heep hélt áfram að senda frá sér plötur, sex plöt- ur alls fram til 1978, en þó tók að halla undan fæti, enda tónlist- arsmekkur plötukaupenda breyttur og plötusalan var ekki nema í meðallagi. 1978 lagði sveitin svo upp laupana. Diskóæðiö átti sinn þátt í því hvernig fór og þegar diskótónlist- in hafði lifað sitt fegursta uppúr 1980 fóru þeir Mick Box og Lee Kerslake af hugsa sér til hreyf- ings á ný og Uriah Heep var form- lega endurreist 1982. Hljóm- sveitin hefur smám saman verið að vinna sér sess á ný; þá sem tónleikasveit fyrst og fremst og til gaman má geta þess að síðasta hálft annað árið hefur sveitin haldið tónleika f fjórtán löndum, þ. á m. Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Tónleikarnir í Sovétríkjunum í desember sl., þar sem sveitin lék fyrir um 180.000 áheyrendur alls, voru fyrstu tónleikar vestrænnar rokk- sveitar eystra og í kjölfarið fylgdu tónleikar i Tékkóslóvakíu. Það er því sviðsvön sveit sem heldur tónleika í Hótel íslandi í vikulokin. í hljómsveitinni eru í dag þeir Mick Box gítarleikari, Lee Kers- lake trommuleikari, Trevor Bold- er bassaleikari, sem meðal ann- ars hefur leikið með David Bowie og Wishbone Ásh, Bernie Shaw söngvari og Phil Lanzon hljóm- borðsleikari. Eins og áður sagöi heldur Ur- iah Heep tvenna tónleika í Hótel íslandi; fimmtudagskvöld og föstudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.